Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 29
iy\T ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 37 Jón Stefánsson leikur vígsluverk- ið á nýja orgelið í Langholtskirkju. Orgeltónleikar í Langholtskirkju Síðastliðinn sunnudag var tekið í notkun í Langholtskirkju nýtt 34ra radda pípuorgel frá Noack í Bandaríkjunum. Bar þetta upp á funmtán ára vígsluafinæli kirkj- unnar. Af þessu tilefni er efnt til orgelhátíðar í kirkjunni með tón- leikum alla vikuna. í kvöld verða kór- og orgeltónleikar og stjórnar Jón Stefánsson Kór og Gradu- alekór Langholtskirkju en organ- leikari er Kári Þormar. Þá verður m.a. flutt vígsluverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson og leikur Jón Stef- ánsson það á orgelið. Á miðviku- dag verða hádegistónleikar þar sem Lára Bryndís Helgadóttir leikur verk eftir Boéllman, Buxtehude og Bach. Um kvöldið kemur að organista Akureyrara- kirkju Bimi Steinari Sólbergssyni að halda tónleika, leikur hann verk eftir Bach, m.a. Prelúdíu og fúgu í a-moll og Konsert í a-moll eftir Bach/Vivaldi. Tónleikamir halda síðan áfram í hádeginu og á kvöldin og em síðustu tónleikam- ir næstkomandi sunnudag. Septembertónleikar Selfosskirkju Tónleikaröð Selfosskirkju held- ur áfram í kvöld kl. 20.30. Flytj- endur eru Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Björn Steinar Sólbergsson organisti. Þau hafa starfað saman frá árinu 1987 er þau stofnuðu Sumartónleika í kirkjum á Norðulandi. Um þessar mundir er verið að gefa út geisla- plötu þar sem Margrét og Bjöm Steinar flytja perlur íslenskrar kirkjutónlistar fyrir söngrödd og orgei og einnig orgel- Toilleikar verk ís-________________ lenskra höfunda. Á efnisskrá þeirra í kvöld er m.a. hið stór- brotna Faðir vor eftir Jón Leifs og Chacona Páls ísleifssonar. Einnig flytja þau útsetningar Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar á sálmum úr fomum handritum. Goðsagnapersónur og Gamla testamentið Gítartónleikar verða í Salnum í kvöld kl. 20. Einar Kristján Ein- arsson leikur ís- lensk og erlend verk og býður unnendum gítar- tónlistar upp á afar fjölbreytta og spennandi efnis- skrá. Tónleikar þessir eru upp- hafstónleikar í áskriftarröð 2 í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs. Einar Kristján Einarsson stundaði framhaldsnám í Manchester á Englandi á ámnum 1982-1988 og lauk á þeim tíma einnig einleik- ara- og kennaraprófi frá Guildhall School of Music árið 1987. Einar Kristján hefur komið fram á tónleikum í Svíþjóð, Englandi og á Spáni og við margvísleg tækifæri víða hérlendis, m.a. á Gítarhátíð á Akureyri, Sumartónleikum í Skál- holti, Sumartónleikum á Norður- landi og Myrkum Músíkdögum. Hann hefur leikið með Caput-hópn- um og komið fram sem einleikari með Kammersveit Akureyrar, Kammersveit Reykjavíkur og Sin- fóníuhljómsveit íslands. Auk þess hefur hann starfað sem tónlistar- maður við Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Alþýðuleikhúsið, Kaffi- leikhúsið, Leikhús frú Emilíu og með leikhópnum Augnablik. Þá hefur hann ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Rússíbanar hljóðrit- að tvo geisladiska útgefna af Máli og menningu. Einar Kristján Einarsson. Stefnumót á Gauki á Stöng: Djass og alls kyns grúvítónar kyns grúvítónar sem verða í aðal- hlutverki. Á Stefnumóti 17 koma fram hljóm- sveitimar Drum’N Brass (sem sló eftirminnilega í gegn þegar hún hit- aði upp fyrir No Smoking Band i höllinni nú á dög- unum), Snurk (sem spilar fónkí freedjass og er skipað tveim með- limum fönksveitar- innar Funkmaster 2000), Dúettinn 3+4 (sem spilar ex- perimental djass- blöndu) og plötu- snúðurinn DJ Kristín Björk (sem er ein af aðal- manneskjunum í kringum hin víð- frægu tilraunaeld- húskvöld). Tón- leikamir hefjast stundvíslega kl. 22. Likt og allir aðrir Stefnumóta-tón- leikar eru þeir sendir út beint á tónlistarvefsíðu Hluti af hljómsveitinni Funkmaster 2000 kemur fram á Gauknum í kvöld undir nafninu Snurk. Coca-Cola Það verður glansandi stuð og móta-tónleikaseríu. Að venju er það stemning á ölkelduhús-_____________________tónlistar- og menning- inu Gauki á Stöng í Clftnimt.amr arblaðið Undirtónar kvöld því þá verða í wKCI 11111131111 sem stendur fyrir her- gangi tónleikar númer----------------------legheitunum og að sautján í hinni alræmdu Stefnu- þessu sinni verður það djass og alls Hiti 10 Norðaustlæg átt, víðast 5-8 m/s. Skýjað á Austurlandi og þokuloft með austur- og norðurströndinni. Annars staðar má gera ráð fyrir Veðrið í dag bjartviðri, en þykknar heldur upp í kvöld. Súld suðaustanlands seint í nótt. Hiti 10 til 17 stig er kemur fram á daginn, hlýjast vestanands, en 6 til 12 í nótt. Höfuðborgar- svæðið: Norðaustan og síðar norð- læg átt, 3-5 m/s en 5-8 síðdegis. Lengst af léttskýjað. Hiti 10-17 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.34 Sólarupprás á morgun: 07.09 Síðdegisflóð í Reykjavik: 16.04 Árdegisflóð á morgun: 10.33 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri hálfskýjaö 6 Bergstaöir þoka 4 Bolungarvík þokuruöningur 5 Egilsstaöir 6 Kirkjubœjarkl. þoka í grennd 7 Keflavíkurflv. léttskýjað 10 Raufarhöfn þokumóöa 7 Reykjavík léttskýjaó 9 Stórhöföi súld 8 Bergen skýjaö 19 Helsinki skýjaö 9 Kaupmhöfn þokumóöa 16 Ósló alskýjað 13 Stokkhólmur 14 Þórshöfn alskýjaö 11 Þrándheimur skýjaö 12 Algarve Amsterdam léttskýjaó 13 Barcelona léttskýjaö 16 Berlín rigning 16 Chicago skýjaö 11 Dublin rigning 13 Halifax léttskýjaö 14 Frankfurt úrkoma í grennd 13 Hamborg rigning 15 Jan Mayen súld 4 London Lúxemborg léttskýjaó 11 Mallorca hálfskýjaö 15 Montreal þoka 13 Narssarssuaq léttskýjaö 1 New York alskýjaö 19 Orlando alskýjaó 23 París rign. á síö. kls. 15 Róm hálfskýjaö 19 Vín skýjaö 17 Washington rigning 17 Winnipeg heiöskírt 10 Víða unnið að lag- færingu vega Vegavinnuflokkar eru margir að störfum á þjóð- vegum landsins. Á leiðinni vestur er verið að vinna við hluta af leiðinni Reykjavík-Kjalames og Hval- fjörður-Borgarnes. Þegar vestar dregur er verið að lagfæra leiöina um Steingrímsfjaröarheiði, Botn-Súðavík, Þingeyri-ísafjörður og Óshlíð. Færð á vegum Á Suðurlandi er unnið við leiðina frá Þjórsá að Hvolsvelli og Hvolsvelli að Vík. Þegar austar dreg- ur er flokkur við vinnu á leiðinni Höfh-Hvalnes og Reyðarfjörður-Eskifjörður. Hálendisvegir era opn- ir en margir aðeins færir fjallabílum. Skafrenningur m Steinkast Hálka Ófært @ Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir ffl Þungfært (£) Fært fjallabílum Ástand vega Harpa Lind Þessi unga dama heitir Harpa Lind. Hún fæddist á Landspítalanum 25. nóvember síðastliðinn. Barn dagsins Við fæðingu var hún 3.390 grömm og 50 sentímetrar að lengd. Hún er eina bam foreldra sinna, Sig- rúnar Ingibjargar Jó- hannsdóttur og Hjálmars Ámasonar. Billy Crystal leikur sálfræöing sem fær erfitt verkefni. Analyze This í Analyze This, sem Sambíóin sýna leikur Robert De Niro mafíu- foringja í New York, Paul Vitti. Hann þekkir ekkert annaö en lífið hjá mafíunni enda alinn upp til að verða mafiuforingi. Þegar hann fer að hætta að geta sofið, eiga erfitt með andardrátt og verður erfiður í umgengni er fátt til ráöa. Lífvörður hans telur sig þó kunna ráð viö þessu. Hann hafði hitt fyr- ir hinn rólega og yfirvegaöa sál- fræðing Ben Sobol þegar þeir lentu saman í árekstri og þar sem greinilegt er að foring- inn er að fara á V//////// Kvikmyndir taugum fer lífvörður- inn á kreik og pantar tíma hjá So- bol. Þegar Vitti birtist hjá honum er ljóst að rólegheitin era ekki í sjónmáli í bráð. Það er Billy Crystal sem leikur sálfræðinginn og þykja þeir ná vel saman Crystal og De Niro. Meðal annarra leikara er Chazz Pal- minteri. Leikstjóri Analyze This er Harold Ramis, sem á nokkrar ágætar gamanmyndir að baki. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: r Bíóhöllin: Inspector Gadget Saga-bíó: Wild Wild West Bíóborgin: Eyes Wide Shut Háskólabíó: The Bride of Chucky Háskólabíó: Svartur köttur, hvítur köttur Kringlubíó: Analyze This Laugarásbíó: Thomas Crown Affair Regnboginn: Star Wars: Episode I Stjörnubíó: Limbo Úrval - 960 síður á ári - fróðleikurogskemmtun semlifirmánuðumog árumsaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.