Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Side 1
Sega Rally 2 á leiðinni bls. 28 | Framkvæmdastjóri stærstu netmið- stöðvar í Svíþjóð bls. 23 Katla vöktuð bls. 24-25 tö1vui tækni og vísinda PlayStation Finnst líf á Evrópu? Vísindamenn eru um þessar mundir að velta fyrir sér hvort bora eigi niður á neðansjáv- arfljót á Suðurskautslandinu. Þar niðri gætu nefnilega leynst vis- bendingar um það hvort mögulegt sé að finna lif á einu tungla Júþíters. Fljótið heitir Lake Vostok og liggur það fjóra kílómetra undir yfirborði Suðurskautslands- ins. Menn halda því fram að margt sé líkt með því og vötnum sem er að finna undir jöklum tunglsins Evrópu. Telja menn því að ef líf finnst við hinar köldu og erfiðu aðstæður í Lake Vostok geti það þýtt að einnig þrífist líf á Evr- ópu. Vegna einangrunar suður- skautsíljótsins búast menn við að þar sé að finna mjög áhugaverða hluti en enn þá hefur ekki verið borað þangað niður vegna ýmissa vandkvæða sem slíkum fram- kvæmdum fylgja. Rafnef þefar af þvagi Rafrænt nef sem þefar af þvagi get- ur dregið verulega úr þeim tíma sem það tekur að greina sýkingar í þvagrás, að sögn vísindamanna við Cranfield-há- skóla í Bretlandi sem hönnuðu nef- iö. Það hefur hlotið nafnið Diag- Nose og getur það orðið til veru- legra bóta fyrir þá sem fá sýkingar af þessu tagi því oft skiptir miklu máli að greina sýkingar sem allra fyrst til að hægt sé að meðhöndla þær á réttan hátt áður en þær verða að verulegu vandamáli. Þekktar greiningaraðferðir í dag taka aUt að 48 tima en Diag-Nose þarf aðeins nokkra klukkutíma til að þefa af þvaginu og ákvarða hvaða sýking sé á ferðinni. LíiiJUJJ£> ína'úl í síðustu viku misstu geimvís- indamenn NASA samband við geimfarið Mars Climate Orbiter þegar það átti að komast á sporbaug um Mars. Talið er að geimfarið hafi farið alltof nálægt plánetunni og brunnið upp í gufu- hvolfi hennar. Áætlað hafði verið að geimfarið myndi fara á spor- baug um 200 km frá yfirborði Mars. Á miðvikudegi reiknaðist mönnum hins vegar til að geimfarið myndi koma að plánetunni í 150 km hæð sem var ásættanlegt. Én raunin varð hins vegar sú að lofthæðin var 60 km og í þeirri hæð er lítill möguleiki á að Mars Climate Orbit- er hafi komist óskaddað af. Vís- indamennirnir reyndu allt hvað þeir gátu til að ná aftur sambandi við geimfarið en allt kom fyrir ekki. Nú þurfa menn því að hefja rannsókn á því hvað hafi farið úr- skeiðis í þessu metnaðarfulla rann- sóknarverkefni á plánetunni rauðu. Samkvæmt fyrstu athugunum virðist sem ekkert hafi verið að geimfarinu sjálfu og líklegast sé að um mannleg mistök eða villu í hug- búnaði hafi verið að ræða. Menn horfa aðallega til atburða þann 15. september þegar vélar voru settar af stað til að fmstilla aðflug geim- farsins og telja jafnvel að villa í út- reikningum þann dag hafi orðið þess valdandi að allt fór úrskeiðis. Geimvísindamenn leggja áherslu á það í kjölfar þessara vandræða, að þau marki hvergi nærri endalok geimferða til Mars. Áður hafa menn misst geimfor í leiðöngrum sem þessum og lært af þeim mis- tökum að senda ekki mjög um- fangsmikil og dýr geimför í einu, heldur fara frekar fleiri og ódýrari leiðangra. Þess vegna er missirinn ekki eins mikill og margir ef til vill hefðu haldið. vefasr é visir.is allt sem þú þarft að vita - og miklu meira til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.