Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 Hringiðan r Kvikmyndin Ungfrúin góða og húsið eftir sögu Hall dórs Laxness, í leik- stjórn dóttur hans, Guðnýjar, var frum sýnd í Háskólabíói á föstudaginn. Ragn- hildur Gísladóttir og Tinna Gunnlaugs- dóttir leika tvö af að- alhlutverkunum og þær voru að sjálf- sögðu á sýningunni. Frosti Friðriks- son, nemi í Lista- háskólanum, opnaði sýningu í Gallerí Nema hvað á laugar- daginn. Hér gluggar listnem- inn í Fókus ásamt írisi og Gunnhildi. Eitt viðamesta verkefnið á dagskrá Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000, var kynnt á Rex á laug- ardaginn, hönnunarverkefnið Futurice, þar sem heimar tísku, hönnunar og margmiðlunar mætast. Borgar- stjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún, sá um að tilkynna hverjir hefðu orðið fyrir valinu og er hér ásamt þeim útvöldu og staðgenglum þeirra sem ekki komust. Leiklistarskólakærustuparið Esther Talía og Ólafur Egils- son mættu á frumsýningu ís- lensku kvikmyndarinnar Ung- frúin góða og Húsið eftir sögu Halldórs Laxness, enda for- eldrar Óiafs, Tinna Gunn- laugsdóttir og Egill Ólafsson, í leiðandi hlutverkum. Auður Laxness ir hér mynd af sinni á Ungfrúarinnar og Hússins. DV-myndir Guðný Halldórs- dóttir, leikstjóri kvikmyndarinnar Ungfrúin góða og Húsið, ávarpaði gesti Háskólabíós áður en sýningin hófst. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi leikritið Vorið vaknar í Borgar- leikhúsinu á laugar- daginn. Þýðandi verksins, Hafliði Arn- grímsson, Margrét J. Pálmadóttir kórstjóri og leikarahjónin Gísli Rúnar Jónsson og Edda Björgvinsdóttir voru hress í hléi. Leikritið Vorið vaknar eftir Frank Wedekind var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á laug- ardaginn. Hallur Helgason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnsen voru meðal frumsýningargesta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.