Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 3
Þaö getur verið erfitt að vinna við tölvur Einkaspæjarar, óleyfilegar hetjur og fleiri týpur - geta kostað fyrirtæki stórfé Samkvæmt niðurstöð- um rannsóknarinnar má fíokka starfsmenn í fímm hópa eftir þvi hvernig þeír hregðast við vandræðum sem upp koma við tölvu- notkun. Þarmá fínna athygiisverðar mann- gerðir, altt frá hinni óleyfílegu hetju til símaskellarans. Öruggt tæknifólk mikilvægt í skýrslunni kemur fram að fyrir- tæki borgi greinilega talsvert mik- inn falinn kostnað vegna tölvunotk- unar í formi vinnutaps. Að mati Andys Chestnutt, talsmanns fyrir- tækisins, getur verið að sá kostnað- ur sé allt að helmingur heildar- kostnaðarins við að eiga og reka tölvuna. „Skýrslan okkar tekur að ýmsu leyti á þessum málum á spaugilegan hátt en það breytir því ekki að hér er mjög alvarlegt mál á ferðinni," segir hann. „Ef starfs- maður eyðir stórum hluta vinnu- tíma síns í baráttu við tölvuna sína þá hefur það mjög neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins." Chestnutt bætir því síðan við að 1 stað þess að einbeita sér að því að kaupa sífellt það nýjasta í tölvu- tækninni sé mun gáfulegra í mörg- um tilvikum að sjá til þess að starfs- fólkið sem sér um tæknimál fyrir- tækisins vinni störf sín fljótt og ör- ugglega. Fyrirtæki tapa gríðarlega miklu fjármagni á degi hverjum vegna þess að starfs- menn þeirra reyna að leysa tölvuvandræði upp á eigin spýtur. Oftast er rétta lausnin að hringja eftir aðstoð þeirra sem raunveru- lega sjá um tölvumál fyrirtækisins og reyna að halda áfram sínum eig- in störfum, samkvæmt því sem breska ráðgjafarfyrirtækið Compass Analysis UK Ltd. sagði í síðustu viku. Samkvæmt niðurstöðum þeirra má flokka starfsmenn í fimm hópa eftir því hvernig þeir bregðast við vandræðum sem upp koma við tölvunotkun. Þar má finna athyglis- verðar manngerðir, allt frá hinni óleyfilegu hetju til símaskellarans. Misjöfn viðbrögð við vand- anum Óleyfilega hetjan hefur áhuga á tölvum og getur ekki neitað sam- starfsmönnum þegar þeir biðja hana um að hjálpa sér með sín vandræði. Því er hetjan oftast sú fyrsta sem fólk leitar til þegar eitt- hvað bjátar á. Þeir leita hins vegar ekki til „stanslausa takkapotarans" en hann trúir því og treystir að vanda- málið muni hverfa ef hann ýtir stanslaust á hina og þessa takka á lyklaborðinu. Símaskellararnir kvarta um leið og eitthvað kemur upp á og leggja síðan niður alla vinnu og trufla með því alla í kringum sig, samkvæmt niðurstöðum Compass Analysis. Einkaspæjarinn er hins vegar staðráðinn i að leysa vandamálið sjálfur og getur eytt klukkustundum saman í að grúska í forritum og skjölum tölvu sinnar, jafnvel þó að eitt lítið símtal til tæknideildarinn- ar hefði verið nóg til að leysa vand- ann. En erfiðast er þó oft hlutskipti hins nægjusama sem verður pirrað- ur vegna bOana í tölvunni sinni en reynir þrátt fyrir það að vinna vinn- una sína án þess að vandamálið sé leyst. „Hann eða hún á það á hættu að springa af reiði, oft á tíðum vegna örlítilla tölvuvandræða, af því að pirringurinn hefur verið ólg- andi undir niðri í einhvern tíma,“ segir m.a. í skýrslu fyrirtækisins. Við minnum enn lesendur DV-Heims á að vilji þeir koma einhverju á framfæri við umsjónarmenn blaðsins eru allar hugmyndir, athugasemdir, ábendingar og annað vel þegið. Hægt er að senda okkur línu á netfangið dvheimur@fF.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.