Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 31 ▼ DV Sviðsljós Bondstúlkan fer ekki úr fötunum Aðdáendur leikkonunnar Denise Ric- hards eiga ef- laust eftir að verða fyrir vonbrigðum þegar þeir sjá nýjustu mynd- ina um James Bond. Denise, sem til þessa hefur ekki verið feimin við að fækka fótum á hvíta tjaldinu gerðist þess þörf, gerir aft- ur á móti ekkert slíkt í Bond- myndinni. „Ég leik í einu ástarat- riði á móti Pierce Brosnan," segir hún. En í Ameríku er myndin fyr- ir þrettán ára og yngri og því eru konubrjóst ekki leyfileg. Hún sést ekki einu sinni í bikiníi. Pamelu Ander- son á forsetastól Skemmtileg tilhugsun það, Pamelu Ander- son í Hvíta húsið. Eða hvað? Banda- ríski leikarinn og Clintonað- dáandinn Alec Baldwin hreifst svo af ræðu Pamelu Ander- son silíkonbombu um daginn að hann hvatti hana eindregið til að fara í framboð til forseta Banda- ríkjanna. Þetta gerðist eftir að Pamela hafði veitt viðtöku viður- kenningu fyrir framlag sitt til rét- tindabaráttu dýra. „Þú verður að taka þetta til alvarlegrar athugun- ar,“ sagði Alec við Pamelu. Og það er ekki einu sinni kominn 1. apríl. Tískuvikunni í London lauk með stæl fyrir helgina. A næstsíðasta degi henn- ar mátti sjá þennan fislétta glæsifatnað úr smiðju hönnuðanna Copperwheat Blundell. Ekki skjólgóð flík fyrir Frónbúa en kjörin í hinum heitu suðuriönd- um á næsta sumri. Tískuvikan þótt i takast vel. Robin Williams var langt leiddur: Kókaín og - kvennafar Kókaín, áfengi og kvennafar var nærri búið að ganga frá gamanleikar- anum Robin Williams. Frá þessu seg- ir hann í bókinni The Life and Humor of Robin Williams. Árið 1982 var ástandið verst. „Kókaín var felustaðurinn minn. Flestir verða ofvirkir af kókaíni en ég róaðist af því. Kókaín er aðferð guðs við að segja manni að maður þéni of mikla peninga," segir Williams. Hann var einn af þeim síðustu sem sáu John Belushi, sem lék i Saturday Night Live og Blues Brothers, á lífi. Þeir höfðu neytt kókains í veislu á hótelherbergi Belushis. Nokkrum klukkustundum eftir að Belushi yfir- gaf herbergið lést Belushi eftir að hafa heytt blöndum af kókaíni og heróíni. „Dauði hans skelfdi marga í skemmtanabransanum," segir Willi- ams. En það var ekki bara fikn í kókaín sem var vandamál hjá Williams held- ur ennig fikn i áfengi og kvenfólk. „Ég var haldinn jafn mikilli fikn í kvenfólk eins og í eiturlyf. Þetta er liðið hjá en þegar ég lít til baka þykir mér þetta niðurlægjandi." Þegar Williams eignaðist soninn Zachary varð vendipunktur í lifi hans. Hann hætti allri fikniefna- og áfengisneyslu og flutti á bóndabæ í norðurhluta Karólínu. Nú er Robin Williams hamingjusamur maður sem skemmtir öilum heiminum. Löggan stendur sig: Vöðvabúntið stöðvað Belgíska vöðvafjallið og kvik- myndaleikarinn Jean-Claude Van Damme hefur giæinilega ekki hlust- að á Óla H. Þórðar og félaga hans hjá Umferðarráði um að eftir einn ei aki neinn. Lögreglan i Hollywood veitti at- hygli bifreið einni sem ekið var heldur glannalega eftir Sólseturs- breiðstrætinu fræga um miðja nótt í síðustu viku. Þegar betur var að gáð kom í ljós að belgíska buffið sat undir stýri og þótti laganna vörðum sem maðurinn væri ekki allsgáður. Alkunna er að ameríska löggan fer ekki í manngreinarálit. Því var Jean-Claude færður á stöðina, þótt frægur væri og allt það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.