Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 30
fréttir LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 Gyðu Stefánsdóttur er ætlað að setjast í helgan stein vegna þess að almanak- ið segir að hún hafi fæðst of snemma til að vera á vinnumarkaði nú til dags. Gyða hefur hins vegar aðrar hugmyndir og vinnur á við tvo, ef ekki þrjá, og ætl- ar að gera það áfram. Þegar maður er kominn á eftir- launaaldur, er í 160% kennslu í Iðn- skólanum í Reykjavik, þjálfar lesblind börn þar fyrir utan, er bókaður í mastersnám í Kennaraháskólanum, í leiðtogaþjálfun hjá Landmark Forum í London, á sex börn (þar af fjögur les- blind sem þó hafa farið í gegnum há- skólanám), sextán barnaböm og á þönum um heiminn til að læra fleiri aðferðir til að hjálpa lesblindum - hvað er maður þá? Svarið hlýtur að vera: Orkubomba. Það er líklega eina orðið sem nær að lýsa henni Gyðu Stefáns sem varð ekkja fyrir einu ári og tók því illa. Eiginmaður hennar Sigurður Helga- son, lögfræðingur og félagsmálatröll í Kópavogi, lést eftir langvarandi veik- indi og segist Gyða hafa fallið saman. „Ég saknaði þess svo óskaplega að hafa engan til að halda í höndina á og til að bjóða góða nótt,“ segir hún, „og ég ætlaði aldrei að jafna mig. Mér fannst allt búið. Ein vinkona mín, sem sjálf er ekkja, sagði við mig: Jæja, Gyða mín, nú verðum við bara að þreyja... Og ég hugsaði með mér: Þetta er alveg rétt hjá henni, nú verðum við bara að þreyja.“ Svo fór Gyða að þreyja, hélt áfram kennslunni og tómleikanum, haustinu og vetrinum, allt þar til ein dóttir hennar sem hafði drifið sig á Landmark Forum námskeið í London hringdi í hana og sagði: „Mamma, get- urðu komið hingað, strax á morgun." Gyða sagði já og sólarhring seinna var hún í þeirri miklu borg, London, á 200 manna námskeiði þar sem hún segist hafa rifið sig upp á gátt - og síð- an varð ekki aftur snúið. Hey í harðindum Gyða er þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í meðferð á lesblindu; hefur ferðast um allan heim til að kynna sér greiningar og aðferðir; blandað saman því sem hún telur áhrifaríkast hverju sinni og náð góðum árangri. Þegar hún er spurð hvað liggi til grund- vallar aðferðum hennar, segir hún: „Dyslexia, eða lesblinda, er fyrst og fremst líkamlegt mein og þvi byrja ég á því líkamlega. Sem dæmi má nefna frávik í heyrnar- og sjónskyni og það mælast jafnvel frávik í blóði. í sjónskyni er það visst svæði sem vinnur of hægt. í heyrnarskyni geta verið frávik sem gera það að verkum að sá sem er lesblindur heyrir ekki hljóð, sem til dæmis eru borin fram á 30 millisekúndum miðað við hljóð sem eru borin fram á hundrað millisekúndum. Það verður til þess að tungumálið þvælist fyrir þeim. Þau sem eru með frávik í blóði, mælast meðal annars einum þriðja lægri í zinki en félagar þeirra. Svo eru fitusýrur og ýmislegt fleira sem ég gef foreldrum ráðleggingar um. Allt sem ég geri, hefur verið gert áður, einhvers staðar annars stað- ar og ég síðan kynnt mér fram- kvæmdina. En ég var yfirleitt alltaf búin að vinna með það atriði áður og það styrkti mig í fram- kvæmdinni að sjá að aðrir höfðu séð og reynt atriðið sem um var að ræða. Ég er búin að fara víða um heim, meira að segja sest í hebr- eskan háskóla, og ég blanda saman öllu sem ég get eins og formæður okkar forðum sem varð allt að heyi í harðindum og ég sé ekki ástæðu til að breyta því.“ Gyða fer mikið ótroðnar slóðir og segist aldrei taka nemendur, nema taka alla fjölskylduna með, vegna þess að lykillinn að því að krakkarnir geti lært, séu foreldr- arnir. Það verði að kenna foreldr- unum að kenna börnunum. Ef það væri gert í meira mæli, væri skóla- kerfið ekki í vondum málum um allt land. Og víst er að konan veit um hvað hún er að tala, því sjálf á hún sex börn, þar af fjögur með lesblindu, auk þess sem eiginmað- ur hennar var lesblindur. „En þau hafa spjarað sig vel,“ segir Gyða. Briddsbikarar í sandin- um Gyða var aðeins átján ára þegar hún lauk stúdentsprófi en ekki varð úr frekara námi þái. Hún hafði hitt sinn mann sem var næstu árin í Háskóla íslands að nema lögfræði og viðskiptafræði og hún var rétt orðin þrítug þegar hún var komin með sex börn. Hún reiknaði ekkert með því að heimil- islífið yrði rólegt en fjörið fór þó langt fram úr hennar villtustu væntingum. „Sigurður var mikið félagsmálatröil,“ segir hún. „Hann var í öllum mögulegum og ómögu- legum nefndum og tók að sér alla sem áttu um sárt að binda. Það gátu allir leitað til hans hvenær sem var og það var síður en svo að heimilið væri heilagt. Ég sat hér stundum með fullt af fólki, sem beið eftir að tala við hann, þegar hann kom heim úr vinnunni. Sigurður elskaði þetta fólk og þetta gekk svo langt að ég hætti að heyra í símunum sem voru tveir. Það var þó ekki svo að þetta væri mér til ama. Þvert á móti tók ég fullan þátt í þessu öllu. Enda var Gyða stórt númer hér og bæjarbú- ar töluðu um Sigurð hennar Gyðu og börnin hennar Gyðu. Það var svo merkilegt með hann Sigurð, að hann átti svo mikla ást - til að gefa öllum. Hann var svo djúpur og vit- nr; rólegur maður og yfirvegaður. Við vorum mjög ólík - ég úthverf, hann innhverfur - en unnum vel saman og vorum miklir félagar. Það er í rauninni stórfurðulegt hvað hann afkastaði miklu um æv- ina, því hann var alltaf mikill sjúklingur. Hann var með ónýtt hjarta og galla í æðakerfinu enda fékk hann ekki liftryggingu þegar hann var 25 ára. En hann hafði bjarta og létta lund, þótt líkaminn væri veikur og hann gæti aldrei lyft börnunum upp, eða klætt þau í stígvél. Hann skipti sér því lítið af þeim í frumbernsku en bætti það rækilega upp þegar þau voru orðin rólfær. Þá tók hann þau með sér í langa göngutúra, spjallaði mikið við þau og jós yfir þau allri þeirri ást sem hann átti í svo rík- um mæli. Og hann elskaði börnin sín, virkilega mikið. Það eina sem ég átti erfitt með að þola var að hann spilaði bridds - mikið. Ég hafði svo mikla skömm á briddsinu og hann var auðvitað með svo mikla sektarkennd yfir því að vera að eyða tíma i þetta frá konu og börnum, að alltaf þegar hann kom heim með bikar fékk ég hann afhentan. Ég lét krakkana hafa bikarinn til að nota fyrir fötu úti í sandkassa." Allt sem ég geri, hefur verið gert áður, einhvers staðar annars staðar og ég sfðan kynnt mér framkvæmdina. Athafnamanneskja Hvernig fóruð þið að því að láta hjónabandið ganga í öllum þessum önnum? „Við vorum miklir félagar og fórum aldrei í bíó, leikhús eða í fhigvél án þess að haldast í hend- ur, en vöndum okkur á það að fara mjög reglubundið í burtu hvort frá öðru. Ég fór ein til útlanda einu sinni á ári og það sama gerði hann. Síðan fórum við tvö saman í ferðalag einu sinni á ári. Eftir að börnin fóru, hefði hjónabandið aldrei gengið nema við hefðum kunnað að gefa hvort öðru svig- rúm.“ Eftir að börnin flugu úr hreiðr- inu, ákvað Gyða að fara í Kenn- araháskólann. Hún var þá 45-46 ára. „Ég hélt að ég væri að koma mér í þægilegt starf,“ segir hún, „en komst svo að því eftir að ég fór að kenna að það er ekki svo. Það versta er þó að það má engu breyta í grunnskólanum. Ég er mikil athafnamanneskja og þarf r Uthverf orkubomba
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.