Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 ina í Perlunni. Það verður mikið um dýrðir í Perlunni um helgina því Jöfiur mun frumsýna breiða línu bíla frá Kia, alls fimm gerðir, auk þess að sýna Kia Elan sportbíl sem var fluttur inn sérstaklega í tilefni af frumsýn- ingunni. Það má segja að verið sé að end- urvekja Kia-umboðið hér á landi með þessari sýningu í Perlunni. Hekla flutti inn Sportage-jeppann frá Kia um nokkurt skeið og í kjöl- far þess að sá innflutningur hætti var allnokkur fjöldi bíla frá Kia fluttur inn af bílasölum án þess að formlegt umboð væri starfandi. AIls verður Jöfur með fimm gerð- ir bíla í boði frá Kia, þrjár gerðir fólksbíla, Sephia, Shuma og Clarus, Sportage-jeppann í tveimur útgáfum og og loks nýjan fjölnotabíl, Cami- val. Shepia Shepia er lipur 4ra hurða ftöl- skyldubíll með 1,5 lítra 89 hestafla vél. Þetta er vel búinn bíll, með tvo loftpúða, ABS-hemla, diskahemla framan og aftan, útvarp og segul- band með 6 hátölurum, samlita stuðara og spegla, samlæsingar, hraðanæmt vökvastýri og litað gler, svo dæmi sé tekið um búnað. Með handskiptingu kostar Sephia 1.290.000 en sjálfskiptur kr. 1.359.000. Shuma Shuma er stærri fjölskyldubíll með 1,8 lítra vél, 110 hestöfl. Hann er framhjóladrifinn, með 5 gíra handskiptingu eða VFS 4ra hraða sjálfskiptingu. Líkt og Sephia er Shuma vel bú- inn bíll, með góða gasdempara og einnig með tvo loftpúða, ABS, fjar- stýrðar samlæsingar, samlita stuð- ara og spegla, litað gler og hreyfit- engda þjófavöm. Shuma 1800 GS með handskipt- ingu kostar kr. 1.390.000 en sjálf- skiptur 1.490.000 Clarus Clams er lúxusbíll, hlaðinn þæg- indum. Hann er með 2ja lítra vél, 133 hestafla, og er enn betur búinn, meðal annars með TCS-spólvöm, út- varpi og geislaspilara. Clams er i boði í tveimur gerðum - hefðbundinn rúmgóður fólksbíll og í Wagon-útgáfu sem er langbakur sem getur rúmað allt að sjö farþega vegna þess að hann er með auka- sæti aftast í farmrýminu. Sportage Sportage-jeppann þekkja flestir hér á landi en innflutningur Kia- bíla hefur að mestu grundvallast á honum fram að þessu. Sportage er í boði í tveimur gerð- um: Sportage og Grand Sportage. Báðar gerðir eru með 2ja lítra vél, 128 hestafla, auk þess sem Grand Sportage er einnig í boði með 2ja lítra turbo disilvél, 83 hestafla og með mikið snúningsvægi, 200 Nm. Granngerð Sportage kostar kr. 1.850.000 handsíuptur en 1.950.000 sjálfskiptur. Grand Sportage kostar 1.990.000 handskiptm- en með turbo-díslilvél- inni kostar Grand Sportage 2.090.000. Carnival Camival frá Kia er rúmgóður fjöl- notabíll með sæti fyrir sjö sem hægt er að færa, fella og snúa á ýmsa vegu. Rennihurðir á báðum hliðum auðvelda umgengni um bílinn. Hægt er að breyta innréttingunni á ýmsa vegu og búa til borðkrók ef þarf að borða nestið á ferðalaginu. Camival er framhjóladrifinn og í boði í þremur útgáfum. Með V6-vél, 2,5 lítra, sem gefur 165 hestöfl, er hann bæði handskiptur og sjálf- skiptur. Einnig er hann í boði með turbo dísilvél, 2,9 lítra, sem er 127 hestöfl og með mikið snúningsvægi, eða 330 Nm. Dísilbíllinn er með 4ra þrepa sjálfskiptingu. Camival V6 kostar kr. 2.190.000 handskipur en kr. 2.290.000 sjálf- skiptur. Turbo-dísilútgáfan með sjálfskiptingu kostar kr. 2.290.000. Kia Elan sportbíll Aukanúmer á þessari frumsýn- ingu i Perlunni er glæsilegur sport- 13111, Kia Elan, með 1,8 lítra vél sem búið er að tjúna til og gefur 155 hest- öfl. Þessi bíll var fluttur inn sérstak- lega í tilefni af frumsýningu Kia-bU- anna í Perlunni. Þetta er bíll sem er að grunni sá sami og bUaáhuga- menn þekkja sem Lotus Elan og vakið hefur mikla athygli á bUasýn- ingum erlendis. Sýningin í Perlunni er opin í dag, laugardag, frá kl. 10 tU 17 og á morg- un, sunnudag, frá kl. 13 tU 17. -JR Carnival frá Kia er glæsilegur og rúmgóflur sjö manna fjölnotabíll. Framhald 2000 Volvo, sem sýnir nú framleiðslu sína í Frankfurt i fyrsta sinn sem hluti af Ford, hafði ekki nýja bUa að kynna að þessu sinni. Hins vegar voru settir upp í röð nýjasti lang- bakurinn, V70, og fyrir aftan hann faUega uppgerður PV 444 frá árun- um í kringum 1950, þegar sá bUl kom fram sem áræðin nýjung. PV 444 varð raunar upphafið að „herra- garðsvögnunum" - en svo nefnir Volvo langbaka sína - sem Volvo varð ótvíræður konungur yfir um langcm tíma. Og þó Volvo sé nú orðið hluti af heimsveldi Ford er ekki meiningin að láta deigan síga. Framan við þessa tvo bUa er lína með örvaroddi á endanum og þar fram af stendur: „To be continued 2000“ - framhald 2000. Það vísar tU nýrrar aldar og þess að við höfum ekki séð síðasta lúxus-langbakinn frá Volvo - fjarri þvi. -SHH 100.000 Actros-vörubíllinn frá Mercedes Benz sést hér koma af framleiðsiu- línunni í Wörth þann 4. ágúst síðastliðinn. liP BORÐINN hf. Smiðiuve9i 24 sími 557 2540 VISA Vélastillingar • Hjólastillingar SHi . Rafmagnsviðgerðir • Ljósastillingar hm • Almennar viðgerðir • Varahlutaverslun á staðnum Herragarðsvagninn Volvo V70 og fyrir aftan hann PV 444 frá sjötta áratugnum. 100.000 Mercedes Benz Actros Hundraðþúsundasti Astros-vörabUlinn rúllaði nýlega af framleiðslulímmni í vörabíladeild DaimlerChrysler í Wörth í Þýskalandi. Actros hefur verið smíðaður í þessum verksmiöjum í Wörth frá 1. júlí 1996. Actros er nú með 38% markaðshlut- deUd í Uokki vörabUa 16 tonn eða stærri á Þýskalandsmarkaði og í heUd eru vörubU- ar Mercedes Benz með 43% markaðshlut- deUd í heimalandinu. VörubUamir frá DaimlerChrysler hafa nú 24% markaðshlutdeUd í Vestur-Evrópu og leiða markaðinn í vörubUum sem era sex tonn eða stærri. Hægt er að velja um tvo lúxus„pakka“ í Actros sem aukabúnað. „Classic“-leður- pakkinn býður upp á tvflit handsaumuð leðuráklæði, dyrahandföng og stýri. Ef menn vilja enn meiri lúxus býður „Premi- um“-pakkinn upp á alklætt stýrishús úr leðri og mælaborð með viðaráferð efla kolefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.