Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 8
8 MANUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 Útlönd Andreotti bíður eftir nýjum dómsúrskurði Giulio Andreotti, fyrrum for- sætisráðherra, og allir Ítalir bíða nú eftir því hvort sýknudómur i morðákærumáli á fóstudag eigi eftir að hafa áhrif á niðurstöðu annars máls þar sem Andreotti er ákærður fyrir tengsl við mafíuna. Sýknudómurinn á fóstudag batt enda á einhver mikilvægustu rétt- arhöld eftirstríðsáranna á Ítalíu og varð þegar í stað kveikjan að heitum umræðum um hvort hægt sé að treysta vitnisburði fyrrum mafiubófa. Andreotti var gefið að sök að hafa fyrirskipaö morð á æsifréttablaðamanni fyrir tuttugu árum. í hinu málinu er Andreotti ákærður fyrir að nota stjórnmála- áhrif sín til að hjálpa mafíunni á Sikiley gegn því að hún sjái til þess að flokkur Andreottis, kristi- legir demókratar, haldi völdum á eynni. Jörðin skalf enn á Taívan í gær Öflugur eftirskjálfti varð fjór- um mönnum að bana á Taívan í gærmorgun. Skjálftinn mældist 6,8 stig á Richter. Fjöldi húsa hrundi í skjálftanum og tugir slösuðust. Vonir manna um að finna fleiri á lífi í húsarústunum eftir skjálftann í síðustu viku lifnuðu heldur í gær þegar tveir bræður fundust heilir á húfl eftir 130 klukkustunda vist undir brakinu. Bræðurnir, sem eru 20 og 25 ára, fundust í rústum tólf hæða húss í Taípei. Björgunarmenn höfðu áð- ur fjariægt rúmlega ijörutíu lík úr húsinu þegar bræðurnir fundust. Um tvö þúsund létust í skjálft- anum í síðustu viku. Danska löggan veitir sænskum elg eftirför Hvorki fleiri né færri en fimm danskir lögreglubílar, dýrasjúkra- bíll og dýralæknir veittu sænsk- um elg eftirfór norðan við Hró- arskeldu á laugardag. Elgurinn hefur verið í Danmörku frá því í júlí. Óttast var að dýrið myndi stefna öryggi vegfarenda í hættu með rölti sínu. Dýaralæknirinn var tilbúinn að skerast í leikinn ef dýrið hætti sér of nærri bílunum. Til þess kom þó ekki þar sem dýrið hvarf allt í einu og veit enginn hvað varð af því. Aukinn kraftur I mótmælunum Aukinn kraftur var i mótmæla- aðgerðum gegn Slobodan Milos- evic Júgóslavíuforseta um helg- ina þegar um fimmtíu þúsund manns fóru um götur Belgrad í gær. Leiðtogar stjómarandstæö- inga gera sér vonir um að þrýst- ingurinn á Milosevic verði svo mikill áður að hann neyðist til að segja af sér. „Við munum fá fleira og fleira fólk út á göturnar," sagði Milan St Protic, leiðtogi eins stjómar- andstöðuhópsins. Rússar halda áfram loftárásum á Tsjetsjeníu: íhuga landhernað gegn skæruliðum Varnarmálaráðherra Rússlands, ígor Sergeijev, sagðist í gær vera að íhuga að grípa til landhernaðar til að brjóta skæruliða harð- línumúslíma í Tsjetsjeníu á bak aft- ur. Rússneskar herflugvélar héldu loftárásum sínum áfram og ollu skemmdum á mikilvægum iðjuver- um. Stjórnarherrarnir í Kreml hafa hert loftárásirnar á Tsjetsjeníu, sem er við syðstu mörk Rússlands, und- anfarna daga en þeir eru tregir til að gera allsherjarinnrás. Rússar háðu stríð við aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu á áranum 1994 til 1996 og lauk því með hörmungum fyrir Rússa. Aðskilnaðarsinnar náðu völdum í héraðinu. „Það eru ýmis tilbrigði við land- hemaði til, allt eftir því hvernig staðan er,“ sagði Sergeijev við fréttamenn í Moskvu. Hann hafði áður farið á sjúkrahús í borginni og heimsótt hermenn sem höfðu særst í átökunum við skæruliða. „Aðalmarkmiðið er að ganga Sjálfboðaliðar í Tsjetsjeníu komu saman við ráðningarskrifstofu í höf- uðborginni Grozní í gær til að skrá sig i bardaga við Rússa. Landvarna- ráðherra Rússlands útilokaði ekki í gær að gripið yrði til landhernaðar gegn skæruliðum múslíma. milli bols og höfuðs á þessum glæpamönnum og skapa nægilega stórt öryggissvæði umhverfis Tsjetsjeníu," sagði ráðherrann enn fremur. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur gefið út æ harðorð- ari yfirlýsingar um að þurrka þurfi út skæruliðana. Hann hefur þó að- eins sagt að hann geti ekki útilokað að sendar verði sérsveitir gegn þeim. Rússneska fréttastofan Interfax greindi í gær frá skoðanakönnun þar sem 32 prósent aðspurðra lýstu sig fylgjandi virkum hernaðarað- gerðum gegn skæruliðum, jafnvel þótt hætta væri á að sprengjuárás- um yrði haldið áfram í rússneskum borgum. Nærri þrjú hundmð hafa týnt lífi í sprengjutilræðunum sem stjórnvöld í Moskvu hafa kennt skæruliðum um. Næstæðsti maður rússneska her- ráðsins sagði í gær að 111 hermenn hefðu fallið í átökunum en tvö þús- und skæruliðar. Ung stúlka brosir breitt til ástralskra hermanna í eftirlitsferð um flóttamannabúðir sem komið hefur verið á laggirn- ar á knattspyrnuvelli í Dili, höfuðborg Austur-Tímor. Flóttamenn sem hafa komið úr felum undanfarna daga hafa mátt horfa upp á heimili sín brunnin tii grunna. Dili er að mestu í rúst eftir berserksgang vígasveita andstæðinga sjálf- stæðis landsins frá Indónesíu. Gæsluliðar taka formlega við stjórn landsins í dag. Gífurleg eyðilegging í sveitum Austur-Tímor: Skorað á vígasveitirnar að láta vopn sín af hendi Friðargæsluliðið á Austur-Tímor skoraði í gær á vígasveitir andstæð- inga sjálfstæðis landsins að láta vopn sin af hendi. Friðargæsluliðið tekur formlega við allri stjórn í landinu af indónesíska hernum í dag. Hjálparsveitir Sameinuðu þjóð- anna fóru um sveitir Austur-Tímor í gær þar sem við þeim blasti gífur- leg eyðilegging. Margir bæir voru mannlausir og brunarústir einar. Sums staðar vom 80 til 90 prósent allra húsa brunnin til grunna. Verst var ástandið i vesturhluta landsins þar sem margir vígasveitamanna eiga heima. Vígasveitirnar hafa unnið hroðaleg grimmdarverk und- anfarnar vikur, eða allt frá því landsmenn höfnuðu áframhaldandi sambandi við Indónesíu í þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Þetta er mjög niðurdrepandi og sýnir hversu mikið uppbyggingar- starf bíður okkar, jafnvel eftir að við höfum sinnt þeim íbúum sem hafa orðið að flýja til fjalla," sagði Ross Mountain, yfirmaður hjálpar- sveita SÞ, við fréttamenn. Þótt nærri þrjú þúsund gæslulið- ar séu í höfuðborginni Dili héldu vígasveitir áfram íkveikjum sinum og gripdeildum í gær. Indónesiskir hermenn verða flest- ir farnir frá Austur-Tímor i dag eða á morgun eftir 24 ára hersetu. Stuttar fréttir i>v íhugaöi sjálfsmorð Voítsjech Jaruzelski, hershöfð- ingi og fyrram harðstjóri i Pól- landi, íhugaði að svipta sig lífi frekar en að setja herlög í landinu 1981. Herlögin voru sett og þús- undir manna voru hnepptar í fangelsi, þar á meðal Lech Walesa verkalýðsleiðtogi sem varð síðar forseti Póllands. Þetta kemur fram í viðtali við Jaruzelski í danska blaðinu Berlingske Tidende í gær. Kvartað yfir Barak Vinstrisinnuð ísraelsk stjórn- málahreyfmg, Friður núna, hefur kvartað yfir því að ríkisstjórn Ehuds Baraks hvetji til ný- byggmga land- nema á Vestur- bakkanum. Friðarmenn segja að stjórn- völd hafi boðið út fleiri húsbygg- ingar frá þvf í júlí en hægrismn- uð stjórn forverans, Netanyahus, gerði á þremur árum. Glistrup bakar vandræði Danski Framfaraflokkurinn hafði ekki fyrr samþykkt að taka stofnanda flokksins, Mogens Glistrup, aftur í sínar raðir um helgina en Glistrup kom af stað vandræðum á landsfundinum í Óðinsvéum. Glistrup vill komast í stjórn flokksins en leiðtogaimir þvertaka fyrir það. Bretum sleppt Yfirvöld í Jemen leystu í gær úr haldi þrjá Breta sem ásamt fleirum höfðu verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir hryðjuverka- starfsemi. Mönnunum var sagt að þeir mættu fara heim. Mbeki vel fagnað Thabo Mbeki, forseta Suður- Afríku, var vel fagnað þegar hann kom i opinbera heimsókn til Tansaníu í gær. Hann hafði ekki áður farið f slíka heim- sókn frá því hann tók við embætti í maí. Mbeki mun meðal annars ræða við leiðtoga Tansaníu um afrísk málefni. Reynt að bjarga Háttsettir embættismenn frá Bandaríkjunum og Kína hittast í dag til að reyna að koma í veg fyr- ir að viðræður um inngöngu Kína í Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) fari út um þúfur. Rætt um friðinn Leiðtogar mótmælenda og ka- þólikka á Norður-írlandi héldu fundi með sveitum sínum um helgina til aö finna leiðir til að þoka friðarferlinu áleiðis. Pinochet í eldlínunni Breskur dómstóll byrjar í dag að fjalla um hvort framselja eigi Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, til Spánar. Borin kennsl á lík Breska lögreglan tilkynnti í gær að borin hefðu verið kennsl á lík sem fannst í skurði á Austur- Englandi á fóstudag. Um er að ræða 17 ára stúlku sem hvarf fyr- ir rúmri viku. Albright reynir sættir Madeleine Albright, utanrfkis- ráðherra Bandaríkjanna, hittir starfsbræður sína ffá Indlandi og Pakistan að máli í dag. Hún ætlar að hvetja þá til taka aftur upp viðræður um bætt sam- skipti. Einnig er fundurinn til undirbúnings heim- sókn Clintons forseta á næsta ári, hugsanlega strax f janúar. Grunnt hefur verið á því góða milli Indlands og Pakistans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.