Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 4
25 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 Upp á síökastiö hafa hrœringar aukist á Kötlusvœöinu og hafa vísindamenn velt því fyrir sér hvort nú sé fariö aÖ styttast í Kötlugos. Þaö er alls ekki ólíklegt um þessar mundir því síöustu 500 árin hefur meöallengd á milli gosa verið 47 ár. Síðast gaus hins vegar 1918 og er því liðið 81 ár frá síöasta gosi sem er talsvert lengri tími en meöal- lengdin. DV-Heimur ákvaö að athuga þetta mál nánar og haföi því samband við nokkra þeirra vísindamanna sem fylgjast meö Kötlu. í viörœöum viö þá kom í Ijós að margt er á seyöi þeirra á meöal viö aö reyna aö spá fyrir um nœsta Kötlugos og jafnframt aö margt sé aö varast þegar loksins veröur af því að Katla lœtur aö sér kveða. iið Kötluhlaups sfe, 1823 MÝRDALSJOKULL Kötluhlaupln geta orðið gríðarlega mikil og eira þau stærstu engu sem á vegi þeirra verður. Á myndinni til hægri má sjá mynd sem tekin var í sumar þegar minni háttar hlaup varðí Mýrdalsjökli. Á gröfunum til vinstri og fyrir neðan má sjá hvar hlaup hafa orðið í síðustu þremur Kötluhlaupum. Auk þess er einnig að finna þar graf sem sýnir hvenær ársíns síðustu hlaup hafa orðið og er athyglisvert að þau virðast helst eiga sér stað á sumrin og haustin. .Hafursl Sólheima- sandur Mikið gert til að reyna að spá fyrir gosi: Sennilega hægt með nokk- urra klukkustunda fýrirvara MYRDALUR Upphafsmánuðir Kötlugosa - síoustu níu skipti iö Kötluhlaups sfe. 1860 íið Kötluhlaups xfe* 1860 MYRDALSJOKULL MYRDALSJOKULL ingar sem varða breytingar á þessu svæði skila niðurstöðum inn til okkar eða láta okkur hafa tölvu- tengingu inn á sínar tölvur. Þessum gögnum er síðan safnað inn á ákveðna innri vefsíðu innan Veður- stofunnar sem visindamenn á þessu sviði hafa aðgang að,“ segir Ragnar. Talsverður kostnaður Þannig segir Ragnar að Veður- stofan hafi aðgang að öllum upplýs- ingum og geti jafnframt komið þeim áleiðis til annarra vísindamanna. Þetta verður til þess að þegar unnið er að því að meta þær upplýsingar sem fyrir liggja varðandi Kötlu- svæðið þá leggja margir á ráðin, enda hafa margir aðgang að öllum nýjustu gögnunum. En er þetta eftirlitskerfi með Kötlu kostnaðarsamt? „Þetta kerfi er í uppbyggingu um þessar mundir og kostar talsverða fjármuni. Veð- urstofan hefur fengið fimm og hálfa milljón til að efla vöktun á Kötlu og þeir fjármunir munu aðallega fara í að koma upp GPS-mælingakerfinu auk þess sem keyptar verða radar- myndir af svæðinu sem teknar eru úr gervitunglum," segir Ragnar. Hann segist ekki vita mikið um kostnað annarra stofnana hvað þetta varðar en segir að margar þeirra hafa lagt í talsverðan kostn- að. Vatnamælingar Orkustofnunar hafa t.d., að hans sögn, verið aö byggja upp vatnamælingakerfi í kringum jökulinn og Raunvisinda- Það er liklegt að hægt verði að vara við gosi með a.m.k. nokkurra klukkutfma fyrirvara, þó svo það sé náttúr- lega ekkert öruggt í þessum efnum. Iirlits með Kötlu- svæðinu er hjá 1 1 1 1 ‘ í 1 -1 Veðurstofu Is- lands þar sem HilBMiaÉiaaHflltail meirihluta nið- urstaðna allra athugana sem gerðar eru á svæðinu er safnað saman. DV- Heimur hafði samband við Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðing hjá Veðurstofunni, til að fá nánari upp- lýsingar um eftirlit með Kötlu og bað hann að útskýra hvernig eftir- litið færi fram. „Hér á Veðurstofunni fylgjumst við með ákveðnum viðvörunar- merkjum sem koma gegnum sjálf- virk mælitæki um allt iand. Á dag- inn er þetta eftirlit í höndum jarð- eðlissviðs Veðurstofunnar en á næt- umar fylgist starfsfólk Veðurstof- unnar sem er á vakt í spádeildinni með mælingunum," segir Ragnar. í viðbragðsstöðu Hann segir jafnframt að þessar mælingar séu aðallega jarðskjálfta- mælingar þar sem sérstaklega er fylgst með óróa á skjálftamælum og svo hvar skjálftar séu staðsettir á þessu svæði. Ef óróinn fer yfir ákveðin mörk á næturnar er starfs- fólki jarðeðlissviðs gert viðvart og það fengið á staðinn. „Að auki eram við að vinna í að koma upp þremur GPS-mælum sem mæla eiga landbreytingar á jöklin- um með samfelldum mælingum. Þær eru þó tiltölulega grófar og því þarf að vera nokkuð mikið i gangi til að landbreytingar mælist á þenn- an hátt,“ segir Ragnar. En er eftirlitið um þessar mundir mun meira en tíðkast venjulega? „Já, við erum í mun meiri við- bragðsstöðu en venjulega. Til dæm- is höfum við komið upp öílugu sam- skiptakerfi þannig að allir aðilar og stofnanir sem gera einhverjar mæl- iólheima- sandur iólheima- sandur MYRDALUI MÝRDALUI Kötluhlaupin geta verið varasöm Hafa valdið tjóni í byggi Visbendinga um gos leitad stofnun fékk fjármuni til að taka radarmyndir af svæðinu úr flugvél- um, svo eitthvað sé nefnt. Leitað að vísbendingum En eru líkur á að hægt verði að vara við gosi miklar? „Já, það er lík- legt að hægt verði að vara við gosi með a.m.k. nokkurra klukkutíma fyrirvara, þó svo það sé náttúrlega ekkert öruggt í þessum efnum,“ seg- ir Ragnar. „Sá fyrirvari er þó e.t.v. ekki mjög mikill og við reynum auðvitað að lengja hann eins mikið og við getum og leitum því að fleiri vís- bendingum en bara þeim sem eru hvað öruggustu vísbendingarnar um yfirvofandi gos. Margar þeirra mælinga sem við erum að þróa í dag miðast einmitt að því að lengja fyr- irvarann. Við verðum jafnframt að hafa í huga að það er allt eins lík- legt að hlaup geti hafist áður en gos- ið sjálft hefst og því viljum við einnig geta greint hlaup með nokkrum fyrirvara," segir Ragnar Stefánsson að lokum. -KJA Margvíslegar mælingar nágrenni til að reyna að spá eru gerðar á Mýrdalsjökli og fyrir um það hvenær gos hefjist í Kötlu. Helstu atriði sem fylgst er með eru þessi: manntjón þó ekkert síöustu aldir Breytingar á jökulyfirboröi. - Ritaðar heimildir um Kötlugos geta um slíkar breytingar fyrir gos, nokkrum mánuðum eða jafnvel einu ári fyrir gos. Slíkt stafar lík- lega af breytingu á jarðhitavirkni. Þekkt er að fyrir sum önnur eldgos en Kötlugos verða slikar breytingar, t.d. varð aukin jarðhitavirkni í Öskju nokkrum vikum fyrir síðasta eldgos sem varð þar árið 1961. Þetta er það sem kallað er „langtímafor- boði“ og geta bæði almenningur og vísindamenn fylgst með þessu. Til þess eru ýmsar leiðir. Til dæmis má horfa á jökulinn þegar bjart er. Ef skýjað er þá má gera radarhæðarmælingar úr flugvél, en þær geta sýnt hæðarbreytingar á jökulyfirborði með nokkurra metra nákvæmni. Einnig er stuðst við gervitunglamyndir frá ratsjár- gervitunglum til að mæla stærri breytingar á jökulyfirborðinu. Jarðskorpuhreyfingar Nákvæmar landmælingar á veg- um vísindamanna eru notaðar til að fylgjast með landbreytingum við Mýrdalsjökul sem gætu orðið vegna þess að ný hraunkvika kemur inn í fjallið. Þekkt er að sum eldfjöll tútna út og rísa fyrir eldgos vegna þessara áhrifa. Beitt verður öllum mögulegum aðferðum til að fylgjast með þessu. Verið er að hefia sam- felldar GPS-landmælingar á 3 stöð- um í kringum jökulinn. Aðrar mælingar á jarðskorpu- hreyfingum eru gerðar stöku sinn- um. Þetta eru GPS-landmælingar á nokkrum mælipunktum í kringum í jökulinn sem eru ekki samfelldar í tíma, endurteknar nákvæmar hæð- armælingar á stuttum mælilinum í kringum jökulinn og mælingar á jarðskorpuhreyfingum með ratsjár- mælingum úr gervitunglum. [jmujaiuí.—Einkenni Kötlu- hlaupa er að þau M ö i mv T* standa fremur ’ ' ! Stutt en hraöi þeirra og vatns- magn getur orð- ið gríðarlega mikið. Meginhlaupin ná hámarki á nokkrum klukku- stundum en byija svo að fiara út fljótlega eftir það. Mestar likur eru á að hlaupum út á Mýrdalssand en þau geta dreifst víða um sandinn eins og sjá má á meðfylgjandi gröfum. Hraði hlaupa í fyrri Kötlugosum virðist hafa ver- ið á bilinu 6-20 km á klukkustund og þau eira litlu þar sem þau fara yfir. Jökulhlaupin bera með sér geysilegt magn nýrra gosefha og eldri lausra jarðefna og færa þau alla leið fram í sjó og mjaka við það ströndinni fram. ver og skildi eftir jakahröngl og jök- ulleðju á túnum og engjum býlanna þar. Slíkt tjón varð einnig á býlum í Meðallandi sem liggja næst Kúða- fljóti. Smalamenn úr Álftaveri sluppu naumlega undan hiaupinu þennan dag en hluti af fénu fórst. „Menn verða að hafa í huga að Kötluhlaup geta verið bæði lítil og stór,“ segir Guðrún. „Minni hlaup, eins og t.d. það sem varð í Kötlugos- inu árið 1860, ollu ekki neinu meiri- háttar tjóni. Þannig að það er ekki gefið mál að miklar hamfarir fylgi gosum í Kötlu.“ Að hennar sögn skiptir einnig talsverðu máli varðandi afleiðingar hlaups hvemig það dreifist. „Mikið veltur á því hvar hlaupið kemur undan eða fram af Kötlujöklinum, hvort það safnast allt saman og kemur fram við suðvesturhom hans, eða hvort það brýst fram á fleiri stöðum. Það gerðist t.d. í hlaupinu 1918, en þá kom það ekki bara fram við suðvesturhorn jökuls- ins heldur einnig við norðurjaðar hans í svonefndum Krika,“ segir Guðrún að lokum. -KJA Ragnar Stefánsson segir að allir fræðimenn sem hafa fylgst með Kötlusvæðinu séu nú í við- bragðsstöðu og séu í góðu sam- bandi hver við annan til að bera saman bækur sínar og reyna að spá fyrir um næsta gos. Hringvegurinn í hættu Einnig berst fram með slíkum flóðum mikið af ísjökum, þar á með- al nokkrir geysistórir. Sumir ís- jakanna berast í sjó fram en hluti verður eftir á sandinum og þegar hann tekur að bráðna getur það valdið því að hálfgerð kviksyndi myndist og sandurinn verði iÚfær lengi á eftir. Slíkum fyrirbærum kynntust íslendingar i kjölfar flóðs- ins sem varð á Skeiðarársandi í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum árið 1996. Guðrún Larsen, hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans, segir að á Mýr- dalssandi sé hringvegurinn og brýmar á Múlakvisl og Skálm fyrst og fremst i hættu í Kötluhlaupi. Jafnframt bendir hún á að líklegt sé að uppgræðslan sem farið hefur fram á Mýrdalssandi undanfarin ár muni eyðileggjast að einhverju leyti. Hlaupin mismunandi Fyrri Kötluhlaup hafa valdið tjóni í byggð, en manntjón hefur ekki orðið á síðustu öldum þótt nærri hafi legið. Fyrsta gosdaginn 1918 flæddi hlaupvatn niður í Álfta- Breytingar á rennsli jökuláa. Heimamenn og vísindamenn geta fylgst með ám sem renna frá jöklinum og breytingum á rennsli þeirra. Breytingar á rennsli geta stafað af aukinni bráðnun eða breytingum á rennslisfarvegum undir jöklinum. Gasútstreymi. Þegar kvika færist nær yfirborði geta losnað úr henni ýmiskonar gas- tegundir, t.d. koltvísýringur sem streymt getur upp á yfirborð. Þetta reyna vísindamenn að mæla til að reyna að spá fyrir um gos. Jaröskjálftar Jarðskjálftar á þessu svæði eru hugsanlegur skamm- tímaforboði. Reynslan sýnir að jarðskjálftar hafa fundist í Vík um einni til átta klukkustundum fyrir gos eða jök- ulhlaup. Með nýjustu tækni í jarðskjálftamælingum er vonast til að þessi timi verði mun lengri fyrir næsta gos. Fyrsta gosdaginn 1918 fiaaddi hlaupvatn niður í Átftaver og skildi eftir jakahröngl og jökul- leðju á túnum og engj- um býlanna þar og slíkt tjón varð einnig á býlum í Meðallandi sem liggja næst Kúðafljóti. Smalamenn úr Álftaveri sluppu naumlega undan hlaupinu þennan dag en hluti af fénu fórst. Hætta af ýmsu tagi af völdum Kötlugoss: Eldingar, sjávarflóð og efnamengun meðal þess sem þarf að varast islegt Líklegt er að vegir og brýr á svæðinu Katla laskist. ví að ,a og Tvö dauðsföll 3r að Freysteinn Sigmundsson, hjá Norrænu s eru eldfiallastöðinni, segir að ýmislegt í við- íugos bót við þetta geti hrellt almenning sem i hæð býr nálægt Mýrdalsjökli. Þar má m.a. 1 sem nefna jarðskjálfta, þó flestir þeirra yrðu dinu, litlir. Sjávarflóð geta orðið er jökulhlaup- íeðan ið ryðst út í sjóinn og gæti það haft um- talsverð áhrif, t.d. í Vik. Eldingar eru ifisk- þekkt fyrirbæri í gosmekki Kötlu og gætu arks- þær t.d. haft áhrif á rafmagn á svæðinu nlega og að lokum má nefna efnamengun því :a en ýmis eiturefni loða við gosösku og geta 1996. hugsanlega farið í yfirborðsvatn. • því Því er ljóst að það er að mörgu að i á að huga og nauðsynlegt fyrir fólk að gæta Mýr- vel að sér. Þó svo Kötlugos hafi veriö yrði. jafnumfangsmikil og hér hefur komið HÆTTA! Lokað wgnahaettu Meðal annnars má nefna jarðskjálfta, þó flestir þeirra séu litlir. Sjávarflóð geta orðið er jökulhlaupið ryðst út í sjóinn og gæti það haft umtalsverð áhrif, t.d. f Vfk. Eldingar eru þekkt fyrirbæri i gosmekki Kötlu og gætu þær td. haft áhrifá rafmagn á svæðinu. Við minnum enn lesendur DV-Heims á að vilji þeir koma einhverju á framfæri við umsjónarmenn blaðsins eru allar hugmyndir, athugasemdir, ábendingar og annað vel þegið. Hægt er að senda okkur línu á netfangið dvheimur@ff.is Ekki er skynsamlegt að vera á ferð á Mýrdalsjökli á meðan á Kötlugosi stendur og því eru menn fyrir austan tilbúnir að loka sandinum ef útlit er fyrir gos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.