Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 56 Geimferðir fyrir almenning í sjónmáli: Farmiðarnir stjarnfræðilega dýrir Hvítlaukstímabilið er hafið hjá Jóa Fel og stendur yfir frá 17. til 26. september. Brauð, ostar, olíur o.fl. fyrir alla hvítlauksunnendur. Málið leyst á hótelherberginu: „Geimferðir eru eðlilegt framhald ævintýraferða,“ segir geimfarinn Buzz Aldrin í nýlegu viðtali við hið virta ferðatímarit Condé Nast Tra- veler. Aldrin sté á tunglið, eins og flestir vita, ásamt Neil Armstrong fyrir þrjátíu árum og hefur alltaf langað aftur út í geiminn; og það % sem meira er hann vill gjaman taka : aðra með sér. Á síðasta ári stofnaði hann ShareSpace Foundation sem ætlað er að safna peningum svo al- menningur geti í framtíðinni notið geimferða. Aldrin er ekki sá eini sem dreymir um að almenningur fari í geimferðir og síðustu tvö árin hafa æ fleiri borgað inn á geimferð- ir enda útlit fyrir að fyrsta geimflug- ið verði innan tveggja ára. Almenningur áhugasamur Eitt er ljóst, geimferðir verða ekki ódýrar heldur eins og sumir segja stjarnfræðilega dýrar. Geimferða- stofnun Bandaríkjanna, NASA, tel- ur líklegt að kostnaðurinn verði í *~>kringum tvær milljónir dala (140 milljónir kr.) en aðrar spár benda til þess að geimflugmiðinn muni fljót- lega hrapa niður fyrir 30 þúsund dali eða í rúmlega tvær milljónir ís- lenskra króna. Hvernig eiga þá Jón og Gunna að hafa efni á slíkri ferð? Geimfarinn Aldrin hefur eina lausn en stofnun hans býður fólki að kaupa happdrættismiða fyrir 700 krónur og í framtíðinni verða síðan heppnir geimfarþegar dregnir út. Markaðsrannsóknir í Bandaríkj- unum benda til þess að áhugi al- ■ mennings á geimferðum sé talsverð- Tölvumynd af flugvél sem áætlað er að fljúgi með farþega til plánetunnar Mars á árabilinu 2003 og 2005. Símamynd Reuter Þyngdarleysi í fáeinar mínútur verður meðal þess sem fyrstu geimfarþegarnir fá að upplifa að tveimur árum liðnum. Símamynd Reuter ur. Talið er að um 100 þúsund manns séu reiðubúin að greiða 100 þúsund dali (700 þúsund krónur) fyrir farmiðann og ef verðið færi niður í 20 þúsund dali (140 þúsund krónur) þá myndi ein milljón manna panta sér far. „Þeir sem fara út í geiminri í framtíðinni verða ekki dæmigerðir starfsmenn NASA heldur venjulegt fólk sem vill prófa eitthvað nýtt,“ segir Aldrin. Þessu andæfa sumir og segja að farþegarn- ir fyrstu árin verði aðeins moldrikt fólk sem hafi ekkert betra að gera við peningana sína. Tvö ár í fyrstu ferð Farkostirnir sem eiga að flytja fólk út í geiminn eru enn á teikni- borðinu en hönnun þeirra kvað vera komin langt. Tvö stærstu fyrirtæk- in, Zegrahm Space Voyages og Space Adventures, hafa þegar bókað 230 farþega i fyrstu ferðirnar; en í báðum tilfellum er gert ráð fyrir um 100 kílómetra flughæð og í nokkrar mínútur geti farþegar leikið sér í þyngdarleysi. Þessar ferðir eru fyr- irhugaðar í lok árs 2002. Ekki verð- ur farið út fyrir gufuhvolfið en það þykir geimfaranum Buzz Aldrin ekki nóg. Hann tekur dæmi af slíkri ferð, sem hugsanlega hæflst í Nýju Mexíkó. Farþegar myndu í mesta lagi sjá allt rikið þegar komið væri í mestu hæð. Aldrin hyggst einbeita sér að geimferðum þar sem ferðast verður utan gufuhvolfsins. Þónokkur vandamál steðja að smíði fyrstu almennu geimflaug- anna. Endurnýting er nokkuð sem vefst fyrir mönnum því nú er geim- ferjunni skotið úr eldlflaug sem síð- an brennur að mestu upp. Enn hef- ur ekkert geimferðafyrirtæki smíð- að endurnýtanlega eldflaug en menn telja sig vera komna á sporið í þeim efnum. Geimfarþegar framtíðarinnar gætu líka þurft að glíma við heilsu- vandamál en sjóveiki og beinþynn- ing er þekkt vandamál meðal geim- fara auk þess sem þeir verða gjarnan fyrir of hættulega mikilli geislun frá sólu. Yfirmaður NASA tekur undir þetta og segir að það eina góða við geimferðir sé að menn losni við hrukkurnar. -Condé Nast Traveler Ferðamenn þekkja sjálfsagt marg- ir hversu hvimleitt það getur verið að fá bletti í fotin þegar dvalið er á hótelherbergi fjarri heimahögum. En þegar neyðin er mest er hjálpin næst og lendi menn í því að fá óþægilega bletti er engin ástæða að örvænta. Samkvæmt könnun ferðatímarits- ins, Travel Holiday, eru nokkrir nýtilegir hlutir oftast í farangrinum eða jafnvel á hótelherberg- inu. Hér á eftir fylgja nokkur hollráð sem vert er að hafa í huga næst þegar dvalið er á ér- lendri grundu. Hársprey: Virkar víst á margvís- lega bletti, einkum varalit. Barnapúður eða Nutra Sweet: Hvort tveggja þykir gott til að hreinsa olíubletti, til dæmis ef salat- dressing sullast í fötin. Mælt er með því að hreinsiefnið sé látið drekka sig vel í blettinn áður en flíkin er skoluð eða burstuð. Rakkrem: Er til margra hluta nýtilegt fyrir utan sjálfan raksturinn. Rak- krem kvað virka vel gegn tómatsósu-, blóð- og kaffi- blettum. Sítrónur: Klassískur blettahreinsir og oftast er hægt að verða sér úti um ávöxtinn á hótelbarnum. Virkar best á appelsínugula og rauða bletti; svo sem spagettísósu. Sprautið safanum á blettinn og ef klæðnaður- inn er hvítur sakar ekki að bæta ör- litlu salti við. -Travel Holiday r: Blettina burt fmathjá Baldwinbræðrum Veitingahúsarekstur virðist loða við Hollywoodstjörnur. Nýjasta viðbótin í þeim efnum er veitingahúsið Alaia á Manhattan i New York. Það eiga og reka tveir Baldwinbræðranna, þeir William og Stephen. Innréttingar er í gömlum Hollywoodstíl. Mikið kvað vera lagt í vínseðilinn og maturinn er ættaður frá Miðjarð- arhafslöndum. Alaia nýtur víst talsverðra vinsælda enda þykir ekki spilla fyrir að eiga jafnvel von á að sjá þá Baldwinbræður "spóka sig í matsalnum. Alaia er á fimmtu breiðgötu og húsnúmerið : er 59. Sólin skín fyrst á Indlandi Indverjar hafa nú bæst í hóp þeirra þjóða sem halda þvi fram að sólin muni fyrst skína hjá þeim þegar nýtt árþúsund gengur í garð um næstu áramót. Indverska ferðamálaráðið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að sólin muni fyrst koma upp yflr Katchall, sem er í Andaman- eyjaklasanum. „Ef miðað er við Konunglegu stjörnustöðina í Greenwich verður sólarupprás fyrst yfir eyjunni og þar með hefst nýtt árþúsund á Indlandi," sagði framkvæmdastjóri ferðamálaráðs Indlands í samtali við Reuters- fréttastofuna. Nýsjálendingar hafa hingað til talið sig verða fyrsta í kapphlaupinu um áramótin, nánar tiltekið yfir Chatham-eyjum, en nokkrar aðrar eyjar í Kyrrahafi veita þeim samkeppni. ■ Fórnarlömb í góðu jafnvægi Flugslys eru alltaf skelfileg hvernig sem á það er litið. Fórnar- lömb flugslysa, þ.e. þeir sem hafa komist lifandi frá slíkum hörm- ungum, hafa verið rannsóknarefni bandarískra sálfræðinga. Niður- stöðurnar voru nýlega kynntar og kom í ljós að fómarlömbin þóttu í mun betra andlegu jafnvægi en aðrir flugfarþegar sem notaðir voru til samanburðar. Fórnar- lömbin áttu það sameiginlegt að vera minna kviðin og þjást síður af þunglyndi og streitu. Samtök bandarískra sálfræðinga segja rannsóknina merkilega og koma heim og saman við niðurstöður könnunar á fólki sem lifaö hafði af skipsskaða. Hræðileg reynsla á borð við flugslys geur sem sagt verið til þess fallin að styrkja og hafa jákvæð áhrif til frambúðar á þann sem fyrir verður. Lmkmmk:-.,:' « WMKaiaKigmaEan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.