Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 33
UV LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 _________________________________________ #/*» 30 ára samband við ísland: Dos Paraguayos yfirgefa Hveragerði hafa spilað frítt á næstum hverju sjúkrahúsi og elliheimili á Islandi Þeir félagar, Tveir Paragvæar, hluti af hinni gamalfrægu grúppu Los Paraguayos, hafa skemmt hótelgestum á Örk- inni í sumar og heimsóttu flest íslensk sjúkrahús. DV-mynd Eva Hreinsdóttir. Sannkallaður sjónarsviptir verður að brottför hinna frægu Dos Paraguayos, sem áður hétu Los Paraguayos, þegar þeir fara senn frá Hveragerði eftir sumar- samning við Hótel Örk. Þeir hafa óneitanlega sett svip sinn á bæjar- lífið hér, ekki síst þegar þeir eru íklæddir skrautlegum skyrtum sínum, með barðastóra hatta, og syngja og spila af innlifim fyrir gesti Arkarinnar og fleiri. Frétta- ritari DV spjallaði við þá stutta stund í síðustu viku á Örkinni, þar sem þeir voru að fara að spiia og syngja fyrir matargesti. Blandaðu meira Tvímenningamir Dos Paragu- ayos heita Felix Peralta og Francisco Marecos. Þeir komu fyrst til íslands árið 1968 og segjast þá hafa kynnt íslendingum lagið vinsæla (eins og við þekkjum það) „Dibbidibbi-dimm-, dibbi-dimm“. Lagið er frá Mexíkó og mjög fallegt en síðan hafi margir íslenskir tón- listarmenn útsett og sungið lagið og breytt því í dægurlag. Þeir fé- lagar segjast lika hafa kynnt ís- lendingum lögin „Labamba" og „Guantana Mera“. Margir hafi einnig leikið sér að útsetningum á þeim. Og flestir þekkja síðast- nefnda lagið sem Blandaðu meira! „Við komum svo aftur til ís- lands ári siðar, íslendingar eru svo yndislegt fólk,“ rifja þeir félag- ar upp. Síðast voru þeir hérlendis árið 1993 en í ár hafa þeir verið í Hveragerði síðan í apríl. Það er einkum Felix sem verður fyrir svörum og hann bætir iðulega við „minn“ eða „mín“ aftan við nöfn íslendinga sem hann ræðir við. Eiga heimili á Kanarí- eyjum „Okkur finnst svo gaman að spila, þetta er nú einu sinni okkar l£f og list. Við búum á Kanaríeyj- um á vetuma. Þar eigum við fjöl- skyldur. Ég er fráskilinn og á einn uppkominn son en vinur minn, Francisco er enn þá kvæntinr og talar daglega við konu sína. Hann á líka einn son. Við lifum einföldu lífi en lifum lífinu eins og okkur finnst best. Við þurfum ekki mikið til þess að lifa, tónlistin er okkar líf,“ segir Felix. Dos Pcuaguayos hafa nóg að gera á vetuma á Kanaríeyjum og eru þeir liklega kunnir mörgum íslenskum ferðalöngmn þar. Þeir hafa alls gefið út 78 plötur og geislaplötur og hafa unnið 21 gull- plötu. Þeir félagar segjast hafa heimsótt 68 lönd en vilja ekki gera upp á milli þeirra hvað móttökur snertir. „Maður finnur að nú er fólk í sí- aúknum mæli að verða hrifið af diskómúsík og karaókí. Þessi teg- und tónlistar verður þó aldrei lik okkar. Sem betur fer verður alltaf til fólk sem kann að meta okkar tónlist," segir Felix. Spilað og sungið á spít- ölum Talið berst að heimsóknum þeirra félaganna tveggja til ís- lenskra sjúklinga í sumar: „Það sem gefur okkur einna mest er það leika fyrir sjúklinga á sjúkrahúsum og íbúa elliheimila. Við höfúm spilað, að ég held, í öU- rnn slikum stofnunum á íslandi við góðar undirtektir og að sjálf- sögðu höfum við gefið vinnu okk- ar,“ segir Felix og endurtekur: „Icelanders are so nice people," og undir það tekur Francisco. Dos Paraguayos eru ekki alfarn- ir frá íslandi, ekki strax. Þeir hafa gert samning við veitingastaðinn Genghis Kahn í Reykjavík til loka október og þar gefst Reykvíking- um og öðrum kostur á að hlusta á ljúfa tónlist þeirra félaga. -EH a einu bretti Við hjá Toyota - betri notuðum bílum höfum fengið 200 góða og trausta Toyota Corolla á sölu á Nýbýlaveginum Bílárnir, sem allir eru mjög nýlegir, koma frá Bilaleigu Flugleióa, hafa fengió gott og reglulegt eftirlit og eru allir í ábyrgð. Viðskipti við Toyota - betrí notaða bíla eru örugg og áhyggjulaus viðskipti <$£>TOYOTA Betn notaðir bílar Sími 563 4400 Nánarí upplýsingar fást á www.toyota.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.