Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 Spurningin Hverjir verða bikarmeist- arar um helgina? Ámundi Ámundason auglýsinga- stjóri og Katrín Alda: Akranes vinnur, 3-2. Trausti Steinsson leiðsögumaður: Akranes vinnur, 2-1. María Wójcik nemi: KR vinnur, 2-0. Helena Guðrún Guðmundsdóttir nemi: KR vinnur, 2-0. Gústaf Hrafn Gústafsson nemi: KR vinnur, 3-0. Guðmundur Dagur Ólafsson nemi: KR vinnur, 2-1. Lesendur Sigurvíma og önnur víma - vígvöllur á hátíöatorgi Seltirninga KR-ingar fögnuðu sigrum sínum ítrekað, - en bréfritari er ekki ánægður með hvernig að því var staðið. - Fögnuður á Eiðistorgi. Pistil þennan sendi KR-ingur og íbúi á Seltjarnarnesi: Mig langar að vekja athygli á þvi að laugardaginn 18. september varð félagið mitt loksins islandsmeistari í knattspymu eftir langa bið. - Gleðilegur atburður utan hvað skugga bar á. - Hátíðatorginu í bænum mínum, Seltjarnarnesi, var breytt í vígvöll í orðsins fyllstu merkingu. Þarna voru ekki einung- is slagsmál heldur var þarna hrylli- legasta og ógeðslegasta fylleri sem ég hef orðið vitni að. Þarna var börnum undir lögaldri selt áfengi i stórum stíl og fjöldinn allur af vitn- um hefur haft samband við lögregl- una vegna málsins. En hvers vegna að hafa orð á svona nokkru? - Jú, hérna á Sel- tjarnarnesi stendur yfir forvarnar- vika, þar sem verið er að reyna að koma í veg fyrir að bömin okkar ánetjist áfengi og öðrum fikniefn- um. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem þessi nýi veitingaaðili brýtur allar reglur. Hann hefur engin rekstrar- leyfi til að vera með þennan rekstur á okkar hátíðatorgi, Eiðistorgi. Það eru fá úrræðin fyrir okkur á Seltjarnamesi að verjast ófögnuðin- um, því er það að ég leita til virts fjölmiðils til að vekja athygli á ástandinu. Við höfum reynt að ræða við okkar kollega sem reka þetta, en gróðafiknin ræður og er sett yfir lög og reglur. Við skiptum hundmðum, aldnir sem ungir KR-ingar, sem erum á móti þvi að verið sé að fé- fletta fólk á þennan hátt. Jafnvel börn úr grunnskóla vom að drekka áfengi án þess að hafa aldur til. Okkur blöskrar það sannarlega hvernig góðum sigri var fagnað. Börn í 8., 9. og 10. bekk gmnn- skóla neyttu áfengis við þetta tæki- færi. - Ég spyr: Er sigurvíman að breytast í aðra og verri vímu sem á kannski eftir að verða varanleg í líf- inu öllu hjá sumum? Allir hafa þörf fýrir handaþvott - yfirlýsing vegna borgarafundar á Þingeyri Ragnheiður Ólafsdóttir, Þingeyri skrifar: Að gefnu og sárgrætilegu tilefni verð ég að svara félögum mínum í stjóm íbúasamtakanna Átaks á Þing- eyri vegna dapurlegrar yfirlýsingar þeirra á almennum borgarafundi á Þingeyri 12. sept. sl. Sú yfirlýsing einkennist af undirlægjuhætti, hræðslu um eigið skinn og algjörum misskilningi. Núverandi stjórn harmar mál- flutning minn og biðst afsökunar út og suður fyrir mína framkomu á þessum opna fundi. Ég hef unnið af heilindum fyrir íbúasamtökin og vildi á þessum fundi aðeins spyrna við fótum þegar misvitrir stjórnmála- menn og bæjarfulltrúar troða Þing- eyringum um tær. Ég sagði af mér formennsku og úr stjórn í upphafi ræðu minnar, undir liðnum „önnur mál“, til að geta talað frjálst og með óbundnar hendur um allt það órétti, svik og samsæri sem hefur bitnað á sveit- ungum mínum. Ég talaði aldrei í nafni ibúasamtakanna enda vissi ég af eigin reynslu að enginn félaga minna í stjóminni hefði kjark eða þor til að segja sannleikann um vandamálin á Þingeyri. Ég stend við öll mín orð, og þarf engan til að biðjast afsökunar á gjörðum mín- um. - En mér sámaði ólýsanlega að sjá hræösluna, sleikjuháttinn og kjarkleysið í mínum fyrmm sam- starfsmönnum. Já, allir hafa þörf fyrir handaþvott, líkt og á tímum Krists. Þeir biðja um ljúft samstarf við þá aðila sem hafa bragðist þeim hvað mest á umliðnum ámm. Verði þeim að góðu. En eitt er víst, sú vinátta á aldrei eftir að skila Þingeyringum fram á veginn. Hafið hugfast, ágætu Þingeyringar; til að ná árangri í atvinnumálum, eða í líf- inu almennt, verður að rífa upp arfa- nn, stinga á kýlum. Það gerist ekki með undirlægjuhætti og auðmýkt, þannig verður aðeins valtað yfir fólk og fyrirtæki hér á Þingeyri, líkt og gert hefur verið á liðnum árum. - Réttlætið sigrar að lokum. Gyllinæð er kurteis hljómsveit Daníel ívar skrifar fyrir hönd Gyllinæðar: Þann 19. þ.m. skrifar Vigdís Stef- ánsdóttur í Mbl. Hún segir Gyllinæð vera dóphljómsveit sem hafi eyðilagt margra ára baráttu gegn óreglu ung- linga. Hún sakar Gyllinæð um skemmdir upp á milljónir króna í hljómleikaferð til Grænlands, liðs- menn hafi enga stjórn á sér og að þeir kvarti undan löggunni í Grænlandi. Er Vigdís i vímu eða veruleikafirrt? Skemmdir voru undir milljón. Kannski nær hálfri milljón. Slagsmál voru aðallega innan hljómsveitarinn- ar. Gyllinæð lamdi enga á Grænlandi nema smávegis einn karl sem reyndi að stela veski og tvo vini hans. - Löggan í Grænlandi er góð. Það er löggan í Reykjavík sem er sífellt að bögga okkur. Vigdís ræðst á Gyllinæð fyrir að reykja, drekka og dópa (meint?)15 ára [L[1©I11MI[d)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn H H H s ) H iesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem bírt verða á lesendasíðu „Hvað gerist þá þegar sjónvarpsþátturinn um Gyllinæð verður sýndur í október- byrjun?" spyr talsmaður Gyllinæðar í lok bréfs síns. Gyllinæð - uppstilling. gamla. Segir það ólöglegt. Ég spyr: Hvor brýtur lög: Unglingur sem reyk- ir eða fullorðin manneskja sem selur honum tóbak? Klúbbeigandi í Græn- landi bauð okkur að drekka. Hefði ekki verið ókurteisi að afþakka? Ef allir skemmtu sér jafn vel og Gyllinæð væri heimurinn betri. Lífið er til að gleðjast. Ekki til að væla. Skilaboð Vigdísar eru: Unglingar mega ekki skemmta sér. Þeir eiga bara að sitja undir forsíðufréttum af fullorðnum dópsölum, nauðgurum, barnaníðingum, handrukkurum, skattsvikum, ölvunarakstri, verslun- arránum, heimilisofbeldi, morðum o.þ.h. Fleiri fréttum af Vatnsberan- um, Keisaranum og Kvennaathvarf- inu. En látið unglinga ekki vita af Gyllinæð. Ansi hefur herferðin gegn óreglu ung- linga verið slöpp ef frétt af vel heppn- aðri hljómleikaferð Gyllinæðar td Grænlands rústar allt. Hvað gerist þá þegar sjónvarpsþátturinn um Gyllinæð verður sýndur í októberbyrjun? DV Akureyringar snupra Reykvíkinga Magnús Sigurðsson hringdi: Nú em þeir í bæjarstjórn Akur- eyrar, af öllum bæjarstjómum, með allt niðrum sig, farnir að sega höf- uðborgarbúum til syndanna. Þeir í bæjarstjórninni vara Reykvíkinga við að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og flytja innanlandsflug til Keflavíkur og segja Reykvíkinga hafa skyldur gagnvart landsmönn- um öllum. Mér finnst nú satt að segja nóg komið af skyldum Reyk- víkinga við landsbyggðina með því að taka sífellt við stærri og stærri hópum aðfluttra til borgarinnar. Ekki það að það sé ekki af hinu góða, en það þýðir líka að hér hef- ur þenslan orðið meiri og tilfinnan- legri en annars staðar á landinu. Reykvíkingar geta ekki og mega ekki kikna í hnjáliðunum þótt bæj- arfulltrúar á Akureyri telji það þægilegast að lenda nánast í miðbæ Reykjavíkur eins og formaður bæj- arstjórnar Akrueyrar orðar það svo faglega. Þú færö ódýrt lán Hallgrímur hringdi: Þú færð ódýrt lán og auk þess 20 ferðir til London, opnir þú Net- reikning fyrir 1. nóvember! - Þú færð hæstu innlánsvexti og lægstu útlánsvexti. Allt þetta færð þú ef þú fellur fram og tilbiður netbankann, sem er alltaf fremstur í röðinni, eins og segir í auglýsingu frá þessu nýja útlánsfyrirtæki. En hvemig er það var ekki Seðlabankinn að hvetja til sparnaðar, samdráttar í útlánum viðskiptabankanna og að- haldssamari peningamálastefnu? Til þess að koma böndum á þensl- una og ná aftur góðri stjóm á efna- hagsþróuninni yrði að hægja á vexti einkaneyslunnar segja stjórn- völd. Og þá, allt í einu, eins og skrattinn úr sauðarleggnum, skýst upp á lánahimininn nýr banki sem vill lána öllum allt og ógætnir í peningamálum taka auðvitað við sér. Geta þeir kannski fengið þarna lán með umtalsvert lægri vöxtum en gerast á lánamarkaðinum, greitt upp eldri og þyngri lán með þess- um hætti? Svari þeir nú sem vita allt um Netbankana. Ódýrara notað en nýtt Steindór Einarsson skrifar: Það er fáránlegt að fólk skuli vera að setja sig í stórskuldir vegna kaupa á hinu og þessu sem það set- ur á greiðslukort til margra mán- aða og ræður svo ekki neitt við neitt. Þetta skeður í öllum greinum viðskiptalifsins. Ég tek dæmi af fólki sem kaupir t.d. sófasett úr leðri, ein hin dýrastu á markaðn- um, fyrir þetta 250 til 300 þúsund krónur, jafnvel meira. Allt á rað- greiðslum og lendir í ógöngum með allt saman. Finnst þessu fólki það vera millar, eða hvað? Ég bendi fólki á verslanir með ágætisúrval notaðra húsgagna og vel með farin og oft á hlægilegu verði. Ein slik er í Kópavogi og svo víðar. Þarna má gera reyfarakaup ef fólk vill kom- ast hjá erfiðleikum í fjármálum, sem oft er hreint sjálfskaparviti. Misjöfn fargjöld til og frá Norðurlöndum Markús skrifar: Ég tek fólki vara við að ganga frá kaupum á flugfarmiðum til Norður- landanna án þess að hafa kannað rækilega hvar besta verðið býðst. Staðreynd er að fargjöld til og frá Norðurlöndunum eru geysihá og ekki á hvers manns færi að inna þau af hendi. Samanburður milli Flugleiða og SAS er nauðsynlegur, og getur leitt til allt að 40 þúsund króna mismunar, SAS í hag. Eitt dæmi og allharkalegt las ég um í Víkverja Mbl. nýlega og sannar það þá umræðu sem í gangi er meðal fólks um mishá fargjöld til og frá Norðurlöndunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.