Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 27 Óvissa um gróðurhúsa- áhrifin Loftslagsvísinda- menn hafa nú lagt á hilluna fyrri spár sinar um losun gróð- urhúsalofttegunda. Þeir segja að óvissuþættirnir séu of margir til að hægt sé að spá fyrir um gróð- urhúsaáhrifln með góðu móti. Að sögn tímaritsins New Sci- entist kemur þetta fram í skýrslu frá loftslagsbreytinga- nefnd Sameinuðu þjóðanna. Þar er að finna skoðanir hundraða vísindamanna og hagfræðinga. Alla jafna leggja SÞ fram eina spá um líklega losun gróður- húsalofttegunda ef ríkisstjómir aðhafast ekkert til að draga úr henni. Núna eru útgáfurnar flöratíu. Gamla spáin gerði ráð fyrir að árið 2100 yrði losun gróðurhúsalofttegunda 18 millj- arðar tonna, eða þrisvar sinnum meira en nú. í nýju skýrslunni ; er spáð losun frá 4,3 milljörðum ; tonna á ári til 36,7 milljarða : tonna. Týnd sprengi- stjarna fundin Vísindamenn hafa fundið vís- bendingar um } „týnda“ sprengi- : stjömu, sem sprakk fyrir um sjö hundruð árum, í borkjama frá Suður- skautslandinu, að sögn tímarits- ins New Scientist. Röntgengeislar irá gervihnett- inum Rósat hafa leitt I ljós leifar af sprengistjörnu í aðeins 640 ljósára flarlægð. Það bendir til ; þess að stjaman hafi lýst upp : himininn í upphafi 14. aldar. Ólíkt ýmsum öðrum sprengi- í stjörnum, eru engar ritaðar heimildir til um fyrirbæri þetta. : í borkjarnanum frá suður- ■ pólnum er hins vegar að finna : flögur lög af nítrati. Þrjú pössuðu við þekktar og skráðar . sprengistjörnur en það flórða kemur heim og saman við það ! sem vísindamenn hafa ályktað , út frá uppgötvunum Rosat. Mannasaur til að knýja eldflaugar Svo kann að fara að geim- ; ilaugar framtið- arinnar verði að : einhverju leyti : knúnar áfram af eldsneyti gerðu úr úrgangsefnunum sem falla til í úr áhöfninni. Bandaríska geimferðastofnun- ; in NASA stendur fyrir tilraun- i um á þessu sviði. Vinnsluaðferðin gæti einnig getið af sér önnur efni sem kæmu að góð- um notum um borð í geimskip- inu. „Það er hægt að nota úrgangsefni úr mönnum, svo og annan úrgang eins og plast- poka,“ segir Jim Markham, for- stjóri fyrirtækisins, sem vinnur verkefrii fyrir NASA. Rússar hafa þegar hafið til- raunir með að nota bakteríur til að brjóta niður skítug nærfót geimfara og búa til úr þeim metangas sem gæti nýst til að knýja áfram geimför. 3ÍJ-1JJP ÉiájjliÍJ Skilaboð til kvenna með of háan blóðþrýsting: Minna salt, minni beinþynning Konur geta dregið úr líkunum á því að fá beinþynningu með því meðal ann- ars að draga úr saltneyslu. meira kalsiumi með þvaginu. Ekki er hægt að endurheimta það með því að auka kalsíumneyslu í fæð- unni. Þegar kalsíum skolast út með þvaginu missa beinin örlítið af sinu kalsíumi sem dregur svo úr þétt- leika beinanna. Á tuttugu ára tíma- Þegar kalsfum skolast út með þvaginu dregur úrþéttleika beinanna. Á tuttugu ára tímabili gætiþað vaidið tutt- ugu prósenta minnkun á þéttteíka beinanna. bili gæti það valdið tuttugu pró- senta minnkun á þéttleika bein- anna. Cappuccio segir að með því að draga úr saltneyslu gætu konur dregið úr kalsíumtapi og þar með úr hættunni á beinþynningu á tuttugu ára tímabili. Hann ráðleggur kon- um einnig að auka kalíumneyslu sína með því að borða meira af ávöxtum og grænmeti. Konurnar sem tóku þátt í rann- sókninni voru á aldrinum 66 ára til 91 árs. Læknar mældu þéttleika beinanna með því að taka röntgen- mynd af mjaömabeini kvennanna. Dragið úr salt- neyslunni. Þetta eru skilaboðin til kvenna með of háan blóð- þrýsting sem vilja draga úr líkunum á að fá bein- þynningu síðar á lífsleiðinni. En konur með háþrýsting eru einmitt líklegri til að verða beinþynning- unni að bráð en aðrar konur. „Við komumst að raun um að þeim mun meiri sem blóðþrýsting- urinn var í upphafi þeim mun meiri varð beinþynningin á hverju ári,“ segir Francesco Cappuccio sem fór fyrir hópi vísindamanna á Bret- landi og í Bandaríkjunum sem rannsakaði rúmlega 3.500 fullorðnar konur á flómm svæðum vestanhafs á þriggja ára tímabili. Cappuccio segir að eftir því sem konur verði eldri, einkum þó eftir 65 ára aldurinn, þynnist beinin í þeim af margvíslegum ástæðum. Beinþynningin gerist hins vegar hraðar hjá þeim konum sem hafa of háan blóðþrýsting. Læknar vita að þegar fólk er með of háan blóðþrýsting tapar það :ioíi|o ........ Hnusað af vinsældum kaffis og tes: Koffínið skiptir meira máli en bragðið Koffinið og örvandi áhrif þess er það sem skiptir máli. Ekki bragðið. Þetta segir breski sálfræðingurinn Peter Rogers að sé helsta ástæðan fyrir gífurlegum vinsældum kaffis og tes um heim Eillan. „Það er koffinið sem er helsti hvatinn að neyslunni, ekki bragð- Koffín hafði áhríf á hversu vel fólki líkaði drykkurinn, aðallega vegna þess að það lin- aði neikvæð áhrif frá- hvarfseinkenna frá koffíni sem það hafði neytt daginn áður. ið,“ sagði Rogers í erindi sem hann hélt á bresku vísindahátíðinni í Sheflield á dögunum. Rogers, sem er prófessor við háskólann í Bristol, velti því fyrir sér í erindi sínu hvort einhverju máli skipti hvort kaffið og teið sem við þömbum á hverjum degi innihéldi koffin eður ei. „Koffin skiptir máli í því hvers vegna við erum hrifin af drykkjum eins og kaffi og tei,“ Sagði Rogers. „Svo virðist sem vellíðan fylgi drykknum og það verður til þess að við verðum meira fyrir hann.“ Niðurstöður sínar byggði Rogers á rannsókn á kaffi- og tedrykkju- mönnum. Hann bað þá að bera sam- an tvenns lags drykki. í öðmm var koffín en hinum ekki. „Koffín hafði áhrif á hversu vel fólki líkaði drykkurinn, aðallega vegna þess að það linaði neikvæð áhrif fráhvarfseinkenna frá koffíni sem það hafði neytt daginn áður,“ sagði sálfræðingurinn. Fyrsti kaffibolli dagsins getur verið dásamlegur, eins og Gerhard Schröder Þýskalandskanslari veit mætavel. Allir kannast við einhvern sem segist ekki geta gert neitt eða hugs- að af viti fyrr en hann er búinn að fá sér fyrsta kaffibolla dagsins. Koff- inið virkar því eins og afréttari. „Niðurstöður okkar sýndu fram á að fyrsti bollinn af kaffí eða tei kem- ur fólki aftur í eðlilegt ástand. Hann losar við fráhvarfseinkennin," sagði sálfræðingurinn Peter Rogers. Styrjaldir verða ekki eins og áður: Róbótar í stað hermanna Hermenn verða kannski ekki óþarfir en svo kann að fara að stríð framtiðar- innar verði háð með róbóta í fremstu víglínu. Menn- irnir munu þá aðeins sitja við stjórn- völinn. „Við gætum dregið okkur alveg í hlé frá bardögunum og látið róbótana um að skjóta hver á annan," segir ró- bótasérfræðingurinn John Pretlove, lektor við háskólann í Surrey á Englandi. Hann spáir því að þetta gæti gerst einhvem tíma á næstu fimm áram. Kerfi þar sem saman koma sýndar- veraeiki og veruleikinn blákaldi gætu gert meira en að heyja styijaldir. Þau gætu einnig orðið lykillinn að smíði róbóta sem gætu tekið að sér hættuleg störf, svo sem að hreinsa burt jarð- sprengjur, könnun hafdjúpanna og störf í geislavirku umhverfi, að sögn Pretloves. Hann segir að ekki sé verið að reyna að láta róbótana hugsa fyrir mennina, þvert á móti. „Við erum að reyna að nota menn- ina í það sem mennirnir gera best,“ segir Pretlove. Kerfi þar sem blandast saman sýnd- arveruleiki og sá raunverulegi, sem við getum kallað aukinn veruleika, er svipað tækninni sem beitt var við gerð kvikmyndarinnar Júragarðsins. Pretlove segir að það geti gefið mönn- unum betri mynd af atburðum og gert þeim kleift að stjóma róbótum betur og úr öruggri fiarlægð. Þegar er búið að þróa flarstýrða ró- bóta þar sem notast er við hefð- bundna tækni, eins og mynd- bandsupptökuvélar. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hef- ur til dæmis gert róbótann Dante sem var sendur ofan í eldgíg í Alaska á árinu 1994. Pretlove segir að aukinn veruleiki sé skref fram á við eft- ir að mestu leyti misheppnaðar til- raunir vísindamanna til að búa til viti boma róbóta. „I þessu tilviki reynum við ekki að láta tölvu koma í staðinn fyrir manns- hugann heldur að fá tölvu og stjóm- anda hennar til að vinna saman og ná árangri sem hvorugt gæti náð eitt og óstutt," segir Pretlove. „Samband manns og véla verður á meiri jafnréttisgrundvelli. Við kom- um til með að reiða okkur á vélar á annan hátt en við gerum nú. En við verðum alltaf i aðstöðu til að taka úr sambandi." Svo kann að fara að hermenn eins og þessir þurfi ekki lengur að vera í fremstu víglínu þegar styrjaldir framtíðarinnar verða háðar. í þeirra stað munu koma róbótar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.