Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 17
JLlV MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 |$enning « Ólgandi vor að hausti Það er óhætt að fullyrða að leikrit Franks Wede- kinds, Vorið vaknar, hafi verið timamótaverk því þar er í fyrsta sinn í leiklistar- sögunni fjallað opinskátt um vandamál sem tengjast ung- lingsárunum og því að verða kynþroska. Leikritið var jafnframt nýstárlegt hvað varðar hyggingu því þar fer í raun fram nokkrum sögum samtimis í laustengdum sen- um sem þó mynda eina heild. Wedekind lauk verk- inu 1891 en það var fyrst fimmtán árum síðar sem það var sviðsett og þá í styttri gerð. Þrátt fyrir stytt- ingar vakti Vorið vaknar mikla hneykslan enda um beinskeytta þjóðfélagsádeilu að ræða. Höfundurinn sýnir meðal annars fram á að ríkj- andi siðferðisgildi, sem mið- uðu að því að þagga allt sem viðkom kynþroska og kyn- hegðun í hel, gátu beinlínis reynst lífshættuleg og stein- gelt menntakerfi sem hefti og bældi í stað þess að upp- lýsa og þroska fær háðug- lega útreið. Vissulega hefur margt breyst á þeim rúmu hundrað árum sem liðin eru frá tilurð þessa verks. Það á samt erindi þvi tilfinning- amar sem vakna með kyn- þroskanum eru þær sömu og fyrir rúmri öld og því miður erum við enn að berjast við sömu fordómana, til dæmis hvað varðar samkynhneigð. Uppsetning Leikfélags Reykjavíkur á Vorið vaknar er sú fyrsta í ís- lensku atvinnuleikhúsi. Þetta er fjölmenn sýning og eðli verksins samkvæmt eru ung- ir leikarar í burðarhlutverkunum. Mest mæðir á Friðriki Friðrikssyni og Jóhanni G. Jóhannssyni sem leika vinina Melkíor og Móritz og Ingu Maríu Valdemarsdóttur sem fer með hlutverk Wendlu. Þau stóðu sig öll af stakri prýði og túlkuðu sveiflukennt tilfinn- ingalif unglingsáranna af næmi og innsæi. Minni hlutverk voru unnin af sömu natni og sem dæmi má nefna Ilse sem Sóley Elíasdótt- ir lék. í einni senu tókst henni að draga upp afbragðs skýra mynd af útlifaðri konu sem þó er vart af barnsaldri og þrátt fyrir kok- hreystina skein eftirsjáin eftir áhyggjuleysi bemskuáranna alls staöar í gegn. Sigrún um átök kynslóða líkt og verk expressjónistanna gerðu gjaman og er laust í formi eins og þau. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri velur þá leið að láta um- gjörðina gefa til kynna þessa expressjónísku hlið verksins en leikur og textameðferð er 'hins vegár á natúralískum nótum. Tónlist er óspart notuð til að undirstrika ólgandi til- finningar og í útfærslu sýningarinnar er ýmislegt sem minnir á tengsl höf- undarins við sirkus. Þungamiðjan í frábærri leikmynd Stígs Steinþórs- sonar er táknræn útfærsla á náttúmnni annars vegar og siðmenningunni hins vegar og eru þessir and- stæðu pólar tengdir með brú sem mörgum reynist erfitt að feta sig eftir. Sak- leysi og hreinleiki bernsk- unnar kristallast í náttúr- unni en hins vegar ein- kennist heimur hinna full- orðnu af áþreifanlegum Tiöftum og valdi sem af- skræmir í orðsins fyllstu merkingu. Búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur vísuðu í ritunartíma verksins þó einnig væri farin sú leið að stílisera og ákveðið tíma- leysi gerir það að verkum að skírskotun til okkar tíma verður sterkari. Vorið vaknar er annað leikstjóm- arverkefni Kristínar Jó- hannesdóttur á stóra sviði Borgarleikhúss- ins. Henni ferst það vel úr hendi og er þetta langbesta uppsetning hennar til þessa. Fyrri sýningarnar vom stilhreinar og agaðar en hér sleppir hún fram af sér beislinu líkt og unglingamir sem verkiö fjallar um. Vorið vaknar er glæsileg byrjun á 103. leikári Leik- félags Reykjavíkur og gefur tilefni til bjart- sýni um framhaldið. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á stóra sviði Borgarleikhússins: Vorið vaknar eftir Frank Wedekind Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Lýsing: Ög- mundur Þór Jóhannsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Þórunn María Jóns- dóttir Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Inga María Valdemarsdóttir og Friðrik Friðriksson í hlutverkum Wendlu og Melkíors. DV-mynd Pjetur Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir Edda Björnsdóttir fór á kostum sem móðir Melkíors og sena þeirra Þorsteins Gunnars- sonar sem lék foðurinn sérlega eftirminni- leg. Fleiri mætti telja til en ofangreind upp- talning látin nægja þar sem leikur var í heildina jafn og góður. Vorið vaknar er gjarnan nefnt sem dæmi um verk sem vísi til expressjónismans sem varð nokkuð áberandi í þýskum bókmennt- um á fyrsta fjórðungi aldarinnar. Þaö snýst Ný íslensk kvikmyndaverðlaun: Edda veitt í fyrsta skipti Um mánaðamót október og nóvember verða þáttaskil í sögu íslenskrar kvikmynda- gerðar þegar íslensku kvikmynda- og sjón- varpsverðlaunin verða veitt í fyrsta skipti. Það er stjóm íslensku kvikmynda- og sjón- varpsakademíunnar, sem stofnuð var fyrr á þessu ári, sem skipar fyrstu val- nefndina en í þeirri stjórn sitja fulltrúar allra aðila akademíunnar, sem eru fagfélög kvikmyndaiðnað- arins: Félag kvikmynda- gerðarmanna, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Samband íslenskra kvik- myndaframleiðenda og Framleiðendafélagið. Valnefndin velur til- nefhingar í sjö flokkum: Besta leikara í kvikmynd eða sjónvarpi, bestu leikkonu í kvikmynd eða sjónvarpi, besta sjón- varpsefni almenns eðlis, besta leikna sjónvarps- efni, bestu heimildar- myndina, besta leikstjóra og - að lokum! - bestu kvikmyndina. Auk þess má nefndin velja þrjá ein- staklinga sem skarað hafa fram úr á sínu sviði kvik- myndagerðar. Tilkynnt verður um tilnefningar 15. októher. Þá er komið að almennum meðlimum akademí- unnar að velja á milli hina tilnefhdu og verða úrslitin tilkynnt við hátiðlega athöfn sem væntanlega verður sjónvarpað. Ásgrímur Sverrisson, framkvæmdastjóri íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademí- unnar, sagði að allar íslenskar kvikmyndir sem sýndar hefðu veriö á „akademíuárinu" yrðu með í atkvæðagreiðsl- unni. „Við ákváðum að akademíuárið næði frá 21. október i fyrra til 20. október í ár,“ sagði hann, „þannig að nýju myndirnar Ungfrúin góða og húsið og Myrkra- höfðinginn komast báðar með.“ - Hvað á þessi íslenski óskar að heita? „Eddu-verðlaunin,“ svarar Ásgrímur - og við ftnnum bæði að þetta er söguleg stund. „Maður fær „Edduna“!“ bætir hann við. „Edda þýðir amma eða formóðir og hugmyndin er að tengja með þessu heiti kvik- myndalistina við sagna- hefðina gömlu, sögumar sem gengu í munnmæl- um frá kynslóð til kyn- slóðar. Kvikmyndirnar sækja í þennan sagnaarf og eru auðvitað í eðli sínu bara nútíma- sagnagerð." Viðurkenning til kollega - Hefur undirbúningur staðið lengi? „Já, í heilt ár. Okkur fannst kominn tími til að fókusera á okkar eigin framleiðslu, bæði kvikmyndir og sjónvarpsefni," segir Ásgrímur. í akademíunni eru nokkur hundruð manns - allir sem komið hafa nálægt kvik- myndagerð á íslandi á faglegan hátt, þar með taldir leikarar sem telja um fjórðung félaga. Þetta fólk fær að kjósa um tilnefningamar undir lok október. Enn fremur mun almenn- ingi verða gert kleift að kjósa um þær með atkvæðaseðlum sem birtast munu opinber- lega en vægi almennings verður þó minna en kjörskrár akademíunnar í kosningunni. Ás- grímur taldi líklegt að þegar fram í sækti fengju almennir meðlimir akademíunnar líka að velja þá sem tilnefndir eru. En í þetta fyrsta sinn mun eins og áður sagði sérstök valnefnd ákveða tiinefningar. - Að lokum, Ásgrimur, ertu ekki hræddur um að þessi verðlaunaveiting veki úlfúð og öfund? „Síður en svo,“ svarar Ásgrímur að bragði. „Við höfum vandað okkur mjög við kosningareglurnar til að reyna að fyrir- byggja allan klíkuskap. Þessum verðlaunum svipar að því leyti til óskarsverðlaunanna og annarra kvikmyndaverðlauna víðs vegar um heim að fólkið í bransanum er að veita kol- legum sínum viðurkenningu fyrir gott starf. Um leið ættu Eddu-verðlaunin að verða mik- il hvatning til þeirra sem vinna við kvik- myndir og sjónvarp að gera alltaf sitt besta og helst aðeins betur.“ Ásgrímur Sverrisson: Eddan á að tengja hina ungu listgrein við sagnaarf kynslóðanna. Önnur bók um sósíalista og Sovet Hér i dálki var fyrir tveimur vikum sagt I frá væntanlegri bók eftir Jón Ólafsson heimspeking um íslenska sósíalista og Sov- étríkin á árunum 1920 '60. Nú hefur frést að í haust komi út hjá Nýja bókafélaginu önnur bók um sama £ efni og byggð á rann- sókn heimilda úr sömu •: skjalasöfnum í Moskvu og bók Jóns | Ólafssonar. Sú bók er ( eftir Arnór Hannibals- Jj son, prófessor í heim- ' speki, sem fór ungur til náms í Moskvu og hefur áður sent frá sér Jj bækur um Sovétríkin og sögu vinstri hreyf- Íingar á íslandi. Nýja bókin hans er í tveimur hlutum og fjallar annars vegar um samband íslenskra ■ kommúnista og Kominterns, alþjóðsam- ' bands kommúnista, og hins vegar um sam- band Halldórs Laxness og Sovétríkjanna. Mun mörgum þykja fróðlegt að bera saman ; úrvinnslu þessara tveggja manna - hvors af sinni kynslóð - úr þessum heimildum. Valið fyrir Booker Nú hefur verið tilkynnt hverjir eru til- nefndir til bresku Booker-verðlaunanna, og eru margir hissa og hneykslaðir á að þar skuli hvorki vera Salman Rushdie með sina rokksögu, Jörðin undir fótum hennar, né Roddy Doyle (á mynd) með Stjörnuna §1 Henry. Veðbankar hafa sýnt valinu fremur lítinn áhuga - úr því þeir sem mestur spenningurinn var fyrir eru ekki með. Efstur þar á vin- sældalista er enska leikskáldið Michael Frayn fyrir sögu sína Headlong. Næstur kemur J. M. Coetzee frá Suður-Afríku með ;. Hann er sá eini með- sm hefur fengið verð- £ launin áður; þau hlaut hann 1983 fyrir skáldsöguna The Life and Times of Michael j K. Þriðja í vinsældaröð veðfikla er Anita Desai með skáldsöguna Fasting, Feasting. Hún hefur verið tilnefnd tvisvar áður og vonar nú það besta. Loks eru Ahdaf Soueif - sem er af egyp- sku bergi brotinn - með The Map of Love, Skotinn Andrew O’Hagan með Our Fathers og írski blaðamaðurinn Colm Toibin með The Blackwater Lightship. Úrslitin verða tilkynnt 25. október og verðlaunin nema 21.000 pundum eða á þriðju milljón ís- lenskra króna. Dogmadanska FyiT í þessum mánuði birtist kjallara- grein i Politiken undir þessu heiti. Þar sendir ung dönsk kona löndum sínum harðorð mótmæli gegn limlestingu á danskri tungu sem hún segir að sé alveg að tapa stríðinu við enskuna. Með tilvísun í dogmamyndirnar kallar hún á nýja stefnu í málhreinsun sem hún nefnir dogma- dönsku og setur hana upp í tiu liðum eins og reglur dogmabræðranna. Þar segir m.a. að öll orð eigi að bera fram á dönsku og beygja á dönsku, stafsetningar- og mál- fræðireglum eigi að fylgja og búa til ný dönsk orð í stað enskra orða yfir nýjungar á öllum sviðum. Um síðasttalda atriðið vísar hún til ís- lensku og kemur með alllangan lista yfir orð sem mætti mynda á dönsku á sama hátt og íslensku: tankegrej í stað software (hugbúnaður), flyvefreja fyrir stewardesse (flugfreyja), barmmærke í stað badge, luft- bælg í stað ballon, hándtage i stað arrestere (handtaka), billedband í stað vid- eo (myndband), bilskur í stað garage, udel- eje í stað camping (útilega) og mörg fleiri. Þetta er skemmtfleg grein og gaman að sjá livað stúlkan er vel að sér í íslensku. Það verður þó skiljanlegra þegar í ijós kem- ur að hún heitir Kirsten Rask ... En ekki fylgir þessari sögu hvort hún er komin af málfræðingnum fræga, Rasmus Kristian Rask (1787-1832), sem átti á sínum tíma þátt í því að íslenskan lifði af dönsk áhrif. Ihhhhhhhhhhhbhhbhhhhhhhmhiihbbhí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.