Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 27 DV Kærastan spark- aði Ruud Gullit Ruud Gullit er búinn að fá reisupassann. Kærastan hans, hin gullfallega Estelle Cruyff, sagði bara bæbæ viö kappann aðeins tveimur vikum eftir að hann bað hennar svo fallega. Ástæðan er einföld: Ruud átti í löngu ástar- sambandi við Lisu Jensen, ítur- vaxna gengilbeinu á pítsustað. Estelle varð víst ákaflega reið þegar upp komst um strákinn Tuma og grét fögrrun tárum. George Michael vill sofa hjá Geri Breski popparinn hefur ekki sofið hjá konum í meira en tíu ár en ef hann ætti að taka upp á því á gamals aldri myndi hann helst kjósa að fara með kryddpíunni fyrrverandi, Geri HalIiweU, í bólið. George fer ekkert leynt með það að hann er upp á karlhöndina en viðurkennir jafnframt að hann hafi engu að síður auga fyrir fögr- um stúlkum. En í viðtali við breska blaðið Mirror segir popp- arinn að Geri sé sætust allra. Travolta og frú eiga von á barni Storleikarinn John Travolta og eiginkonan Kelly Preston, sem einnig er leikkona, eiga nú von á öðru bami sínu. Gleðileg tíðindi, nema kannski helst fyrir þær sak- ir að starfsframi frúarinnar virð- ist loks vera á hraðri uppleið. Kelly leikur í nýjustu mynd Kevins Costners um hafnabolta- gæja, leikur meira að segja eins konar kærustu hans. Kelly er komin tæpa þrjá mánuði á leið, að eigin sögn. Handritin og kvik- myndatilboðin verða bara að bíða betri tíma. Úti er ævintýri: Ástin kulnuð hjá Carter og Branagh Leikaraparið Kenneth Branagh og Helena Bonham Carter era hætt að vera saman. Kenneth hefur ekk- ert tjáð sig um skilnaðinn en Helena hefur staðfest hann. „Það er rétt að við erum ekki lengur saman,“ sagði hún. Og hún lagði áherslu að að það væri enginn annar eða önnur í spil- inu. Það hefði verið sameiginleg ákvörðun þeirra beggja að slíta sambandinu sem staðið hafði yfir í um 4 ár. Það var þó ekki fyrr en 1997 sem Helena staðfesti að sam- band þeirra væri opinbert. Þau höfðu reynt að forðast sviðsljós fjöl- miðlanna eins og mögulegt var. Kenneth hafði áður verið kvænt- ur leikkonunni Emmu Thompson sem er yfir sig hamingjusöm nú því hún á von á bami með Greg Wise, ástmanni sínum og mótleikara úr kvikmyndinni Sense and Sensi- bility. í síðustu viku sást Helena ein á hátíðarsýningu á myndinni Time Regained í London. Talið er að Kenneth sé í Banda- ríkjunum að undirbúa næsta verk- efni sitt, How to Kill Your Neigh- bor’s Dog. Kenneth Branagh og Helena Bonham Carter á meðan allt lék í lyndi. Símamynd Reuter Spænski krúttleikarinn og hjartabaninn Antonio Banderas er kominn heim til Spánar með nýjustu kvikmyndina sína, Geggjaður í Alabama, fyrstu myndina sem hann leikstýrir sjálfur. Hér eru Banderas að benda konu sinni, leikkon- unni Melanie Griffith, á eitthvað merkilegt á Zurriolaströndinni í San Sebastian. Myndin er sýnd á kvikmyndahátíð- inni þar. Sá á kvölina sem á völina: Soffíu gert að velja milli starfs og konunglegra skylduverka Ellsabet Englandsdrottning hefur nú brýnt klæraar. Hún ætlar að setja nýju tengdadóttur sinni úr- slitakosti. Soffia Rhys-Jones, greifaynja af Wessex, verður annað hvort að hætta með almanna- tengslafyrirtæki sitt ella verða meinað að taka þátt í skyldustörfum konungsfjölskyldunnar. Þetta tvennt fer ekki saman, að mati drottningar og fleiri í fjölskyldunni, að því er fram kemur í breska blað- inu Sunday Times. Kunnugir þykja sjá þama hlið- stæður við þá meðferð sem Díana heitin prinsessa fékk þegar hún gift- ist Karli ríkisarfa á sínum tíma. Soffía Rhys-Jones á erfitt val fyrir höndum: starfið eða kóngaskyldur. Soffía og fyrirtæki hennar hafa sérhæft sig í að kynna alls kyns munaðarvarning. Ýmsir mektar- menn innan konungsfjölskyldunnar bresku óttast að stúlkan muni not- færa sér konunglega aðstöðu sína sér og fyrirtæki sinu til fjárhagslegs ávinnings. Soffia gerði nýlega samning um að kynna nýja bifreið Rover bíla- verksmiðjanna. Hún lét meira að segja taka auglýsingamyndir af sér við bílinn á bílasýningunni í Frank- furt í Þýskalandi á dögunum. Drottning er sögð hafa verið ákaf- lega undrandi á öOu saman. Sama er að segja um Kalla ríkisarfa. Sviðsljós ísraelsk söng- kona sakar Geri um stuld á lagi ísraelska söngkonan Alabina fuOyrðir að nýjasta smáskífa Geri HalliweO, Mi chico latino, sé afrit af laginu De la noche e la manana. Þetta lag ísraelsku söngkonunnar naut mikiOa vinsælda í Mið- austurlöndum í fyrra. Alabina hefur þegar fengið lög- menn tO liðs við sig því hún ætl- ar að höfða mál gegn fyrrverandi Kryddpíunnu. Geri harðneitar því að lag hennar, Mi chico latino, sé afrit af lagi Alabinu. Geri segist vera spænsk að uppruna og það sé vegna þessa uppruna sem hug- myndin að lagi hennar hafi kviknað. 7 dogo sxiptiréttur bílum. Þetta er ein af sjö ástæðum til aó kaupa = sjö stjörnu bíl hjá B&L. ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.