Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 Tölvur Bogi Ágústsson fréttastjóri: Uppáhaldsnetföng sjónvarpsmanns Bogi Agústsson, fréttastjóri Ríkis- sjónvarpsins, notar Internetið talsvert í starfi og tómstundum og hann gefur lesendum DV hér sýnishorn af vin- sældalista sínum. http://www.ruv.is/ „Hér fylgja nokkur vefTóng sem ég vildi ekki án vera. Auðvitað nefni ég fyrst okkar eigið veffang http://www.ruv.is/ en vefur Ríkisút- varpsins er mjög fjölbreyttur og skemmtilegur og mikinn fróðleik að finna þar, auk þess sem fólk getur hlustað og horft á fréttir Ríkisútvarps- ins. http://www.kr.is Knattspyrnuáhugamenn hljóta auð- vitað að fylgjast með síðum þeirra liða sem þeir halda upp á og þar set ég að sjálfsögðu efst heimasíðu KR, http://www.kr.is og af hundruðum síðna sem tengjast enska uppáhaldsfé- laginu mínu Tottenham Hotspur er http://www.thelegend.co.uk/ mjög góð, en opinbera síða félagsins er http://www.spurs.co.uk/ http://www.olga.net/ Fyrir þá sem gutla á gítar heima við er OLGA hrein náma, en OLGA stendur fyrir „the On-Line Guitar Archive" http://www.olga.net/ Þarna er að finna nótur og texta í miklu magni. Þaðan er auðfundin leið til fjölda annarra tónlistarvefja. http://uboat.net/ Að lokum vil ég nefna http://uhoat.net/ Þetta er hreint frá- bær vefur Guðmundar Helgasonar um þýska kafbáta í síðari heimsstyrjöld- inni. Ég lagði stund á sagnfræði í Há- skólanum og var í tíu sumur til sjós hjá Eimskip þegar ég var í skóla og hef alltaf haft áhuga á sjómennsku og ekki síst sjóferðasögu seinni heims- styrjaldar. Á þessum vef er saman kominn hreint ótrúlega mikill fróð- leikur um sjóhemaðinn og þá einkum kafbáta á nærri 3000 siðum og allt er þetta áhugastarf íslendings, þó að hann njóti greinilega aðstoðar fjölda erlendra manna og fái mikið af upp- lýsingum aðsent. Auðvitað gæti ég haldið áfram að nefna góða vefi f allan dag og sjálfsagt hef ég hundruð ef ekki þúsundir veffanga undir „Bookmarks" í Netscape-vafrara mínum.“ Bogi Ágústsson, fréttastjóri Ríkis- sjónvarpsins. http://www.dr ,dk/nvheder/ Ég tek fréttasíðu Danmarks Radio sem hluta fyrir heild af þeim norrænu fréttasíðum sem ég heimsæki oft til að lesa, horfa á og hlusta á norrænar fréttir. Ég var fréttamaðm- Ríkisút- varpsins á Norðurlöndum fyrir meir en áratug en áhugi minn á frændþjóð- unum er enn mikill svo ég fer oft inn á fréttasíðurnar. Einna tærasta og besta hljóð útvarpsfrétta á vefnum er að flnna hjá Sænska ríkisútvarpinu á http:/ /www.sr.se/ekot/nyhet- er/index.htm http://news.bbc.co.uk/ Auðvitað má nefna fjölda annarra síðna þar sem er að flnna frábæra fréttaþjónustu, eins og breska ríkisút- varpið BBC, slóðin er http://news.bbc.co.uk/ eða http://www.cnn.com/ vef CNN sem er mjög fróðlegur og fjölbreyttur. Tölvuþróunin er á fullu og langur veg- ur frá Sincler Spectr- um. Það nýjasta eru tveir 500 megariöa örgjörvar í sömu vélinni. Öflugri vélar fyrir minni pening Ekkert lát er á þróun tölvubú- aðar í heiminum og talsvert lang- ur vegur frá því sem var, þegar 48k og hvað þá 64k tölvur þóttu mikið meira en nógu stórar um alla framtíð. í dag er minni ekki talið í neinum káum, ekki heldur kílóbætum. Megabæt og gigabæt eru orðin sem notuð eru í dag og trúlega hefði engum dottið það i hug þegar Sincler Spectrum var draumaverkfærðið fyrir tiltölu- lega fáum árum. í samtali við Snæbjörn Stein- grímsson í tölvudeild BT kom fram að í dag eru menn komnir ansi langt frá 48k tölvunum. Stöðugt er svo verið að berjast við að fá hraðvirkari örgjörva í vél- arnar og 500 megariða Pentium III er að verða staðaltölvan og þá á sama verði og vélar með hæg- virkari örgjörfum af Pentium II gerð voru fyrir fáum mánuðum. Þá segir Snæbjörn að nú sé verið að koma á markað tölvu sem sam- sett sé hjá BT og þeir kalla gígariðavél. Ekki mun þó vera um að ræða örgjörva sem er raun- verulega 1000 megarið, heldur setja þeir sama vél sem er með tveim 500 megariða örgjörvum sem leiðir til hraðari vinnslu. Þá er þróunin sú að skjáir eru að stækka og líkur benda til að 17 tommu skjáir muni víkja að nokkru fyrir 19 tommu skjám. Enn er þó talsverður verðmunur á þeim. -HKr. Tveir 17 tommu skjáir... ...gera ekki einn 34 tommu skjá Af hverju að auglýsa 1000 Mhz örgjörva þegar allir vita að hann er ekki til? Af hverju að teygja og toga sannleikann? Viðskiptavinirnir eiga allt annað skilið. Auglýsum rétt. GP6 400C heimilistölva 400 Mhz Pentium Celeron örgjörvi Frá Intel m/128 Cache skyndiminni 64 Mb vinnsluminni SDRAM 100 Mhz, 1 minniskubbur 6,8 Gb harður diskur Vandaður diskur frá Quantum 17" EV skjár frá Gateway Toshiba túba, 0,28 mm, 1024x768 í 85 Hz 8 Mb skjákort Ati Rage 128VR skjákort 8 Mb SGRAM minni á móðurborði 40 hraða geisladrif Gott og vandað driffrá Gateway Soundblaster hljóðkort Frá Creative, SB 64 Digital Soundblaster hátalarar Frá Creative, GCS 200, þéttir og vandaðir 56 k innbyggt mótald V.90, 2 mánaða frí Netáskrift fylgir Mcaffee vírusvörn fylgir ásamt Snap 'n Shoot öryggishugbúnaði MS Intellimús, lyklaborð og Win '98 SE kr. 129.900.- Gateway GP7 450 heimilistölva 450 Mhz Pentium III örgjörvi Frá intel m/512 Cache skyndiminni 64 Mb vinnsluminni SDRAM 100 Mhz, 1 minniskubbur 6,8 Gb harður diskur Vandaður diskur frá Quantum 17" EV skjár frá Gateway Toshiba túba, 0,28 mm, 1024x768 i 85 Hz 8 Mb skjákort Ati Rage Turbo skjákort AGP 2 stuðningur, 8 Mb SGRAM minni 40 hraða geisladrif Gott og vandað dríffrá Gateway Soundblaster hljóðkort Frá Creative, SB 64 Digital Soundblaster hátalarar Frá Creative, GCS 200, þéttir og vandaðir 56k innbyggt mótald V.90, 2 mánaða frí Netáskrift fylgir Mcaffee vírusvörn fylgir ásamt Snap 'n Shoot öryggishugbúnaði MS Intellimús, lyklaborð og Win '98 SE kr. 139.900.- GP7 450 heimilistölva 450 Mhz Pentium III örgjörvi Frá Intel m/512 Cache skyndiminni 128 Mb vinnsluminni SDRAM 100 Mhz, 1 minniskubbur 13,2 Gb harður diskur ATA66 Vandaður diskur frá Quantum 17" EV skjár frá Gateway Toshiba túba, 0,28 mm, 1024x768 í 85 Hz 32 Mb skjákort TNT II Þrívíddarskjákort, 32 Mb SGRAM minni 40 hraða geisladrif Gott og vandað drif frá Gateway Soundblaster hljóðkort Frá Creative, SB 64 Digital Soundblaster hátalarar Frá Creative, GCS 200, þéttir og vandaðir 56 k innbyggt mótald V.90, 2 mánaða fri Netáskrift fylgir Mcaffee vírusvörn fylgir ásamt Snap'n Shoot öryggishugbúnaði MS Intellimús, lyklaborð og Win '98 SE Allar Gateway tölvur eru með 3 ára ábyrgð / Allir Gateway skjáir eru með árs ábyrgð / ISO 9200 gæðastaðall

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.