Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 T>V nn Ummæli Davíð með gagnstæðai skoðanir „Forsætisráðherra er bú- inn að lýsa svo mörgum gagn- stæðum skoðunum á FBA-málunum að hahn hefur ekki yfirsýn yfir þær allar. Það er því kannski eðli- legt að honum komi nú á óvart þegar riflað er upp það sem hann sagði fyrir hálf- um mánuði, eins og ég gerði.“ Sighvatur Björgvinsson, Samfylkingu, um skoðanir Davíös Oddssonar á sölu bréfa í FBA, í Degi. Sárnaði ólýsanlega „Ég stend við öll mín orð og þarf engan til að biðjast af- sökunar á gjörð- um minum. en mér sárnaði ólýsanlega að sjá hræðsluna, sleikjuháttinn og kjarkleysið í minum fyrrum samstarfs- mönnum. Já, allir hafa þörf fyrir handa- þvott, líkt og á tímum Krists. Þeir biðja um ljúft samstarf við þá aðila sem hafa sem hafa brugðist þeim hvað mest á umliðnum árum. Verði þeim að góðu.“ Ragnheiður Ólafsdóttir, fv. formaður íbúasamtaka Þingeyrar, sem tekur aftur afsökunarbeiðni nábúa sinna fyrir hennar hönd vegna ummæla hennar á borgarafundi. Tók saman stafla af bókum „Ég tók saman töluverðan stafla af bókum og úr þessu valdi forsetinn af kostgæfni og auðséð að þar fór gamall prófessor." Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, í DV, en hann lánaði Ólafi Ragnari bækur um forleifafræði ísraels, trú Dorritar Moussalief, vin- konu hans. Gera aðför að þjóðfélaginu „Hver beygir hvern í ríkis- stjórninni þykir mér minna máli skipta en hitt...við erum því miður að sjá framan í gróf- ustu gerð gróða- hyggjunnar á íslandi gera að- för að þjóðfé- laginu“ Ógmundur Jónasson, VG, um sölu á hlut ríkisins í FBA, í Degi. Hjördís Guðbjörnsdóttir, skólastjóri Engidalsskóla: Galdurinn er góður skóli Hjördís Guðbjörnsdóttir, skóla- stjóri Engidalsskóla, segir að skóla- starf hafi gjörbreyst á þeim rúmu tuttugu árum sem hún hefur verið skólastjóri. Nýlega var tekinn í notkun þriðji áfangi skólans. Það er 2500 fer- metra viðbygging en áður var skólinn einungis 2000 fer- metrar að flatarmáli. Er ekki mikill munur á aðstæðum nú þegar viðbyggingin er komin? „Jú, svo sannarlega. Þetta er í rauninni allt annar skóli,“ segir Hjördis. „Þegar ég tók við skólanum var hann í raun þrísetinn en nú er hann orðinn einsetinn. Það er að sjálfsögðu mikill munur því það þýðir að öll börnin hafa sína heimastofu, eins og við köllum hana, og sitt eigið borð og stól sem Maður dagsins enginn annar notar. Þegar svona háttar til er hægt að stilla hús- gögnin, sem við höfum nýfest kaup á, við hæfi hvers og eins. Það skilar sér í meiri vellíðan barnanna í skólánum og von- andi meiri athygli i tímunum. Börnin eru líka alsæl með breyt- inguna, enda höfum við núna miklu betri aðstæður en áður. Þó þetta sé tuttugu ára gamall skóli höfum við aldrei fyrr haft eigin samkomusal eða tónlistarsal og ekki heldur tölvustofu. Skólinn var allur tekinn í gegn núna og hann er orðinn stórglæsi- legur. Þetta er hrein bylting fyrir okkur. Ein af breytingunum er líka að nú höfum við fengið tölvu í hverja kennslu- stofu. Nú eru allir kenn- ararnir okkar á nám- skeiði og að til- einka sér tækn- kostur er áður en við byrjum að not- færa okkur þessa nýjung,“ segir Hjördís." Hvemig flnnst þér andinn í Engidalsskóla núna? „Hann er mjög góður. Sem dæmi um það má nefna að af þeim 13 kennurum sem réðu sig við skólann í upphafi eru 9 enn við störf. Hér er góður kjarni starfsfólks sem er mjög mikilvægt til að skapa börnunum öruggt og gott umhverfi. Ég hef til dæmis aldrei þurft að ráða réttindalausa kennara til starfa og ég man ekki einu sinni til þess að hafa þurft að auglýsa lausa kennarastöðu. Gald- urinn við þetta er góður skóli og gott andrúmsloft," segir Hjördís og brosir. Hjördís er gift Karli Grönvold jarðfræðingi og eiga þau þrjú upp- komin böm. Hjördís hefur mörg áhugamál, meðal ann- ars er hún áhuga- söm um bæjar- málin í Hafnar- firði, enda er það heimabær hennar . Nú segist hún einna helst njóta þess að vera í ömmu- hlut- verk- inu. -HG Rauði krossinn með kynningarfund: Kynning á sjálfboðaliðastarfi Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands heldur kynn- ingarfund um sjálfboða- liðastarf í Sjálfboðamið- stöðinni að Hverfisgötu 105 í kvöld kl. 20.00. Hjá Rauða krossinum koma sjálfboðaliðar að margs konar verkefnum. Sum era i gangi allt árið um kring og önnur standa yfir í skamman tíma, frá nokkrum tímum upp í nokkr- ar vikur. Að jafnaði er miðað við 10-12 tíma sjálfboðið starf á mánuði í föstum verkefn- um, oft 2-3 klst. í senn. ------------ Sjálfboðastarf Rauða p||||(Jj|‘ Myndgátan krossins er skemmti- legt og bölbreytt og er fyrir alla aldurshópa. Um er að ræða verkefni hjá Vina- línu, Ungmennadeild, Kvennadeild, Sjálfboðamiðlun og Rauða kross húsinu, svo sem við sölubúðir á sjúkra- húsum, símsvörun, skyndi- hjálp, heimsóknarþjónustu, vinnu með efni af ýmsu tagi -----og fleira. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér sjálfboðastarf Rauða krossins eru vel- komnir á kynningarfundinn i kvöld. Nánari upplýsingar fást í sima 551-8800. Ráneðla Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Guðrún Ásmunds- dóttir. Unglingar, borg, tíska, fíkn og trú Biblíuskólinn við Holtaveg stendur fyrir unglinganámskeiði á morgun, þriðjudag. Yflrskrift námskeiðsins er Unglingar, borg, tíska, fikn og trú. Námskeiðið flallar um þjóðfélagsbreytingar og áhrif þeirra á fjölskylduna og samfélagið og varpar fram ýmsum spurningum. Þeirra á meðal eru spurningar eins og: Hvað er að vera kristinn? Hvað segir náms- ráðgjafinn og uppeldisfræðingur- inn við unglinga í vanda? Hvað er misnotkun og hvað er fikn? Hvað eru forvarnir? Hvernig nálgumst við unglinga í vanda? Hver eru áhrif bíómynda, tísku og tónlistar á unglinga?-----------— Hvers konar Námskeíð miðborg vilja _________ borgaryfirvöld? og Hvar byrjaði starf KFUM og KFUK í Reykjavík? Kennarar á námskeiðinu koma viða að. Þeir eru: Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona, Sigríður Hulda Jónasdóttir næringarráð- gjafi, Einar Gylfi Jónsson sálfræð- ingur, Davíð Bergmann unglinga- ráðgjafi, Kristín Einarsdóttir mið- borgarráðgjafi, Þórarinn Björns- son guðfræðingur, Jakob Hjálm- arsson og Jóna Hrönn Bolladóttir prestar. Námskeiðsgjald eru 1500 krón- Bridge Þetta spil, sem kom fram í síðustu lotu úrslitaleiks sveita Landsbréfa og Strengs í bikarkeppni BSÍ, féll í samanburðinum. Lokasamningur- inn var sá sami á báðum borðum, þrjú grönd. Eðlilegt mætti telja að samningurinn færi niður á báðum borðum og spilið félli þannig. Sú varð þó ekki niðurstaðan heldur fengu háðir sagnhafanna að standa þetta spil. Sagnir og úrspil gengu þannig fyrir sig i opnum sal, suður gjafari og enginn á hættu: ♦ G6 éé ÁK3 •f G63 * ÁG983 4 D108532 «* * 102 ♦ K107 * 54 4 ÁK74 M DG8 ♦ 9842 * D7 Suður vestur norður austur 1 grand 2 ♦ 2 grönd pass 3 * pass 3 pass 3 grönd p/h Tveggja tígla innkoma vesturs sýndi langlit í öðrum hvorum hálit- anna. Norður sýndi lauflit sinn og styrk i hjarta með sögnum. Vestur hóf vörnina á því að spila út spaða- fimmu og sagnhafi átti slaginn á gosann í hlindum. Hann ákvað að spila næst spaða á kóng og laufa- drottningu að heiman. Austur drap á kóng og spilaði hjarta til baka. Sagnhafi drap tíu vesturs á kóng í blindum, tók slagi á ÁG í laufi og spilaði áfram laufi. Nú á vörnin 5 slagi með þvi að taka þrjá á tígul. Hins vegar tókst vörninni ekki að koma nægjanlega skýrum skilaboð- um á milli sín og austur spil^aði áfram hjarta. Vöm- in gekk mjög svipað fyrir sig á hinu borðinu og því féll spilið í saman- burðinum. Það verður að viður- kennast að það er erfltt fyrir vestur að sýna í afköstum sínum með óyggjandi hætti að hann eigi tígul- kónginn. Ef köllin eru lág er sjöan í tígli óþarflega hátt spil og afköst í spaða með tilvísun í tígullitinn eru vandkvæðum bundin. Alla vega sýnir reynslan þá niðurstöðu. Kall með háu spili (tígultía) hefði hins vegar getað dugað vörninni vel í þessu tilfelli. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.