Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 15 Guðrun Geirsdottir hargreiðslumeistari: Tíska að smekk hvers og eins Hárið er alltaf síðara á vetnma en á sumrin en við sjáum til dæmis að núna eru röndóttu strípurnar, sém hafa verið vinsælar upp á síðkastið, alveg búnar, segir Guðrún Geirsdóttir, hárgreiðslu- meistari hjá Hárþihgi. „Núna eru að koma inn rauðir og brúnir litir og áherslan er lögð á heilbrigt og eðli- legt útlit. Litirnir eiga að tóna vel við háralitinn sem fyrir er og gefa hreyflngu í hárið en ekki skapa and- stæðu við það, eins og verið hefur. Permanentið er að koma aftur, sér- staklega í síðu hári, líka rúllukrull- ur og tjásustíllinn sem hefur verið vinsæll er að detta út að mestu. Hár- ið er formað meira en áður og beinni og ákveðnari línur eru að koma inn,“ segir Guðrún. „í sam- kvæmisgreiðslum er farið að færast í vöxt að nota aukahár, þá gjaman í öðrum lit. Svo má nefna að „vöfll- umar“ em að koma aftur. Ekki svona stífformaðar eins og var á sín- um tíma, heldur frekar til að gefa lauslega lyftingu eða á einhvem hluta hársins eftir smekk. Islendingar alltaf til í eitthvað nýtt „Hvað fmnst þér einkenna stíl ís- lendinga í samanburði við það sem þú sérð í útlöndum? „íslendingar fylgjast mjög vel með öllum tískustraumum og eyða miklu í hár og umhirðu þess. Við erum alltaf til í að breyta og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Nánast hver einasta kona hérlendis er með skol, strípur eða lit í hárinu og þó karlmennimir séu rólegri í tíðinni er algengt að þeir breyti til. Þetta finnst erlendum hárgreiðslumeisturum mjög merkilegt. Annars er einkennið á tísk- unni núna að allt er leyfilegt. Þeir dagar þegar allir voru steyptir í sama mót era löngu liðnir. Maður þarf ekki annað en að fara út á götu til að sjá þetta. Nú fer það bara eftir hug- myndaflugi og smekk hvers og eins hvemig útlit hann velur sér. Þá eru fótin líka oft í stíl og það er bara flott. Þess vegna er svo skemmtilegt að vinna i þessari grein í dag,“ segir Guðrún og brosir. -HG Aukahár í samkvæmisgreiðslunni Guðrún segir að hárið á Olgu sé mjög sítt og þungt og því sé gott að hafa styttur í þvi til að létta það aðeins. Hún hefur fallegan ljósan lit sem er upplitað- ur af sólinni og því er aðeins hreyfing í hárinu sem er mjög fal- legt. Hárið er dökkt í rótina en það útlit er einmitt að koma inn í haust og vetur að sögn Guðrúnar. Olga fékk samkvæmisgreiðslu eft- ir nýjustu tísku. Notað er aukahár í greiðsluna, bæði ljósara og dekkra en hár Olgu er. Það er í samræmi við tískuna í vetur og dregur fram háralitinn hennar. Kristín segir að Olga sé sum- artýpa sem þýðir að henni fara vel kaldir og bjartir en einnig dökkir litir. Olga fékk kvöldförðun og Kristín byrjaði á að nota stiftfarða eins og hún notaði á Fríðu og laust púður yfir. Hún hefur mjög góða húð og vel plokkaðar augabrúnir en Kristín segir að það skipti miklu því allt augnsvæðið verði skýrara og fallegra þegar augna- brúnirnar eru vel plokkaðar. Kristín notaði á hana fjólubleikan og steingráan augnskugga með flólubláum tón. Augnblýanturinn var gráblár en svarblár eyeliner fór ofan á hann. Á kinnarnar fór bleikur kremkinnalitur til að leggja áherslu á falleg kinnbein. Á varirnar fór vínrauður blýantur og dökkur plómuvínrauður vara- litin. Kristin setti að lokum svo- kallaðan „star-dust“ augnskugga, sem er laus og hvítsilfraður, yfir miðjar varirnar til að fá fram fal- leg blæbrigði. Brúnir og gylltir litir allsráðandi IFríðu Björgu var sett brún/koparlitt skol sem tónar vel við háralitinn hennar og gylltar strípur yfir. Hún er með liðað hár og hárgreiðslan sem hún fékk miðaðist við að draga liðina fram, ýfa hárið aðeins og fá fram svolítið „villt" yfirbragð á greiðsl- una. Kristín segir að hún sé haust- týpa sem fari vel hlýir, brúnir og gulir litir. „Ég setti á hana brúnan og fol- bleikan augnskugga. Hún getur ekki notað fjólubláan, því hann er orðinn of kaldur fyrir hana. Fríða Björg er með gott augnsvæði til að mála og góða húð með gylltum tón. Ég formaði augnlínuna með blaut- um eyeliner sem er mikið í tísku um þessar mundir. Línan á að vera mjó og hún á alls ekki að fara undir augun. Farðinn hennar var í stiftformi sem gefur mjög eðlilegt og áferðarfallegt útlit. Yfir setti ég svolítið af lausu púðri og sólar- púðri til að undirstrika kinnbein- in. Ég skerpti augnabrúnirnar með augnabrúnageli með smá lit í. Augnskugginn er brúngylltur og koparbrúnn og fer vel við hárið. Hann er með svokallaðri perluá- ferð en það er millistig milli mattra og sanseraðra augnskugga. Þeir eru mikið að koma í haust og vetur og það er mjög auðvelt að leika sér með þá,“ segir Kristín. „Á varirnar notaði ég svo brúnan varablýant og rauðbrúnan varalit með gylltum blæ sem ég blandaði vel saman við eyelinerinn þannig að engin skil sáust.“ Árangurinn leynir sér ekki, eða hvað finnst ykkur? -HG Góð ráð fyrir heimavinnuna: Hendið gamla mask- aranum Fyrir þær konur sem em með fínleg og stutt augnhár, virkar vel að nota augnháraþykkjara áður en maskari er settur á. Þá verða augnhárin fallegri. Þau virka þá fleiri og þykkari. Ef maskari er notaður daglega er góð regla að skipta um hann á þriggja mánaða fresti. Að öðrum kosti skapast sýklahætta af hon- um og hann getur skapað of- næmi. Til að varalitablýanturinn end- ist betur er sniðugt að brjóta að- eins framan af honum og mála svolítið inn á varimar. Núna er skörp varalína ekki í tísku þannig að það er sniðugt að blanda saman örlitlum varalit og blýanti og teikna þannig línu á varirnar áður en varaliturinn er borinn á. Maskarabursti er nytsamlegur til að hindra að augnhárin kless- ist saman þegar maskari er not- aður og gefur fallegra útlit en augnháragreiður. Ekki farða augun Þegar augnskuggar em bornir á er gott að hafa í huga að farða ekki yfir augun heldur bera púð- ur þar yfir. Þá koma ekki línur á augun eins og vill gerast ef augnskugginn er borinn ofan á farða. Þá ber að varast að strjúka augnskugga yfir augun. Áferðin verður fallegri og jafnari ef litlar og léttar hreyfingar eru notaðar og „dúppað“ á augim. Þegar kinnalitur er borinn á viija oft myndast rákir og skil. Best er að nota púðurkvasta til að koma í veg fyrir slíkt og fá eðlilegra útlit. Þegar notað er laust púður er nauðsynlegt að bursta yfir andlitið með kvasta eftir að það er borið á. Brunnið hár eftir heimalitanir Ekki lita hárið heima. Það get- ur farið mjög illa með það, því i litunum era sterk efni sem geta brennt hárið og hársvörðinn. Þegar fólk er t.d. að aflita hárið og það er ekki orðið nógu ljóst fer það gjaman og litar hárið aft- ur. Svo fer fólk ef til vill og setur permanent í hárið á eftir og þá er hárið og hársvörðurinn orðinn ein bmnarúst sem er erfitt að lagfæra. Til þess að hægt sé að fara með efni af þessu tagi þarf að læra á þau í fjögur ár og þess vegna er e.t.v. ekki skrýtið að slys verði þegar fólk er að fikta við litinn án kunnáttu. Leitið ráðlegginga hjá fagfólki ef þið hafið flösu eða húðsjúk- dóma. Mörg sjampó sem fást út í búð em sterk og hafa slæm áhrif á þessa kvilla. Fagfólk getur oft bent á mild sjampó sem fara vel með húðina. -HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.