Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 8
TIX^I Tölvur MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 S Er einhver tölvumenntunarstefna í skólakerfinu? Á kennarinn a6 sjá um tölvustofuna? Jón Árni Rúnarsson skólastjóri. Iðnaður hér á landi verður sífelt háðari tölvunotkun, bæði i daglegri hönnun og stjórnunarvinnu og eins varðandi stýringu tæknibúnaðar. Varla er lengur það rafeindaverk- stæði eða vélsmiðja sem ekki hefur að einu eða öðru leyti tölvustýrðar vélar í sinni þjónustu. Æ algengara verður því að fólk úr atvinnulífinu og aðrir sem þegar eru starfandi úti í þjóðfélaginu sækist eftir tölvu- menntun. í Rafiðnaðarskólann sæk- ir þannig fólk víða að úr þjóðfélag- inu, en grunnþekking þess á tölvum er æði misjöfn. Jón Árni Rúnarsson skólastjóri segir að nú sé einkatölvan orðin aldarfiórðungsgömul. Hann telur að þegar tölvan leysi pennaveskið af þá verði hún mikilvæg í skólastarfinu. Ef það gerist ekki þá verði tölvan hins vegar ekki annað en mjög tak- markað verkfæri. Nóg af tölvum en hver á að kenna? „Það er ekkert stefnuleysi í skóla- kerfinu varðandi kaup á tölvum. Það er heldur ekkert stefnuleysi varðandi það að kaupa nógu mikið - þa& er hart barist fyrir tölvukaupum en ekkert hugsaö um hverjir geti kennt á þær. seair Jón Árni Rúnarsson, skólastjóri RÍ. af vélum. Mér dytti hins vegar ekki í hug að kaupa 15 bíla og setja þá hér fyrir framan skólann hjá mér og ganga síðan um í skólanum og at- huga hvort nokkur væri þar með bílpróf sem gæti kennt á bíl- ana. Varðandi tölv- urnar þá berjast menn með kjafti og klóm til að fá fiármagn til að kaupa tölvur inn í skólana. Menn eru þá hins vegar ekkert bún- ir að athuga hvernig menn ætla að nota þær og hvað kennarar geta kennt á tölvurnar. Ríkið menntar ekki tölvukennara Miðað við stöðu tölvunnar í þjóð- félaginu i dag þá fyndist mér ekki óeðlilegt að tölvunám væri allt að einum þriðja hluta af námi í Kenn- araháskólanum. Það er hins vegar ekki svo þó þar sé margt spennandi að gerast. Kennarar sem eru að setj- ast í skólann í haust eru í sömu stöðu og þeir sem byrjuðu í fyrra. Þessir kennarar koma ekki út úr skólanum fyrr en eftir þrjú ár. Það er því langt í að menn fari að hugsa þessi mál af skynsemi. Það er ekki nóg að setja margar milljónir í tölvumenntun kennara ef menn vita ekki út á hvað hún á að ganga. Það hefur t.d. enginn hugsað um að nota eitthvað af þeim upphæðum til að kenna kennurunum að hugsa um tölvustofur. Það er ekki hægt að ætl- ast til að tölvutímum sé frestað í skólum ef eitthvað bilar á meðan beðið er eftir þjónustuaðila utan úr bæ. Tölvukennarar eiga að geta við- haldið búnaðinum í skólastofunni, rétt eins og smíðakennarinn við- heldur smíðastofunni. Það vantar ekki stefnu í tölvu- menntun ■ kennara, heldur er þar ákveðinn hugsanaferill í gangi þar sem forgangsröðunin er ekki rétt.“ -HKr. tölvuborð í úrvali INNRETTINGAR Síáumúla 13, sími 5885108. ,:í m IBM 300PL. Þessi vél er búin bestu netumsjónarkerfum sem til eru og eru þau hönnuö í samvinnu viö Intel. Örgjörvi: Plll 450MHz, 64MB vinnsluminni, 6,4GB haröur diskur, 10/100 ethernetkort, hljóökort, Scrollpoint mús og vandað lyklaborö. Hugbúnaöur: NT Workstation, Smartsuite Millenium, Norton Antivirus, Smart reaction, Configsafe, LCCM til uppsetningar yfir netkerfi og Alert on lan öryggiskerfi. Og verðiö kemur á óvart. Sölu- og þjónustuaðilar Nýherja: Suöurland: Tölvu- og rafeindaþjónustan Selfossi, Tölvun Vestmannaeyjum. Austurland: Tölvusmiöjan Egilsstööum og Neskaupsstaö. Noröurland: Nett Akureyri, Element Sauöárkróki, Ráöbaröur Hvammstanga. Vestfiröir: Tölvuþjónusta Helga Bolungarvík. <Ö> NÝHERJI Skaftahliö 24 • Simi 569 7700 Slóö: www.nyhcrji.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.