Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 2
m m Úr sögu Intel-örgjörvanna: Frá 4004 til Pentium III 1971 Fyrsti Intel-ör- gjörvinn, sem kallaður var 4004, varð að veruleika. Hann var notaður til að keyra Busicom- reiknivélina og ruddi leiðina í átt að þróun einmenn- ingstölvanna. 1972 Intel 8008 örgjörvinn var tvisvar sinnum hraðvirkari en 4004 örgjörvinn. Með 8008 smíðaði Don Lancaster, sem var áhuga- maður um tölvur, forvera þess sem kalla má fyrstu einmennings- tölvuna. Blaðið Radio Electronics kallaði fyrirbærið sjónvarps-rit- vél. 1974 Þetta ár kom fram örgjörvi sem kallaður var 8080 og varð heili fyrstu tölvunnnar sem kölluð var Altair, en hún var nefnd eftir ákvörðunarstað geimskipsins Enterprise i Star Trek-sjónvarps- þáttunum. Áhugamenn gátu keypt ósóimsett „kit“ af þessari tölvu á 395 dollara og innan fárra mánaða var búið að selja tugi þús- unda af þessari vél sem var fyrsta söluævintýri Personal Computer (PC) í heiminum. 1978 Örgjörvinn 8088 var notaður í einmenningstölvu sem var sú fyrsta sem hitti virkilega í mark frá IBM. Árangur IBM með Intel 8088 örgjörvann kom Intel á spjöld tímaritsins Fortune sem kaus þetta framtak sem einn af viðskiptasigrum áttunda áratug- arins. 1982 Örgjörvinn 286, líka þekktur sem 80286, var fyrsti Intel-ör- gjörvinn sem gat keyrt öll forrit sem skrifuð voru fyrir forvera þess örgjörva. Þetta olli vatnaskil- um í sögu þessarar örgjörvafjöl- skyldu og innan sex ára höfðu selst 15 milljónir 286 PC-tölva í heiminum. 1985 Intel 386TM örgjörvinn sam- svaraði 275.000 transistorum sem var meira en 100 sinnum meira en upphaflegi 4004 örgjörvinn. Hann var með 32 bita flögur og gat reiknað margar aðgerðir í einu, en það kallast „multi task- ing“ á fagmáli. 1989 486TM DX CPU örgjörva-kyn- slóðin gerði það að verkum að menn gátu horfið frá því að fram- kvæma allar aðgerðir með löng- um skipunum á lyklaborði yfir í það - að benda og smella. Lit- vinnsla varð möguleg og eins það sem kallað var „desktop publis- hing“. Þá var 486 fyrsti ör- gjörvinn með raunverulegan inn- byggðan reikniörgjörva. 1993 Pentium kemur á markað og gat auðveldlega meðhöndlað hljóð, myndir og ritað mál. 1995 Haustiðl995 kemur fram Penti- um Pro örgjörvi sem ætlað var að gera tölvuna að sannkölluðum „vinnuhesti". Þessi öflugi ör- gjörvi náði meira en afkastagetu 5,5 milljóna transistora. 1997 7,5 milljóna transistora Penti- um II örgjörvi byggði á Intel MMXTM tækni, sem var sérstak- lega ætlað að vinna með hljóð, hreyfimyndir og grafik. Hann gat unnið með stafrænar ljósmyndir sem gerði fólki mögulegt að senda myndir um Internetið og senda vídeómyndir um venjulegar sima- línur. 1999 Pentium III kemur á markaðinn, öflugri en nokkru sinni fyrr. Aðal- nýjungar örgjörvans eru á sviði margmiðlunar, þar sem geta ör- gjörvans til að ráða við margmiðl- un hefur verið aukin til muna og möguleikum fjölgað. Markaðssetn- ing örgjörvans fór þó ekki átaka- laust af stað, því talsmenn per- sónuleyndar á Netinu mótmæltu mjög nýju raðnúmerakerfi sem innbyggt var í örgjörvann og ætlað var að tryggja að hægt væri að bera kennsl á alla notendur slíkra örgjörva. -HKr bíimíóiu i..,.,.. ... Craig Barrett, framkvæmdastjóri Intel, kynnti síðasta vetur Pentium III ör- gjörvann, nýjustu afurð fyrirtækisins sem verið hefur framarlega f flokki vél- búnaðarframleiðenda f nær 30 ár. Ný rannsókn á verkjalyfjum: Geta aukið líkur á krabbameini - ef skammtarnir eru mjög stórir Fólk sem notar reglulega stóra skammta af verkjalyfjum, eins og aspiríni, para- setamól og íbúfen, eykur með því líkurnar á krabbameini í nýrum, ef marka má nýja rannsókn sem birt var fyrir skömmu í bresku tímariti um krabbamein. Með spurningalista sem lagður var fyrir yfir 1.000 manns kom í ljós að þeir sem tóku meira en 20 grömm af verkjalyfjum á viku voru i tvöfalt meiri hættu á að fá Verkjalyf geta reynst hættuleg séu þau tekin reglulega í mjög stórum skömmtum. þessa tegund krabbameins heldur en þeir sem minna tóku. Jafnvel þeir sem tóku aðeins tvær töflur á dag virðast vera í meiri hættu en aðrir. En þeir sem tóku smærri skammta eins og t.d. 325 millígrömm sem er u.þ.b. ein tafla af aspirini á dag virðast ekki auka líkur á að fá krabbamein í nýrun, óháð því hve lengi við- komandi hafði tekið lyfin reglu- lega. Þessar niðurstöður virðast þvi sýna að þeir sem taka verkjalyf regltilega til að minnka líkur á hjartasjúkdómum geti haldið því áfram óhræddir, svo lengi sem skömmtunum er haldið í hófi. Ef hins vegar töflurnar eru orðnar Með spurningalista sem lagður var fyrir yfir 1.000 manns kom f ijós að þeir sem tóku meira en 20 grömm af verkjalyfjum á viku voru i tvöfalt meiri hættu á að fá þessa tegund krabbameins heldur en þeir sem minna tóku. tvær eða fleiri á dag er betur heima setið en af stað farið. Kínverjar í 2000-vanda: Þriðjungur veit ekkert Rúmlega þriðj- ungur fólks sem svarað hefur könnunum í 11 borgum í Kína að undanförnu hefur ekki hugmynd um orsakir eða mögulegar afleiðingar 2000- vandans, samkvæmt frétt dag- blaðsins China Daily í síðustu viku. Þar segir að aðeins 63% þeirra 4.500 manna sem spurðir voru út í 2000-vandann áttuðu sig á því að hann orsakaðist af því að eldri tölvur skilja ekki breytinguna á ár- talinu vegna þess að þær nota að- eins tvær síðustu tölur ártalsins við útreikninga sína. Sumir þeirra sem svöruðu töldu meira að segja að 2000-vandinn hefði eitthvað með orma, steingervinga eða spillta op- inbera starfsmenn að gera. Kínverjar í talsverðum 2000-vanda En það kom einnig í ljós að þeir sem áttu tölvur þekktu vandann mun betur, um 86% þeirra vissu um hvað málið snerist. Jafnframt var fundið út að þeir sem bjuggu í borgum í suðausturhéruðum Kina vissu meira um 2000-vandann en þeir sem bjuggu inni í miðju landi. Könnun þessi var gerð í kjölfar þess að gefin var út í Bandaríkjun- um skýrsla um 2000-vandann víðs vegar í heiminum. Þar kom m.a. fram að ýmsar borgir í Kína ættu í mikilli hættu á að lenda í 2000- tengdum vanda í bönkum, fjar- skiptum, heilbrigðisstofnunum og rafveitum. Þessar borgir eru flest- ar í miðhluta Kína, enda hafa stjórnvöld beitt sér frekar gegn 2000-vandanum í borgum við strandlengju landsins en þær eru tæknivæddari en aðrar borgir Kína. Sumir þeirra sem svör- uðu töldu meira að segja að 2000-vandinn hefðí eitthvað með orma, steingervinga eða spillta opinbera starfsmenn að gera. Þrátt fyrir að Kína sé í talsverðri hættu á að verða illa úti vegna 2000-vand- ans vita sumir Kínverjar ekki einu sinni hver sá vandi er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.