Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 17 Sport DV DV Sport Endúró: Úrslitakeppnin við Lyklafell Á laugardaginn kl. 11.30 hefst úrslitakeppni íslandsmótsins í endúrói eða þolreið á mótorhjólum við nýju motokrossbrautina við Lyklafell, gengt Bláfjallaafleggjaranum. Keppni þessi verður með töluvert öðruvísi sniði en áður þar sem keyrð verður sérstök áhorfendaleið í miðri keppninni. Erlendis eru þessar leiðir kallaðar „Special Tests“ og reyna þær mjög á þolrifin í keppendum en þykja mjög skemmtilegar á að horfa. Þar að auki má aðeins fylla á bensíni og gera við í aksturstíma á sérstöku viðgerðarsvæði. Einn aðstoðarmaður Hver keppandi má svo aðeins hafa einn aðstoðarmann og búast má því við að þeir sem eru að þjónusta eins hjól myndi lið, svona svipað og í formúlunni. Að ofangreindu má því ráða að keppnin verður mjög spennandi á að horfa. -NG Bandaríkjamenn tefla fram öflugu og reyndu liði, sem sést hér að ofan, í Ryder-bikarnum í ár sem fram fer á þeirra eigin heimavelli um helgina. DV-mynd Reuter 33. Ryder-bikarinn fer fram í Brookline í Bandaríkjunum um helgina: Hvað gera Bandaríkjamenn - til að hindra Evrópumenn í að vinna sjöttu keppnina af síðustu átta? Leikið verður með tveggja manna Texas Scramble fyrirkomulagi. Aðalverðlaun fyrir sigur á mótinu eru glæsileg utanlandsferð fyrir tvo frá Samvinnuferðum-Landsýn og farandbikar frá FM 95.7. Fjöldi aukaverðlauna er í boði, þar á meðal KIA CLARUS bifreið að andvirði 1.590.000.- frá Jöfri. Korpúlfsstaóavöllur laugardagurinn 25. septeniber. Mótsgjald er kr. 3000 á mann. Skráning í síma 587-2211. Verðlaunaafhending verður í beinni útsendingu hjá Hvata og félögum á FM 95.7 þriðjudagsmorguninn 28. september. iz j 'íTjFj taij jgHl Sami/inniilerúir Landsyii Golfveisla ársins hefst í dag í Brookline í Bandaríkjunum þegar 24 bestu golfleik- arar Bandaríkjanna og Evrópu hefja keppni i 33. skiptið um Ryder-bikarinn. Tólf eru í hvoru liði. Bandaríkjamenn eru í þetta skiptið á heimavelli en Evrópubúar hafa unnið Ryder-bikarinn í funm af síðustu sjö keppnum frá árinu 1985. Bandaríska liðið er ekki árennilegt í þetta skiptið, þar er Tiger Woods, efsti maður á heimslistanum, auk 10 af 20 efstu á heimslistanum og enginn spilara liðsins er neðar en í 28. sæti á fyrmefndum heimslista. Reynslan er einnig þeirra megin, David Duval er eini nýliðinn á sama tima og 7 af 12 Evrópuspilurum eru að keppa í fyrsta sinn. Fjórir lykilmenn Evrópu í undanfomum keppnum: Steve Ballesteros, Ian Woosnam, Nick Faldo og Bemhard Langer, em ekki með í ár og það gæti veikt Evrópuliðið nokkuð. Eftirtaldir spila saman í tvíleiknum i dag sem markar upphaf 33. Ryder-bikars- ins. Þar vekur mesta athygli að ungar stórstjömur golfsins, Tiger Woods og Sergio Garcia, mætast í leik tvö. Leikur einn: Colin Montgomerie og Paul Lawrie (Evrópa) gegn David Duval og Phil Mickelson (Bandaríkjunum). Leikur tvö: Sergio Garcia og Jesper Pamevik (E) gegn Tom Lehman og Tiger Woods (B). Leikur þrjú: Miguel Angel Jimenez og Padraig Harrington (E) gegn Davis Love og Payne Stewart (B). Leikur fjögur: Lee Westwood og Darren Clar- ke (E) gegn Jeff Maggert og Hal Sutton (B). Keppni heldur síðan áfram á laugardag og sunnudag með fjórleik og einstak- lingskeppni þar sem spennan er jafnan mest enda fer hún fram á lokadegi. -ÓÓJ Meistarakeppni KKÍ 1999: Til styrktar Laufinu Meistarakeppni karla og kvenna í körfubolta fer fram á næstu dögum og þetta árið rennur allur ágóði til LAUF, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, og mun ágóðinn renna til styrktar floga- veikum bömum og til kynningar á floga- veiki. í öO fjögur skiptin sem meistara- keppnin hefúr verið haldin hefur allur ágóði af leikjunum og auglýsingasölu í kringum þá runnið til góðgerðarmálefna. Leíkir meistarakeppninnar 1999 eru: Laugardagm- 25. sept. kl. 17.00: KR - ÍS í kvennaflokki í nýja KR-húsinu i Frostaskjóli. Þriðjudagin- 28. sept. kl 20.00: Keflavík - Njarð- vík í karlaflokki i Keflavik. -ÓÓJ Mosfellingar meistarar - meistaranna eftir sigur á FH-ingum að Varmá Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í leik Aftureldingar og FH þegar liðin mættust í meistarakeppni HSÍ í Mosfellsbæ í gær. Þegar tæp mín- úta var til leiksloka og staðan var 23-22 Aftureldingu í vil fékk FH vítakast en Bergsveinn Bergsveinsson gerði sér lít- ið fyrir og varði skot Knúts Sigurðsson- ar. Þá var ekki útlit fyrir að FH myndi ná að jafna en vöm þess var þétt fyrir, sókn Aftureldingar rann út í sandinn þegar 10 sekúndur vom til leiksloka og FH-ingar geystust í sókn. Brotið var á einum leikmanni þeirra og aukakast dæmt en í því gall flautan og leiktíminn var úti. Lagleg flétta í aukakastinu end- aði með fóstu skoti frá Guðmundi Peter- sen og jafnaði hann metin og tryggði FH framlengingu. Afturelding hafði öll völd í framlenging- unni og sigraði öragglega, 29-26. Leik- urinn var ekki sérlega góður en lofar engu að síður góðu fyrir komandi hand- knattleikstímabil. Mörk UMFA: Bjarki Sigurðsson 9/5, Magnús M. Þórðarson 7, Jón A. Finnsson 4, Gintaras 3, Þorkell Guðbrandsson 3, Valdimar Þóris- son 3. Bergsveinn Bergsveinsson varði 13/1. Mörk FH: Guðmundur Pedersen 9/1, Hálfdán Þórðarson 5, Gunnar Beinteinsson 4, Valur Arnarson 3, Knútur Sigurðsson 2, Lárus Long 2, Sigursteinn Amdal 1. Egrdijus varði 10/1. -ih Handboltastelpurnar byrja á morgun Fyrsta umferð 1. deildar kvenna í handbolta fer fram á morgun, laugar- dag, klukkan 16.30. Þá mætast eftirtalin lið: Stjarnan - Fram, FH - ÍR, Grótta/KR - Víkingur, Haukar - KA, og Afturelding - Valur. -ÓÓJ Bjarki Sigurðsson skoraði níu mörk fyrir Aftureldingu gegn FH í meistarakeppni HSI í gær og tók síðan við meistarabikarnum í leikslok. DV-mynd E. Ó Bikarúrslitaleikur KR og ÍA á Laugardalsvellinum á sunnudag: Ólíkir pólar - segir Bjarni Jóhannsson, fyrrum þjálfari Eyjamanna Stórleikur ársins í knattspym- unni fer fram á Laugardalsvellinum á sunnudaginn en þá leiða saman hesta sína nýkrýndir íslandsmeist- arar KR-inga og Akumesingar. Gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum og viðri vel eins og allt lítur út fyr- ir er ekki ósennilegt að milli 6 og 7 þús. manns mæti á völlinn. DV fékk Bjama Jóhannsson, fyrr- um þjálfara ÍBV, til að velta leikn- um fyrir sér en hann þekkir vel til úrslitaleikja i bikarkeppninni. - Margir eru þeirrar skoðunar að KR-ingar vinni auðveldan sig- ur en hvað segir Bjami um það? Skagamenn geta stillt upp öflugu liði „Miðað við gengi liðanna undan- farinn mánuð þá ætti þetta ekki að vera mjög erfitt fyrir KR. KR-ing- amir hafa státað af mjög heil- steyptu liði á meðan Skagamenn hafa verið brokkgengir með menn í meiðslum og bönnum og einnig urðu sárindi í kringum þjálfara- skiptin. Þaö sem kemur á móti er að Skaginn er með fln- an mannskap og það er ekki spuming að þeir geta stillt mjög öflugu liði á móti KR. Á góðum degi hafa Skagamenn sýnt mjög góða leiki og það er ekkert í mannskap þeirra sem segir að þeir geti ekki átt góð- an leik. En til þess að ÍA vinni KR verður hver einasti leikmað- ur ÍA að eiga toppleik og það getur vel gerst. Ef skoðaðir era leikir lið- anna í sumar þá vom Skagamenn ívið sterkari í fyrri leiknum en í þeim síðari misstu þeir mann út af snemma leiks sem gerði það að verkum að KR sigraði. Ef maður þekkir Skagahjartað sem hefur ein- kennt þá í gegnum þennan áratug þá eiga þeir að geta peppað sig vel upp fyrir þennan leik.“ Sóknarferna KR miklu sterkari - Hvar á vellinum telur þú að leikurinn muni vinnast? „Mesti munurinn á þessum lið- um eru fjórir fremstu leikmennirn- ir. Sóknarfema KR-inga er miklu sterkari heldur en Skagamanna. Feman hjá KR hefur skorað fleiri mörk og átt fleiri stoðsendingar og samvinna þeirra hefur verið miklu meiri en hjá sóknarmönnum ÍA. Þessir fjórmenningar hafa gefið KR- ingum mikið líf og em langsterkasti hluti liðsins. Hvað varðar miðjuna þá er það svolítið sérstakt að miðjumenn ÍA, Heimir og Jóhannes, em menn sem eru mikið í boltanum, dreifa spilinu og eiga að vera fram á við á meðan miðjan hjá KR, Sigursteinn og Þór- hallur, em frekar menn sem hugsa um að verjast og brjóta niður. Þama mætast tvær gjörólíkar miðjur. Ef maður tekur vömina þá er ekkert vafamál að samvinna vam- arinnar hjá KR er mun betri en hjá ÍA. Hins vegar eru bakverðir Skaga- Þrjú met í hættu Þrjú met eru í hættu í bikarúrslitaleik KR og ÍA á Laugardalsvelli um helgina. ' Skagamenn geta unnið 8. bikarúrslita- leik sinn í röð og bætt sitt met og KR- inga, sem unnu sjö fyrstu úrslitaleiki sína. ' i, Skagamenn geta fyrstir liða farið í gegnum allar fimm umferðir bikarsins án þess að fá á sig mark. 'Á.jKR-ingurinn Guðmundur Benedikts- son getur að lokum orðiö fyrsti leik- maður sögunnar til að skora 1 öllum fimm umferðum bikarsins. -ÓÓJ manna miklu sókndjarfari en KR- inga. Þegar markverðimir em skoðað- ir hafa KR-ingar reynslumann í markinu á meðan Skagamenn em með ungan og efnilegan markvörð sem hefur staðið sig vel í sumar.“ Mikill áherslumunur á uppstillingu Á mörgum stööum mætast mjög ólíkir pólar og það er mjög skemmtilegt að þó að liðin virðist kannski ekkert óáþekk þá er mikill áherslumunur á uppstillingu manna. 9 af 21 marki ÍA í sumar komu eftir fóst leikatriði á meðan KR-ingar hafa fengið 80% markanna á sig úr þessum atriðum. Þama kemur enn einn ólíkur póll- inn í þetta og ailir þessir hlutir gera leikinn á sunnudaginn mjög spenn- andi.“ - Þorir þú að spá fyrir um úr- slit leiksins? „Nei, en ef við miðum viö þetta tímabil á þetta ekki að vera mjög erfiður leikur fyrir KR en hins veg- ar kemur á móti að mannskapur ÍA hefur alla burði til að klára þennan leik. Ég trúi ekki að það sé neitt vanmat í gangi hjá KR. Skagamenn tóku Eyjamenn í bakaríið í bikam- um. Þeir náöu gríðarlegri stemn- ingu í þeim leik og takist það í þessum leik er ómögulegt að spá fyrir um úrslitin," sagði Bjarni að lokum. Þjálfarar liðanna, Atli Eðvaids- son og Ólafur Þórðarson, munu ekki tilkynna byijunarlið sín fyrr en á morgun en gera má ráð fyrir því að þau líti svona út: hallur Kristján Finnbogason - Sigurður Öm Jónsson, Þor- móður Egilsson, David Winnie, Bjami Þorsteins- son - Sigþór Júlíusson, Þór- Hinriksson, Sigursteinn Gislason, Einar Þór Daníelsson - Guðmundur Benediktsson, Bjarki Gunnlaugsson. Þetta er liðið sem Atli hefur teflt fram í allt sumar þegar allir hafa verið heilir. Ólafur Þór Gunnarsson - Sturlaugur Haraldsson, Reynir Leósson, Gunnlaugur Jónsson, Pálmi Haraldsson - Unnar Valgeirsson, Alexand- er Högnason, Jóhannes Harðarson, Heimir Guðjónsson, Kári Steinn Reynisson - Stefán Þórðarson. Alexander hefur leikið í sumar í stöðu miðvarðar en ekki er ólíklegt að hann taki sína gömlu stöðu aftast á miðjunni og glími við gamla félaga sinn, Bjarka Gunnlaugsson, þegar hann kemur til baka að sækja boltann. -GH Úrslit íslandsmótsins ráðast - í haustralli Esso sem fram fer um helgina oka Þýskaland sigraöi Úkrainu, 3-0, í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspymu en þjóðimar leika í sama riðli og ísland. 1800 áhorfendur í Þýskalandi sáu Inku Grings skora tvö mörk og Doris Fitschen eitt. Þetta var fyrsti leikur fjórfaldra Evrópumeistara Þjóðverja í keppninni en þeir taka næst á móti íslandi í Oldenburg þann 14. október. íkjölfar sölu Bolton á Dananum Per Frandsen til Blackbum er rætt um aö fleiri leikmenn verði seldir frá félaginu til að rétta við fjárhag þess. Nefndir em Claus Jensen, Andy Todd og Eiður Smári Guðjohnsen. Meira af Bolton. Eftir að Colin Todd sagði upp starfi sínu sem knattspymustjóri félagsins í fyrradag er hafm leit að eftirmanni hans. Roy Evans, fyrrum stjóri Liverpool, er einn þeirra sem koma til greina í starfið og sjálfur segist hann vera tilbúinn ef kallið kemur. -ih/GH Lokaumferð íslandsmótsins í rall- akstri, haustrall ESSO, hefst i kvöld klukkan 17.58 þegar fyrsti bill brun- ar af stað inn á sérleið um Geitháls ofan Reykjavíkur. Þaðan liggur leið- in upp fyrir Hafnarfjörð til að gera báðum endum höfuðborgarsvæðis- ins jafiit undir höfði og baráttuglað- ir hestaflasafnarar geysast klukkan 18.40 gegnum skógræktarveg um- hverfis Hvaleyrarvatn. Næturhlé, árdegishlé og samansöfnun laugar- dag verður við ESSO-stöðina við Reykjavíkurveg. Þessar tvær leiðir eru nánast undanrásir fyrir aðaiátökin sem hefjast á laugardagsmorgun kl. 8.10 meö 30 km langri sérleið um Djúpa- vatnsleið/ísólfsskála í átt að Krísu- vík. Aðrar sérleiðir laugardagsins eru: Kleifarvatn noröur kl 8.55, Hvassahraun kl. 11.35, Kúagerði kl. 11.50, Stapi kl. 12.15, Reykjanesleið kl. 12.48. Þessar sömu leiðir eru ekn- ar til baka og ræst kl. 15.18 inn á síðustu sérleið keppninnar um ís- ólfsskála/Djúpavatn, 30 km, sem endar við Sveifluháls. Á mótorsportvef visir.is er lýsing á sérleiðunum og staða efstu manna í íslandsmótinu. Ekki er gott að átta sig á stöðunni þvi sumir mega telja öll stigin úr keppninni en aðrir ekki og 5 keppnir af 6 telja. Almennt er talið að Feðgamir Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson á Subam Impreza eigi mesta möguleika á að hremma íslandsmeistaratitilinn. Þó em þeir ekki stigahæstir fyrir síð- ustu keppnina af því þeir hafa fallið úr einni keppni en þeir hafa unnið allar hinar og eiga þvi kost á fullu húsi stiga með sigri um helgina. Falli þeir hins vegar úr keppni er draumurinn gamli og margendur- tekni úr sögunni og líklegast að Páll H. HaOdórsson og Jóhannes Jó- hannesson á MMC Lancer veiji tit- ilinn eftirsótta. -ÁS Bikarúrslit 1999 Úrslitaleikur KR og ÍA í bikarkeppn- inni fer fram á Laugardalsvellinum klukkan 15 á sunnudaginn. Eins og undanfarin ár hafa félögin ákveðið skiptingu stuðningsmanna sinna í stúkunni. KR-ingar verða í suðurhluta eldri stúkunnar og í norð- urhluta nýju stúkunnar en Skaga- menn verða í norðurhluta eldri stúkunnar og suðurhiuta nýju stúkunnar. Beiöursgestur á leiknum verður Dav- íö Oddsson forsætisráðherra. Hljóm- sveitin Land og synir mun skemmta fyrir leik og 1 leikhléi. Bragi Bergmann mun dæma leikinn. Aöstoðardómarar verða Pjetur Sig- urösson og Kári Gunnlaugsson og Jóhannes Valgeirsson verður fjórði dómarinn. Eftirlitsmaður KSÍ á leikn- um verður Bannes Þ. Sigurðsson. KR hefur 12 sinnum leikið til úrslita i bikarkeppnini og 9 sinnum fagnað sigri. KR mætti síðast Fram í úrslit- um árið 1995 og hafði betur, 2-1. Ekkert félag er með betra sigurhlutfall út úr bikarúrslitaleikjum. ÍA hefur 15 sinnum ieikið til úrslita. 7 sinnum hafa Skagamenn fariö með sigur af hólmi en 8 sinnum hafa þeir þurft að láta í minni pokann. 8 fyrstu úrslitaleikjunum tapaði ÍA en í 7 síð- ustu skipti hefur liðið signtð, síðast árið 1996 en þá vann liðið IBV, 2-1. 23 ár eru liöin frá því Akumesingar töpuðu síðast úrslitaleik í bikarkeppn- inni en þá sigraði Valur ÍA, 3-0. ÍA og KR hafa aðeins þrisvar sinnum mæst í úrslitaleik bikarkeppninnar og í ÖU skiptin hafa KR-ingar haft betur. Áriö 1961, 4-3, áriö 1963, 4-1, og árið 1964, 4-0. Þetta verður hins vegar í 11. sinn sem félögin eigast viö í bikar- keppninni. 1 leikjunum 10 hefur KR unnið 7 leiki og ÍA 3. Markatalan er 32-14 KR í vil. Leió KR-inga í úrslitaleikinn hófst með sigri á U-23 ára liði Þróttar, 3-0. í 16-liða úrslitunum haföi KR betur gegn Fylki, 4-3, i 8-liða úrslitunum lagði KR Stjömuna, 3-1, og I undanúrslitunum hafði KR sigur á Breiðabliki, 3-0. Skagamenn hafa enn ekki þurfl að sækja boltann í netið hjá sér í bikar- keppninni í ár en þetta er í fyrsta sinn sem liö fer f gegnum fjórar umferðir án þess að fá á sig mark. í 32-liða úr- slitunum sigraöi ÍA lið Njarðvíkur, 4- 0, í 16-liða úrslitunum hafði ÍA betur gegn U-23 ára liði Fram, 0-3, í 8-liða úr: slitunum vom Víkingar lagðir aö velli, 5- 0, og í undanúrslitum lögðu Skaga- menn bikarmeistara, ÍBV, 3-0. Aöeins tvö liö, KR 1996 og Víkingur 1971, hafa farið alla leið í gegnum bikarkeppnina án þess að fá á sig mark en bæöi í þremur leikjum. Þaö liö sem fer með sigur af hólmi fær 500.000 krónur en tapliöið fær 250.000. Vífilfell gefur verðlaunaféð. I fyrsta sinn i sögu bikarkeppninnar veröur leikið til þrautar. Verði jafn- tefli eflir 90 mínútur verður framlengt í 2x15 mínútur og verði enn jafnt verð- ur gripið til vítaspymukeppni. Félögin veróa með forsölu á leikinn. Á Akranesi verður forsala á bensín- stöðvum Olís og á skrifstofu ÍA á Jað- arsbökkum. í Reykjavík verður forsala á bensínstöövum Skeljungs við Birki- mel og Suðurströnd og einnig í Spörtu á Laugavegi 49. Á leikdegi hefst miða- sala klukkan 10 á Laugardalsvelli. Miöaverö er krónur 1300 fyrir 17 ára og eldri, 11-16 ára greiða 500 og böm 10 ára og yngri fá frítt. Miðamir em ónúmeraðir. -GH/ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.