Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 43 hestafla og Newtonmetra Kraftur hefur löngum þótt eftir- sóknarverður í bílum og oft langt umfram það sem hinn almenni kaupandi hefur nokkuð við að gera. Við íslenskar aðstæður kemur minnsta vélin oft ágætlega út og það sem hana kann að vanta í snörpum upptakti til að komast fram úr bíln- um við hliðina á ljósum, þar sem tvær akreinar verða ein á næstu 100 metrunum, bætir hún oft beinlínis upp í beinhörðum krónum í meiri sparneytni. En krafturinn lokkar áhorfendur og þá kaupendur sem eiga nóg af kringlóttum: Chrysler-Benz á metið hér í Frankfurt með flest hestöfl í fjöldaframleiddum jeppa: 347 fákar í vélarhúsinu á ML 55 AMG sem skila 510 Newtonmetrum. Porsche 911 Carrera Turbo er með 420 hest- öfl sem þykir gott í vænni rútu eða vörubíl, en snúningsvægið er „að- eins“ 560 Nm. Metið í raunverulegu nýtanlegu afli í fólksbíl á þó Bentley Arnage Red Label með ríflega 800 Nm snúningsvægi þó að hestaflatal- an sé aðeins 408. Mercedes Benz SL 600 - öflugasti Benzinn sem sýndur var í Frankfurt og jafnframt einn sá glæsilegasti. SL 600 er ekki aðeins glæsilegur utan frá séð - óneitanlega væri freistandi að tylla sér inn, taka í lykilinn og ... Fyrir utan meiri þægindi hefur Honda HR-V grætt á þessari útlitsbreyt- ingu. Mynd DV-bílar SHH Laglegri og hagnýtari Honda sýnir í Frankfurt stækk- aða gerð af jepplingum HR-V sem við íslendingar höfum nú haft nokkurra mánaða kynni af sem tveggja hurða bíl. Nú er hann einnig kominn fjög- urra hurða (framleiðendur telja að vísu afturhlerann til hurða og tala um þessa bíla sem þriggja eða fimm hurða), 10 sm lengri en tveggja hurða bíllinn og jafnframt með 10 sm meira hjólahaf. Þessi lenging kemur að öllu leyti aftur- sætisfarþegum til góða, farang- ursrými breytist ekki né rými þeirra sem eru í framsætunum. Aftursætið er fellanlegt til helminga en bakhalli hvors helm- ings fyrir sig stillanlegur, þrjú þrep fram og fimm þrep aftur, hvert þrep 5". Þetta er kostur sem fellur vel í geð þeim sem vilja láta fara virkilega vel um sig; allt of brött og óbreytanleg sætisbök eru þreytandi á langferðum. HR-V er nú fáanlegur með nýju 1,6 lítra 124 ha. VTEC-vélinni sem einnig er að fmna í Civic coupé. Með henni er HR-V 5 hurða 11,2 sek. úr kyrrstöðu í 100 km hraða og hefur 170 km hámarkshraða. Hér er að sjálfsögðu miðað við 5 gíra handskiptingu sem er staðal- búnaður en HR-V bílamir eru einnig fáanlegir með stiglausa sjálfskiptingu (CVT). -SHH Bentley Arnage Red Label á ekki bara metið í snúningsvægi heldur er hann einhver fallegasta lúxuslímúsínan sem fyrir augu bar í Frankfurt. Myndir DV-bílar SHH rfiinr'"1 ■ ■ • : '"A fpgia HÍkJ Honda Accord EXI ssk. 4d. ‘91 102 p. 780 b. Honda Accord coupé V6 2d. '99 3 6. 3.550 b. Honda Accord tSi ssh. 4 d. '95 ioo h. 1.250 b. HondaClvlcSI ssh. 4 d. ■97 33 h. 1.150 b. Honda Civlc VTi 5 g. 4 d. '98 18 h. 1.780 b. Honda Clvlc LSi S g. 5 d. '98 22 h. 1.570 b. Honda CR-V RVi 5 g.. 5 d. ‘98 216. 2.150 b. BMW316IA ssk. 4 d. '96 26 h. 1.850 b. BMW 520 iA ssk. 4 d. '92 120 b. 1.050 b. Cítroen XM turbo 5g. 5 d. '93 138 b. 890 b. Dalbalsu Tarios 4x4 ssh 5 d. '98 14 u. 1.390 b. Jeep Grand Cher. ssk. 5 d. '93 90 b. 1.550 b. MMC Lancer 5 g. 4 d. '91 92 b. 499 b. MMC Lancer ssk. 5 d. '92 58 b. 640 b. MMC Lancer GL 5 9. 4d. '93 115 b. 590 b. MMC Lancer station 4x4 5d. '93 89 b. 799 b. MMC Spacewagon ssh. 5 d. '93 137 b. 990 b. Suzuhl Sldehlch 5 g. 5 d. '93 105 b. 870 b. Toyota Avensis 5g. 5 d. '98 26 b. 1.480 b. Toyota Corolla ssh. 4 d. '92 117 b. 730 b. Toyola Corolla ssh. 4d. '96 49 b. 950 b. Toyota Corolla GL 5 g. 4 d. '92 113 b. 760 6. Toyota Corolla GL 5 g. 3 d. '92 73 b. 790 b- Toyola Corolla G6 3 d. '98 42 6. 1.190 b. Toyola Corolla XL 5 g. 5 d. '97 40 b. 1.090 b- Toyola Tourlng 4x4 5 g. 5d. '91 130 b. 620 b. Toyota 4-Runner 4x4 5 g. 5 d. '91 107 b. 1.090 b. Volvo S40 ssh. 4d. ‘96 216. 1.820 b. Volvo V40 slatlon ssh. 5 d. '97 22 b 1.950 b. VW Golf GTi 2,0 5d. '96 41 b. 1.290 b- VWVentoGL ssk. 4d. '93 50 b. 990 b. Miðpunkturinn f sýningu Volkswagen á bflasýningunni í Frankfurt var þessi hugmyndabíll þeirra: grand límúsína sem á að keppa við bestu gerðir eðal- vagna. Hugsanlega geta kaupendur valið um 12 og 18 strokka vélar f þenn- an bíl, ef núverandi hugmyndir verða að veruleika. Mynd DV-bílar SHH (H NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 Lamborghini Diablo GT státar af 575 hö/ 630 Nm, Diablo Roadster hefur 530 hö. og 605 Nm. Tveir Jagu- arbilar eru í boði með 363 ha. 505 Nm vél, Ferrari Maranello hefur 485 hö. 569 Nm. BMW Z8 er með 400 hö. 500 Nm. Öflugasti Benzinn er SL 600 með sín 394 hö. og 570 Nm, en Chrysler Viper GTS státar af 384 hö. og 615 Nm. -SHH Allt upp í 18 strokka Chrysler Viper er sosum ekkert dónalegur heldur, með 384 hö. Hestaflamet í jeppaflokki á ML 55 AMG með 347 fáka í vélarhúsinu sem skila 510 Newtonmetrum. Um þennan bf! var jafnan nokkur hópur skoðenda á bílasýningunni f Frankfurt. Honda CR-V 2,0, ssk. '98 grænn, ek. 65 þ. 1.980.000 Nissan Sunny GTi, 5 g. '93 rauður, ek. 137 þ. 850.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.