Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 Asetning meðhita - fagmenn móiff Sólgleraugu á húsið - bílinn Lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita, 1/3 af glæru og nær alla upplitun. Við óhapp situr gferið f filmunni og þvf er minni hætta á að fólk skerist. Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 Ekki bara glæsileikinn, einnig vellíðan, en aðalatriðið er öryggið! Fréttir DV Seyöfirskur uppfinningamaður fær einkaleyfi: Sóðalegri og seinlegri vinnu útrýmt DV, Seyöisfirði: Hreinsun olíu- og lýsistanka hef- ur ávallt þótt mjög sóðaleg og óholl vinna og því lítt eftirsóknarverð. Nýlega fékk Hallgrímur Jónsson, vélamaður á Seyðisfirði, einkaleyfi á tæki sem hann hannaði og smíð- aði og hefur notað nokkuð lengi með frábærum árangri. Hann hreinsar til dæmis 4-5 tonna tanka og skilar þeim eftir sólarhring og vinnur þá oft einn. Með gamla lag- inu hefur það tekið þrjá til fjóra menn 2-3 vikur að vinna verkið. Hallgrimur segir að í upphafi mæli hann tankinn sem hreinsa skal og komi síðan tækinu og leiðsl- um fyrir. Hann er síðan utan við tankinn meðan hreinsunin fer fram, sem er náttúrlega öryggisatriði því alltaf geta myndast hættulegar guf- ur inni í tönkunum. Hallgrímur seg- ir að tækið skili auk þess betri ár- angri en handhreinsun. Einkaleyfissréttur er dýr, auk þess sem forvinna og undirbúning- ur er kostnaðarsamur, en ríkisvald- ið tekur nokkurn þátt í heildar- kostnaðinum. Fyrir fimm árum stofnaði Hall- Hallgrímur Jónsson hefur fundið upp aðferð við tankahreinsun sem útrýmir óhollri, seinlegri og sóðalegri vinnu. DV-mynd JJ grímur þjónustustöðina Þvottatækni Stöðin annast bæði þvott og viðgerð- lýsis- og olíutönkum. Starfsmenn eru og rekur hana ásamt fjölskyldu sinni. ir á mjölpokum og einnig hreinsun á venjulega fjórir til sex. -JJ Nýja bíó fær nýtt hlutverk Þar sem síldarstúlkur og síldar- sjómenn skemmtu sér fyrr á öld- inni í Nýja bíói við Aðalgötu á Siglufirði hafa undanfarið staðið yfir miklar endurbætur í takt við þá tíma þegar sjónvarp og vídeó- spólur minnka þörfina fyrir kvik- myndahús. Frá í vor hafa þau Ásta Oddsdóttir og Tómas Ósk- arsson staðið fyrir þessum fram- Óneitanlega setur Nýja bíó enn sterkan svip á Aðalgötuna á Siglufirði. Hinir nýju eigendur Nýja bíós, þau Ásta Oddsdóttir og Tómas Óskarsson. kvæmdum og er þeim nú að ljúka. Hluti hússins var tekinn í notkun um mitt sumar, sjoppa og vídeó- leiga, en auk þess hefur bar á efri hæð hússins verið opinn nánast all- an tímann. Matsala hefst í þessum mánuði en skyndibitinn hefur verið á boðstólum fram til þessa. Tómas sagði í samtali við frétta- ritara DV að endurbótum á sam- komusalnum væri að ljúka. Þar verður pláss fyrir 150 manns í, sæti, prýðileg aðstaða fyrir fundi og ráð- stefnur, sem og margs konar sýn- ingar, því við salinn er 70 fermetra svið. En tilheyra bíósýningar liðinni tíð? Tómas segir að jafnvel sé áformað að hefja kvikmyndasýningar í hús- inu en þær hafa legið niðri um all- langan tíma. Tómas Óskarsson sagði að hann fyndi fyrir jákvæðu viðhorfi fólks til breytinganna á húsinu. Húsið er frá 1924 og eiga margir góðar minn- ingar úr þessu húsi þegar það var miðstöð margvíslegrar menningar- starfsemi bæjarbúa. -ÖÞ Bragarbót og Sporiö í Kína: Rammíslensk menning í Kína DV, Vesturlandi: Sönghópurinn Bragarbót og danspör úr danshópnum Sporinu í Borgarfirði gerðu góða ferð til Pek- ing í Kína fyrr í mánuðinum. AI- þjóðleg ferðamálahátíð fór fram dag- ana 5. til 9. september í Peking. Af hálfu íslands var ferðaskrifstofunni Landnámu falið að útvega þátttak- endur frá íslandi. Ráðstefnan er lið- ur í að efla menningar- og viðskipta- tengsl milli landanna. Alls komu fram hópar frá 34 löndum auk þess hópar frá ýmsum héruðum í Kína. „Kínverjamir komu okkur fyrir sjónir sem elskulegt og vinnusamt fólk sem gott er að heimsækja og öll fyrirgreiðsla var til fyrirmyndar. í heild var ferðin ákaflega fróðleg og skemmtileg fyrir okkur islending- ana en allar aðstæður eru að sjálf- sögðu mjög frábrugðnar því sem við eigum að venjast hér heima,“ sagði Svava Kristjánsdóttir í samtali við DV. Sönghópurinn Bragarbót er skip- aður mörgu nafntoguðu fólki. Þar Þau fóru til Kína og kynntu íslenskan menningararf í tónum og dansi: Efri röð frá vinstri: Svava Kristjánsdóttir, Pétur Jónsson, Ásgerður Ólafsdóttir, Sigurður Pétursson, Þórunn Þórarinsdóttir, Grétar Einarsson, Hafdís Pét- ursdóttir, Óskar Guðmundsson. Neðri röð frá vinstri: Kristján Kristjánsson (KK), Ólína Þorvarðardóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla). syngja og spila meðal annarra Krist- dóttir, Sigurður Rúnar Jónsson In Á. Ólafsdóttir, Ólína Þorvarðar- (Diddi fiðla) og Kristján Kristjáns- son (KK). Einnig var boðið tveim pörum úr danshópnum „Sporinu" í Borgarfirði að sýna íslenska þjóð- dansa. Þau voru Svava Kristjáns- dóttir, Pétur Jónsson, Hafdís Pét- ursdóttir og Grétar Einarsson, öll frá Hvanneyri. Hópurinn fékk mjög góðar móttökur af hálfu skipuleggj- anda sem sá til þess að tíminn nýtt- ist mjög vel til að kynnast landi og þjóð. Fyrsta daginn var almenn kynning á ráðstefnunni með skrúð- göngu á einni aðalgötu borgarinnar sem var þétt skipuð áhorfendum sem tóku mjög vel á móti sýnend- um. Voru íslendingarnir sammála um aö ekki myndi síðar á ævinni gefast færi á stærri áhorfendahóp. Þá komu hóparnir einnig fram í leikhúsi og á útisviði þar sem sjón- varpað var beint til margra landa. Hópnum var boðið í ýmsar skoðun- arferðir, svo sem að hinum fræga Kínamúr, í Forboðnu borgina, gaml- ar keisarahallir og almennan úti- markað. Þá buðu sendiherrahjónin þau Ólafur Egilsson og Ragna Ragn- ars hópnum til kvöldverðar. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.