Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 37 Tveir hugmyndabíiar frá Mazda: \ Bílaframleiöendur eru sem óðast að sýna hvemig bíla þeir ætla að bjóða okkur á nýrri öld. Mazda læt- ur ekki sitt eftir liggja heldur sýnir okkur tvo nýja í Frankfurt. Við fyrstu sýn virkar hugmynda- bíllinn Mazda Neospace fremur klossaður en líklega er þetta hinn liprasti bíll og það sem kann að sýn- ast klunnalegt er einmitt tákn um styrk og dug. Það gefur fyrirheit um þægilegt aðgengi að hurðirnar, sem aðeins eru tvær hvorum megin, gefa í senn aðgengi að aftur- og framsæt- um, því svokallaður B-póstur er enginn. Þess í stað eru langsumbog- ar í toppnum sem eiga að veita nauðsynlegan styrk ef til óhapps kemur. Sætin stamda á miðpósti en ekki rennum sem gefur meira fóta- rými á gólfinu, einkum fyrir aftur- sætisfarþega. Hleðsluhæð í farang- ursrými er mjög lág, eða allt niður í 25 sm frá götu. í raun er þetta ekki eins lítill bíll og ætla mætti við fyrstu' sýn: 3,9 á lengd, 1,7 á breidd og hjólahaf 2,55 m. Vélin er 1,5 1 léttvél úr áli, hest- afla ekki getið, en við hana er tengd stiglaus sjálfskipting, CVT. Mazda sýnir einnig bíl nýrrar aldar, Nextourer, stóran bil sem á að sameina þægindi fullvaxta fólks- bíls og að vissu marki möguleika Mazda Nextourer - þægilegur bíli með stiglausa sjálfskiptingu - þó valskipta. Mazda Neospace - enginn B-póstur. fjölnotabíls. Lengd bílsins er 4,7, breidd 1,85, hjólahaf 2,8 m. Baksæt- in er hægt að leggja niður í helm- ingum og fá út flatt gólf en séu þau bæði uppi lokar rafknúin svunta farangursrýminu. Fyrir því er hleri sem opnast upp en hægt að opna að- eins gluggann á honum ef það hent- ar betur. Afturfjöðrun er algjörlega undir botninum svo engir turnar ganga inn í farþega- eða farangurs- rýmið þannig að minnsta farangurs- rými með aftursæti uppi er 400 1 en 1000 1 með sætin felld. Myndir DV-bílar SHH Vél í Nextourer er hugsuð 3 lítra, með tveimur yfirliggjandi kambás- um og breytilegum ventlatíma (Sequential Valve Timing), stiglaus Toroidal CVT-sjálfskipting staðal- búnaður. Toroidal CVT er í sjálfu sér valskipting þannig að ökumaður getur ráðið nokkru um gírskipting- una sem verður þá í raun þrepa- skipt að vissu marki. Stjórntæki til handskiptingar með þessum hætti verða á stýrishjólinu sjálfu. -SHH EVRÓPA BI Faxafen 8 Sími 581 1560 ,TAKN UM TRAUST www.evropa.is /i\ a//a leigina Bíiabomba Evrópu - framhald Enn fleiri foílar. meiri Ath.: Munið iii A hÍónUstQ fyrir fríg!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.