Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtðl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ofugsnúið þjóðfélag Er ekki eitthvað öfugsnúið við það að tveimur hrott- um - harðsvíruðum glæpamönnum - sé sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur þar sem glæpur þeirra telst upplýst- ur? Getur það verið að íslendingar séu orðnir svo dofnir fyrir glæpum og ofbeldi að þeir telji það litlu skipta hvort illmennum er haldið frá götunum eða ekki? DV greindi frá því í síðustu viku að fúlmenni hefðu ráðist á og misþyrmt 23 ára gömlum manni til að inn- heimta flkniefnaskuld sem bróðir hans hafði stofnað til. „Sonur minn er búinn að vera undir lögregluvernd í allan dag. Þeir handleggs- og fótbrutu hann, auk þess að berja hann með þungu vasaljósi í andlitið. Hann er heppinn að vera á lífi.“ Þannig lýsti faðir fórnarlambs- ins aðförunum. Samkvæmt upplýsingum Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns eru árásir af þessu tagi ekki einsdæmi í heimi fikniefna, þótt jafnhrotta- legar líkamsmeiðingar og hér um ræðir séu sjaldgæf- ar. „Þetta lýsir þeim hugsunarhætti og „lífsstíT sem þetta fólk hefur tileinkað sér,“ sagði Ómar Smári í samtali við DV í liðinni viku. Fúlmennin ganga laus um götur Reykjavíkur. Það getur ekki verið vilji löggjafans að hrottar sem ganga um götur til að innheimta fikniefnaskuldir gangi lausir. Ef lagaleg úrræði skortir til að læsa slíka menn inni verður að breyta lögum. Komi skortur á rými í fangelsum í veg fyrir að fúlmenni, sem fara um og ganga í skrokk á fólki, séu tekin úr umferð verður að byggja fleiri fangelsi. Það er eitthvað öfugsnúið við það að lögreglan hafi tíma til þess að aðstoða Samkeppnisstofnun við húsleit hjá fyrirtækjum á sama tíma og kvartað er yfir að pen- ingaleysi hamli störfum lögreglunnar í baráttu henn- ar við fikniefnasala. Ef það er almennur vilji fyrir því að lögreglan taki þátt í baráttu gegn ólögmætum við- skiptaháttum fyrirtækja á sama tíma og barist er af fullri hörku gegn dópi og dópsölum verður Alþingi að sjá til þess að nægilegir fjármunir séu til staðar. Ann- ars verður að velja og hafna. Sama dag og hrottunum tveimur var sleppt úr haldi lögreglu voru þrjú fyrir- tæki valin. Fyrir liðlega viku komu ungir sem gamlir, foreldrar og börn, saman á Eiðistorgi til að fagna fyrsta íslands- meistaratitli KR í meistaraflokki karla í 31 ár. Þá skorti ekki hneykslunarraddir og allt ætlaði um koll að keyra í fjölmiðlum og ásakanir um meinta sölu áfengis til ungmenna voru háværar. Þeir sem hæst létu í sér heyra voru ekki viðstaddir hátíðarhöldin. Nokkrum dögum síðar var ungum manni misþyrmt af tveimur glæpamönnum. Flestir létu sér fátt um finn- ast, enda orðnir dofnir fyrir fréttum um líkamsmeið- ingar og ofbeldi á höfuðborgarsvæðinu. Er nema von að fúlmenni fari sínu fram? Opinberir aðilar geta friðað samviskuna með því að efna til vímuvarnarviku einu sinni á ári. Slíkt lítur vel út á prenti en breytir engu um gang þeirrar styrjaldar sem háð er um íslensk ungmenni. Dópsalarnir halda áfram að stunda sína iðju, enda með góða innheimtumenn á sínum snærum. Óli Björn Kárason „Ein hlið máisins var þó aldrei tekin tii viðmiðunar, þ.e. vinna fiskvinnslufólksins," segir greinarhöfundur. Gullna kvóta- hliðið hvert og eitt. Samhliða því var veiði og at- vinnuréttur þeirra sjó- manna sem nýlega höfðu farið á milli skipa eða voru að fara milli skipa viðurkenndur og fengu þau skip sem þeir fóru á sér úthlutun í afla byggða á veiði- reynslu þeirra á öðrum skipum sem voru í eigu annars útgerðaraðila. Þannig lá ijóst fyrir að grunnur kvótaskipting- ar 1984 var veiðar og af- köst sjómanna á við- komandi fiskiskipum, hvar þeir höfðu unnið árin 1981 til 1983. Ein hlið málsins var þó aldrei tekin til viðmið- unar, þ.e. vinna fisk- „Ekki leikur á því minnsti vafi í mínum huga að réttur þeirra sjó- manna sem hafa margra áratuga atvinnureynslu af fiskveiðum sé í það minnsta jafn rétti útgerðar til þess að eiga atvinnurétt í fiskveiðum Kjallarinn Guðjón A. Kristjánsson formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands Það má með sanni segja að mis- skilningur sé al- gengasti skilning- urinn. Einhver sagði samt að það væri vont að fá trú á röngum misskiln- ingi. Sumir útgerð- armenn eða erf- ingjar þeirra telja sjálfum sér trú um að almættið hafl af gæsku sinni valið þá sérstaklega úr sem guðs útvalda til þess að þeir ein- ir og sér geti ákveð- ið örlög annarra íbúa sjávarbyggða við ísland. Örlög fólks í dölum, víkum, vogum og eyj- um Þegar kvótakerf- inu var komið á 1984 var það gert í kjölfar ört minnk- andi þorskafla síð- astliðin þrjú ár þar á undan, sem leiddi af sér þá spá fiskifræðinga að fram undan væri enn frekara fall og jafnvel viðkomubrestur þorsk- stofnsins um langa framtíð. Vegna óttans við þá skelfilegu spá var gripið til þess ráðs að taka upp kvótakerfi. Aðgerðin var byggð á neyðarrétti til takmörkunar á at- vinnurétti þeirra og veiðifrelsi sem fiskveiðar stunduðu með þjóð- arhag að leiðarljósi. Aðferðin átti fyrst og fremst að takmarka veið- ar sjómanna sem fiskveiðar stund- uðu við takmarkað magn sem ákveðið var að úthluta á flskiskip vinnslufólksins sem bjó á Dalsvík- urvogaeynni og sem var algjörlega háð atvinnu við fiskvinnslu um af- komu sína. Stjórnvöld hafa brugðist Núverandi ósætti um stjóm- kerfi fiskveiða er uppkomið vegna þess að stjórnvöld á hverjum tíma hafa brugðist því eðlilega og sjálf- sagða réttlætishlutverki að endur- skoða löggjöflna með það að mark- miði að neyðarlausn sú sem búin var til 1984 og byggði aðeins á út- gerð skipa 1981-83 og veiðiafköst- um sjómanna myndi ekki óaftur- kræfan eignarrétt útgerðarmanna á auðlindum þess óveidda fisk sem syndir í sjó við ísland. Ekki leikur á því minnsti vafi í mínum huga að réttur þeirra sjómanna sem hafa margra áratuga atvinnur- eynslu af fiskveiðum sé í það minnsta jafn rétti útgerðar til þess að eiga atvinnurétt í fiskveiðum. Sú aðferð sem nú er viðhöfð til skömmtunar á aðgangi að flsk- veiðum hélt aðeins sem neyðar- ráðstöfun vegna þess að 1983 voru allir hræddir (að vísu mishrædd- ir) um að þorskveiðin gæti hrunið um langa framtíð. Sú óttatilfinn- ing þjóðarinnar er ekki lengur fyr- ir hendi. Viðvarandi mismunun verður ekki byggð á neyð- arrétti Neyðarráðstöfun sem ekki þarf lengur að viðhalda og brýtur jafn- ræðisreglu má ekki festa í sessi. Jafnrétti og réttlæti til sjómanna og fiskvinnslufólks i sjávarbyggð- um verður að taka við á nýrri öld. Þeir sem horfa til framtíðar með kvótagróðann í fanginu munu að lokum aðeins þurfa 6 álnir lands líkt og við hinir. Vandi okkar er hins vegar sá að þeir hagnast um leið og þeir leggja atvinnu fólks í sjávarbyggðum og lífsafkomu í rúst. Hitt er annars víst að það verð- ur aldrei sátt um óbreytt kvóta- braskkerfl. Við verðum að finna aðferð við stjórn fiskveiða sem fellur að hagsmunum fólks í sjáv- arbyggðum landsins sem felst fyrst og fremst í því að koma í veg fyrir að atvinnuréttur heilu byggð- arlaganna sé ávallt í hættu að verða seldur i burtu. Guðjón A. Kristjánsson Skoðanir annarra Opnum ekki landamærin „Stefnt mun að því að frumvarp um aðild íslend- inga að svokölluðu Schengen-samkomulagi verði lagt fyrir Alþingi nú í október - svona til málamynda, leyfl ég mér að segja ... Við erum að galopna landamæri okkar fyrir öllum þeim sem búa í - eða með einhverj- um hætti hafa náð að komast inn í eitthvert hinna Schengen-landanna með öllum þeim vandamálum sem því fylgja ... ísland hefur frá náttúrunnar hendi ein- hver bestu landamæri í heimi. Því megum við ekki klúðra ... Ef við eigum milljarða „afgangs" eigum við að nota þá til að leysa okkar eigin vandamál - ekki til að kaupa okkur aðild að vandamálum annarra þjóða.“ Baidur Ágústsson, fyrrv. forstjóri, í Mbi. 24. sept. Miösækin miðbæjarstarfsemi „Helstu áherslur í skipulagi Reykjavíkur eru að banna byggð nema í óbyggðum. Ryðgaðir bárujáms- hjallar eru höfuðprýði Laugavegs og þegar þeir grotna niður í grunn á að byggja lítið og lágt í minn- ingu fátæktarbaslsins sem íbúar þorpsins bjuggu við þegar línur höfuðborgarinnar voru lagðar. í öðru hvoru hreysi Miðbæjarins eru krár, margar búnar fagurlega fáguðum og skínandi súlum. Þetta er mið- bæjarsækin starfsemi i höfuðstöðunum báðum, norð- an og sunnan heiða ... En Akureyringar hafa nokkuð að iðja á meðan þeir skipuleggja Miðbæ Reykvíkinga, sinn eigin miðbæ og strippbúllur í iðnaðarmanna- hverfum." Oddur Ólafsson, í Degi 24. sept. A5 bregöast börnum „Það er sorglegt að sjá og upplifa það að góðærið bitnar á börnunum okkar. Það þarf að sýna kjark og getu til þess að forgangsraða fjármunum þannig að börnin fái notið þeirra í uppeldi þjóðfélagsins. Ég harma það að borgaryflrvöld hafi brugðist börnunum okkar og bjóði þeim upp á slakan aðbúnað. Börnin okkar eiga rétt á því að búa við öryggi á hverjum degi jafnvel þótt góðæri sé í landinu. Til þess þarf pólitísk- an kjark til þess að finna lausnir sem duga. Eina lausnin er sú að hækka laun allra starfsmanna sem vinna með börnum. Ef borgarstjóri er sátt við sitt framlag til skólamála eins og staðan er í dag er mér illa brugðið." Lilja Eyþórsdóttir leikskólastjóri, í Mbl. 24. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.