Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 1
 Fartölvur fyrir hvern nemanda. Bls. 20-21 Fimm mis- munandi manngerðir. Bls. 19 Megrun dregur úr gáfum. Bls. 18 tölvui taekni og vísinda PlayStation Netið kemur læknum í vanda Samkvæmt nýrri rannsókn lenda læknar um allan heim æ oftar i vanda vegna þess að sjúklingar hafa aflað sér upp- lýsinga um sjúkdóma á Netinu og vita stundum meira um þá en læknirinn. í kjölfar- iö telja menn að valdahlutfóflin milli læknis og sjúklings hafi breyst umtals- vert sjúklingnum í hag. Til að þetta verði ekki að miklu vandamáli í framtíðinni verða læknpr því að mati rannsakenda að breyta hugsunarhætti sínum og átta sig á því að sjúklingam- ir eru engin börn heldur fullorð- ið fólk og þá verði að meðhöndla í samræmi við það. Fötluð stúlka vekur athygli á Netinu Flestir hafa án efa heyrt ýmsar sögur af því hvað Netið hefur haft mikil áhrif á líf fólks. Fæstir eiga því þó jafn mikið að þakka og hin 13 ára breska stúlka, Hero Joy Nightingale. Hún hefur frá fæðingu þjáðst af fötlun sem veldur því að hún hefur nær enga stjórn á vöövum líkamans og getur hvorki hreyft sig né tal- að. Hún getur þó skrifað með hjálp fjölskyldu sinnar og sér- hannaðrar tölvu og hefur hún í krafti þessa gefið út veftímaritið, From the Window, i tvö ár. Með tímaritinu hefur Hero Joy vakið mikla athygli og hefur Kofi Ann- an, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna m.a. skrifað í tímaritið og hoðið stúlkunni í heimsókn til sín í kjölfarið að auki. Slóð tíma- ritsins er http://atschool.ed- uweb.co.uk/hojoy/hojoy/ Microsi 13 jU f 11 afjB V Það var mikið um dýrðir -um helgina þegar .-fram fór í Japan hin gríðarstóra tölvuleikjasýn- ing Tokyo Game Show. Þetta er ein stærsta tölvu- leikjasýning heims og í ár mátti þar finna 74 sýnendur sem höfðu yfir að ráða afls 1.486 básum. Fjöldi gesta var gríðarlegur og voru þeir um og yfir 60.000 hvern dag sýningarinnar. Mikið úrval var af forvitnilegum hugbúnaði fyrir gesti að skoða, þar á meðal hugbúnaði fyrir næstu kyn- slóð af leikjatölvum. Eins og við mátti búast börðust stærstu fyrir- tækin á leikjatölvumarkaðinum hart um athygli gestanna og reyndu Sony-menn að stela sem mestri at- hygli frá hinni nýju Dreamcast- tölvu frá Sega. Helsta tromp Sony var frumsýn- ing hinnar væntanlegu PlayStation 2 tölvu sem vakti mikla athygli meðal sýningargesta. Sega tókst þó einnig að fanga athygli margra með frumsýningu fjölda nýrra leikja fyr- ir Dreamcast. Þar stóð upp úr, að mati margra, leikurinn Resident Evil Code: Veronica, en þeir PlayStation 2 leikir sem vöktu hvað mesta athygli voru bílaleikurinn Gran Turismo 2000 og slagsmála- leikurinn Tekken Tag. s\ b-í. Bíli i'n iJ Einn albesti Rallý leikurínn! Þú getur valiö um akstursskilyrði, umhverfi, veður og styrk. Ert þú til i RALLÝ? Fimm leikir í einum! Sígildir og sívinsælir tölvuleikir. Hver man ekki eftir: Parachute, Helmet, Chef, Vermin og Donkey Kong? Nú eru þeir bræöur Mario og Luigi sem geröu allt vitlaust á sínum tíma, loksins fáanlegir í nýirri og endurbættri útgáfu á GAMEBOY COLOR. CnCBHtTO MIKra ÚRUAL LEIKJA FYRIR ALLA ALOURSHÓPA Lógmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.