Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 DV dans Karen María Jónsdóttir dansari: Dansar gegn einelti - dansleikhúsið Ekka sýnir í Tjarnarbíóí Karen María Jónsdóttir er dansari sem þrátt fyrir ungan aldur hefur náð að afla sér víðtækrar reynsiu f dansi. komandi og sýningar standa til 12. október. Nú er þetta mjög óvenju- legt efni, er þetta ekki erfiðara við- fangsefni heldur en þau sem eru dæmigerðari? „Jú, þetta er vissu- lega erfiðara viðfangsefni og það þarf að fara mjög varlega í þetta. Einelti er mjög viðkvæmt mál og fyrst núna að verða viðurkennt. Við erum búin að selja sýninguna til skóla og þeir hafa sýnt henni mikinn áhuga vegna þess að menn vita ekki enn til fulls hvemig á að bregðast við vanda sem þessum. Þess vegna er hugsunin hjá okkur að opna krakkana fýrir vandanum þannig að hægt sé að fara að ræða vandann og taka á honum.“ Sýningin er ekki eingöngu hugs- uð fýrir börn heldur fyrir almenn- ing allan enda snertir einelti öll svið þjóðlífsins og Karen María tekur fram að hér er ekki ein- göngu barnasýning á ferðinni. Hvernig gengur að selja svo óvenjulega sýningu sem þessa? „Það er að mörgu leyti erfiðara, sérstaklega vegna þess að við erum rétt að byrja með þetta list- form og fólk veit ekki alveg hvað það er að koma og upplifa. En þeir sem hafa séð sýningar okkar hafa verið mjög spenntir fyrir því að sjá meira þessu líkt og koma yfir- leitt aftur. Við höfum hægt og ró- lega verið að byggja upp okkar áhorfendahóp og vonandi tekst okkur með þessum styrkjum sem við fengum að byggja upp eitthvað til frambúðar." Þyrstir í leikhúsið Hver er draumurinn þinn, hvert stefnir þú? „Draumur minn er sá að vera úti eins lengi og ég get vegna þess að leikhúsin eru svo fjölbreytt að maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Mig þyrstir í að komast í leikhúsið og sitja bara og týna mér. Mig langar til þess að tvinna leikhúsið og dansinn saman og sú stefna er að vaxa mjög úti núna. Þetta byrjaði fyrir um tuttugu árum síðan og er því enn mjög ómótað. Stefnan byrjaði í Þýska- landi hjá Pinu Bausch og er farin að breiðast út í mismunandi myndum. Þetta er mjög áhugavert listform því menn einskorða sig ekki bara við eitt form listar held- ur nota mörg saman. Ég vona líka að í framtíðinni fái það fólk sem er í námi erlendis fleiri tækifæri til þess að spreyta sig og sýna hvað það hefúr lært ytra hér heima. Það er rosalegur fjöldi af leikurum og dönsurum í námi erlendis og þetta fólk skilar sér ekki nógu mikið heim. Það býr yfir annars konar reynslu þar sem það hefur lært í annars konar menningu og fengið annars konar kennslu." THraunir með líkamann „Ég er að fara að vinna með tón- listarfólki úti í Amsterdam í nokk- urs konar tilraunastarfsemi með það hvemig hægt er að nýta lík- amann betur bakvið hljóðfærið til þess að ná hámarksnotkun á hljóð- færinu með líkamanum.Þá er öll orka og kraftur líkamans notuð og honum beitt til þess að stjóma hljóðfærinu. Þá notar maður í raun- inni alla þá heimspeki sem er á bak- við dansinn, um hvemig nýta á lík- amann á sviði, og yfirfærir það á hljóðfærið. Þá náum við öllu út úr hljóðfærinu sem mögulegt er að ná út úr því.“ Áttu þér fyrirmynd í dansinum? „Já, mín fyrirmynd er Pina Bausch sem er þýskur dansari. Hún er upp- hafsmaður dansleikhússins. Hún lærði í Þýskalandi og Bandaríkjun- um og blandaði saman hinum þýska expressjóniska dans og modern dans frá Bandaríkjunum og út frá því byrjaði hún að vinna með hug- myndir Bertholds Brecht og þannig varð til hennar listform sem kallast dansleikhús." En hvað er í þínum huga góður dansari? „Góður dansari þarf að vera samkvæmur sjálfum sér og sannur í öllu því sem hann gerir og heiðarlegur.Þegar hann stendur upp á sviði og hefur þessa eigin- leika þá getur áhorfandinn ekki annað en trúað því sem hann gerir. Það skín 100 % í gegn. Trúi áhorf- andinn því sem dansarinn er að gera þá fer hann að mynda sér skoð- un um dansinn og þá er tilgangin- um náð.“ -þor Karen María Jónsdóttir er dans- ari sem þrátt fyrir ungan aldur hefur náð að afla sér víðtækrar reynslu í dansi. Hún eins og svo margar ungar stúlkur fékk áhuga á dansi eftir að hafa fylgst með þættinum Fame sem var gríðar- lega vinsæll á sínum tíma. „Já, þetta byrjaði allt með Fame-þætt- inum. Þetta var eina efnið sem var í sjónvarpinu í gamla daga. Húsið á sléttunni var á laugardögum og Fame á sunnudögum, það var ekk- ert annað. Mér fannst þættirnir al- veg frábærir og ætlaði mér að verða dansari, leikari, söngvari og tónlistarmaður eins og allir þessir krakkar. Ég nauðaði í foreldrum mínum að fá að læra á píanó og fara í dans því annars gæti ég aldrei orðið eins og stjörnurnar í Fame. Eftir að hafa grátbeðið þau fékk ég að fara bæði í ballet og pí- anónám." Síðan þá hefur Karen María ver- ið að, hún var á tónlistarbraut i MH en hætti þar eftir tveggja ára nám og hélt utan. „Ég fór sem skiptinemi til Hollands 17 ára gömul, til Emmen, og eftir árs dvöl ákvað ég að dvelj- ast áfram um sinn því mér fannst gott að kynnast nýju umhverfl. Ég fór í listaháskóla í Arnhem og var fyrst tvö ár í kennararnámi til danskennara en svo bauðst mér að skipta yfir á dansbraut sem ég þáði. Tveimur árum síðar útskrif- aðist ég og hef verið í ýmsrnn verkefnum síðan. Ég hélt síðan áfram í námi, fór í leikhúsfræði i háskólanum í Amsterdam og nú er ég hingað komin að vinna með Dansleikhúsinu Ekka. Að þvi verkefni loknu fer ég aftur út til þess að vinna með leikhúsi í Rott- erdam.“ Karen Maria er í sambúð með Kjartani Guðnasyni, Didda, slagverksleikara. Dans um einelti En hvaða verkefni er það sem Dansleikhúsið Ekka er að vinna að? „Árið 1996 byrjuðum við nokkrar konur sem allar vorum í námi er- lendis að vinna saman. Við ákváð- um að leggja saman krafta okkar og vorum staðráðnar í því að reyna að tvinna saman leiklist og dans eins mikið og mögulegt væri. Við vildum reyna að skapa nýtt listform en það að blanda saman leiklist og dansi er að verða vinsælt úti núna. Síðan þá höfum við verið að koma með sýn- ingar og efni hingað til lands. Fyrst núna fengum við styrk frá mennta- málaráðuneytinu og Ungu fólki í Evrópu til þess að gera sýningu og það munar um það því það kostar alltaf mikið að setja upp sýningar sem þessar.“ Hvers vegna ákváðuö þið að fjalla um einelti? „Þegar við vorum að búa til sýn- ingu um síðustu jól leituðum við að hugmyndum og efni í sýninguna. Á þeim tíma kom upp eineltismál í fjölskyldu einnar sem var með í sýningunni og sú stúlka sem varð fyrir eineltinu skrifaði ljóð. Ljóðið var hennar leið til þess að vinna úr vandanum. Ljóðið notuðum við sem grind að sýningunni. Þá grind erum við að nota nú við uppsetningu þessarar sýningar sem mun fleiri taka þátt í. Við gerum okkur grein fyrir þvi að við getum auðvitað lekki eyst öll þau vandamál sem tengjast einelti, en við reynum að sýna mismunandi hliðar eineltis með þvi að sýna sjónarhorn gerand- ans, þolandans og þeirra sem standa til hliðar og horfa upp á eineltið. Von okkar var sú að geta kveikt í fólki þannig að það vakni til um- hugsunar um þann mikla vanda sem fylgir einelti.“ Verkið er sýnt í Tjamarbíói og verður frumsýnt 2. október næst- „Ég er að fara að vinna með tónlistarfólki úti í Amsterdam í nokkurs konar tilraunastarfsemi með það hvernig hægt er að nýta líkamann betur bakvið hljóðfærið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.