Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 Fréttir Ólafur i dyrum bústaðarins sem senn er tilbúinn. DV-mynd Eva Smíðar sumar- hús eftir vinnu DV, Hveragerði: í útjaðri Hveragerðis smíðar Ólafur Ragnarsson nú sumarbú- stað fyrir utan hús sitt á kvöldin og um helgar. Eins og margir Hvergerðingar sækir Ólafur vinnu sína til Reykjavíkur. En að loknum fullum vinnudegi þar fer hann yfirleitt heint út og hef- ur „dundað sér“ við smíði bú- staðarins síðan í mars. Sumar- bústaðurinn er listasmíð, en Ólafur hefur unnið við hann al- einn nema hvað rafvirki hefur komið að lögnum eins og lög gera ráð fyrir. Bústaðurinn verð- ur brátt fluttur að Mýrum. -EH Vatnajökull á sýningu DV, Höfn: Hafinn er undirbúningur að jöklasýningu sem sett verður upp í Hornafirði og standa mun allt næsta sumar. „Við ætlum að koma upp vandaðri sýningu undir yfir- skriftinni Vatnajökull, náttúra, menning og saga,“ segir Inga Jónsdóttir, formaður Menning- armálanefndar Hornafjarðar, við DV. Stefnt er á að hafa sýning- una í allri sýslunni en aðalsýn- ingarstaðirnir verða í Sindrabæ á Höfn og Gestastofunni i Skafta- felli. -Júlía Imsland Eyrarbakki: Engir biðlistar DV, Árborg: Ein fyrsta ákvörðun nýrrar bæjarstjómar í Árborg í vor, var að samþykkja stækkun leik- skólans á Eyrarbakka. Er ný bygging nú risin upp við gamla skólann, Brimver við Túngötu. Er því mögulegt að verða við öll- um óskum um leikskólapláss en óvissa hefur ríkt um framtíð þessara mála um nokkurt skeið. Leikskólastjóri Brimvers er Kristin Eiríksdóttir. -KE FVA valinn sem ENIS-skóli DV, Akranesi: Menntamálaráðuneytið hefur mælt með því að Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi verði ENIS-skóli. ENIS er skammstöf- un yfir European Network of Innovative Schools. Aðalmark- mið ENIS-verkefnisins er að skapa net skóla sem era opnir fyrir nýjungum, aðallega á sviði upplýsingatækni, og auðvelda þeim aðgang að ýmsum sam- starfsverkefuum. 500 skólar viðs vegar í Evrópu eru aðilar að þessu neti. -DVÓ ■ Nettó er hagstæðast í verðkönnun í matvöruverslunum Eyjafjarðarsvæðis: Sá ódýrasti lækkar verð - þeir dýrustu hækka. KEA Nettó með besta verðið DV, Dalvík: Lægsta verð í matvöruverslunum á Eyjafjarðarsvæðinu er sem fyrr í KEA Nettó en næst koma KEA Hrísalundi, Hagkaup og Hraðkaup. Hæsta verð i úrtakinu er í KEA í Sunnuhlíð en þar er einnig mesta verðhækkunin, eða 6,1%. Hagkaup hækkar um 2,2%. KEA Nettó lækk- ar mest, eða um 1,6%, og verð í Hraðkaupi lækkar um 1,2%. Þetta kemur meðal annars fram í verðkönnun sem Neytendasamtökin gerðu í samvinnu við verkalýðsfé- lögin á Eyjafjarðarsvæðinu 14. sept- ember í 7 matvöruverslunum: Svarf- dælabúð á Dalvík og á Akureyri í KEA-Nettó, Hagkaupi, KEA Hrísa- lundi, Hraðkaupi, Kaupangi, KEA Sunnuhlíð og KEA Byggðavegi. Könnunin var gerð samtímis í öll- um verslununum og ekki var til- kynnt um verðkönnun heldur hög- uðu verðtakendur sér eins og þeir væru í verslunarferð. Af þessum 7 verslunum er lægsta verðið sem fyrr í KEA Nettó, sem er lágvöruverðsverslun eins og Bónus, og því nokkuð frábrugðin öðrum verslunum í könnuninni. Ef miðað er við að meðalverð sé 100 í þeim verslunum sem kannaðar voru mælist KEA Nettó með 88,0 sem er 1,6% lækkun frá síðustu könnun. Hagkaup er í öðru sæti með 96,3 og hefur vöruverð þar hækkað um 2,2%. KEA Hrísalundi er í þriðja sæti og mælist með 96,7, og hefur vöruverð hækkað um 0,4% frá síð- ustu könnun. í fjórða sæti er Hrað- kaup með 100,8 og lækkar verð þar um 1,2% frá síðustu könnun. í fimmta og sjötta sæti eru KEA Byggðavegi með 105,5 og Svarfdæla- búð á Dalvík með 105,7 og lækkar verð í Svarfdælabúð um 0,4% frá síðustu könnun. KEA Sunnuhlíð rekur lestina með 107,9 og er þar 6,1% hækkun frá síðustu könnun. í verðkönnun sem framkvæmd var 29. júní sl. var ekki mælanlegur munur á Nettó Reykjavík og Akur- eyri og Hagkaupi Reykjavík og Ak- ureyri. í könnuninni, sem gerð var 14. september, er 1,0% munur á Nettó Akureyri og Nettó Reykjavík, þar sem Nettó Akureyri er ódýrari. Munur milli Hagkaupsverslananna, eða 0,9%, er Reykvíkingum í hag. Tekið skal fram að um beinan verðsamanburð er að ræða en ekki er lagt mat á þjónustustig sem er mismunandi. -hiá Brúarsmiðirnir Erlingur, Steinar Vignir, Oddsteinn og Sverrir rétt gáfu sér tíma til að líta upp frá vinnu sinni þegar Ijósmyndari DV var á ferðinni við Kalda- klifsá. DV-mynd Njörður Einbreiöum brúm í Mýrdal og undir Eyjafjöllum fækkar um fjórar: Óhappabrú er horfin DV, Eyjafjöllum: Brúarflokkur Sveins Þórðar- sonar, brúarsmiðs í Vík, var í síð- ustu viku að vinna við breikkun brúar á Kaldaklifsá undir Eyja- fiöllum. Þar er einbreið brú breikkuð og verður með tveim akreinum. Á þessu ári mun ein- breiðum brúm fækka um fiórar í Mýrdal og undir Eyjafiöllum. Auk breikkunar brúarinnar yfir Kalda- klifsá er búið að setja hólka í stað einbreiðra brúa yfir Hólsá á Sól- heimasandi og Deildará í Mýrdal og i haust á að setja hólk í stað brúarinnar yfir Hvammsá í Mýr- dal sem hefur verið mikil óhappa- brú. -NH Skemman bjargaði lífi fólksins í Tóarseli: Hvolpurinn grét eins og barn - og dýrin á bænum virðast hafa fengið taugaáfall DV, Breiödalsvik: Miklar rigningar hafa gengið yfir Austurland að undanförnu og skrið- ur fallið víða. Á Tóarseli í Breiðdal kom skriða úr fiallinu ofan við bæ- inn og lenti á skemmu sem stóð á bak við íbúarhúsið, klofnaði í tvennt og rann beggja vegna við húsið og yfir túnið og síðan sem leið lá í átt að Norðurdalsá, sem varð kolmórauð. Öðrum megin tók skriðan með sér heyrúllur og dreifði þeim um allt en hinum megin brakið úr skemmunni sem hrundi til grunna. Dráttavél, rúta, heyhleðsluvagn og fleiri tæki lentu í skriðunni. Svo mikið vatn er í jörðinni á túninu að það er eins og að ganga á risastór- um vatnsbelg. í skemmunni voru til dæmis verkfæri og klæðningarefni á íbúðarhúsið sem allt eyðilagðist. Era ábúendur ekki í vafa um að skemman hafi bjargað lífi þeirra. Dýrin á bænum virðast hafa feng- ið taugaáfall, því páfagaukurinn þagði allan daginn og hundurinn líka, hænsnin eru horfin en litli hvolpurinn sem saknað var, fannst í dimmu skoti í fiósinu og grét eins og barn þegar húsfreyja tók hann í fangið. Þetta er mikið tjón og áfall fyrir hjónin Hörð Gilsberg og Stef- aníu Hávarðsdóttm- sem hófu bú- skap í Tóarseli í vor. -Hanna Það var ömurlegt um að litast á Tóarseli eftir skriðufallið. En þar fór þó betur en á horfðist og raunar kraftaverki næst að skriðan fór báðum megin við bæinn. DV-mynd Hanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.