Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 13 Skammsýn stór- iðjustefna - takmarkaöar orkulindir Mörg rök hníga að þvl að frekari ráðstöfnn orkulinda landsmanna til þungaiðnaðar, þar með talin aukning áliðn- aðar, sé röng litið til framtíðarhagsmuna. Orkulindir íslendinga eru ekki meiri en svo að þjóðinni mun ekki veita af þeim til að mæta auknum þörfum á kom- andi öld, þar með talið að byggja upp það vetn- issamfélag sem stjóm- völd hafa lýst áhuga á. Er þá einnig haft í huga að menn vandi sig í orkuöflun með tilliti til umhverfisverndar eins og ríkur þjóðarvilji 1,-1 stendur til. Áframhaldandi stóriðjustefna fær heldur ekki staðist ef íslending- ar ætla sér að vera virkir þátttak- endur innan Rammasamnings Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar. Risaálbræðsla á Austurlandi myndi taka til sín um sjö teravatt- Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaður „Orkutindir Islendinga eru ekki meiri en svo að þjóðinni mun ekki veita af þeim til að mæta auknum þörfum á komandi öld, þar með tatið að byggja upp það vetnissamfélag sem stjórnvöld hafa lýst áhuga á.“ stundir af raforku sem er álíka mikið og nú er framleitt samanlagt hérlendis. Þrefaldur verðmunur Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð hefur i stefnuyflrlýsingu sinni lagst gegn mengandi stóriðju og stórvirkjunum og telur brýnt að móta sjálfbæra orkustefnu til langs tíma. Mörg þungvæg rök tengjast þessari afstöðu og varða umhverflsáhrif sem og efnahags- og fé- lagslega þróun í landinu. Það er opinbert leyndarmál að raf- orkuverð til stóriðju- fyrirtækja hérlendis er langt frá því að geta talist viðun- andi. Endurpeglast það meðal annars í þeirri staðreynd að meðalverð fyrir stór- iðjusölu Landsvirkj- unar var aðeins 88 aurar á kílóvatt- stund á síðasta ári á sama tíma og meðal- verð til almenningsveitna var 286 aurar, eða rösklega þrefalt hærra. Raforkuverðið er í flestum sölu- samningum við stóriðjufyrirtækin tengt markaðsverði á áli og hefur það óhjákvæmilega í fór með sér miklar sveiflur. Það er efnahagslega séð afar óráðlegt að auka þátt álf- ramleiðslu í þjóð- arbúskapnum. Risafyrirtæki í örsamfélagi Æskilegt er að stuðla að ^öl- breytni í atvinnu- lífi með dreifðu frumkvæði og fyrirtækjum sem ekki eru mjög stór að tiltölu við íbúafjölda og stærð byggðarlaga. Þetta viðhorf er stutt af rannsókn- um fræðimanna og liggur raunar nokkuð í augum uppi. Ýmsir þeir sem nú vinna að atvinnuþróun á landsbyggðinni hafa varað við stór- iðjustefnunni sem fylgt er af stjóm- völdum. Kom það meðal annars skýrt fram á málþingi í Háskóla ís- „Álverksmiðjur eru ekki aðlaðandi vinnustaðir og vart við því að búast að ungt fólk telji þá eftirsóknarverða," segir m.a. í grein Hjörleifs. - Nýr skáli opnaður í álverinu í Straumsvík. lands 20. mars 1999 þar sem fjallað var um framtíð búsetu á íslandi. Það virðist vera trú margra sveit- arstjómarmanna á Austurlandi, ef marka má ályktanir þeirra undan- farið, að bygging risaálbræðslu á Reyðarfirði sé líkleg til að snúa við fólksflutningum frá Austurlandi. Auðvelt er að leiða líkur að hinu gagnstæða. Bygging risaálbræðslu í nokkur þúsund manna samfélagi mun valda kollsteypu á mörgum sviðum og þarf ekki nema 1. áfang- ann til. Hvergi utan íslands dytti mönnum í hug að setja slikt stórfýr- irtæki niður í litlum byggðarlögum á landsbyggðinni. Leitar ungt fólk í álbræðslur? Álverksmiðjur eru ekki aðlað- andi vinnustaðir og vart við því að búast að ungt fólk telji þá eftirsókn- arverða. Á Austurlandi gæti allt eins svo farið að leita þyrfti eftir vinnuafli erlendis frá til slíkrar iðju líkt og raunin hefur orðið í fiskvinnslu. Einnig er hætt við að ýmsir þeir sem kæmust í uppgripatekjur á byggingartíma virkjunar og verk- smiðju mundu í framhaldinu nota þær til að koma undir sig fótum á höfuðborgarsvæðinu. Ég vil hvetja fólk til að setja sig inn í sem flesta þætti þessa máls. Það er margt sem bendir til að ál- bræðsla á Austurlandi yrði ekki sá happafengur sem ýmsir viröast halda. Hjörleifur Guttormsson Ást með skilyrðum í Morgunblaðinu var fyrir skömmu umræða um kirkjuna og samkynhneigð. Enn einu sinni þurfti ég sem hommi, að sjá minn kærleika „háð-togaðan“! Prestur- inn, hinn vigði fulltrúi krists, sagði um ástir samkynhneigðra, að um væri að ræða „einhvers konar brenglun, sjúkdóm sem við- komandi getur ekki ráðið við“. Og bætti við: „Ég hef fulla samúð með samkynhneigðum, lít ekki niður á þá“. - Er presturinn ekki yndislega aumingjagóður? Og þessi „skilningsríku" orð eru sögð vegna þessa að í blaðinu er fjallað af skilningi um lesbíur og homma og kærleika þeirra, og kirkjan þar hvött til að standa upp og hrista af sér slenið og fara að boða kærleika og skilning milli manna. „Ganga á undan, ekki drattast á eftir," eins og greinar- höfundur orðar það, boða fagnað- arerindið án skilyrða um að ákveðinn kærleikur sé aðeins Guði þóknanlegur fyrir ofan mitti.“ - Náttúrulegt, eðlilegt eða óviðráðanlegur sjúkdómur? Er ekki sama Mér ætti að vera sama hvað aðrir kalla ást mína til annars manns, en mér er það ekki! Ekk- ert virðist breytast nema yfirborð- ið! Það er snyrti- legra og mér er brugðið. Ég er reiður og ég spyr ykkur kirkjunn- ar fólk og aðra með þessar „kristilegu" hug- myndir: Getið þið ekki skilið að lif í auðmýkt og kærleika fyr- ir hvort öðru er ekki það sama og að vera aumingjagóður og full- ur samúðar? Lífið eins og Guð skapaði það og ætlaði okkur öll- um er fullt af kærleika, skilningi og umburðarlyndi! Ætlið þið endalaust að lesa bíblíuna með „öfugum“ formerkjum og snúa því sem þið viljið upp á nútímann, einhverju upp á and- skotann og sjúkdóms- greina það sem ykkur finnst óþægilegt, skiljið ekki eða eruð hrædd við? í áðurnefndri grein sinni segir presturinn eftirfarandi „kær- leiksmola" um samkyn- hneigð: „Margt í sköp- unarverkinu, mannlíf- inu, eins og það kemur okkur fyrir sjónir, er ekki vilji Guðs.“ Takk. Skýr afstaða og allt í lagi. Ég veit hetur, ég veit að ég er sköpunarverk Guðs og honum þóknanlegt. Ég finn þessa vissu innra með mér óháð ytri aðstæðum og óháð kirkjunni. Guð er kærleikur og umburðar- lyndi og Hann sér allt og skilur allt. Leyfi frá Guði Við höfum í gegnum aldimir verið að búa til okkar eigin reglur. Þannig tókst okkur án hjálpar Guðs að búa til margs konar minni- hlutahópa og sundra frekar en sameina! Allt hefur þetta verið spurn- ing um völd! Og kirkjan hefur tekið ríkan þátt í þessum leik í gegnum ald- imar! Er ekki kom- inn tlmi til að hætta þessum leik? Ganga saman leið kærleikans. Temja okkur umburðar- lyndi, auðmýkt og velvild í garð ann- arra. Leggja til hliðar hroka og dómhörku og leyfa öllum að vera til á eigin forsendum. Að elska er ekki háð einhverju sjálfteknu einka- leyfi heittrúaðra bókstafstrúar- manna. Maður þarf aðeins að spyrja sjálfan sig og hjartað, og svarið sem við finnum þar er það sem gildir. Minn kærleikur er jafn hreinn og tær og annarra og óháð- ur mannlegum boðum og bönnum. Ég bið ekki um leyfi til að elska. Það leyfi hef ég frá Guði. Percy B. Stefánsson „Ég er reiður og ég spyr ykkur kirkjunnar fólk og aðra með þess- ar „kristtiegu“ hugmyndir: Getið þið ekki skitið að tif í auðmýkt og kærleika fyrir hvort öðru er ekki það sama og að vera aumingja■ góður og futiur samúðar?“ Kjallarinn Percy B. Stefánsson ráðgjafi Með og á móti Ný sjónvarpsrás RÚV Ríkisútvarpið er að kanna möguleika á að hefja útsendingar á annarri sjón- varpsrás. Yrðu rásirnar þá tvær. Út- varpsstjóri vill gjarnan sjá að önnur rás verði tekin f notkun á næsta ári þegar Ríkisútvarpið verður 70 ára. Uppbygging annarrar rásar mundi fyrst eiga sér stað á þéttbýlissvæðum á suðvesturhorni landsins en dreifi- kerfið fljótiega byggt upp um allt land. Aukin þjónusta „Ríkisútvarpið hefur um langt árabil. haft umráð yfir annarri VHF-rás fyrir Sjónvarpið sem nota má til útsendinga á nýrri dagskrá á öllu suðvesturhorni landsins. Yrði það upphaf að útbreiðslu hennar um land allt rétt eins og Sjónvarpið og Rás 2 hófu út- sendingar á höf- uðborgarsvæð- ln o' - • * Markús Örn Ant- Sjonvarpiö onsson útvarps- leggur áherslu s*Jöd. á að þjóna hin- um ýmsu hópum áhorfenda með mjög fjölbreytilegu dagskrárefni. Það hefur orðið æ örðugra að koma öllu þessu efni heim og sam- an í einni dagskrá. Allir kannast við breytingar á auglýstri dagskrá sem verða fyrirvaralítiö vegna beinna útsendinga frá íþróttaleikj- um. Miðað við þær þröngu skorð- ur sem okkur eru settar nú á kjör- tíma einnar dagskrár má með til- komu nýrrar rásar búast við mikl- um möguleikum til aukinnar þjónustu af margvíslegu tilefni, ekki síst beinum útsendingum. Til að tryggja fjölbreytni í dagskrár- framboði og styrkja enn stöðu Ríkisútvarpsins í vaxandi sam- keppni er tímabært að nýta RÚV 2 betur í þágu sjónvarpsnotenda en nú er gert.“ Út úr kú „Þessi hugmynd um fjölgun rása hjá Sjónvarpinu er eins og út úr kú. Til skamms tíma hefur um- ræðan um Sjónvarpið einkennst af kvarti og kveini yfir fjárskorti til innlendrar dagskrárgerðar. Stöð 2 hefur verið að hirða mannskap og þætti af Sjón- varpinu út af þessu peninga- leysi. En nú á allt í einu að Vera SVÍgrÚm bla&amaður. til að kaupa tæki og búnað til þess aðallega að senda út meira af íþróttaefni. Eins og það sé ekki nóg af slíku nú þeg- ar. Sjónvarpið á miklu frekar að hætta aö senda út íþróttaefni og leggja niöur íþróttafréttadeildina. Hvaða annað séráhugamál minni- hlutahóps fær eiginlega sérstaka fréttadeild? Með því að hætta al- farið með íþróttir í Sjónvarpinu mundu talsverðir fjármunir losna til dagskrárgerðar og meiri tími vera til ráðstöfunar fyrir útsend- ingar á öllu skemmtilegra sjón- varpsefni. Ein rás dugar fyllilega undir slíkt." -hlh/EIR Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaöið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni á stafrænu formi og i gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is Ólafur Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.