Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1999, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 29 Ung.dok.97 Sýningin Ung.dok.97 stendur nú yfir í Gallerí Geysi, Hinu húsinu. Ung.dok.97 var ljósmyndasam- keppni undir stjórn Völundar- hússins í Bergen. Það gaf 130 ung- mennum í Bergen, á aldrinum 14-21 árs, einnota myndavélar. Ungmennin voru beðin að skrá- setja hversdagsleikann með orðin fot, líkami, felulitir og kærleiki í huga. Ljósmyndimar voru teknar í nóvember 1997. Þegar filman var búin sendu ungu ljósmyndararnir myndavélarnar til baka og það framkallaði filmurnar í mörgum eintökum. Tíu sigurvegarar voru valdir úr hópnum og er sýningin afrakstur vinningshafanna. Gestum á sýningunni, á aldrin- um 14-25 ára, gefst einnig kostur á að vera þátttakendur í sýning- unni hér í Reykjavík. Friðrik sýnir í Lista- horninu Akranesi Friðrik Jónsson sýnir málverk í Listahorninu, Kirkjubraut 3, Akranesi. Sýndar eru vatnslita- myndir og olíumálverk sem flest ---------------eru ný. Frið- Sýningar "k hefurver- J° íð við nam í Myndlistaskóla Kópavogs frá 1992 í teikningu, módelteikningu og síðar í vatnslitum og olíumáln- ingu. Þá hefur Friðrik sótt nám- skeið í West Dean College í Sussex í Englandi og einnig tvö sumar- námskeið hér á landi. Þetta er þriðja einkasýning Friðriks. Mikið verður um að vera í Breið- holtsskóla á morgun. Hausthátíð í Breiðholtsskóla Hausthátíð verður haldin í Breið- holtsskóla á vegum Foreldra- og kennarafélags skólans á morgun kl. 12-15. Þessi hátíð verður mjög vegleg í tilefni þess að þetta er 30 ára afmæl- isár skólans. Boðið verður upp aðgang að leik- tækjum bæði í íþróttasal skólans og fyrir utan. Einnig andlitsmálun jafnt -----------------fyrir full- Samkomur ;;;; ™ um leikskólanna í hverfinu er sér- stakiega boðið í heimsókn þar sem mjög líklegt er að þau eigi eftir að koma til náms í skólanum. Böm sem hafa áður verið í skólan- um, en hafa hugsanlega flutt í önnur hverfi, eru hvött til að líta inn og hitta gömlu leikfélagana. Fullorðnir í hverfinu éru eindregið hvattir til að líta inn, þó þau eigi ekki böm í skól- anum, til að sjá hve mikilvægt for- eldrastarfið er í hverfinu. Lögreglan verður með Lúlla löggu- bangsann sinn og ræðir við börnin um umferðarreglur. Slökkviliðið verður með slökkvi- og sjúkrabíl þar sem börnum verður boðið upp á að skoða alla þá tækni sem þessir bílar bjóða upp á í dag. Barn dagsins í dálkinum Barn dagsins era birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir era endur- sendar ef óskað er. Háskólabíó: Ungfrúin góða og húsið íslenska kvikmyndin Ung- frúin góða og húsið verður frumsýnd í dag. Efni myndar- innar er sótt í smiðju Halldórs Laxness en dóttir skáldsins, Guðný Halldórsdóttir, vann handritiö og er jafnframt leik- stjóri. Ungfrúin góða og húsið segir frá tveimur systrum um síðustu aldamót sem eiga fátt sameiginlegt annað en að vera af finasta fólki héraðsins. Sú yngri'var send til Kaupmanna- hafnar að nema handverk en kemur til baka ólétt sem verð- ur til þess að hjólin fara að Kvikmyndir Hin þekkta leikkona Ghita Norby í hlutverki Frú Kristensen. Með henni á myndinni er Ragga Gísla sem leikur Rannveigu. snúast henni í óhag. Eldri systirin tekur af henni ráðin undir því yfirskini að bjarga heiðri hússins og fjölskyldunn- ar. Úr verður mikil átakasaga systra á milli. Upptökur hófust síðastliðið haust í Flatey á Breiðafirði þar sem gerð var útileikmynd af þorpinu Eyvík. Að því loknu var haldið til Svíþjóð- ar þar sem upptökur fóru fram í kvikmyndaveri í Trollhattan og loks var tekið upp í Helsingor og Kaupmannahöfn, sem ásamt Eyvík, eru aðalsögusvið myndarinnar. í helstu hlutverkum eru Tinna Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur Gísla- dóttir, Rúrik Haraldsson, Egill Ólafsson, Helgi Bjömsson og Helga Braga Jónsdóttir. Þekktir skandin- avískir leikarar leika einnig í myndinni: Ghita Norby, Reine Brynolfsson, Agneta Ekmanner og Björn Floberg. Súld með köflum Fremur hæg norðlæg átt. Súld með köflum norðan- og austanlands. Rigning í fyrstu með suðurströnd- Veðrið í dag inni, en annars skýjað en að mestu þurrt sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 12 stig. Höfuðborgarsvæðið:Norðan 5-8 m/s, en hæg norðlæg átt í kvöld. Skýjað en að mestu þurrt. Hiti 6 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.23 Sólarupprás á morgun: 07.18 Slðdegisflóð í Reykjavík: 17.53 Árdegisflóð á morgun: 06.11 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri úrkoma í grennd 7 Bergstaóir alskýjaö 7 Bolungarvík alskýjaö 7 Egilsstaöir 7 Kirkjubœjarkl. alskýjaö 8 Keflavíkurflv. alskýjaö 8 Raufarhöfn alskýjaö 7 Reykjavík þoka í grennd 8 Stórhöföi rigning 8 Bergen léttskýjaö 13 Helsinki skýjaó 13 Kaupmhöfn þokumóöa 15 Ósló rigning 13 Stokkhólmur rigning 14 Þórshöfn súld 10 Þrándheimur þokuruöningur 10 Algarve skýjaó 18 Amsterdam léttskýjaó 15 Barcelona hálfskýjaö 19 Berlín skýjaö 16 Chicago skýjaö 17 Dublin skúr 13 Halifax heiöskírt 13 Frankfurt skýjaö 16 Hamborg léttskýjaö 15 Jan Mayen súld 6 London skýjaö 17 Lúxemborg léttskýjaö 12 Mallorca skýjaó 18 Montreal alskýjaó 18 Narssarssuaq rigning 6 New York heiöskírt 18 Orlando skýjaö 22 París skýjaö 13 Róm þokumóöa 17 Vín þokumóöa 13 Washington heióskírt 13 Winnipeg heiöskírt 7 Góð færð víðast hvar Þjóðvegir era yfirleitt i góðu ásigkomulagi, en víða era vegavinnuflokkar að störfum. Á leiðinni vestur er verið að vinna við hluta af leiðinni Reykjavík-Kjalarnes og Hvalfjörður-Borgames. Þegar vestar dregur er verið að lagfæra leiðina um Steingrímsfjarðarheiði, Botn-Súðavík, Þing- eyri-ísafjörður og Óshlíð. Á Suðurlandi er unnið Færð á vegum viö leiðina frá Þjórsá að Hvolsvelli og Hvolsvelli að Vík. Þegar austar dregur er flokkur við vinnu á leiðinni Höfn-Hvalnes og Reyöarfjörður-Eskifjörð- ur. Hálendisvegir era opnir en margir aðeins færir ijallabílum. Sigurður Arnar Haraldur Jóhann bros- ir stoltur þar sem hann heldur á litla bróður sín- um sem fengið hefur nafnið Sigurður Arnar. Barn dagsins Hann fæddist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísa- firði 5. ágúst síðastliðinn og var 4100 grömm og 54 sentímetrar við fæðingu. Foreldrar bræðranna era Guðbjörg Rós Sigurðar- dóttir og Hannes Hrafn Haraldsson. Tom Cruise leikur. Eyes Wide Shut Eyes Wide Shut, sem Sam-bíóin sýna, er lauslega byggð á skáld- sögu eftir Arthur Schnitzler sem heitir Traumnovella. I henni segir frá lækni sem fær mikla og þrá- láta löngun til kynlífs utan hjóna- bands eftir að eiginkona hans seg- ist hafa löngun til kynlífs með manni sem hún hafði hitt og segir í leiðinni undrandi eiginmannin- um að hann hljóti að hafa sínar eigin kynlífslanganir. í framhaldi fer læknirinn í ástarsamband við dóttur eins sjúklings síns en fær lítið út úr því sambandi. Kvöld eitt þegar hann er staddur í næturklúbbi fréttir hann af kynlífshópi ///////// Kvikmyndir og ákveður að ná sam- bandi við einhvern úr hópnum með þátttöku í huga. Þetta á þó ekki eftir að reynast honum sú orkulind sem hann þatfnast en auðveldara er að ánetjast fikninni en að losna við hana. Hjónin Tom Craise og Nicole Kidman leika aðalhlut- verkin. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Inspector Gadget Saga-bíó: Wild Wild West Bíóborgin: Eyes Wide Shut Háskólabíó: The Bride of Chucky Háskólabíó: Svartur köttur, hvítur köttur Kringlubíó: Analyze This Laugarásbíó: Thomas Crown Affair Regnboginn: Star Wars: Episode I Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Lárétt: 1 gimd, 5 gylta, 7 hræðsl- unnar, 9 vía, 10 varðandi, 11 röska, 12 dans, 14 grenjar, 17 vinnan, 19 tæki, 20 vaxa. Lóðrétt: 1 fantur, 2 ágeng, 3 drengi, 4 bor, 5 skjótur, 6 fisk, 8 þola, 11 hlaða, 13 mikil, 15 hlóðir, 16 orka, 18 umdæmisstafir. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 óskundi, 8 stæk, 9 auð, 10 kærusta, 11 flaga, 13 tá, 15 ris, 17 óður, 18 ónæði, 21 rís. Lóðrétt: 1 ósk, 2 stæling, 3 kæra, 4 uku, 5 nasaðir, 6 duttum, 7 iða, 11 fró, 12 góða, 14 árás, 16 sær. Gengið Almennt gengi LÍ 24. 09. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqengi Dollar 72,290 72,650 73,680 Pund 116,520 117,110 117,050 Kan. dollar 48,600 48,900 49,480 Dönsk kr. 10,3340 10,3910 10,3640 Norsk kr 9,3400 9,3910 9,2800 Sænsk kr. 8,9210 8,9700 8,8410 Fi. mark 12,9244 13,0021 12,9603 Fra. franki 11,7149 11,7853 11,7475 Belg.franki 1,9049 1,9164 1,9102 Sviss. franki 48,0600 48,3300 48,0900 Holl. gyllini 34,8707 35,0802 34,9676 Þýskt mark 39,2902 39,5263 39,3993 ít. líra 0,039690 0,03993 0,039790 Aust. sch. 5,5845 5,6181 5,6000 Port. escudo 0,3833 0,3856 0,3844 Spá. peseti 0,4618 0,4646 0,4631 Jap. yen 0,650900 0,65480 0,663600 írskt pund 97,572 98,159 97,844 SDR 99,030000 99,63000 100,360000 ECU 77,0600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 y <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.