Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 Viðskipti_______________________________________________________________________________________________pv Þetta helst: Viðskipti á Verðbréfaþingi námu alls 471 m.kr. ••• Viðskipti með hlutabréf námu 211 m.kr. ••• Mest með bréf Samherja, fyrir 48 m.kr., með bréf Landsbankans og SH fyrir 20 m.kr. hvort félag og með bréf Eimskipafélagsins fyrir 19 m.kr. ••• Gengi bréfa Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna lækkaði um 5,4% og verð bréfa íslenskra sjávarafurða hækkaði um 9,5%. ••• Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði lítillega í dag og er nú 1.383 stig. Nýr íslenskur togari hannaður Skipasýn hefur hannað nýja gerð af frystitogara sem er ólíkur þeim togurum sem við eigum að venjast. Hann hefur hlotið vinnuheitið, Súpertogarinn, og var kynntur á sjávarútvegssýningunni í Smáran- um í Kópavogi fyrir skömmu og vakti mikla athygli, m.a. fyrir ný- stárlega hönnun og mikið vinnslu- og frystirými. Togarinn er 60 metra langur og 17 metra breiður. Skrúfan sem knýr togarann áfram er hvorki meira né minna en 5 metrar í þvermál, hugs- anlega allt aö 6,5 metrar, og hefur verið kölluð súperskrúfan. Hún er mun stærri en áður hefur tíðkast á togurum og er ætlað að spara veru- lega olíu. Vinnsludekk togarans verður um 700 fermetrar og frysti- rými skipsins verður 1450 rúmmetr- ar. Viðskiptablaðið greindi frá. Breyttir tímar Sævar Birgisson, skipaverkffæð- ingm- hjá Skipasýn, segir að togara- hönnun hafi ratað í ákveðnar blind- götur á síðustu árum og þess vegna hafi Skipasýn ákveðið að þróa nýja hönnun fyrir vinnsluskip. Einn hvatinn að nýrri hönnun var að nú- verandi togarahönnun sem þorri tog- ara er smíðaður eftir hentar ilia til Nýi togarinn er óvenju breiður. þeirra verkefha sem þeim eru ætluð. „Tímamir hafa breyst og plássþörfin fyrir vélbúnað til að vinna hráefnið er mun meiri í dag en fyrir svona 10-15 árum. Þannig byrjuðum við þama með u.þ.b. 700 fm vinnsludekk sem getur rúmað fullkomna vinnslulínu fyrir hvað hráefni sem er. Við sjáum t.d. fyrir okkur fullkomna rækjuverk- smiðju í þessu rými, með pillunar- vélum, sjóðurum o.s.frv. þar sem varan er pökkuð í neytendaumbúð- ir,“ segir Sævar. Minni rekstrarkostnaður Sævar segir að það sé ekki spum- ing að þessi hönnun skili betri skip- um fyrir minna fé. „Öll hönnun skipsins miðar að minni rekstrar- kostnaði og stórauknum afköstum. Með sínum hæga snúningi þarf mun minni olíu til að knýja súperskrúfuna en hefðbundnar skrúfur og eru það varanlegar breytingar til hins betra í rekstrar- reikningum útgerðanna." Kjölurinn á nýja togaranum er ólíkur því sem þekkist á hefðbundn- um togumm og minnir meira á kjöl snekkja. Þar sem kjölurinn er breið- astur er hann um 5 metrar sem er nægilegt pláss til að koma fyrir öfl- ugri vél. Stærð vélanna getur verið á bilinu 4000 til 8000 hestöfl. Staðsetning vélarinna, lag kjalar- ins og stærð skrúfunnar gerir það að verkum að skipið mun hafa óvenjumikinn togkraft og stöðug- leika. Gert er ráð fyrir að það risti um 8 metra. Til að ná sama afli og vinnslurými þurfa hefðbundnir tog- ara að vera um 100 metra langir. Slíkir togarar em stórir og dýrir í rekstri og binda forsvarsmenn Skipasýnar miklar vonir við að Súpertogarinn verði togari framtíð- arinnar. -bmg SkagalQörður vill laga skuldastöðuna: Selur hlutabréf í Eimskip - og helming hlutaQáreignar sinnar í Fiskiðjunni Skagfirðingi Búist er víð auknum hagvexti f heiminum. IMF hækkar hagvaxtar- spár sínar Við upphaf aðalfundar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins vom kynntar hagvaxtarspár sjóðsins á heims- markaði. Þetta kom fram í Morgun- komi FBA í gær. Sjóðurinn væntir 3,5% hagvaxtar í hagkerfum heims- ins samanlagt á næsta ári en spár þessa árs miðast við 3% vöxt. Þetta er bjartasta spá sem sjóðurinn hefur gefið frá sér frá upphafi Asíukrepp- unnar fyrir 26 mánuðum, en tekið var fram að spáin gæti hæglega breyst ef veikur viðsnúningur Asíu- hagkerfanna væri borinn á bak aft- ur. Um bandariska hagkerfið höfðu hagfræðingar sjóðsins það að segja að þeir sæju fram á að aukning þjóð- arframleiðslu yrði um 1,1% lægri árið 2000, eða 2,6% hagvöxtur, en 3,7% hagvöxtur hefur verið það sem af er þessu ári. Þeir telja þó enn hættu á verð- hækkunum og auknu peningamagni í umferð umfram framleiðsluaukn- ingu og jafhvel þörf á vaxtahækkun- um af hendi Seðlabanka Bandaríkj- anna til að draga úr heildareftir- spum i hagkerfinu á þessu ári. Þannig geti aukning framboðs orðið ögn meiri en eftirspumar og haldið verðlagi í skefjum. Skipamiðlunin Bátar & Kvóti 11 Sími: 568 3330 'Jlll|.V WWW v OIU'X.Í.V -sktp Á fundi sveitarstjómar Skaga- fiarðar í vikunni var samþykkt ákvörðun byggðaráðs að selja helming þess hlutafiár sem sveitar- félagið á í Fiskiðjunni Skagfirð- ingi. Þá var einnig samþykkt að selja hlutabréf sveitarfélagsins í Eim- skipafélagi íslands og tvö iðnaðar- pláss í iðnaðarhöllinni í Varma- hlíð. Er þetta gert í því markmiði í gær tilkynntu stjómir Noregs og Svíþjóðar að samkomulag hefði náðst um að sameina ríkissimafélög landanna, Telia og Telenor, í eitt öflugt símafélag. Samningaviöræð- ur höfðu dregist nokkuð á langinn vegna margvíslegs ágreinings' um hvemig standa skyldi að sameining- unni. að létta á skuldastöðu sveitarfé- lagsins. Að undanförnu hefúr talsvert verið spurt eftir hlutabréfum sveit- arfélagsins í Fiskiðjunni Skagflrð- ingi og m.a. hafa stjórnendur FISK falast eftir kaupum félagsins á bréfunum. Til að fá sem hæst verð fyrir bréfin telur sveitarstjórn nauðsynlegt að þau verði auglýst til sölu og Kaupþingi Norðurlands Telia þarf í tengslum við samrun- ann að selja kapalsjónvarpskerfi sitt en það var krafa samkeppnisyfir- valda í Evrópu. Talið er að sameig- inlegt símafélag verði eitt öflugasta fiarskiptafyrirtæki í Evrópu og eitt hið stærsta á Norðurlöndunum. Áætlað markaðsvirði félagsins verð- ur um 1.500 milljarðar íslenskra hf. falin umsjón með sölunni. Eignarhlutur sveitarfélagsins í Fiskiðjunni Skagfirðingi er að nafnvirði 70.324.862 kr og er það 9,8% hlutafiár í FISK og því mun eignarhlutur sveitarfélagsins eftir sölu verða um 5% í FISK. Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjóm- ar Skagafiarðar, segist bjartsýnn á að gengi bréfanna hafi verið að hækka að undanfómu. -ÞÁ króna. 1 samningnum á milli land- anna er gert ráð fyrir að sænska ríkiö muni eiga 60 prósenta hlut í nýja fyrirtækinu en norska ríkið 40 prósent. Ætlunin er síðan að einka- væða fyrirtækið á næstu ámm þannig að hvort land muni eiga þriðjung í fyrirtækinu en aðrir fiár- festar þriðjung. Jarðskjálftinn á Taívan: Hagvaxtarspár lækkaðar Aðeins vika er liðin frá því að jarð- skjátfti af stærðargráðunni 7,6 á Richter reið yfir Taívan. Talið er að um 1.700 mann hafi farist og gríöarlegt eignatjón hafi orðið. Á Taívan em menn hins vegar fljótir að vinna og nú þegar hefrn- Þjóðhags- stofnun Taívans breytt efnahagsspám sínum í ljósi þess mann- og eignatjóns sem varð í jarðskjálftanum. Áætlaður hagvöxtur á þessu ári fyrir skjálftann var 5,74 prósent en eftir skjálftann hefúr spáin verið lækkuð í 5,5 prósent. Hins vegar er talið að iðnaðarframleiðsla muni aukast um 9 prósent og er það að mestu bein afleiðing skjálftans og þess uppbyggingarstarfs sem í vændum er. Mjög lítið atviimuleysi er á Taívan, eða um 3,1%, og jarðskjálftinn er ekki talinn hafa áhrif á atvinnuleysisstig. -bmg Ríkissímafélög Noregs og Svíþjóðar sameinuð Þjóðhagsstofnun Taívans breytti efnahagsspám sínum í Ijósi þess mann- og eignatjóns sem varð í jarðskjálftanum. Gríðarleg samkeppni Svo virðist sem samkeppnis- stríð milli banka og sparisjóða sé hafið á íslandi. Nú keppast all- ir við að aug- lýsa nýja net- banka og laða til sín nýja við- skiptavini. í fiölmiðlum und- anfama daga hefur birst ótölulegur fiöldi aug- lýsinga um nýtt form rafrænna viðskipta. Hver svo sem hefur bet- ur i þessu stríði er ljóst að tækn- in hefur hafið innreið sína af full- um krafti í bankamálum á ís- landi. fei BGB hættir við samruna við Hólmadrang Stjóm sjávarútvegsfyrirtækis- ins BGB á Árskógssandi hefur ákveðið að falla frá fyrirhuguöum samruna við Hólmadrang hf. á Hólmavik én fyrirtækin undirrit- uðu fyrr á þessu ári viljayfirlýs- ingu um samruna. í tilkynningu frá félögunum tveimur segir að í stað samruna verði leitað annarra leiða til að renna styrkari stoðum undir rekstur þeirrra. Landssíminn þarf ekki að innheimta fyrir Tal Úrskurðamefnd fiarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Póst- og fiarskiptastofn- unar að Landssími íslands hf. inn- heimti hjá áskrifendum sínum gjöld Tals hf. fyrir símtöl sem þeir eiga til útlanda með því að velja forskeyti útlandaþjónustu Tals. Enn hækkar oiían Fulltrúar OPEC-ríkjanna hitt- ust á fundi í gær í Sviss og stað- festu samkomulag um að draga úr framboði á olíu fram í mars nk. til að halda olíuverði uppi. Að þeirra sögn töpuðu ríkin 11 umtalsverð- um tekjum á síðasta ári og þurfa mun meiri hækkun til að vinna upp tapið. Ráðherrar ríkjanna segjast því vonast til þess að olíu- verð muni hækka áfram. Gera má ráð fyrir að eftirspurn aukist enn frekar í vetur vegna kulda. Sam- kvæmt spám gæti verð fariö allt upp í 27 dollara á tunnu. Verðið í gær var 24,1 dollari. í upphafi þessa árs var verðið aðeins um 10 dollarar. Hafró selur Intís Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun hafa Ríkis- kaup verið beðin um að annast sölu á um 7% hlut stofnunarinnar í Intís. Þegar Intís var stofnað rann nettenging Hafrannsókna- stofnunar inn í félagið en stofnun- in fékk í staðinn eignarhlut í Intís. Samkvæmt lögum hefur Hafrann- sóknastofhun heimild til að eiga hlut i rannsóknar- og þróunarfyr- irtækjum en þar eð Intís var varla taliö geta fallið undir þá skilgrein- ingu var ákveðið að selja bréfin. Vænlegt að skrá deCode á markað Mikil viðskipti hafa verið með bréf í deCode Genetics, móðurfé- lagi íslenskrar erfðagreiningar, að undanfömu, á gengi í kringum 28 dollara hlutur- inn. 1/2 5 fréttir Búnaðarbankans telja aðstæður til skráningar fyrir- tækisins á er- lendum mörkuðum um þessar mundir. Viðskiptavef- urinn á Vísi.is greindi frá þessu í gær. Það er rakið til þess að mik- ill áhugi hefur verið á bréfunum í kjölfar uppgötvana á sviði með- göngueitrunar sem sagt var frá á Viðskiptavefnum. Auk þess hefur gengi líftæknifyrirtækja í Banda- ríkjunum hækkað mikið á þessu ári. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.