Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 Fréttir Yfirdýralæknir sendi kvörtun vegna heilbrigðisfulltrúa Suðurlands: Dyralæknar sjái alfar- ið um kjúklingabúin Yfirdýralæknir hefur ritað heil- brigðisnefnd Suðurlands bréf, þar sem hann gerir athugasemdir við málflutning heilbrigðisfulltrúa Heil- brigðiseftirlits Suðurlands vegna svokallaðs „lekamáls", þ.e. hvemig skýrsla HES um slæma umgengni á Ásmundarstaðabúinu komst til fjöl- miðla. Einnig gerir hann athuga- semdir við „árásir þeirra á héraðs- dýralækninn á Hellu í sumar“. „Ég gerði athugasemdir við yfir- boðara þessara manna um hvernig þeir hefðu unnið. Það mál er væntan- lega í réttum farvegi," sagði Halldór Runólfsson yfirdýralæknir við DV. Ummæli sem Halldór lét falla á fundi í Félagi kjúklingabænda á dögunum hafa vakið athygli. Þau voru á þá leið að nú yrði ofsóknum heilbrigðisfulltrúanna tveggja að fara að linna. Þeir væru búnir að baka sér óvild landbúnaðarráðu- neytisins, Hollustuverndar, dýra- lækna og heilbrigðisnefndar, svo og alls almennings. Væri farið að hitna undir iljum þeirra. Aðspurður um hvort „lekamálið" væri á könnu yfirdýralæknis sagði Halldór að þar væri starfsmaður sinn borinn röngum sökum. Fréttir fjölmiöla um að skýrsla HES hefði verið send til Morgunblaðsins af umræddum starfsmanni væru al- rangar, en hefðu ekki verið leiðrétt- ar. Með „ofsóknum" kvaðst Halldór hafa átt við hvernig heilbrigðisfull- trúarnir hafi ráðist á sína starfs- menn. Um hvort væri farið að „hitna undir iljunum á heilbrigðis- fultrúunum", sagði Halldór að það gæti vel verið. Tíminn yrði að leiða það í ljós. „En aðalatriði málsins er að ná tökum á þessum campylobacteríum og draga úr mengun vegna þeirra," sagði Halldór. Aðspurður um hvem- ig það gengi sagði hann teikn á lofti um að aðgerðir væru farnar að bera árangur. Sýni úr ungahópum á áður menguðum búum hefðu reynst ómenguð eftir 4 vikna dvöl unganna i húsunum. Þá vildi hann leggja áherslu á sýnatökur úr vatnsbólum, því hann hefði þau grunuð um að geta verið hluti af vandanum. Meng- un gæti komist í þau úr villtum fuglum. Halldór Runólfsson. Varðandi starfsleyfi kjúklingabú- anna sagði Halldór að þau væru með tvennum hætti. Héraðsdýra- læknarnir færu með allt eftirlit inni í búunum. Allur gangur væri á hvort menn væra það formlegir að gefa starfsleyfi. Þeir ættu að taka i taumana og fyrirskipa úi'bætur ef slíkt reyndist nauðsynlegt. Hins vegar væri starfsleyfl á vegum heil- brigðiseftirlits sveitarfélaganna. Það varðaði frárennsli og meðferð úrgangs. Almenna reglan væri sú aö lítið væri um formleg starfsleyfi að hálfu heilbrigðiseftirlitanna. „í sjálfu sér væri eðlilegra að allt eftirlitið í búunum væri á einni hendi, þ.e. á hendi dýralæknanna. Þeir eru með faglegt eftirlit með uppeldinu inni á búunum, sjúkdóm- um o.þ.h. Þeir ættu einnig að hafa eftirlit með umhverfismálum og vera þá í samvinnu við Hollustu- vemd ríkisins um þau mál.“ Aðspurður um hvort eðlilegt væri að sömu menn fengju greitt fyrir læknisþjónustu á búunum og hefðu eftirlit með þeim, sagði hann: „Þess- um mönnum á að vera treystandi til að skilja þama á milli þannig að engin hagsmunatengsl séu í gangi. Það fylgir starfsreglum þeirra." -JSS Egill rekinn frá Bylgjunni „Ég var rekinn fyrir að taka Skjá einn fram yfir Stöð 2. Þetta er hálfdapurlegt vegna þess að pistlamir mínir í morgunútvarpi Bylgjunnar voru orðnir eitt vin- sælasta efniö á stöðinni og ég hafði gaman af þessu,“ sagði Egill Helgason blaðamaður sem var lát- inn hætta fyrirvaralaust í hluta- starfi hjá Bylgjunni, eftir að hafa tekið tilboði frá Skjá einum um gerð sjónvarpsþátta en hafnað um leið sams kon- ar tilboði frá Stöð 2. „Ég var búinn að vera í hálft ár með þessa pistla í morgunútvarpi Bylgjunnar þar sem ég lét gamminn geisa um pólitík og þjóðmál al- mennt. Þetta gerði lukku og konurnar í Vesturbæjarsundlaug- inni voru farnar að kyssa mig á kinnina á morgnana og þakka mér fyrir. Ég er viss um að skip- un um brottrekstur minn hefur komið „að ofan“ hjá íslenska út- varpsfélaginu. Þeir þola ekki að maður taki eitthvað fram yfir þá,“ sagði Egill Helgason sem er stað- ráðinn I að leita hófanna með morgunpistla sína á öðrum bylgjulengdum. -EIR Borgarfjarðarbrúin: Lokuöí 20 mínútur Nú standa yfir endurbætur á stöplum Borgarfjarðarbrúarinnar og má búast við minnkuðum há- markshraða á brúnni á meðan. Gert er ráð fyrir að loka þurfi brúnni íjóram sinnum í lok októ- ber, 20 minútur í senn, meðan þurrkví verður komið fyrir við síðustu tvo stöplana sem lagfæra á. Ingvar Árnason, deildarstjóri framkvæmdadeildar Vegagerðar- innar í Borgamesi, segir Borgar- fjarðarbrúna hafa verið lokaða af sömu ástæðu tvisvar í 20 mínútur milli klukkan átta og tíu á þriðju- dagsmorgun. -GAR 1 J/ ' Einhverjir sem áttu leið um Reykjavíkurhöfn í vikunni hafa sjálfsagt haldið að verið væri að pakka varðskipinu Ægi inn fyrir veturinn. En svo er þó ekki. Ægir verður eins og vanalega á fullri ferð um landhelgina í vetur. Skýringin á þessari innpökkun er að verið var að seta upphitanlegt gler í brúargluggana svo skipstjórnarmenn verði betur und- ir válynd vetrarveður búnir. DV-mynd S Hagstæö lán feng- in frá Kaupþingi Kaup Islendinga á Stoke: Asgeir Sigurvinsson. fl r Haraldur Haraldsson. Gunnar Jóhannsson. Samkvæmt áætlun Kaupþings hf. á að stofna sérstakt eign- arhaldsfélag í Lúxem- borg um fyrirhuguð kaup íslenskra fjár- festa á Stoke og á dótturfyrirtæki Kaupþings þar í landi að sjá um rekstur fé- lagsins. Að óbreyttu á að slita félaginu eftir fimm ár. Kaupþing hyggst veita einstaklingum í hópi fjárfesta lán til kaupanna gegn 80% trygg- ingu í losanlegum markaðsbréfum (t.d. hlutabréfum í skráðum félög- um) og lán gegn öllum hlutabréfum þess einstaklings í eignarhaldsfélag- inu í Lúxemborg. Kjörin sem bjóðast eru 250 punkt- ar yfir LIBOR eða núverandi milli- bankavextir í Englandi, að viöbætt- um 2,5 prósentustigum. LIBOR er í augnablikinu 5,16% og kjörin sem Stoke-hópi Kaupþings bjóöast eru því býsna hagstæð, eða 7,66% árs- vextir. Að auki er greitt 1% lántökugjald. Þeir fjárfestar sem hafa verið nefndir til sögunnar sem væntan- legir hluthafar í Stoke eru Ásgeir Sigurvins- son, Haraldur Haralds- son í Andra, Gísli Vagn Jónsson í Mata, Þor- valdur Jónsson skipa- miðlari, Elvar Aðal- steinsson, Jóhann Óli Guðmundsson í Securit- as, Gunnar Jóhannsson í Fóður- blöndunni og nú síðast KR-Sport sem mun vera meðal þeirra félaga og ein- staklinga sem hafa nánast staðið í röð hjá Kaupþingi eftir að áformin spurðust til að fá aö vera með í kaup- unum. -GAR sandkorn Æfingin hélt ekki Eins og DV hefur greint frá hef- ur hinn ágæti fréttamaður Gissur Sigurðsson á Bylgjunni verið við kvikmyndaleik í hjáverkum að undanfórnu. Upp- tökur hafa staðið yfir fyrir Sunnu- dagsleikhús rík- issjónvarpsins á tveimur tengd- um þáttum. Gissur leikur þama söngv- arann ástsæla, Hauk Morthens, sem er eins konar vemdari einnar per- sónunnar í leikritinu. í lokin átti Gissur að snoppunga mótleikar- ann, Þorstein Bachmann. Þeir voru búnir að æfa atriðið fram og til baka og frá öllum sjónarhorn- um. Þegar tO alvörunnar kom tókst ekki betur tO en svo að Giss- ur gaf Þorsteini óvart af alefli á lúðurinn, þannig að sá síðarnefndi lá óvígur eftir... Fyrir báðar stöðvar Ofangreindur Gissur hefur ekki bara afrekað að leika í þessari um- ræddu ríkissjónvarpsmynd, sem mun vera í senn glæpa-, ástar- og spennumynd. (Gamla RÚV klikk- ar ekki!). Frétta- haukurinn góð- kunni gerði enn betur. Hann var nefnilega i upptök- um fyrir báðar stöðvamar, Ríkis- sjónvarpið og Stöð 2, og það sama daginn. Fyrir hina síðar- nefndu lék hann Ameríkana sem er að viðra hundinn sinn í Central Park og gefur sig á tal við lítinn dreng. Það atriði verður innlegg í hinn vinsæla þátt Fóstbræður. Þeir leikstjórar og kvikmyndaframleið- endur sem vilja hafa tal af Gissuri geta náð í hann á Bylgjunni... r A bak við tjöldin Unnið er hörðum höndum að undirbúningi alþjóðlegrar kvenna- ráðstefnu undir forystu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur. Meðal frægra kvenna sem þar munu stíga á stokk er Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að kon- ur séu í aðalhlut- verki á flestum vígstöðvum þess- arar ráðstefnu er Sandkomi tjáð að karl nokkur hafi verið fenginn tO að koma upp fjölmiölamiðstöð fyr- ir ráðstefnuna. Það er enginn ann- ar en Þorgeir Ástvaldsson, Fram- ari, dagskrárgerðarmaður og söngvari m.m. Hvort hann mun síðan stjórna þessari miðstöð skal ósagt látið en hann fær í það minnsta að starfa á bak við tjöld þeirra kvenna ... Kráerr Sigurveisla KR-inga á Rauða Ijóninu/Eiðistorgi hefur vakið nokkra athygli. Ekki vegna gleði- látanna sem slíkra, sem era ósköp skiljanleg í ljósi 31 árs biðar, heldur vegna ásakana um að þar hafi ung- lingar fengið af- greitt áfengi. Stangast á full- yrðingar forráða- manna KR- Sports og nokk- urra foreldra í n torgs. Hér verður ekki úr því skor- ið hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér heldur vakin athygli á tiOögu öf- undsjúkra aðdáenda annarra liða um nafnbreytingu á KR. Inni á mOli hláturroknanna heyrðust þeir segja: Kráerr ... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.