Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 19 Fréttir Vaidas, starfsmað- ur á Hótel Vilnius Narutis, stoltur með gestabókina sem Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði í. Eins og sjá má hafa verið settar myndir af Jóni Baldvini í bókina. DV-myndir GS Guðbjartur Jónsson stendur hér stoltur við íslandsgötuskiltið í Vilnius. Dansaðu inn í nóttmal 1 Furstamir leika fyrir dansi í kvöld Klausturdans á laugardagskvöldið KLAUSTMD ANNO MCMXCIX Klapparstíg26 • Simi 552 6022 • wunv.klaustur.is Litháar hrifnir af stuðningi íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni: Jón Baldvin uppi á vegg DV.Vilnius: I Vilnius, höfuðborg Litháens, er lögð áhersla á að kynna og vekja at- hygli ferðamanna á tiltölulega ný- fengnu sjálfstæði landsins undan oki Sovétríkjanna. Komið hefur ver- ið upp söfhum þar sem rakin er áþján Sovétstjómarinnar. Viða á veitingahúsum borgarinnar hanga á veggjum myndir af helstu hetjum sjálfstæðisbaráttunnar. Á Hótel Vilnius Narutis voru myndir á veggjum í anddyri hótels- ins og vakti athygli að þar var mynd af Jóni Baldvini Hannihals- syni, fyrrvercmdi utanríkisráð- herra, en Litháar þakka honum mjög frumkvæði hans þegar íslend- ingar viðurkenndu sjálfstæði Lithá- ens fyrstir þjóða í febrúar 1991. „Jón Baldvin Hannibalsson er stórkostlegur maður. Ég var að vinna héma þegar hann kom og er mjög montinn af því. Hann er hetja,“ segir Vaidas, starfsmaður á hótelinu. Vekur það athygli að hann nefhir Jón með fullu nafni og hár- réttum framburði. Vaidas dregur blaðamann inn í afgreiðslu hótelsins þar sem gesta- bókin er til sýnis og hafa verið sett- ar inn í hana myndir af Jóni Bald- vin við að skrifa nafn sitt í bókina. í þakkarskyni fyrir sitt framlag hef- ur Jón Baldvin verið gerður að heiðursborgara Vilnius. Gata í borginni hefúr fengið nýtt nafn og heitir nú Islandijos. Hvar hetjum með sem íslendingar koma virðist þeim vel tekið i borginni og allir, hvort held- ur eru smákrakkar í fátækrahverfum borgarinnar eða vel klædda fólkið í miðbænum, vita um ísland. -GS Stjórnmálamaður árþúsundsins Á síöasta ári þessa árþúsunds kanna DV, Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir þaö eru aö mati íslendinga sem skaraö hafa fram úr og hvaöa atburðir hafa sett hvaö mestan svip á síöustu 1000 árin í sögu íslands. Eftirtaldir Stjórnmálamenn fengu flestar tilnefningar: Davíö Oddsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Jón Baldvin Hannibalsson Jón Sigurösson Jón Þorláksson Ólafur Thors Nú stendur yfir val á Stjórnmálamanni árþúsundsins og lýkur því laugardaginn sunnudaginn 3. október. Taktu þátt á www.visir.is,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.