Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 10
10 ennmg FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 13 Litrík tónaveisla Tvö af þekktustu róman- tísku verkum rússneskra tón- bókmennta voru á efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands í gærkvöldi en tónleik- amir voru þeir fyrstu í rauðu áskriftarröðinni þetta starfs- ár. Verkin sem Sinfóníuhljóm- sveitin lék voru Píanókonsert Tsjækovskíjs nr. 1 í b moll ópus 23 og Scheherazade, sin- fónísk svíta ópus 35 eftir Rimskíj-Korsakov. Þessi píanókonsert trekkir betur að en nokkur annar og var Háskólabíó þéttsetið áheyrendum sem biðu í eftir- væntingu eftir að verða vitni að einvígi píanóleikarans við þetta mikla þrekvirki. Einleik- ari var Kun Woo Paik sem stundaði nám hjá hinum virta rússneska píanókennara við Julliard skólann, Rhosinu Lhevine, sem hlaut sína menntun við konservatoríuna í Moskvu en frægasti nemandi hennar er án efa Van Cliburn sem sigraði i Tsjækovskíj- keppninni árið 1958. Tengsl Paiks við rússneska skólann eru því sterk og fór stórkostlegur flutningur hans á konsertinum ekki varhluta af því. Vald hans á hljóðfær- inu var algert, syngjandi tónn, hljómurinn safaríkur og sú af- burðatækni sem hann hefur til að bera setti engar skorður við túlkun hans sem varð fersk, spennandi og gjörsam- lega heltók mann frá byrjun til enda. Sinfóníuhljómsveitin stóð þétt við bakið á sínum manni undir stjóm Saccanis sem stjómaði flutningnum vel og áreynslulaust. Aldrei varð maður var við „erfiða" staði eins og stundum heldur streymdi músíkin í gegnum mann í allri sinni dýrð, ástríðufull og kröftug og fékk hjartað til að slá örar af eintómri hamingju. Það var bara hið íslenska feimniseðli sem aftraði gagnrýnanda frá þvi að spretta upp úr sætinu með bravóhrópum og tilheyrandi að leik loknum. Seinna verkið á efnis- skránni, Scheherazade, er eins og tónskáldið orðaði það „kviksjá austurlenskra ævin- týramynda" frekar en eiginleg prógrammúsík og vildi hann að smáatriðin yrðu skilin eftir fyrir ímyndunarafl áheyrenda. Efnið er sótt í 1001 nótt þar sem segir frá hinum grimma soldáni sem hefur heitið þess að láta aflífa allar eiginkonur sínar eftir eina nótt með þeim. Á þessu gengur uns hann kvænist Sheherazade sem kaupir sér líf með því að spinna upp sögur fyrir eigin- mann sinn í 1001 nótt. Á end- anum sér hann villu síns veg- ar og hættir að hálshöggva konur. Sögumar sem heilluðu tón- skáldið og sem hann kom inn í verkið voru af Sinbað sæ- fara, Kalender prinsi, Prinsin- um og prinsessunni og Bagdad-hátíðinni. Flutningur Sinfóníuhlj ómsveitar innar var afbragðsgóður, Saccani stjómaði blaðalaust sem áður, hafði allt undir kontról og undir hans stjórn fengu sögu- persónurnar líf, ímyndunar- aflið tók á rás undir lifandi flutningnum og flutti mann austur á bóginn inn í heim ævintýranna eins og eftir for- skrift tónskáldsins. í verkinu reynir á hinar ýmsu hliðar hljómsveitarinnar og ein- stakra meðlima hennar og væri of langt mál að telja upp allt það sem vel var gert og alla þá sem áttu fallegar sóló- strófur. Þó verður að minnast á frábæra frammistöðu konsertmeistarans Sigrúnar Eðvaldsdóttur sem lék einstaklega fallega stef sjálfrar Scheherazade sem gengur eins og rauður þráður í gegnum verkið. En allir lögð- ust á eitt í gærkvöldi svo að útkoman varð hin litríkasta tónaveisla. Kun Woo Paik: Túlkun hans á Píanókonsert nr. 1 eftir Tsjækovskíj gagntók áheyrendur gersamlega. DV-mynd ÞÖK Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir Skilafrestur að renna út Eftir tæpar þrjár vikur, eða 15. október, rennur út fresturinn til að skila smásögum í samkeppni Listahátíðar í Reykjavík. Smá- sagnasamkeppnin er samstarfsverkefni Rík- isútvarpsins, Vöku-Helgafells og Listahátíð- ar og verða þrenn verðlaun veitt. Ríkisút- varpið ætlar í tilefni af 70 ára afmæli sínu að greiða kr. 200.000 í 1. verðlaun, 100.000 kr. í 2. verðlaun og 50.000 kr. í 3. verðlaun. Bókaforlagið Vaka-Helgafell mun siðan gefa verðlaunasögurnar út á bók ásamt 7 sögum úr keppninni til viðbótar og annast greiðsl- ur höfundarlauna samkvæmt taxta Rithöf- imdasambands íslands. Þessar tíu sögur verða líka lesnar í útvarp. í dómnefnd sitja Þorsteinn Þorsteinsson fyrir hönd Rithöfundasambandsins, Berg- ljót Kristjánsdóttir fyrir hönd Bókmennta- fræðistofnunar Háskóla íslands og Sveinn Einarsson fyrir hönd Listahátíðar í Reykja- vík. Sögumar skulu ekki hafa áður birst á prenti og skal skilað undir dulnefni en rétt nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu um- slagi. Þríleiknum lýkur í haust er væntanleg hjá Forlaginu skáldsagan Vetrarferðin eftir Ólaf Gunnars- son, þriðji hluti þríleiks hans sem hófst með hinni rómuðu Tröllakirkju (1992) og fjallar um líf íslendinga á ofanverðri tuttugustu öld. í Vetrarferðinni er sögusviðið Reykja- vík á stríðsárunum og eins og í fyrri bókum Ólafs er þac fléttaður margslunginn þráður kringum grundvallarspurningar mannlegr- ar tilvera. Fjöldinn allur af lifandi persónum kemur við sögu - þær takast á, elskast og hatast eins og við þekkjum úr fyrri hlut- um þríleiksins. Tvær per- sónur gnæfa þó upp úr: veitingakonan Sigrún sem bæði veitist allt sem hún þráir og er svipt öllu því dýrmætasta sem hún á, og nautnaseggurinn Kristján G. sem í einu og öllu lætin stjórnast af hömlulausum hvötum sínum. Samkvæmt fréttum er þetta kynngi- mögnuð frásögn, spenn- andi, hröð og dramatísk. Af Tröllakirkju er það að segja að hún er þegar komin út á ensku og fékk afar góða ritdóma þar i landi, og á næsta ári kemur hún út í Þýskalandi. Blóðakur, önnur bókin í þríleiknum, kemur út á ensku eftir ára- mót. Dómsdagur Nýtt orgel var vígt í Langholtskirkju á sunnudaginn var, og raunar með tón- leikum alla vikuna. Á tónleikum síðast- liðið þriðjudagskvöld var efnisskráin einstaklega spennandi, meðal annars frumflutningur á þremur nýjum tón- verkum. Orgelleikarar voru Kári Þorm- ar og Jón Stefánsson, og einnig kom fram Kór og Gradualekór Langholts- kirkju. Kórstjóri var Jón Stefánsson. Tónleikarnir hófust á því að kórarnir sungu Öll veröldin fagni fyrir Drottni við tónlist eftir Egil Hovland á meðan gengið var inn í kirkjuna. Stemningin var hæfllega miðaldaleg, flutningurinn öruggur og allar raddirnar í ágætu jafn- vægi. Því næst heyrðist sami textinn aft- ur í tónsmíð eftir Tryggva Baldvinsson og var hér um frumflutning að ræða. Verk Tryggva er ólíkt tónlist Hovlands, hlutar þess eru glaðlegir eins og kókaug- lýsing en annars staðar ristir verkið dýpra og er það í heild hið litríkasta, enda Tryggvi mikill hæfileikamaður. Helst leið tónsmíð hans fyrir mistækan flutning, því kór og orgel voru ekki alltaf fyllilega samtaka. Jón Stefánsson flutti næst Ákall eftir Hjálmar H. Ragnarsson, og var það fyrsta verk tónleikanna þar sem orgelið hljómaði eitt og sér. Strax í byrjun heyrði maður einfalda hendingu sem síðan gekk í gegnum ýmsar umbreytingar; og stigmagnaðist tónlistin upp í magnað há- mark, þó mikill drungi hafl almennt svifið yflr vötnunum. Öll framvindan var rökrétt og tónsmíðin samkvæm sjálfri sér. Hér gafst ágætis tækifæri til að meta hljóð- færiö, því Hjálmar kann greinilega að semja fyrir orgel og notar möguleika þess prýðilega. Því miður fannst undirrituðum nýja orgelið ekki hljóma nógu vel, tónninn er skýr en dá- Hið fagra orgel Langholtskirkju I umgerð sinni. DV-mynd Tónlist Jónas Sen lítið mattur og flatur, og er þar trúlega hljóm- burði kirkjunnar um aö kenna, enda endur- ómunin ekki mikil. En þess má geta að lík- lega skiptir máli hvar maður situr i kirkjunni, orgelið kann að hljóma betur annars staðar en þar sem undirritaður sat. Einnig kann það að hljóma betur í annarri tónlist en þeirri sem flutt var á þessum tónleikum. Ný útsetning eftir Þorkel Sigurbjöms- son á sálminum Heilagi Guð á himni og jörð heyrðist á tónleikunum. Hrífandi tónlist sem þó hefði hljómað enn betur ef blæbrigði i styrkleika hefðu verið meiri. Á hinn bóginn var frumflutningurinn á Laudate Dominum fyrir orgel og barna- kór eftir Oliver Kentish hinn skemmti- legasti, enda verkið hugmyndaríkt og glaðlegt, og kímnin aldrei langt undan. Á einum stað hljómaði orgelið eins og biluð harmónikka, og var það óneitanlega bráðfyndið. Laudate Dominum er litrík tónsmið, og laus við þá yfirlætislegu helgislepju og uppgerðarfögnuð sem gegnsýrir trúarverk margra tónskálda. En flutningurinn var upp og ofan og hefði örugglega mátt vera betur æfður. Tvær aðrar tónsmíðar voru fluttar á tónleikunum; hin fyrri var einstaklega fallegur sálmur eftir Árna Harðarson, Ég vil vegsama Drottin. Hin síðari var Dies Irae (Dómsdagur) eftir Árna Egilsson við texta latnesku sálumessunnar og Ijóð eft- ir Dorette G. Egilsson. Tónlist Áma, sem hér var frumflutt, byggist aðallega á fallandi krómatík, dramað er yfirgengilegt, enda er textinn almennt um að allt sé farið til fjandans. Dies Irae er ekki sérlega sannfær- andi tónverk þó það sé snyrtilega samið, það eru engar andstæður til að gefa því dýpt, ógn- in er svo voðaleg og allsráðandi að hún miss- ir marks. Útkoman er dálítið eins og tónlist við kvikmynd um endurkomu hins illa. Tón- leikarnir enduðu því ekki vel: Á dómsdegi. ÞOK Öðruvísilandið Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning í anddyri Norræna hússins á grafikverkum eftir norska listmálarann John Thorrisen. Sýningin ber yfirskriftina Öðruvísilandið og er þar vísað til samnefnds ljóðs eftir norska skáldið Rolf Jacobsen. Þeir Rolf og John Thorrisen voru vinir og hefur John gert myndröð helgaða ljóðum skáldsins. Listamaðurinn verður viðstaddur opnun sýningarinnar. í tengslum við sýningu Johns Thorrisen verður dagskrá um Rolf Jacobsen. Hjörtur Pálsson cand. mag. heldur fyrirlestur um skáldið og leikararnir Guðrún Stephensen og Hjalti Rögnvaldsson lesa úr ljóðum hans á íslensku og norsku. Norski rithöfundurinn Rolf Jacobsen (1907-1994) skipar sérstakan sess í norskri nútímaljóðlist sem stórborgar- og vélaaldar- ljóðskáld. Hann hefur náð til alþjóðlegs les- endahóps og nýtur einnig hylli á íslandi. Aðgangur að dagskránni er 500 krónur en aðgangur að sýningunni er ókeypis. Hún er opin daglega kl. 9-18, nema sunnudaga kl. 12-18. Henni lýkur 24. október. Vísnatónleikar Vísnatónleikamir, sem voru á Seyðisflrði í gær, verða endurteknir í Norræna húsinu á morgun kl. 16. Þar koma fram vísnasöngv- arinn og textahöfundurinn Geirr Lystrup og Hege Rimestad fiðluleikari og leika og syngja fyrir börn og fúllorðna. Tónleikun- um er ætlað að sýna breiddina i skáldskap Lystrups og snilld Rimestads á fiðluna, en bæði eru þau þekkt í heimalandi sínu fyrir l skemmtilega tónlist og texta með smá- broddi. Umsjón Sílja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.