Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Blaðsíða 8
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 néUniiT ■ ■ ■ ■ ■ Mi ■ Sega Rally 2: Ekki möguleiki á netspilun. Sega Rally 2 kemur út á árinu - en eitthvað vantar þó í leikinn Dino Crisis ekki fyrir alla - breyttar tölvur neita að spila leikinn Capcom-leikjafyr- irtækið, sem er ábyrgt fyrir klass- ískum leikjum eins og Resident Evil 1 og 2, er um þessar mundir að ljúka framleiðslu á leik sem heitir Dino Crisis. Sá leikur er í anda Resident Evil leikjanna, nema í Dino Crisis þarf leikand- inn að berjast við risaeðlur en ekki hauslausa uppvakninga. Nú nýlega, þegar fólk á hinum ýmsu PlayStation-blöðum ætluðu að fara skrifa gagnrýni um leik- inn kom smávandamál í ljós. Leikurinn neitar að hlaðast inn á tölvur sem hafa verið tengdar með svokölluðum Mod-kubbum. Mod-kubbar gera fólki kleift að spila leiki á PlayStation af silfur- og gullgeisladiskum sem tilraunaútgáfur eru oft brenndar á. Ekki er þó öll von úti fyrir eigendur slíkra PlayStation tölva. Hægt er að kom- ast fram hjá þessari hindrun með auka- hlutnum Game Shark sem er kubb- ur sem tengdur er PlayStation-tölvunni og er þá sleginn inn sérstakur kóði sem á að ráða bót á þessu vandamáli. Fyrir þá sem málið varðar er kóðinn D014957E 1040 8014957E 1000. Leikurinn nehtar að hlaðast inn á töivur sem hafa verið tengdar með svoköll- uðum Mod-kubbum. Mod-kubbar gera fólki kleift að spila leiki á PlayStation af silfur- og gullgeisla- diskum sem tilrauna- útgáfur eru oft brenndar á. Eigendur breyttra PlayStation-tölva eiga í vand- ræðum með að spila Dino Crisis. ÍUl'Jli- teiiút Dreamcast leikjatölvan frá Sega, sem kom á markaðinn nú í haust, hefur þegar farið fram úr öllum söluáætlimum. Vinsældir leikjatölvunnar koma fæstum á óvart þar sem Sega-fyrirtækið á langa og vel heppnaða sögu að baki. Þó gekk siðasta leikjatölva fyrirtækisins ekki sem skyldi á sinum tíma. Einn vinsælasti leikurinn sem Sega hefur framleitt er Sega Rally 1. Framhald þessa vinsæla leiks, Sega Rally 2, átti að fylgja Dreamcast þegar hún kom á markaðinn í Vest- urheimi. Vegna tæknilegra örðug- leika við netaðgengi Dreamcast var Sega Rally 2 seinkað. Nú hefur Sega-fyrirtækið ákveðið að gefa Sega Rally 2 út þann 9. nóvember næstkomandi. Slæmu fréttirnar eru hins vegar að ekki verður hægt að spila leikinn á Netinu. I Japan sló Sega Rally 2 í gegn og er talið að netspilunar-möguleikinn hafi átt stóran þátt í því. Svo virðist semSega-fyrirtækið hafi séð sér hag í því að drífa leikinn út og sleppa nethluta hans alveg. Áhrif jarðhræringa á tölvuiðnaðinn Menn velta því fyrir sér hvort skortur verði á örgjörvum vegna jarðskjálftans sem skók Taívan í síðustu viku, þar sem þeir eru framleiddir í miklu magni á Taívan. Áætlað er að fyrirtækin sem eru á Taí- van missi úr eina viku í fullri framleiðslu. Spurningar og get- gátur vakna í kjölfar þess hvort þetta leiði til verðhækkana á ör- gjörvum. Undanfarin misseri hafa örgjörvar hækkað í verði þar sem eftirspumin er mun meiri en framboðið. Þeir sem til þekkja áætla að ef einhver hækkun verði í kjölfar jarð- skjálftans á Taívan muni hún standa yflr tímabundið. ÍUYJ'JÍ Motorola og AMD í samstarf? Motorola-fyrir- tækið, sem framleiðir G4 örgjörvann fyr- ir Apple-fyrir- tækið, er í stök- ustu vandræðum við að svara eftir- spum eftir örgörvanum. Nú eru uppi vangaveltur um það hvort fyrirtækið AMD leggi hönd á plóg við framleiðslu G4 örgjörvans. AMD og Motorola hafa reynslu af því að starfa saman og hafa skipst á upplýsingum og tækni sín á milli. AMD er um þessar mundir að opna hátækniverksmiðju í Þýskalandi til að framleiða Athlon- örgjörvann sem byggður er á kop- araðferðinni sem Motorola var frumkvöðull að. Eitt er víst að Motorola mætti við hjálpinni þar sem búist er við að hagnaður Apple-fyrirtækisins verði heldur minni á þessum ársfjórðungi en búist hafði verið við vegna þess að það getur ekki svarað þeirri grið- arlegu eftirspum sem er eftir G4 tölvunum. Half Life fær fleiri líf - bæði fyrir PC og Dreamcast Hinn frábæri fyrstu persónu skotleikur, Half Life, sló í gegn þegar hann kom út fyrir PC-tölvur. Nú geta aðdáendur leiksins farið að hlakka til því Sierra-leikjaframleið- andinn hefur ákveðið að gera framhald af þessum flotta skotleik. En það era fleiri en PC- eigendur sem geta farið að hlakka til að bragða á Half Life því að Sierra On Line hefur ákveðið að gefa Half Life líf á fleiri farartækj- um. Sega Dreamcast mun verða þess heiðurs aðnjót- andi að fá Half Life í lið með sér. Áætlað er að Half Life komi út fyrir Dreamcast seintá árinu 2000. Fréttir herma að hægt verði að nota net- möguleika Dreamcast-leikjatölvunn- ar til að skjóta mannlega óvini á Netinu. Hvort fleiri leikjatölvur fái að vera með er alls óvíst á þessari stundu. 'JuJViÞ lailú t Fleiri íþróttaleikir EA-fyrirtækið hefur ekki byggt tölvuleik á. Aðaláherslan hefur þó alltaf verið bandarískar íþróttir eins og íshokkí, ruðning- ur og síðast en ekki síst Nascar- leikimir. Nú hefur EA fengið keppinaut um aura bandarískra íþróttaá- . hugamanna. Fyrir- | tækið Fox Entertain- j ment hefur hellt sér | út í tölvuleikjaiðnað- ! inn með látum síð- | ustu misseri. Aðalá- I hersla Fox er sú sama j og hjá EA, tölvuleikir byggðir á bandarísk- j um íþróttum. Nú þeg- i ar era á leiðinni ís- ! hokkíleikur, ruðn- ; ingsleikur og körfu- boltaleikur. Tölvuleikjafyrir- tækið EA er þekkt fyrir að framleiða leiki sem eru byggðir á íþrótt- um. Varla er til sú íþrótt sem 'JubiH \u\\út Game Boy fylgir tískunni Margir skrýtnir leikir koma út á ári hverju. Með þeim skrýtnari era allir veiði- leikimir sem þó seljast eins og heitar lummur. Hjartardýra- dráp og fluguveiði virðast vera mörgum hugleikin og veiðileik- ir koma út í hrönnum. Yflrleitt hafa þessir leikir haldið sig við heimilistölvurnar og leikjavél- amar, sem geta þá sýnt herleg- heitin í ágætri grafík. Nú er svo komið að fyrsti leikur þess- arar tegundar er kominn út fyrir Game Boy-handleikjatölv- una sívinsælu. Leikurinn sem um ræðir er Zebco Fishing! Leikurinn sver sig í ætt við aðra stangaveiðileiki nema í minni útgáfu. Aðdáendur Babylon 5 ævareiðir Tölvuleikja- framleiðandinn Sierra stendur í ströngu þessa dagana við að endurskipuleggja reksturinn hjá sér. í kjölfar þessarar end- urskipulagningar hefur Sierra ákveðið að hætta við útgáfu á mörgum leikjum. Meðal þeirra leikja sem ákveðið hefur verið að hætta við útgáfu á, er leikur- inn Babylon 5: Into the Fire. Þessi ákvörðun Sierra hefur vakið mikla reiði aðdáenda Babilon 5. Aödáendur leikj- anna og sjónvarpsþáttanna eru æfir út af þessu öllu saman og láta reiði sína óspart í ljós á Netinu. Ekki er nóg með það að aðdáendurnir tjái sig um málið i heldur eru líka uppi áform um að sneiða hjá öllu því sem Si- I erra mun láta frá sér fara í Lókominni framtíð. J'íJyjj- VdWút 'JuJviH \d\\út

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.