Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 62
74 tyndbönd LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 Kvikmyndahátíð á myndbandaleigunum I síðasta helgarblaði byrjaði ég urnfjöllun mína um það sem ég kalla - kvikmyndahátíð á mynd- bandaleigunum - þ.e. hið mikla úr- val gæðamynda úr óháða geiranum sem hægt er að fá á myndbandaleig- unum. Ég byrjaði að segja frá því helsta sem íslenskir útgefendur hafa gefið út síðustu árin og fjallaði um nokkur stærstu nöfnin meðal evrópskra leikstjóra. Bandaríkin eru hins vegar í forystu óháðrar kvikmyndagerðar rétt eins og í gerð afþreyingarmynda. Bandarísku snillingarnir John Sayles ætti að vera orðinn góðkunningi kvikmyndahátíða- gesta, en hann hefur um nokkurt skeið verið í fremstu röð óháðra leikstjóra. Flestar af hans nýjustu myndum hafa komist í myndbanda- 'taP Kvikmynda GAGNRÝNI Egypski prinsinn: Bræður munu berjast ★★★ Bræðumir Moses og Rameses er mestu mátar og bíður þeirra björt framtíð, enda konungssynir - eða svo halda þeir. Þegar Móses kemst að því að hann sé í raun Hebrei yflrgefur hann hirðina. Og þegar Guð boðar honum að frelsa þjóð sína undan oki Egypta hittir hann Rameses á ný en við öllu ógnvænlegri kringumstæður. Mikil tilhneiging virðist ríkja til að bera þessa mynd saman við teikni- myndir Walt Disneys-fyrirtækisins, og vissulega ekki að ástæðulausu. Hún er jú tilraun DreamWorks-fyrirtækisins til að brjóta „einokun" Disneys á bak aftur. Einn þriggja stofnenda DreamWorks og framleiðandi myndarinn- ar, Jeffrey Katzenberg, er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Disney og hef- ur staðið í ströngum málaferlum við fyrirtækið um greiðslur. Einnig mætti líta á myndina sem enn eitt skrefið í baráttu Stevens Spielbergs fyrir mái- stað gyðinga en hann er einnig meðal stofnenda fyrirtækisins. Slíkt bak- tjaldamakk skiptir börnin þó litlu. Þau hafa eflaust gaman af islensku útgáf- unni meðan hinir eldri kjósa líklega frumgerðina. Útgefandi á mikið hrós skilið fyrir að gefa þær út á sömu spólu. Utgefandi: Haskolabio. Leikstjórar: Brenda Chapman, Steve Hickner og Simon Wells. Bandarísk, 1998. Lengd: 2x96 mín. Öllum leyfð. Festen: Vandræðaleg veisla ★★★★ j dogma-yfirlýsingunni er að finna ýmsar reglur sem flestar miða að því að sía frá alla aukavinnslu við kvikmyndir þannig að engar brellur séu notaðar til að blekkja áhorfendann. Allt er í alvöru - það sem áhorfand- inn sér er það sem gerðist. Þegar sjónræni þátturinn er takmarkaður á þennan hátt verður handritið og leikurinn að vera því sterkara og þar brillerar Festen. Best er að segja sem minnst frá söguþræðinum en hann er mjög magnaður og tilfinningaþrunginn og grípur mann heljartökum. í sem allra stystu máli segir hann frá einhverri vandræðalegustu veislu sem sögur fara af, eftir að einn veislugestanna kastar sprengju í samkvæmið með ræðu sinni. Persónusköpun er í örfáum tilvikum svolítið ýkt, sérstaklega í hlut- verki Mikaels, óþolandi rudda og ofstopamanns, en yfir heildina gæti leik- hópurinn vart verið sterkari. Það má auðvitað deila um hversu gáfulegt það er að takmarka sjálfan sig, og Festen hefði örugglega ekki verið neitt verri mynd þótt lýsingin hefði ver- ið betri og myndin oftar í fókus. En sagan er svo sterk að hún þarf enga sjón- ræna fágun, aðeins góðan leikhóp til að gera henni skil. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Thomas Vinterberg. Aðalhlutverk: Henn- ing Moritzen, Unlich Thomsen, Birthe Neumann, Trine Dyrholm, Paprika Steen, Thomas Bo Larsen og Helle Dolleris. Dönsk, 1998. Lengd: 110 mín. Bönnuð innan 12 ára. -bæn Spartacus: Baráttuglaðir þrælar ★★★Á Þrællinn Spartakus (Kirk Douglas) er keyptur í upphafi myndarinnar til æfingabúða Batiatusar (Peter Ustinov), þar sem verðandi skylmingaþrælar hljóta þjálfun. Áður en langt um líður brýst út uppreisn í búðunum und- ir forystu Spartakusar. Áhrif hennar fara stigvaxandi og brátt kemur að því að sjálfri Róm er ógnað. Mikill gaumur er gefinn stjórn- málaátökum í borginni en það er sjálfur Crassus (Laurence Olivier) sem ætl- ar sér bæði einræði og dauða Spartakusar. Valdabaráttan sem var í gangi við gerð myndarinnar var litlu minni en á hvíta tjaldinu. Aðalleikarinn, Kirk Douglas, sem var einnig framleiðandi, rak leikstjórann, Anthony Mann, og fékk Stanley Kubrick í hans stað. Sam- skipti þeirra voru þó ekki öllu rólegri og deildu þeir títt um innihald mynd- arinnar. Eftir þessa mynd hafði Kubrick einn vald yfir myndum sínum. Eft- ir að myndin var loks tilbúin upphófst svo barátta gegn ritskoðurum sem tókst að stytta myndina töluvert. (M.a. var klippt út atriði þar sem Crassus reynir að draga Antoninus (Tony Curtis) á tálar og varð Anthony Hopkins að ljá Olivier heitnum rödd sína er atriðinu var bætt við aftur 1991). Erfitt er aö segja til um hversu mikil áhrif þessar hræringar höfðu á gæði mynd- arinnar en ljóst er að hún jafnast ekki á við bestu myndir Kubricks. Engu að síður tilkomumikil epík. Útgefandi: ClC-myndbönd. Lelkstjórl: Stanley Kubrick. Aöalhlutverk: Kirk Douglas, Laurence Olivier, Jean Simmons, Peter Ustinov og Tony Curtis. Bandarísk, 1960. Lengd: 186 min. Bönnuð innan 12 ára. -BÆN Annar hluti Lone Star, 1996. Kris Kristofferson verki lögregluforingjans. hlut- útgáfu hér. Sú besta er Lone Star, sem vakti mikla at- hygli á einni hátíðinni og skartaði m.a. sveitasöngvar- anum Kris Kristofferson í ógleymanlegu hlutverki. Einnig má nefna draum- kennda selafantasíuna The Secret of Roan Inish og öfl- uga stríðsádeilu, Men With Guns. Annar óháður snillingur bandarískur er Hal Hartley, en hann hefur sennilega þótt of sérvitur hingað til. Nú í haust hafa hins vegar komið út tvær nýjustu mynda hans, en það eru Flirt, sem fjaflað var um í síðasta helgarblaði, og Henry Fool, um ljóðrænan öskukarl og hæfileikalaust ljóðskáld, en hún er sú mynda hans sem mesta athygli hef- ur vakið. Jim Jarmusch er enn einn snill- ingurinn, en hann er farinn að verða svolítið latur við kvikmynda- gerð hin allra síðustu ár og eina myndin sem komið hefur út hér síð- ustu árin er Dead Man, mikið meist- arastykki þar sem Johnny Depp fer fyrir frábærum leikhópi í hálfsúrr- ealísku andans ferðalagi deyjandi skrifstofublókar um villta vestrið. Að lokum má nefna Paul Auster sem gerði tvær nátengdar Brooklyn- myndir á sama tíma, Smoke og Blue in the Face, báðar sannkallaðir gull- molar. Fleiri meistarastykki En það eru ekki bara þungavigt- arleikstjórar sem gera meistara- stykki. Priest, Shine, The Pusher og Sling Blade eru vel þekktar myndir og þarfnast varla kynn- ingar. Svo má einnig nefna The Basketball Diaries, átakanlega sögu eiturlyfjasjúklings, sem Le- onardo DiCaprio leikur, en myndin hefur verið í fréttum vegna atriðis sem sumir vilja meina að ýti undir ofbeldi í skól- um. Myndin gengur hins vegar síst af öllu út á ofbeldisdýrkun og er auðvelt að sannfærast um það með því að sjá myndina. Einnig eru nokkrar minna þekktar kvikmyndahátíðar- myndir sem mér finnst vera með því athyglisverðasta í mynd- bandaútgáfunni. Þar er t.d. les- bíska unglingsástarævintýrið The Incredibly True Adventures of 2 Girls in Love, frönsk dæmisaga um ofbeldisfull ungmenni, firrt af sjón- varpsglápi, sem nefnist L’Appát, og brasilíska myndin Fjórir dagar í september sem byggð er á sönnum. atburðum og sýnir mannlegt sjónar- hom á frægu mannránsmáli. Að lokum vil ég nefna tvær bandarísk- ar gæðamyndir, Georgia og Grid- lock’d, sem segja frá eiturlyfja- vandamálum á mjög ólíkan hátt. Önnur leggur áherslu á brostna drauma meðan hin gerir grín að öllu saman. Meistaraverkum sleppt? Svona umfiöllun getur auðvitað aldrei verið tæmandi og sjálfsagt finnst mörgum ég vera að sleppa einhverjum ódauðlegum meistara- verkum. Eflaust hefur mér yfirsést einhverjar myndir sem vert hefði verið að minnast á, en einnig em Blue In the Face, 1995. Harvey Keitel og Lou Reed. margar myndir, sem hlotið hafa nær einróma lof gagnrýnenda, sem ég sleppi af þeirri einfoldu ástæðu að ég er alveg ósammála þessum gagnrýnendum. Ég læt því aðra um að lofsyngja þær myndir. Ég hef megnustu skömm á þeirri tegund mynda sem ég vil kalla sálarlaust listasnobb, en það er krabbamein sem breiðst hefur út í óháöri kvik- myndagerð, sérstaklega í Evrópu og Asíu. Ætli ég láti þó ekki vera að nefna einhverjar af þessum mynd- um, svo menn verði ekki of móðgað- ir. Síðasti hluti umfiöllunar minnar verður tileinkaður þeim mörgu áhugaverðu myndum sem aldrei rötuðu í bíó hér á landi, hvorki á hátíð né í almennar sýningar, og einnig þeim fiölmörgu myndum sem íslenskir útgefendur hafa ekki séð ástæðu til að gefa út, en hægt er að nálgast ótextaðar á sumum leig- um. Myndbandalisti vikunnar Vikan 14. - 20. september S/ETI | FYRRI VIKA j VIKUR [ A LISTAj j j TITILL J ÚTGEF. j j TEG. j 1 í NÝ J 1 J ■ 1 j Payback j Wamer Myndir j Spenna 2 ! j 1 j J j 2 J j J Patch Adams J j CIC Myndbönd J J j Gaman 3 i 2 J ? J j 3 j Corrupter Myndform Spenna j 4 í 6 j J i 2 i Faculty J Skífan J j Spenna 5 i 3 i 5 i You ve Got Mail j Wamer Myndir j Gaman j 6 i J 4 j J > 5 J ) 3 J > 1 Basketball J j CIC Myndbönd J J j Gaman J J Gaman J j Gaman J 7 J 1 5 J J i 7 i Blast From The Past J Myndfomi i 8 i j 9 J 1 J c J j 6 J j J Night At The Roxbury 1 j CIC Myndbönd 9 i 19 J 2 j L J Rushmore j SAM Myndbönd j Gaman 10 i j 8 j j j 5 J j J Thin Red Line J j Skffan J J j Drama j 11 i 12 J 9 J J 2 J Free money Myndfoim j Gaman j 12 j 11 | J i 9 i Amerícan History X J J Myndfoim J J Drama j 13 i NÝ i 1 i Festen J j Háskólabíó j Drama HÍ 1 7 S 4 i fnmMi■ Istill knowwhatyou did... J j Skífan J J Spenna 15 J NÝ J J i 1 i Litlevoice Skffan J Gaman .« i j 17 j J j ,, t j 11 j j j MeetJoeBlack J i CIC Myndbönd j j Drama j 17 i 20 J 2 1 j 1 j How Stella got her groove back j Skifan j Gaman j 18 J j Al i 3 J j J Pecker J J Myndfotm J J j Gaman 19 i 18 J fi J j 6 J Soldier j Wamer Myndir j Spenna j 20 j 10 i 3 i Mighty Joe Young J J ; SAM Myndbönd j Spenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.