Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 16
16 fkygarðshomið LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 JjV Eru íþróttir mannskemmandi? Fólk hefur verið að hneykslast á öl- æði KR-inga í tilefni af íslandsmeist- aratitlinum. Fólk spyr: eru þetta menn- irnir sem alltaf eru að væla um peninga frá skattborgurum vegna þess að íþrótt- ir hafi svo mikið for- vamargildi? Þarna kútveltast þeir blind ösku þreifandi fullir um allt Eiðistorgið innan um blessuð börnin stóreyg í KR- peysunum sínum, heilan dag og langt fram á kvöld; þeir selja öllum bjór að vild án þess að nokk- ur sé spurður um aldur, og eru al- mennt afar sterk fyr- irmynd um það hvemig maður hagar sé í boltanum. Forvamargildi: hvernig getur lið sem hefur krá fyrir sinn aðalsamkomustað stært sig af því að það sinni sérstöku forvarnar- starfi? Gott og vel. Þeir vora gripnir í bólinu. Þeir sýndu fram á það með óyggjandi hætti að íþróttir og áfengi eiga alltaf samleið, hafa alltaf átt og munu alltaf eiga. Þannig er það um allan heim. Hvers vegna halda menn að fót- boltabullur láti svona illa? Vegna þess að þeir eru blindfullir. Fót- boltafyllerí er sérstakur kimi karlamenningar, ein af löggiltum afsökunum sem menn hafa til að drekka sig fulla. Og fótboltaleikur er bara sjó. í rauninni er enginn eðlismunur á því að fara á fót- boltaleik og fara á sjó á Broadway. Það er verið að skemmta sér, það er verið með markvissum hætti að espa sjálfan sig upp, það er verið að ölva sig. Og þeir sem nota áfengi á annað borð til að hjálpa sér við að ölvast, þeir nota það að sjálfsögðu svo að um munar á fót- boltaleik. Svo er hitt að vísu allt annar handleggur: hvers vegna ættu íþróttir endilega að stuðla eitthvað sérstaklega að þvi að fólk ofnoti ekki áfengi? Iþróttii- eru sennilega ekkert sérstaklega mannbætandi, en þær ættu samt ekki að vera mann- skemmandi. Til þess bendir þó önnur frétt sem upp kom eftir síð- ustu umferð íslandsmótsins, og öllu ískyggilegri en sú að KR-ingar séu ölkærir. Samkvæmt blöðum mun einn liðsmanna Víkinga í leik þeirra við Fram hafa stundað það allan leikinn að ausa svívirðingum yflr einn Framara sem allar byggð- ust á því að Framarinn væri dökk- ur á hörund. Samkvæmt því sem fram kemur í Morgunblaðinu mun Víkingurinn hafa hagað sér nánast eins og hann væri haldinn illum öndum: ekki hafa iinnt því að kalla Framarann þræl og nigg- ara og öðrum slíkum ónefnum sem andlausir menn finna gjarn- an upp á, og þeim síðamefnda hafl loks verið nóg boðið þegar fúk- yrðaflaumurinn sem rann upp úr hinum djöfulóða Víkingi tók að beinast að móður Framarans, þá sló hann til hans eins og sæmir góðum syni. Og uppskar brott- rekstur af velli en Víkingurinn, samkvæmt frásögn í Morgunblað- inu, mun hafa slegið lófum saman við félaga sinn til að fagna þeim árangri sem svo markvisst hafði verið unnið að. Rasismi, sú hugmynd að ein teg- und af mönnum standi annarri tegund af mönnum framar vegna útlitseinkenna, verðskuldar ekki að vera kall- ---------------------------- aður hug- , myndafræði. Forvamargildi: hvern- Hann miklu Guðmundur Andri Thorsson ig getur liö sem hefur krá fyrir sinn aóal- samkomustað stœrt er frem- ur nokkurs konar sálará- stand, og æv- inlega vanda- mál þess sem . - , * T * á við hann að sig af því að það sinm stríða fremur „ , - en þess sem serstoku forvamar- hann beinist að. Hér á Starjlí landi hefur ----------------------------- annars en að rasismi herji einkum á þá sem af einhverjum orsökum eiga um sárt að binda. Erlendis hafa komið upp tilvik þar sem hvítir leikmenn hafa not- fært sér þess háttar spennu til að ná sér niðri á sér betri knatt- spyrnumanni, eins og augljóslega gerðist hér í tilviki Víkingsins og Framarans. Þar hefúr yfirleitt ver- --------------- ið tekið strangt á slíku. Hér uppskar hins vegar árás- armaðurinn brottrekstur, þess sem ofsótt- ur var. Sjálfsagt er að dómstóll KSÍ kanni betur þetta mál og refsi leikmann- inum með ein- hverjum hætti. Þótt svo bless- unarlega hafi þessi sérstaka tegund af heimsku verið blessunarlega staðbundin fram til þessa. Þótt maður heyri af og til að íslendingar séu óttalegir rasistar er það sennilega mjög orð- um aukið og ekkert sem bendir til tekist til að liðið tapaði og féll nið- ur um deild þá er sjálfsagt að leik- manninum verði refsað enn frekar til þess að menn hugsi sig um tvisvar áður en þeir upphefja slík lúabrögð. dagur í lífi Norðurljósin dönsuðu dátt í dalnum Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona á annríkt þessa dagana þar sem hún er með tónleikaröó vítt og breitt, ásamt Bergþóri Pálssyni, auk þess að syngja í veisl- um, kirkjum og viö ýmis önnur tœkifœri. Föstudagurinn var einn af þessum rólegu dögum. „Alló, ottna auja“ (Halló, opna auga) vora orðin sem rufu morg- undrauma fostudagsins. Sú stutta á heimilinu er orðin skilningsrík og hóaði ekki í mömmu fyrr en um 10.30. Það kom sér vel, því tónleik- ar gærkvöldsins sátu svolítið í manni. Eiginmaðurinn, Keli minn, var heima þennan morgun og hafði haft hemil á henni. Ég fór upp í eldhús og rauk að kaffikönnunni að vanda. Melkorka aðstoðaði mömmu við að setja franskar rúllur í hárið og sungum við saman á meðan. Það kom svo í hlut Kela að fara með þá stuttu í pössun, því ég var að brenna á tíma (eins og vanalega). Brunaði úr sveitinni í Bústaðakirkju til að æfa fyrir jarðarfor Jóhannesar sér- fróða Jónassonar löggu. Söng aríu Rúsölku til Mánans. Að athöfn lok- inni fór ég i lífselixírinn minn, leikflmi. Þar næ ég að hlaða batt- eríin og fæ mikla út- rás. Þá var rokið heim og Melkorka sótt í leiðinni úr pössun. Nú hafði ég bara klukkutíma til að gera mig flna og koma mér út á Seltjarnarnes til að syngja í afmæli mikils athafnamanns. Dæturnar tóku við börnum og búi Eldri stelpurnar okkar, Salóme og Val- dís, voru komnar heim úr skólanum og tóku við bami og búi og þvoðu þvott og tóku til. Ég þotin út til Önnu Guðnýjar meðleikara míns og bauðst hún til að keyra í kvöld. Um- ferðin hafði nú þyngst og fóstudagsstressið í hámarki. Við sungum fyrir mannhafið í veislunni úti á Nesi; þeir þyrftu að koma píanóinu í stand i fé- lagsheimilinu þar á bæ! Við „sveitakonurn- ar“ áttum smástund á milli stríða og fengum okkur að snæða á „Næstu grösum," létt og svoooo... gott, alveg mátulegt í maga söngv- ara. Öll borð vora upptekin en ungur, sænskur trésmiður, sem hafði unnið á íslandi síðastliðna þrjá mánuði og fengið lambakjöt í öll mál, leyfði okkur að setjast hjá sér. Fimmtán þúsund kaloríur Næst lá leið okkar upp í Tónó í Skipholtinu, hvar Anna kennir og hefur aðgang að. Þar höfðum við fataskipti og snurfusuðum okkur fyrir næstu uppákomu. í Sóknar- salnum vora tæplega 200 norrænir bamalæknar og sérfræðingar og var létt yfir öllu, mikil gleði og fógnuður. Ein af þjónustustúlkunum kenn- ir mér leikfimi og þegar við Anna höfðum lokið okkar dagskrá kom frú Magga kennari glaðbeitt með desert kvöldsins, forláta súkkulaðiköku og sagði að við yrð- um að fá okkur sneið. Fimmtán þúsund kaloríur þar! Ég kem því til með að búa í leikfimisalnum í næstu viku. Við fóram áleiðis heim, sælar og sveittar, í sveitakyrrðina. Þegar heim kom vora dæturnar gengnar til náða en eiginmaðurinn beið min með næturpasta og rauð- vin - og norðurljósin dönsuðu dátt í dalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.