Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 DV 36 MiUistærðarbíllinn Fiat Marea hefur nú fengið nokkra andlits- lyftingu eins og tíðkast að gera þegar undirgerð- ir hafa þróast í þijú til fjögur ár. Það er einkum framendinn sem hefur fengið nokkra breyt- ingu, m.a. með lág og fyrirferðarlítil ökuljós, en annars eru fæstar breytingarnar áberandi þó að þær séu afgerandi. Það sem er áberandi er í raun og veru hve þægilegur og um leið skemmtilegur þessi bíll er. Það þarf ekki að spyrja að því þegar ítalskir eða franskir bíl- ar eru annars vegar, hvorum tveggja tekst að byggja eitthvað inn í bila sina sem gerir þá einkar skemmtilega - að minnsta kosti fyrir öku- manninn. Á sínum tíma var fjallað um Fiat Marea á síðum DV-bíla þegar bíllinn kom nýr til landsins, annars vegar með bensínvél en hins vegar disil. Því miður er næstum tómt mál að tala um dísil i þessari stærð af bílum hérlendis Itölsk hönnun nýtur sín á Fiat Marea Weekend Fiat Marea Weekend með „látta andlitslyftingu": vegna gjaldtöku af dísilbílum sem hlýtrn- að teljast heimskuleg þar sem hún gerir ókleift að reka venjulegan heimilisbíl með dísil- vél, og það á tímum þegar disilvél- ar verða sífellt betri og hagstæð- ari í rekstri þar sem efnahagslegt umhverfi er þeim ekki beinlínis fjandsamlegt eins og hérlendis. - í rauninni er það ekki síst í dísil- vélum sem framfarir sem spara eldsneyti og mengun eiga sér stað um þessar mundir en það telja is- lensk yfirvöld ekki skíts virði. í fyrstu umfjöllun um Marea Weekend var fundið að of miklu veghijóði. Eftir þá „snyrtingu" sem billinn hefur nú fengið er veg- hljóðið mun minna en hjá sumum keppinautunum. Hins vegar ber þess að minnast að veghljóð (boddídynur) er alla jafna meira í langbak heldur en fólksbíl - stall- bak eða hlaðbak - þó nokkuð megi draga úr þvi með góðri svuntu yfir farangursrým- inu aftan aftursætis. í heild má segja að Marea Weekend sé með hljóðlátari langbök- um í sínum flokki. Enn fremur var m.a. þetta sagt: „Það fer fljótt vel um mann undir stýri í Marea Weekend, enda ökumanns- stóllinn fjölstillanlegur og stýrið hallastillanlegt. Kúp- lingin er létt og þægileg og gírskiptingin ratvís og ligg- ur vel við. 1600 cc vélin dug- ar þessum bíl prýðisvel og kemin- honum frísklega úr sporunum: viðbragð 0-100 er 11,1 sekúnda og til að hafa sem liprasta millihröð- un er auðvelt að vera í þriðja eða fjórða gír langt upp eftir hraðaferlinum og hafa þannig yfrinn kraft Afturljósin eru ofarlega á afturhornunum. Þessi mynd sýnir líka glögglega vel heppnaöa heildar- teikningu langbaksútfærslunnar. Afturhlerinn opnast niöur á stuðara og ef það er ekki nóg má leggja stuðarann afturábak og fá aiveg rennislétt inn f hleðslurýmið. hvenær sem á þarf að halda.“ „Hvort sem bíllinn var á sumar- dekkjxun eða vetrardekkjum var hann áberandi stöðugur í akstri. Hann situr í beygjum svo mest mmnir á sportbil." „Eins og aðrir Fiatbílar sem boðnir eru hér á landi er Marea mjög vel búinn bíll. Hann er með tvo líknarbelgi, kippibelti og læsivarða hemla ásamt öryggisbit- um í hurðum, svo nokkuð sé nefnt.“ Allt þetta er enn í fullu gildi, og þó betur, því endurbætur hafa átt sér stað á þessum tíma, auk þeirrar „léttu andlitslyftingar" sem nú er orðin. Til dæmis er bíll- inn nú með fjóra líknarbelgi og rétt er að minna á 8 ára ryðvarnará- byrgð frá verk- smiðju. Einnig er útvarp með geislaspilara nú staðalbúnaður. Verðið hlýtur líka að teljast hag- stætt, 1.490.000 krónur fyrir lang- bakinn en 1.440.000 fyrir stallbak- inn. / -SHH MultiCat hjá BSA BSA í Kópavogi hefur fengið umboð fyrir MultiCat-pöntunar- listann sem er tölvuvæddur vara- hlutalisti fyrir bíla. Með þessu kerfi er á fljótan og auðveldan hátt hægt að finna varahlutinn sem vantar, sjá hann á mynd og finna vörunúmerið, bæði frá fram- leiðanda og öðr- um sem framleiða þennan sama varahlut. Jafn- framt sýnir for- ritið viðmiðun- artíma til við- gerða. Kerfi þetta kaupa menn á geisladiski fyrir Windows og kostar hann frá 12.581 krónu upp í 33.825 fyrir eina tölvu, fyrir utan vsk., eftir því hve langur tími er keyptur, og þriðjung af þessu verði fyrir hverja viðbótartölvu sama notanda. Sjálfkrafa uppfærsla á kerf- inu gerist á þriggja mánaða fresti hjá þeim sem eru áskrif- endur að því þannig að þeir eru í raun alltaf með nýjustu vara- hlutabækumar í tölvunni hjá sjálfum sér og eru örskotsfljótir að fletta upp númerinu sem þá vantar og sjá mynd af hlutnum um leið. -SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.