Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 7
1 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 nrra Tölvur Celeron) í kringum 129.990 krónur en nú var hægt að fá ágætar vélar fyrir kr. 79.990. Það vekur athygli að þarna kostar „ofurvélin" (300 MHz PII) ekki nema 169.990 og ódýrasti GSM-síminn er kominn undir 10.000 krónur. í september í fyrra fer 300Mhz In- tel Celeron vél fyrst undir 100.000 króna markið. í október er sam- bærileg vél með 17“ skjá komin í 99.990 krónur. í nóvember er hægt að fá prentara og myndlesara með að auki og kostar pakkinn þá aðeins 119.990 krónur. Um síðustu jól byrj- uðu skjákortin að þróast fyrir al- vöru, prentararnir fóru að geta prentað í ljósmyndagæðum og þá kostaði 333MHz Pentium Celeron- vél með skanna og prentara 129.990 krónur. Fyrir síðustu fermingar í vor kostaði 400 Mhz Intel Celeron- vél 99.990 krónur og hörðu diskam- ir héldu áfram að stækka; vora þá orðnir 6.4 GB. í maí er þrívíddarkort komið í pakkann og vélin kostar 109.990. Pentium III tölvumar eru byrjaðar að seljast en eru aðeins of dýrar, kosta þá 149.990 krónur. í júlí kost- ar mest selda tölvan 99.990 krónur en Pentium III 450MHz tölvurnar eru aðeins famar að taka við sér en hafa ekki alveg náð flugi. Þær kosta þá 129.990 krónur. Nú gerast hlutirnir hratt því PIII 450MHz vélin kostar 114.990 krónur í ágúst en er nú í september komin niður í 104.990 krónur og þá loksins farin að seljast grimmt, að sögn Guðmundar. Þetta segir okkur að viðmiðun fólks hefur breyst. Fólk vill fá vandaða vél sem næst 100.000 krónunum. Ofurvélin kostar núna ekki nema 139.990, 500 MHz Pentium III. Þróunin frá september 1996 til sept. 1999: Örgjörvi: Pentium 166Mhz fer í Pentium III 450 Mhz Innra minni stækkar úrl6 MB í 64 MB Harður diskur stækkar úr 1,3 GB í 8,4 GB Skjáir stækka úr 15“ í 17“ Skjákort stækka úr 1 MB í 8 MB Geisladrifshraði eykst úr 8 í 40 hraða Verðið lækkar úr 159.900 í 104.990 krónur. Leikirnir kalla á öflugri vélar Guðmundur segir að menn hafi spurt sig hvers vegna þessar breyt- ingar væm svona hraðar og hvers vegna kröfumar væra orðnar svona miklar. Niðurstaðan er sú að vissu- lega sé Windows 98 frekara á minni heldur en Windows 95 en ritvinnsl- an og töflureiknirinn virkuðu samt ágætlega. Kröfurnar aukast fyrst og fremst varðandi leikina. Þar er þörf- in mest fyrir meiri hraða, meira minni, öflugri skjákort og meira geymslurými. Ef fólk notar tölvuna aðeins við bréfaskriftir, ritgerðir o.þ.h. myndi vélin siðanl996 duga prýðilega en með henni væri ekki hægt að keyra nema brot af nýjustu leikjunum. En hvenær á þá að kaupa tölvu? Þetta er stór spuming en ef menn bíða alltaf verður aldrei af kaupun- um. Ágæt þumalputtaregla er að reyna að ná nýjasta örgjörvanum (eins og PIII) þegar hann er búinn að vera á markaðnum 1 nokkra mánuði. Á þeim tíma fellur hann mest í verði á skemmstum tíma. Þannig er PIII 450Mhz orðinn mjög fýsilegur kostur í dag. Eitt er ömggt að tölvur munu halda áfram að lækka eða að a.m.k. mun notandinn alltaf fá meira fyrir krónuna þegar frá liður. Tölvufram- leiðendur hafa þó sýnt okkur neyt- endum þá tilltissemi að auðvelda allar uppfærslur. Þannig er ekki mikið mál að skipta um örgjörva eða heilt móðurborð og halda öllum öðrum hlutum vélarinnar. Menn hafa líka líkt þessu við að sitja í strætóskýli þar sem tilboðsvagnarn- ir þjóta fram hjá. Ef þú ferð aldrei um borð þá ertu alltaf á sama stað. Nú er bara spumingin: Hefur þú efni á að stökkva eða, öllu heldur, hefur þú efni á að stökkva ekki? Veiruvarnaforrit á íslensku - kemur á markað 25. september Þann 25. september kemur út nýtt veiruvamaforrit hér á landi sem auk þess er búið að íslenska. Forrit- ið- heitir AVP (Antivircd toolkit- Pro). Þar er um að ræða forrit sem tölvuþjónustufyrirtækið Snerpa á ísafirði hefur verið að þýða á ís- lensku. Björn Davíðsson segir að forritið sé veiruvamarforrit sem þeir hjá Snerpu hafi mikið notað við veiruleit og til lagfæringa og skannana á tölvum. Hann segir það frábrugðið öðrum forritum að því leyti að mjög auðvelt sé að uppfæra það ef menn hafa netsamband á annað borð. Þannig er hægt að at- huga uppfærslur hvenær sem er með þvi að ýta á einn hnapp í forrit- inu. Þá skoðar það hvort komið hafi nýjar uppfærslur, en hægt er að stilla forritið þannig að það skoði sjálfkrafa uppfærslur á ákveðnum tímum. Forritið getur líka fylgst með póstskrám á Netinu sem er mjög mikilvægt á tímum þegar tölvuþrjótar gera mikið að því að planta veirum í póstsendingar á Netinu. Bjöm segir að þetta sé líka eina forritið á markaðnum sem að einhverju leyti geti lagfært skemmdir á vélum eftir veirur. For- ritið verður væntanlega kynnt í tengslum við opnun nýmar verslun- ar BT í Kringlunni og gert er ráð fyrir að það kosti 7.900 krónur. -HKr. Forritib getur líka fylgst með póstskrám á Netinu sem er mjög mikilvægt á tímum þegar tölvuþrjótar gera mikið ab því að planta veirum í póst- sendingar á Netinu. BIBI Stutt mm u og ms 1 tolvil Nr. Heiti Kennslust. Dagsetning Tími Verð 416 Word grunnur 12 28. - 30. sept. 17:00-20:00 14.000 417 Vefsíðugerð grunnur 12 28. - 30. sept. 13:00 - 16:00 14.000 418 Internet grunnur 12 5. - 7. okt. 13:00 -16:00 14.000 419 Excel grunnur 12 5. - 7. okt. 17:00-20:00 14.000 420 PowerPoint grunnur 12 12. -14. okt. 13:00 -16:00 14.000 421 Windows 12 12. -14. okt. 17:00 - 20:00 14.000 422 Word grunnur 12 19.-21. okt. 17:00 - 20:00 14.000 423 Excel grunnur 12 26. - 28. okt. 17:00 - 20:00 14.000 424 Word millistig 12 2. - 4. nóv. 13:00 - 16:00 14.000 425 Excel millistig 12 2. - 4. nóv. 17:00 - 20:00 14.000 426 Internet grunnur 12 9. -11. nóv. 13:00 -16:00 14.000 427 Lotus Notes grunnur 12 9. -11. nóv. 13:00 - 16:00 14.000 428 Access grunnur 12 9. -11. nóv. 17:00-20:00 14.000 429 Access millistig 12 16. - 18. nóv. 13:00 -16:00 14.000 430 Grunnnámskeið 12 16. -18. nóv. 13:00 -16:00 14.000 431 Word framhald 12 16. -18. nóv. 17:00-20:00 14.000 432 Excel framhald 12 23. - 25. nóv. 13:00 -16:00 14.000 433 Vefsíðugerð grunnur 12 23. - 25. nóv. 17:00 - 20:00 14.000 434 Windows 12 30. - 2. des. 13:00 -16:00 14.000 435 Vefsíðugerð framhald 12 7. - 9. des. 13:00 - 16:00 14.000 436 Word grunnur 12 7. - 9. des. 17:00 - 20:00 14.000 437 Excel grunnur 12 14. -16. des. 17:00 - 20:00 14.000 438 Lotus Notes framhald 12 14. -16. des. 13:00 -16:00 14.000 439 Access framhald 12 14. -16. des. 13:00 -16:00 14.000 umu og síminn er 588 5810 Innritun stendur yfir VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Faxafen 10 (Framtíðin) ■ 108 Reykjavík Sími 588 5810 • Bréfasími 588 5822 framtid@vt.is www.vt.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.