Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 15 Kreppa í Kákasus Rússar hafa með hléum staðið í stríði við múslíma i Kákasus í mörg hundruð ár. Það stríð hefur nú blossað upp sem aldrei fyrr, ekki aðeins á svæðinu sjálfu, held- ur hafa öfgamenn herjað með sprengingum á rússneskan al- menning í Moskvu og borgum Suður-Rússlands. Þetta hefur vald- ið skelfingu og pólitisku umróti í Rússlandi, sem gæti hugsanlega leitt til þess að kosningum yrði af- lýst og Jeltsín tæki sér alræðis- vald. Ástæðan er olían í og við Kaspíahaf, sem er eitt mesta olíu- „Allt væri þetta óviðkomandi öðr- um, ef ekki kæmu til olíulindirnar miklu. Olíuleiðslurnar liggja á yfír■ ráðasvæði flestra þessara ríkja. Tsjetsjenar vilja sameina múslím- sku ríkin í Kákasusfjöllum í eina íslamska heild og sú er ástæðan fyrir herhlaupi þeirra til Dagestans svæði heims, og gæti innan nokk- urra ára orðið álíka mikilvæg á heimsmarkaði og Norðursjávarolí- an. Ríkin í Kákasus eru öll innan rússneska ríkjasambandsins, enda þótt Tsjetsjenía sé nú í raun sjálf- stætt ríki í öllu nema að formi til. Þau eru ekki öll íslömsk, Armenar og Georgíumenn eru kristnir, og hafa verið það lengur en flestir aðrir, en ófriðurinn stafar fyrst og fremst af sjálfstæðistilburðum múslímaríkja. Á þessu svæði ríkir nú ástand sem mætti jafna við allt í senn, Miðausturlönd, Balkanskaga og Villta vestrið. Ófriður Ríkin heita framandlegum nöfn- um, enda þótt Dagestan sé nýkom- ið í fréttir og menn muni Tsjetsjeníu. Önnur ríki í fjöllun- _____________ um milli Kaspía- hafs og Svarta- hafs eru Ingú- setía, Norður- Ossetía, Suður- Ossetía, Karatsja- i-Tsjerkassía og Kabardino-Balk- aría. Öll þessi að- ildarríki rúss- neska sambands- ins eru múslímsk, og að auki einstök hér- uð, svo sem Abk- hasía innan Ge- orgíu, sem krefst sjálfstæðis, enn önnur kristin eins og Nagomo Karabakh í Aserbaídsjan, sem Armenar ráða nú eftir blóðugt stríð. Stríðsmenn múslima í Kákasus hafa verið alræmdir bardagamenn í margar aldir, og svo mjög, að á keis- aratímanum var tal- að um að 100 Rússa þyrfti á móti hverj- um tsjerkassa. Fleiri en keisarar hafa átt í illdeilum við þá. í síðari heimsstyrjöld- ini flutti Stalín millj- ónir manna frá Tsjetsjeníu, Ingúi- setiu og fleirum til Síberíu og sakaði þá um samvinnu við Þjóðverja. Þeir sem komu lifandi aftur 1957 hafa síðan átt í stríði við þá sem tóku lönd þeirra á meðan. 1111 Þannig liggur við borgarastríði milli Inguiseta og Ossetíumanna og milli Kabarda og Balkara. Einnig er stríð á milli Suður-Ossetíu og Georgíu og hefur verið lengi, að ekki sé minnst á Abkhasíu. Olía Allt væri þetta óviðkomandi öðrum, ef ekki kæmu til oliulind- irnar miklu. Olíuleiðslumar liggja á yfirráðasvæði flestra þess- ara ríkja. Tsjetsjenar vilja sam- eina múslímsku ríkin í Kákasus- fjöllum í eina íslamska heild og sú er ástæðan fyrir herhlaupi þeirra til Dagestans. Þetta gerðu Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Tsjetsjenar fyrir hálfri annarri öld og vilja endurtaka nú. Að baki liggur líka hefndar- hugur í garð Rússa vegna strfðsins 1994-96. í Dagestan búa hins vegar ekki færri en 34 þjóðir og áhugi á sam- einingu er sáralítill. Tsjetsjenar eiga í huga Rússa sökina á sprengingunum í Moskvu og víðar, sem kostað hafa yfir 300 mannslíf. Rússar saka Sádi-Araba, Afgana og fleiri um að styðja trú- bræður sína. Öll olía á ..—■" 11 þessu svæði verður að fara um yfirráðasvæði múslíma til að komast til Svarta- hafs og um íran til hafna við Persaflóa. Það eru því gríðarlegir hags- munir í húfi og vestrænir olíu- risar þegar umsvifamiklir í Bakú, höfuðborg og oliumiðstöð Aserbaídsjans. Uppreisnir á þessu svæði eru því beint tflræði við efnahagslíf Rússlands. Friður hef- ur ekki ríkt á þessu svæði öldum saman og ólíklegt að Jeltsín geti breytt því með tilskipunum. Hitt er víst að þetta svæði er komið í fréttir til frambúðar, og litil von á góðum fréttum. Gunnar Eyþórsson hér að framan. Umræður í um- hverfisnefndinni voru málefnaleg- ar og menn lögðu sig fram um að finna leiðir í þessu viðkvæma deilumáli. Ekki náðist samkomu- lag um orðalag tillöguflutnings og engin tillaga var flutt um málið. Aðrir þingfulltrúar sættu sig við niðurstöðu nefndarinnar og fluttu ekki tillögu. Núverandi umhverfisráðherra tók ekki þátt f þessum umræð- um og mér finnst umræðan sem verið hefur um af- stöðu Sivjar Frið- leifsdóttur ekki makleg. Hún er búin að starfa í þingflokki fram- sóknarmanna 1 fjögur ár og hefur staðið að stefnu hans í málefhum stóriðju og virkj- ana. Mér finnst þvi út í hött um- ræður um að hún hafi breytt um stefnu eftir aö hún varð ráðherra. Jón Kristjánsson „Núverandi umhverfisráðherra tók ekki þátt í þessum umræðum og mér fínnst umræðan sem ver- ið hefur um afstöðu Sivjar Frið- leifsdóttur ekki makleg. Hún er búin að starfa í þingflokki fram- sóknarmanna í fjögur ár og hefur staðið að stefnu hans í málefn- um stóriðju og virkjana.“ Virkjunarmálin - og flokksþing framsóknarmanna Vegna þeirrar um- ræðu sem verið hefur um afgreiðslu flokks- þings framsóknarmanna varðandi Fljótsdalsvirkj- un vildí ég hafa nokkur orð um hana. Ég stjórn- aði á flokksþinginu nefnd sem tók umhverf- ismál fyrir. Þar var rædd tillaga um að Fljótsdals- virkjun færi í lögform- legt umhverfismat. Framarlega í þeirri um- ræðu voru þeir nafnarn- ir Ólafur Örn Haralds- son og Ólafur Magnús- son . Mikill ágreiningur Þessi tillaga var rædd á löngum fundum í nefndinni og ljóst var að mikill ágreiningur var um hana. Ég lagði mig fram um það að fá niðurstöðu sem sátt væri um. Nefndin hafði til meðferðar ítarleg drög að ályktun um um- hverfismál. Niðurstað- an var að einbeita sér að ályktunardrögunum og tfllagan kæmi ekki til atkvæða á þinginu. Ólafur Öm Haralds- son fór fram á það við mig sem framsögumann fyrir nefndarálitinu að ég léti þess getið að sjónarmið hans um til- löguflutning um um- hverfismat hefðu ekki náð fram að ganga. Ég gerði það í framsögu minni. Ólafur Magnús- son hélt einnig ræðu og lýsti ánægju sinni með ályktunina, en öllum var ljós afstaða hans til málefna Fljótsdalsvirkj- unar, en hann sætti sig við niðurstöðuna. Stein- grímur Hermannsson tók einnig til máls og harmaði að tillaga um „Síðan var umhverfismálaályktunin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða," segir Jón m.a. í grein sinni. - Á flokks- þingi Framsóknarflokksins. Jón Kristjánsson alþingismaður stefnunni var laus í þessu máli. Afgreiðsla flokks- þingsins þýddi einfaldlega að ekki breytt. Þeir sem mæltu fyrir tillöguflutningi í málinu sættu sig við niðurstöðuna með þeim hætti sem ég hef lýst lögformlegt um- hverfismat væri ekki í ályktun- inni. Síðan var umhverfismálaá- lyktunin borin undir atkvæði og samþykkt sam- hljóða. Lýðræðisleg umræða Það kom hvergi fram í þessari um- ræðu að flokkur- inn væri umboðs- Kjallarinn Með og á móti Kynþáttafordómar vandamál í íþróttum Umræða um meinta kynþáttafordóma í íþróttum blossaði upp eftir lokaumferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um sfðustu helgi. Þá var þeldökkum leik- manni Fram vísað af velli eftir að hafa gefið mótherja f liði Víkings olnboga- skot. Þeir voru þá fjarri boltanum. Leikmaður Fram sagðist hafa misst stjórn á skapi sínu vegna kynþáttafor- dóma í sinn garð, niðrandi athuga- semda vegna litarháttar síns. Hörð við- brögð „Ég er búinn að fylgjast lengi með íþróttum en hafði ekki gert mér í hugar- lund að þetta væri vandamál þar sem ég hef ekki rekist á kynþáttafor- dóma. En eftir að málið varð- andi leikmann okkar Framara í knattspyrnu Sveinsson, formaö- kom upp hef ég urFram. verið að frétta af mun fleiri tilvikum sem legið hafa í láginni. Þá hefur KSÍ haft ástæðu til að hafa afskipti af 1. defld í knattspyrnu vegna svona mála. Kynþáttafordómar hafa ver- ið viðloðandi íþróttir en það er fyrst nú sem þeir koma upp á yf- irborðið. Það er því mjög mikil- vægt að brugðist sé hart við eins og viða í Evrópu. Þar hafa félög eða viðkomandi leikmenn verið beittir íjársektum og kynþáttafor- dómar kæfðir í fæðingu. Öll skyn- semi mælir með því aö íþrótta- samtökin hér á landi taki hart á kynþáttafordómum. Bara það að svona tilvik eigi sér stað er sönn- un þess að þetta vandamál er til staðar. Það gengur einfaldlega ekki að leikmenn íþróttafélaga verði fyrir aðdróttunum vegna út- lits eða litarháttar." Ekki vanda- mál „Ég hef heyrt sitt af hverju í gegnum tíðina sem beinst hefur gegn þeldökk- um leikmönn- um en það hef- ur ekki verið hægt að flokka sem vandamál. Þeldökkir leik- menn hafa ver- ið í körfuboltan- um hér á landi í rúm 20 ár en aldrei hafa borist kvartanir eða kærur inn á borð Körfuknattleikssambandsins vegna meintra kynþáttafordóma. Hefðu kynþáttafordómar verið vandamál hefði fjölmiðlaumfjöll- un og umræða um þá blossaö upp fyrir löngu. Menn beita alltaf ein- hverjum sálfræðibrögðum í hita leiksins og þá er stundum sagt eitthvað sem ekki er sagt undir venjulegum kringumstæðum. En þessi brögð eru á báða bóga. Þeldökkir leikmenn finna fyrir því til jafns við þá hvítu og svo fá menn að heyra það innbyrðis í þessum hópum. Kynþáttafordóm- ar eru ekki sérstakt vandamál í íþróttum hér, sem betur fer.“ -hlh Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaöið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.