Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 Hringiðan Ekki kom annað tii greina hjá vinkonunum Mar- íu Guðrúnu Guðmundsdóttur, Elvu Mjöli Þórs- dóttur og Rebekku Laufeyju Ólafsdóttur en að skella sér á tónleika með Take That-goðinu Robbie Williams í Höllinni á föstudaginn. Robbie Williams hélt tónleika í Laugardalshöllinni á föstudaginn. Hörkufjör var á tónleikunum þar til að einhver „aðdáandi" úr salnum þrykkti í hann flösku í síðasta laginu sem varð til þess að hann gekk fúll út án þess að kveðja kóng né prest. DV-myndir Hari Miðarnir voru klárir og því ekk- ert að vanbúnaði fyrir Steinunni Ægisdóttur og Yrmu Þorgrímsdóttur að skella sér á tónleikana með Robbie Wiliiams á föstudaginn. Stefan Baldursson þjoðleikhússtjóri og Sveinn Einarsson, fyrrum leikhússtjóri í Iðnó, ræðast hér við á opnun sýningar Daða Guð- björnssonar í Listasafni ASÍ á laugardaginn. uitur skemmtari sa um að gestum a syningu Maggogabbs ehf. leiddist ekki allt of mikið í návist allrar þessarar listar. Tónskáldið Atli Heimir Sveinsson og listakonurn- ar Rúri og Sigrún Eldjárn virða fyrir sér list Helga Þorgils Friðjónssonar á yfirlitssýningu sem var opnuð í Listasafni íslands á laugardaginn. Myndlistadúettinn Maggogabb ehf., sem þau Gabríella Frið- riksdóttir og Magnús Sigurðsson skipa, opnuðu sýningu í Gallerí oneoone á laugardaginn. Einar Örn og Sjón litu við. Þrjár sýningar voru opnaðar í Listasafni ís- lands á laugardaginn. Yfirlitssýning á tutt- ugu ára ferli Helga Þorgils Friðjónssonar, Öræfa landslag og Nýja málverkið á 9. ára- tugnum. Myndlistamennirnir Húbert Nói og Hallgrímur Helgason voru á staðnum. Þróttarinn ungi Bjarmi Grét- arsson reyndi fyrir sér á stult- um í pylsupartíinu sem Þrótt- arar héldu á laugardaginn til að fagna vígslunni á nýja klúbbhúsinu við gervigrasvöll- inn í Laugardalnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.