Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 5
20 [ Það er ekki sama Verð Ny sem allir hlægja að... nema samkeppnisaðilar V. okkar! > TARCA Þvílík Mulningsvél Sannkölluð Draumavél Myricia að, Racing pentium®.„ Þetta er ekki venjuleg tölva! Hún örgjörvanum og einstaklega vel hönnuð. smáatriði er úthugsað. Vélin er framleidd af Fujitsu sem er stærsti töívuframleiðandi Evrópu f dag! Einstök gæði, öflugar vélar og ótrúlegt verð. Pentium III / 450 MhZ 17" Fujitsu hágæðaskjár 64MB innra minni 8,4GB harður diskur ■ 8MB skjákort • 32 hraða geisladrif 64 bita hljóðkort • 80W hátalarar • 56KB mótald • 2 mánaða netáskrift • Myricia lyklaborð • Mús með skrunhjóli • Öflugur hugbúnaðar- pakki að verðmæti yfir kr. 20.000,- fylgir vélinni. Medion skrifanlegir geisladiskar. Seldir 10 í pakka fyrir aðeins 990,- daga • Laugardaga ~ 00-17:00 BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 Pentium og. Ekki dvelja f fortíðinni. Veldu nýjasta örgjörvann frá Intel - það borgar sig! TARCA Ein sú öflugasta I skólann, leikina eða vinnuna. Vélin inniheldur Pentium III, nýjasta örgjörvann frá Intel. Plll er sérhannaður fyrir internetið! Targa eru þýskar hágæðavélar sem hafa hlotið lof fyrir góða hönnun. pentium®lif « 450 Mhz Intel Pentium III • BX Móðurborð • 64 MB innra minni • 8,4 GB harður diskur • 8 MB ATI 3D RAGE skjákort • 17"Targa skjár • 40 hraða geisladrif • Yamaha hljóðkort • 200 W hátalarar • 56 KB mótald • 2ja mánaða internetáskrift • Windows lyklaborð • Targa mús • Windows 98 uppsett og á CD + l Tölvur MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 Tölvur LINUX-stýr ikerfið: Draumur i dos Flestir tölvunotendur hafa heyrt minnst á hugtakið stýrikerfi. Þar er um að ræða ákveðið hugbúnaðarkerfi sem vélbúnaðurinn gengur á. Þessi hugbún- aðarkerfi eru síðan nýtt til að keyra öll þau forrit sem skrifuð eru með ákveðna gerð af stýrikerfi í huga. Þannig er t.d. um að ræða OS-stýrikerfi frá Macin- tosh og Windows frá Microsoft. Stærsti hluti heimilistölvuiðnaðarins notar nú Windows-stýrikerfið og flest leikjaforrit fyrir heimilistölvur eru skrifuð fyrir þetta stýrikerfi. í hvert skipti sem fólk kaupir forrit er það um leið að borga leyfisgjald vegna notkunar á viðkom- andi stýrikerfi og það er meðal annars lykillinn að hrikalegu ríkidæmi Bill Gates hjá Microsoft. Blikur eru þó á lofti í þessum efnum og þriðja stýrikerfið er að ná æ meiri út- breiðslu. Umrætt kerfi heitir LINUX og mun vera hægt að keyra það á mismun- andi örgjörva eins og Pentium, sem Windows notar, og Risc-örgjörva sem Apple Computer notar í Macintosh. Það sem meira er: LINUX er ekki í eigu neins fyrirtækjarisa í tölvuheiminum og ekki þarf að borga svo mikið sem krónu fyrir réttinn til að nota þetta stýrikerfi. Fólk nálgast kerfið einfaldlega í gegnum Internetið og stöðugt eru „tölvugúrúar" um allan heim að búa til viðbætur við kerfið og setja inn á Netið. Að sögn þeirra sem til þekkja mun Linux verða annar vinsælasti netþjónn- inn árið 2001, næst á eftir Windows 2000 þjóni Microsoft. Fullyrt er að LINUX sé að mestu laust við þá galla sem hin stýrikerfin hafa verið að burðast með frá upphafi og það muni m.a. tryggja auknar vinsældir. Þegar er farið að skrifa forrit fyrir LINUX og þýða önnur sem upphaflega voru skrifuð með t.d. Windows-stýrikerfí í huga. Fer sú fram- leiðsla ört vaxandi. Þar er bæði um að ræða forrit til almennra heimilisnota og á faglegum grunni. LINUX finnsk uppfinning Upphafsmaðurinn að LINUX-stýri- kerfmu er Finninn Linus Torvalds sem byrjað að skrifa stýrikerfíð samhliða háskólanámi. LINUX-stýrikerfið er byggt að mestum hluta á stýrikerfi sem heitir Unix. í dag er Linus þessi eins konar ritstjóri stýrikerfisins á Netinu og ákveður hvaða viðbætur eru settar inn í kjarna þess en fjöldi fólks kemur að hönnun viðbóta í LINUX í dag. Björn Davíðsson, einn af eigendum Snerpu á ísafirði, hefur kynnt sér LIN- UX-kerfið mjög náið og er trúlega sá Is- lendingur sem mesta innsýn hefur í það. Hann segir að í byrjun hafi stýri- kerfið fyrst og fremst verið notað af Internetþjónustuaðilum eins og Snerpu og fleiri. - frýs aldrei og fæst ókeypis á Netinu meöan borga þarf stórar upphæbir í leyfisgjald á öbrum rábandi stýrikerfum Björn Davíðsson. Hægt að nota gömlu tölvurnar „Við keyrðum alla okkar Intemet- þjónustu á LINUX frá fyrsta degi. Þetta kerfi er mjög vélarvænt. Það krefst ekki mikils af vélinni sem það er keyrt á. Það er t.d. hægt að setja það upp á gamlar vélar sem nú eru komnar í geymslu, eins og 486. Það fer léttilega í gang á 486 33 Mhz vél með 8 megabæta minni. Kerfið keyrir grafískt umhverfi að vísu ekki mjög hratt á slíkri vél en það fer í gang. Það er einnig möguleiki fyrir þá sem áhuga hafa á að skoða þetta að setja upp á vélum sínum svokallaða tvískipta ræsingu. Harða diskinum er þá skipt í tvennt og LINUX og öðru stýrikerfí eins og Windows komið fyrir á diskinum. Þegar kveikt er á vélinni er hægt að velja um hvort stýrikerfið er ræst. Sýndartölva inni í LINUX Þá er til nýtt skemmtilegt verkfæri fyrir LINUX, sem krefst þó mikils minnis, en það er WMWARE. Það sem þetta forrit gerir er að keyra upp sýnd- artölvu inni í LINUX-umhverfmu og á þá tölvu er hægt að setja Windows 95. Annars eru flestir hugbúnaðarpakkar sem notaðir eru i Microsóft-umhverfmu líka fáanlegir fyrir LINUX. Ókeypis hugbúnaðarvöndull Þar er kannski stærsti þátturinn hug- búnaðarvöndul sem heitir STAROffice sem er sambærilegur Microsoft Office- hugbúnaðarpakkanum. Hann les t.d. sömu gagnaskrár en helsti munurinn er sá að í LINUX-heiminum er þetta meira og minna gefins. SUN-fyrirtækið keypti nýlega þýska fyrirtækið sem framleiddi STAROffice en það hafði gefið pakkann til einkanota en selt til atvinnurekstrar. Sun tók hins vegar þá ákvörðun að gefa pakkann án allra skilyrða. Auðvitað eru þó alltaf einhverjar ástæður að baki slíkum gjöfum á hugbúnaði. Menn lifa þá á því að selja þeim sem nota búnað- inn ýmsar sérlausnir. Þó LINUX-hugbúnaður sé kannski ekki alltaf ókeypis þá á slikur hugbúnað- ur yfirleitt það sammerkt að uppskriftir að þeim eru alltaf tiltækar. Menn geta því breytt forritunum ef þeir vilja.“ - Er LINUX orðið boðlegt til al- mennra nota? „Það er að verða það núna. Ég vil gjarnan líkja þessu við bíla. Þarftu að vera bifvélavirki til að geta keyrt bíl- inn? Ég álít að varðandi þær tölvur sem eru á markaði í dag þurfi maður annað- hvort að vera bifvélavirki eða vera til- búinn til að fara með þær á verkstæði í tíma og ótíma. Með LINUX þarf maður ekki að vera bifvélavirki. „Bíllinn“ er einfaldlega settur saman og síðan geng- ur hann bara áfallalaust. Ef maður hins vegar vill þá er hægt að fara ofan í húddið og gera breytingar. Það er ólíkt Microsoft-búnaðinum, þar eru hinir og þessir hlutir í húddinu innsiglaðir.“ Algjörlega vandræðalaust styrikerfi - Gengm: LINUX-kerfið nokkum veg- inn skammlaust? „Það er meira en skammlaust. Það gengur alveg viðstöðulaust, það frýs aldrei. Það er alveg óþekkt að upp komi svokallaðir bláskjáir. Hjá okkur keyra þessar tölvur allan sólarhringinn aOt árið um kring. Það þarf ekki að endur- ræsa þær og einu tilfellin sem krefjast endurræsingar er þegar skipt er um kjarna í kerfinu og þegar endurbætur eiga sér stað. Það er ekki óalgengt að þessar tölvur gangi samfellt í hundruð daga. Það er t.d. tölva hér i gangi sem er búin að vera í gangi í 180 daga og það er alls ekkert met. Þetta er því mjög stöðugt stýrikerfi. - Tekur LINUX þá ekki yfir stýri- kerfamarkaðinn? „Nei, það er langt frá því að ég sjá það fyrir mér að LINUX verði einrátt á markaðnum. Ég sé það þó fyrir mér að þetta verði mjög áberandi stýrikerfi næstu árin.“ - Ganga skjöl auðveldlega á milli Windows og LINUX? „Já, t.d. Word, Excel og slík gagna- skjöl. Þau ganga líka betur á milli LINUX og Windows en úr Windows í Macintosh. Þannig er LINUX-umhverfið orðið mjög nálægt Windows-umhverfinu sem menn kannast við,“ sagði Björn Davíðsson. Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um LINUX og þannig hélt Skýrslutæknifélagið ráðstefnu um þetta stýrikerfi 20. apríl sl. Allan Cox, forritari í Bretland.i mætti m.a. á þá ráðstefnu, en hann er talinn koma næst Linus sjálfum í þessum LINUX- heimi, sem sagt LINUX-maður númer tvö. Hvað er hægt með LINUX? Alla ritvinnslu og útreikninga er hægt að framkvæma á Linux. Öll helstu forrit- unarmál eru til fyrir Linux, sbr. C, C++, java, perl, awk og fleiri, og má segja að Linux verði fyrsta stýrikerfið sem verði með fullkominn Java-stuðning. Fyrir netþjónustu fylgir aragrúi forrita Linux. Til margmiðlunar eru til forrit tO að spUa helstu gerðir tónlistar og mynd- banda og tU aUrar helstu ritvinnslu og vinnslu með töflureikna má nefna forrit eins og Applix og StarOffíce. Linuxgames gefur góða yfirsýn yfir hvað er í boði í sambandi við leiki. Fyrir vísindamenn er Linux talinn nánast fullkominn. í Linux er hægt að fá fjöldann aUan af forritum tU að vinna reikninga eins og Maple, Matlab, Gnuplot og mörg önnur. Linux er talið mun betra kerfi tU reikninga heldur en önnur stýrikerfi því það getur samnýtt marga örgjörva í einn útreikning og er þetta nýtt óspart, t.d. í eðlisfræðiskor Há- skóla íslands. Mikið af hjálparefni er tU um þetta stýrikerfi en það er reyndar tU í mörgum útgáfúm. Það er meira að segja hafin framleiðsla á „sérhönnuðum" lyklaborð- um fyrir Linux. Það er fyrirtækið Cool- keyboards sem það gerir en þekkt á þess- um markaði eru Happy Hacker-lykla- borðin. Helstu dreifingaraðUar Linux eru Red Hat og Caldera. Hér á landi eru eflaust fjölmargir sem geta útvegað Linux en hægt er að ná i þessi forrit ókeypis á Net- inu og brenna þau inn á geisladisk fyrir sig eða þá setja Linux upp beint af Net- inu. Það krefst hins vegar mjög hraðrar Intemettengingar. ÆskUegast er að þeir sem hyggjast setja upp slíkt kerfi snúi sér tU aðUa sem hafa af því einhverja nasasjón. -HKr. Með skrifstofuna í vasanum! Strengur hf. og Króli, verkfræði- stofa ehf., hafa nú hannað og markaös- sett lausn fyrir veraldarvefinn (WWW), NFServer lausnir sem keyra á einkatölvu, lófatölvu (Palm PUot), þráðlausum handtölvum og/eða næstu kynslóð GSM-síma sem mun bjóða upp á beintengingu við vefinn. Þessi lausn gerir kleift að nálgast öU gögn í Navision, hvort sem er upp- lýsingar um birgðastöðu, viðskipta- menn, lánardrottna og annað sem Navision Financials geymir hverju sinni. Vefrápari (WWW browser) er notaður til að nálgast upplýsingarnar með lágmarkstUkostnaði (innanbæjar- símtali) hvar sem er í heiminum tU að seija, kaupa, veita og skrá upplýsingar og pantanir beint í Navision. T.d. getur sölumaður nú setið í Jap- an hjá viðskiptavini og sagt nákvæm- lega tU um birgðastöðu, skráð pöntun og prentað út í höfuðstöðvum á íslandi þó enginn sé við á skrifstofu og birgð- ir sifeUt að breytast. Einnig er þetta besta leiðin til að skrá t.d. verkbók- hald yfir vefinn hvaðan sem er fyrir t.d. verkfræðistofur o.s.frv. Samið um söluumboð í Bret- landi, Sviss, Noregi og víðar Fyrirtækin hafa nú unnið saman í tvö ár með þehn árangri að nú eru fjölmarg- ir sameiginlegir viðskiptavinir þeirra komnir langt i tölvuvæðingu rekstrar- þátta sem áður var erfitt að ná tU. „Hing- að tU höfum við verið að einbeita okkur að hlutum á borð við vörupantanir og af- greiðslu í verslunúm og vöruhúsum með handtölvum og þráðlausum kerfum. AUs staðar þar sem starfsmenn eru að skrá eitthvað á seðla „úti á gólfi“ og láta upp- lýsingakerfið vita eftir á eigum við er- indi. Þessu erum við að sinna hjá nokkrum af öflugustu og þekktustu fyrir- tækjum landsins, t.d. í Nýkaupsverslun- unum og Aðfóngum hjá Baugi hf.“ sagði Sigurður Hjalti Kristjánsson, iðnaðar- verkfræðingur og framkvæmdastjóri Króla, verkfræðistofu. Hann sagði að hlutverkaskipting Króla, verkfræðistofu, og Strengs væri skýr: „Við útvegum vél- búnaðarlausnir sem gera vörustjórnun hraðvirka og nákvæma með því að fram- lengja upplýsingakerfin „út á gólf' eða „út í bæ“ eins og við erum að kynna núna. Strengur hefur hannað kerfin og tengingarnar og með því að vinna saman tekst okkur að ná markmiðum okkar sem eru að gera upplýsingakerfm skil- virkari hjá viðskiptavinunum" sagði Sig- urður. Jón Heiðar Pálsson, sölustjóri Strengs, tekur í sama streng: „Þeir búa yfir reynslu og þekkingu á sínu sérsviði sem nýtist okkur vel við þróun Navision- kerfanna. Ég tel samstarf okkar mikil- vægan þátt í þróun lausna sem nýtast sameiginlegum viðskiptavinum okkar við að ná árangri. Þessi Palm Pilot-lausn er bylting! Nú er hægt að nálgast upplýs- ingar og vinna í Navision Financials hvar sem næst í GSM-samband. Strika- merkjaiesarinn er innbyggður í tækið og það er létt og meðfærilegt og kemst fyrir í skyrtuvasanum. Siðan er til sterkari út- gáfa af þessu tæki sem þolir frostið og bleytuna. Ég tel að þessi samsetning Symbol-vélbúnaðar og Navision Financi- als bjóði upp á ófyrirséða möguleika við að nýta tölvur og upplýsingakerfi á nýj- um sviðum." NFServer-lausnir gera mögulegt að skrá og lesa gögn inn í Navision Fin- ancials-bókhaldskerfi frá veraldarvefn- um. Lausnin byggist einmitt á því að ein Navision Financials-útstöð annar mörgum notendum samtímis. Búnar hafa verið til tvær pakka- lausnir sem kunna samskiptamáta NFServer. Önnur lausnin heitir WebBroker en með þeirri lausn er unnt að setja gögn úr Navision Financials á hvaða vefsíðu sem er og einnig má skrá gögn af vefsíðu inn í Navision Financi- als með þeirri lausn. WebBroker-lausn- in er hugsuð fyrir aðgang að afmörkuð- um kerfum þar sem þörf er á fjarskrán- ingu, s.s. verkbókarskráningu, sölupantanir eða vefbúð. Hin lausnin er ClientBroker en hugs- unin á bak við hana er að geta stýrt sam- skiptum við handtölvur með eða án strikalesara. Þar er öll ferlisstýring for- rituð úr Navision Financials og öll mið- uð við jaðartæki með litla skjái og tak- markaða eiginleika. Til eru útgáfúr sem tengja má við handtölvuskanna frá Sym- bol sem Strengur hefur þróað og sett upp í samvinnu við Króla, verkfræðistofu ehf., og vefaðgang fyrir Palm Pilot. Unn- ið er að þróun NFServer-lausnar með að- gangi um GSM-síraa, byggðan á sömu tækni. NFServer-lausnir eru hannaðar með þaö í huga að nýtast Navision-þró- unaraðilum til þess að auka aðgengi að upplýsingum og skráningu í Navision. * leit.is íslenska leitarvélin á Internetinu Hvað villtu j finna á j jiggj Netinu? k €: ------ 5=0 tm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.