Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 Háskólabíó - Ungfrúin góða og húsið: ★★★ Heiður og smán Tíu ár era frá því Guðný Hall- dórsdóttir leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Kristnihaldi undir jökli. Þá leitaði hún í ritverk föður síns, Halldórs Laxness, og gerir það einnig í nýjustu kvikmynd sinni, Ungfrúin góða og húsið. Kristni- haldið er stórbrotin skáldsaga og varla hægt að segja að hún hafi komist fullkomlega til skila í kvik- myndagerðinni. Þar var Guðný að fást við bókmenntaverk sem þjóð- inni er kært og inniheldur persónur K v i k m y n d a GAGNRÝNI Hilmar Karlsson sem standa ljóslifandi fyrir lesand- anum. í Ungfrúnni góðu og húsinu er Guðný aftur á móti í smiðju skáldsins í verki sem þjóðin þekkir ekki eins vel en hentar Guðnýju mun betur að fást við og ekki er annað að sjá en persónur sögunnar öðlist aukið líf í kvikmynd Guðnýj- ar, sem er sterkt fjölskyldudrama þar sem tekist er á um synd og skömm og ekki síður heiður og smán. Aðalpersónur myndarinnar era Þuríður (Tinna Gunnlaugsdóttir) og Rannveig (Ragnhildur Gísladóttir), dætur prófasts og útgerðarmanns. Þær hafa allt til alls en líta mjög svo ólíkum augum á lífið. Þuríður, sú eldri, er gift, tveggja barna móðir, óhamingjusöm og fær fyllingu í líf sitt með því að ráðskast með fjöl- skylduna og halda heiðri hennar við sem í hennar augum veitir ekki af þar sem systir hennar Rannveig leggur lag sitt við verkafólkið og sinnir engu vonbiðlum sem Þuríður er að bjóða í heimsókn. Þegar Rann- veig segist ekki ætla að giftast er tekið á það ráð að senda hana til Kaupmannahafnar og á hún að dvelja hjá sömu fjölskyldu og eldri systir hennar dvaldi hjá. Þar fellur hún i' sömu gryfju og systir hennar féll í, að verða ástfangin af syninum Viggo Christiansen (Bjöm Floberg), ístöðulitlum leikara sem lítið er hægt að stóla á. Heimkomu Rann- veigar er öðruvísi háttað en systur hennar. Hún kemur ófrísk og nú hefst sjónarspil þar sem Þuríður spinnur lygavef sem hefur örlaga- ríkar afleiðingar fyrir þær báðar. Það er þung undiraldan í Ung- frúnni góðu og húsinu. Yfirborðið hjá fjölskyldunni verður að vera slétt og fellt en undir niðri kraumar á sterkum tilfmningum sem berjast gegn hefðunum. Þuríður með alla sína yfirborðsmennsku er á hálum ís þar sem hún hefur aldrei gleymt að eitt sinn var hún ung og ástfang- in. Allur hennar svikavefur er spunninn út frá afbrýðisemi vegna þess að Rannveig stendur í sömu sporum og hún forðum. Hún getur ekki hugsað til þess að líf systur sinnar verði öðravísi en hennar og því tekur hún ávallt rangar ákvarð- anir. Rannveig er fómarlambið sem barið er niður, missir það sem henni er dýrmætast og fær á engan hátt að njóta sín. í lokin standa þær síðan andspænis hvor annarri og hafa báðar tapað miklu. (ifyikmyndir Rannveig og Þuríður. Tinna Gunnlaugsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir í hlutverkum sínum. Ungfrúin góða og húsið er besta kvikmynd Guðnýjar. Eftir dálítið losaralega og hæga byrjun er góð stígandi í myndinni. Móðirin tengir atburðina saman á smekklegan máta og kvikmyndataka Pers Kálbergs er áhrifamikil á réttum stöðum með nærmyndum af persón- um á ögurstundu þar sem leikarar bregðast ekki kvikmyndavélinni. í þessa fléttu rekur svo smiðshöggið Hilmar Örn Hilmarsson en tónlist hans er ekki aðeins fogur heldur eins og sniðin að efninu. Dramatískt flétta í kvikmynd verður aldrei góð nema leikarar ráði við hlutverkin og Tinna Gunn- laugsdóttir og Ragnhildur Gísladótt- ir ná einstaklega góðu sambandi við perónurnar. Hrokinn og stoltið og síðan uppgjöfin hjá Þuríði er vand- meðfarið en Tinna sýnir mikinn styrk og er aldrei betri en þegar vandræðin eru mest. Ragnhildur nær jafnvel að sýna blíðuna sem býr innra með Rannveigu, blíða sem kannski er alltaf til staðar þrátt fyrir mótlætið. Óhætt er að segja að Ragnhildur komi verulega á óvart með öguðum leik í sínu fyrsta stóra kvikmyndahlutverki. Vel er skipað í minni hlutverkin og það hefur í raun ekkert að segja þótt hinir nor- rænu leikarar tali sitt eigið tungu- mál, kemur dálítið á óvart i fyrstu en veldur aldrei óþægindum, verður aðeins hluti af vel heppnaðri kvik- mynd. Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir. Handrit: Guðný Halldórsdóttir eftir sögu Halldórs Kiljans Laxness. Kvikmyndtaka: Per Káæberg. Klipping: Lárus Ýmir Óskarsson. Leikmynd: Tonie Zetterström. Búningar: Vytautas Narbutas. Hljóð: Sigurður Hrellir. Hár og förðun: Ragna Fossberg. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Leikarar: Tinna Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Reine Brynolfsson, Egill Ólafsson, Ghita Norby, Agneta Ekmanner, Björn Floberg, Rúrik Haraldsson og fleiri. I tílefhi af fíutningi akhar í nýtt ag glæsilegt húsnæái að Bíldshöfða 1B bjáðum við dagana S3.-E5. september nataða bíla á verði sem ekki verður leikið eftir. Pontiac Transport 3800, ‘91, ek. 135 þ. km, hvítur, sjálfskiptur, 7 manna. Verð: 1.100.000 Útsöluverð: 850.000 Toyota Tacoma 2,7 ‘96, ek. 60 þ. km, rauður, 5 gíra, plasthús, álfelgur. Verð: 1.650.000 Útsöluverð: 1.395.000 Jeep Grand Cherokee Laredo ‘93, ek. 132 þ. km, grænn, sjálfsk, álfelgur, ABS o.fl. Verð: 1.650.000 Útsöluverð: 1.395.000________ Mazda Xedos 6 ‘96, ek. 183 þ. km, vínrauður, 5 gíra. ek. 54 þ. km, blár, 5 gíra, Verð: 530.000 ABS, álfelgur. Útsöluverð: 395.000 Verð: 1.350.000 Útsöluverð: 1.095.000 EIMGIR ÁBYRGÐAR- MEIMIM 70% lán til allt ad EO mánaða án ábyrgdar-manna * lOO'Zu lán til allt ad 60 mánaáa. Visa- Euro-raágreiðslur til 3E mánaáa Opiá: Laugardag B5. sept. frá 10-17. *Fer eftir aldri bils og mati sölumanna hverju sinnt. Toyota Corolla G6 ‘98, ek. 34 þ. km, svartur, 6 gíra, topplúga, spoiler. Verð: 1.250.000 Toyota Corolla Terra ‘98, ek. 22 þ. km, blár, 5 gira. Verð: 1.250.000 Útsöluverð: 1.095.000 Subaru Legacy GL ‘91, ek. 156 þ. km, 5 gíra. Verð: 630.000 Tilboð: 450.000 Subaru Legacy GL station ‘98, ek. 32 þ. km, grænn, sjálfskiptur. Verð: 1.850.000 Útsöluverð: 1.695.000 MMC Lancer GLX 4x4 ‘91, ek. 143 þ. km, blár, 5 gíra. Verð: 580.000 Útsöluverð: 395.000 Hyundai Accent LSi ‘97, ek. 55 þ. km, rauður, 5 gíra. Verð: 730.000 Útsöluverð: 575.000 MMC Eclipse RS ‘96, ek. 38 þ. km, grænn, 5 gíra. Verð: 1.850.000 Útsöluverð: 1.495.000 d 193 öignaf uóiöri nníírri>li; MMC Galant GLSi 4x4 ‘96, ek. 53 þ. km, grænn, 5 gíra, ABS, álfelgur. Verð: 1.600.000 Útsöluverð: 1.395.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.