Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 Merkilegur loftsteinn til jarðar í Texas: Geimvatn frá árdögum alheims Ekki sama hvenær börnin eru getin: Fleiri stúlkubórn koma í heiminn eftir erfiðleikatíma Sjónvarpsglápið fordæmt einu sinni enn: Rænir börn svefni zjjyjp Burt með sjón- varpstækin úr bamaherbergj- unum. Vísinda- menn segja að sjónvarpsgláp barna á kvöldin sé óhollt, einkum þó ef bömin eru með sjónvarpstæki inni I herbergj- um sínum. í nýjasta hefti tímarits samtaka barnalækna i Norður-Ameríku seg- ir að sjónvarpsgláp á kvöldin geti valdið alls kyns svéfntruflunum hjá börnum á skólaaldri. Þetta er í annað sinn á einum mánuði sem bamalæknamir gagn- rýna sjónvarpsgláp. í ágústhefti tímarits samtakanna var varað við því að böm yngri en tveggja ára ættu alls ekki að horfa á sjónvarp. Rannsóknir á þroska heilans á fyrstu æviárunum sýndu að ung- börn hefðu brýna þörf fyrir bein samskipti við foreldra sína og ann- að fólk. Sjónvarpsgláp gæti komið í veg fyrir slíkt. í septemberheftin,u segja vísinda- menn frá Hasbro-barnasjúkrahús- inu og Brownháskóla á Rhode Is- land að læknar ættu að vera vak- andi fyrir neikvæðum áhrifum sjón- varpsgláps þegar komið er að hátta- tíma. Þeir mæla með því að læknar spyrji foreldra um sjónvarpsgláp bama þeirra þegar leitað sé skýr- inga á svefntruflunum. Vísindamennirnir gerðu könn- un meðal 495 foreldra bama frá leikskólaaldri til fjórða bekkjar grunnskóla í þremur skólum til að meta svefnvenjur og sjónvarps- áhorf. Þeir komust að raun um að auknu sjónnvarpsglápi á hátta- tíma fylgdu svefntruflanir, eink- um ef bömin vom með sjónvarp inni í herbergjunum hjá sér. Fjórða hvert foreldri í könrnrn- inni sagði að barn sitt hefði sjón- varp í herberginu. öáijj> 7J£jjjJiJj Sjö forvitnir drengir eru betri en eng- inn. Að minnsta kosti drengirnir sjö í Monahans í Texas sem urðu vitni að því þegar tveir loftsteinar féllu til jarðar nærri bænum þeirra í fyrra. Drengirnir þustu af stað og fundu annan steininn strax, og það engan venjulegan geimstein, heldur stein sem inniheldur vatn sem talið er vera frá árdögum al- heimsins. Vísindamenn Johnson geimvís- indastöðvarinnar í Houston, sem fengu steininn strax í hendurnar, sáu að hann var fullur af fjólublá- um kristöllum. Tæpum tveimur sólarhringum eftir fallið var steinninn brotinn upp í sérstöku herbergi til að koma i veg fyrir að hann spilltist af völdum andrúms- lofts jaröarinnar. í ljós kom að kristallarnir voru salt. Nánari skoðun leiddi síðan í ljós að inni í kristöllunum var fljótandi vatn. Vísindamennirnir í Texas og félag- ar þeirra við tækniháskóla Virgin- íu greina frá niðurstöðum sínum í tímaritinu Science. „Það er furðulegt að það skuli vera vatnsuppleysanlegt salt í þessum loftsteini," segir Robert Clayton frá Chicagoháskóla í um- sögn sinni um grein vísindamann- anna í Science. Tvær hugsanlegar skýringar hafa komið fram um uppruna vatnsins í loftsteininum sem féll til jarðar í Texas. Annars vegar er talið að smástirnið, sem loftsteinn- inn brotnaði úr, hafi innihaldið vatn. Hins vegar gæti vatnið hafa komist til smástirnisins með hala- stjörnu eða öðru geimfyrirbæri. Loftsteinn frá Texas heyrir til flokki loftsteina sem taldir eru innihalda afar frumstæð efhi frá Danskir vísindamenn hafa komist að því að fleiri stúlkubörn en sveinbörn fæðast í kjöifar erfiðleikatíma hjá foreldrunum. Hansen við John F. Kennedy stofn- unina í Glostrup í Danmörku í skýrslu í Breska læknablaðinu. Dorthe Hansen fór fyrir hópi vís- indamanna sem rannsakaði hlutfall milli kynjanna í hópi 3.072 barna sem fæddust á árunum 1980 til 1992. Börnin áttu það sameiginlegt að hafa verið getin á erfiðaleikatímum í lifi foreldranna. Þegar niðurstöðumar voru born- ar saman við samanburðarhóp sem valinn var af handahófi kom í ljós að sveinbörnin vom 49 prósent þeirra sem getin voru á erfiðleika- tímum en 51,2 prósent í samanburð- arhópnum. Hansen segir niðurstöður rann- sóknar sinnar komi heim og saman við fyrri rannsóknir sem hafa sýnt fram á að færri sveinbörn fæðast í kjölfar náttúruhamfara, svo sem jaröskjálfta og flóða. Börn skyldu ekki hafa sjónvarp í herbergjum sínum, að minnsta kosti ekki ef foreldrum er annt um að þau sofi sæmilega. Öðru máli gegnir kannski um fullorðna fólkið. Sjónvarpsglápið leiddi til þess að börnin voru oft treg að fara í rúmið, sofnuðu seinna og sváfu skemur. Ofan á þetta bætist svo að á með- an börnin glápa á sjónvarpið gera þau ekki annað hollara, svo sem aö leika sér úti. Það verður svo til þess að þau sofa ekki eins vel og skyldi. Þetta geimfar á að leita að vatni á tunglinu en þeir sem opnuðu loftsteininn sem féll til jarðar í Texas í fyrra eru búnir að finna sitt. árdögum sólkerfisins. Vísinda- mennirnir segja að fyrir tilstilli steinsins kunni þeir að verða ein- hvers vísari um sólarþokuna sem sólin og reikistjörnurnar runnu saman úr. jíJUfJF yjJjJJJilJ JJijJJjJ-J Gyltur fá líka lystarstol Nú er svo kom- ið að ásókn mannfólksins í sífellt hollari mat og þar með fitusnauðara kjöt er farin að valda lystarstoli í svinum. Já, tímaritið New Scientist segir að vegna nýrra ræktunar- aðferða á svínabúum, þar sem sóst er eftir rennilegri og vöðvastæltari svínum, séu far- in að koma fram á sjónarsviðið svín með einkenni svipuð ein- kennum lystarstols hjá mönn- um. Rétt eins og í mannheimum leggst kvillinn einkum á ungar gyltur. Gylturnar ungu éta ekki nóg, eru ofvirkar og geta ekki átt afkvæmi. Lystarstol í svínum hefur ekki verið mikið rannsakað en vísindamenn teija ekki útilok- að að það geti varpað einhverju ljósi á lystarstol í mönnum. Byltingarkenndur stjörnusjónauki Vísindamenn bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar NASA hafa tek- ið í notkun nýjan röntgen- stjömusjónauka sem þeir segja að eigi eftir að valda byltingu í rannsóknum á himingeiinnum. Nýi stjörnusjónaukinn er kallaður Chandra. Hann kost- aði rúma eitt hundrað millj- arða króna og honum er ætlað að rannsaka stjömur sem era að springa, svarthol, árekstra stjörnuþoka og önnur fyrirbæri sem gefa frá sér mikla orku. Vísindamenn vonast til að þar með vaxi skilningur þeirra á uppbyggingu og uppruna al- heimsins. „Þegar ég sá fyrstu myndina var eins og að draumur væri að rætast," segir Martin Weis- skopf, forstöðumaður Chándra rannsóknarstofunnar. Frosnar veirur vekja ótta Vísindamenn óttast að ban- vænar forsögu- legar veirar kunni að leyn- ast í ísbreiðum heimskauta- svæðanna og að þær geti vald- ið faröldrum losni þær úr læð- ingi, að því er fram kemur í tímaritinu New Scientist. Plöntuveira, sem enn er talin geta smitað, fannst til dæmis í borkjama frá Grænlandsjökli og af þeim sökum telja vísinda- menn að veirur sem valda in- flúensu, kúabólu og lömunar- veiki kunni einnig að leynast í iörum jökla. Veirur þessar kynnu svo að komast á kreik við bráðnun jöklanna og valda miklum usla. Frekari rannsóknir era fyr- irhugaðar á borkjömum úr ís frá heimskautasvæðunum. ÍJiJjJill Pör sem geta barn þegar illa stendur á í lífi þeirra eru lík- legri til að eign- ast stúlkubarn en dreng að níu mánuðum liðnum, að því er fram kemur í niðurstöðum rannsókna danskra vísindamanna. Ekki vita þeir hvers vegna færri drengir koma í heiminn á erfiðleika- tímum en telja þó að streita kunni að hafa áhrif á magn hormóna í líkam- anum og á gæði sæðisins. „Breyttu hlutfalli kynjanna veld- ur hugsanlega sálræn streita sem tengist þungbæram atburðum í líf- inu. Það verður til þess að breyting- ar verða á kynlífi fólks, á hormón- um í líkamanum á þeim tíma þegar getnaður verður, gæði sæðisins era minni eða þá að meira er um fóstur- lát meðal sveinbarna," segir Dorthe .OoínaO'.ir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.