Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 Fréttir Landbúnaðarráðherra áhyggjufullur vegna samruna fyrirtækja: Gríðarleg fákeppni - á öllum sviöum, segir Guðni Ágústsson sem fylgist meö framvindunni Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur áhyggjur af neytendum og framleiðendum og segir litlu fyrirtækin vera að deyja. DV-mynd Pök „Við erum á alveg gríðarlegri ferð til fákeppni og samþjöppunar á öllum sviðum atvinnulífsins. Þessi þróun er í gangi um allt þjóðfélagið. Þessi litlu fyrirtæki sem stóðu sig vel gagnvart neytendum og bænd- um hafa dáið út og þrífast ekki í dag,“ segir Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra vegna þeirrar fá- keppni sem ríkir á grænmetismark- aöi þar sem einn aðili ræður um 90 prósentum af markaðnum. Eins og fram kom í DV i gær ræður Sölufé- lag garðyrkjumanna dreifingarfyr- irtækinu Ágæti og er þar með um 90 prósenta markaðshlutdeild. Um svipað leyti og Ágæti hvarf undir hatt SG lagði Baugur niður inn- kaupa- og dreifmgarfyrirtæki sitt í grænmeti og ávöxtum. Karl Rúnar Ólafsson kartöflubóndi lýsti því við DV i gær að einokun væri skollin á. Landbúnaðarráðherra leggur áherslu á að þessi þróun sé ekki bundin við landbúnaðinn einan heldur sé hún víðast hvar um allt þjóðfélagið. „Nú heitir það hagræðing þegar fyrirtæki sameinast og gera sig sterkari. Þau eru þá kannski að mæta því að 90 prósent af allri vöru- veltu í smásöluverslun er komin á tvær hendur. Hér fyrir nokkrum árum fóru menn í herferðir um landið og spurðu hver ætti ísland og hvort það væri SÍS. Hver þorir nú að spyrja stórra spuminga þegar einstaklingar eru komnir með svip- aða stöðu og Sambandið forðum. Þessi þróun í framleiðslufyrirtækj- um bænda er trúlega svar við því sem gerst hefur í versluninni. Við horfum á afurðastöðvar á Norður- landi renna saman í eitt. 15 apótek renna saman í eitt. Flutningar til og frá landinu, þróun hjá tryggingafé- lögum og olíufélögum er hin sama. Allt er þetta á sömu bókina lært. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin hoppa í eina sæng og búa til heims- risa. Mér sýnist þetta því vera að gerast í öllum greinum atvinnulífs- ins. Einokun má auðvitað ekki eiga sér stað. Hún er slæm og samkeppni þarf að vera fyrir hendi svo menn haldi vöku sinni,“ segir Guðni. Hann segist óttast þessa þróun al- mennt og að smásöluverslun sé mestöll komin á örfáar hendur. „Ég er ekki maöur fákeppninnar og er hræddur við þessa þróun al- mennt í þjóðfélaginu. Þar visa ég til þess að vöruvelta í smásölu- verslun skuli vera 90 prósent og komin á tvær hendur. Það þarf að tryggja það að neytandinn og bónd- inn haldi sínu. Neytandinn eigi að- gang að ódýrri og góðri vöru og bændur eigi aðgang að öruggri af- urðastöö sem skili þeim hámarks- verði,“ segir Guðni. „Ég er svolítið hissa á því að menn í grænmetisgeiranum skuli meðhöndlaðir sem glæpamenn á sama tíma og öðrum er hrósað fyr- ir hagræðingu. Mér finnst greinum mismunað. Hver er að fara inn í sjávarútvegsfyrirtæki, bankana eða í apótekin til að leggja hald á gögn, mér er spurn?“ segir Guðni. „Meinið í þessu er hversu fáir ráða smásöluversluninni. Ég fylgist með framvindu þess- ara mála. Það er mikilvægt að menn séu ekki þvingaðir út af markaðnum með góða vöru,“ segir Guðni. -rt Artúnsholt: Ofsótt farþegaskýli - íbúar láta barsmíðar sem vind um eyru þjóta „Það er undarlegast að enginn skuli hafa hringt því það hlýtur að vera íbúum til vansa og óþæginda að hafa skýlið svona," segir Þór- hallur Halldórsson, deildarstjóri farþegaþjónustu SVR, en í septem- ber hafa tvisvar verið unnin skemmdarverk á sama farþega- skýlinu á Ártúnsholti. Fyrst var tilkynnt að allar þrjár rúðurnar í skýlinu hefðu verið brotnar mánudaginn 6. september og síð- an voru þær allar aftur brotnar á laugardagskvöldið var. Þórhallur segir ótrúlegt að eng- inn skuli hafa gert viðvart um skemmdarverkin á meðan þau voru unnin en íbúðarhús standa rétt við skýlið sem stendur við götuna Streng. „Rúðurnar eru úr hertu plasti og því fylgja geysileg- ar barsmíðar að brjóta þær á þennan hátt. Til þess þarf stór verkfæri eða þungan stein. Ef ég byggi þarna myndi ég tilkynna þetta til lögreglu því það er verið að skemma eigur okkar borgar- anna. Þórhallur segir meðferð á skýl- um SVR almennt vera upp og ofan. „Sum hverfi sleppa alveg en það er mikið tússað. Ef lögreglan nær þeim sem tússa eða brjóta skýlin eru þeir í slæmum málum. Lögreglan getur hins vegar eðli- lega ekki verið alltaf á ferðinni en ég er viss um að hún kæmi strax ef einhver íbúi myndi hringja. Þetta gengur ekki svona, að setja rúður í sem síðan eru brotnar á nokkurra vikna fresti," segir Þór- hallur. -GAR Það er lítið skjól að hafa fyrir þessar stúlkur í farþegaskýlinu við Streng á Ártúnsholti því allar rúður hafa ver- ið brotnar úr því í annað sinn í fáum vikum. DV-mynd Hilmar Þór Hiö fræga skip Odincova fært innan Reykjavíkurhafnar: Á langlegudeild með hvalbátunum „Skipið var fyrir og þess vegna færðum við það,“ sagði hafnsögu- maður i Reykjavík þegar DV innti hann eftir þeirri umhverfisbreyt- ingu sem orðið hefur í Reykjavikur- höfn. Hið margfræga skip Odincova hefur verið fært frá Grandabakka þar sem það hefur legið síðan í febr- úar sl. Nú liggur það við Granda- garð skammt frá hvalbátunum sem legið hafa um árabil án þess að vera hreyfðir. Odincovumenn, sem enn dvelja um borð í hinu vélarvana fleyi, hafa fengið mjólk og nauðsynj- ar frá aðstandendum Byrgisins sem er meðferðarheimili fyrir unglinga. Á móti hafa þeir unnið nokkra daga í sjálfboðavinnu. útgerðarmaðurinn vonast eftir lausn mála Hið umdeilda skip Odincova hefur verið fært að Ægisgarði þar sem það ligg- ur skammt frá hvalbátunum. DV-mynd S Sæmundur Árelíusson útgerðar- maður segist lítið vita um skipið enda hafi hann ekki komið að skipshlið síðan hengd voru upp skilti með hjálparbeiðni og svívirð- ingum um sig. Hann segist vonast til að geta leyst áhöfnina út á næstu dögum þannig að þeir fari úr landi. Unnið sé að lausn máls- ins en vandinn sé sá að her lög- fræðinga tefji málið. „Það eru ellefu lögfræðingar í málinu og mér virðist enginn mega hugsa til þess að það leysist. Ég vonast þó til að málið leysist á allra næstu dögum,“ segir Sæ- mundur. -rt Stuttar fréttir dv Kæra vofir yfir íslensk stjómvöld ætla ekki að fara að tilmælum Eftirlits- stofnunar EFTA og sam- ræma flugvall- arskatta í inn- anlands- og út- landaflugi. Þau eiga því yfir höfði sér kæru frá eftirlitsráði EFTA til EFTA-dómstólsins. Sturla Böðvarsson telur að sam- ræming þessi muni eyðileggja innanlandsflugið og hefta upp- byggingu flugvalla. RÚV greindi frá. Ellefu hættir Ellefu leikskólakennarar sem eru samanlagt í sjö og hálfu stöðugildi á leikskólum í bæjarfé- laginu Árborg láta af störfum í dag, en þá er liðinn uppsagnar- frestur þeirra. Morgunblaðið greindi frá. Enginn farinn Norðmenn hafa reynt að fá ís- lenska flugumferðarstjóra til starfa í Noregi. Enginn er þó enn á fórum að sögn Morgunblaðsins. Talið er að alls vanti kringum 1.400 flugúmferðarstjóra til starfa í Evrópu og 20-30 hér á landi. Vekur athygli Þýska fréttatímaritið Der Spie- gel birti i síðasta tölublaði ítar- lega grein um virkjunaráform ís- lenskra stjórnvalda á Eyjabökk- um við rætur Vatnajökuls. Morg- unblaöið greindi frá. Meiðsi forsetans Orðalag var ónákvæmt í frétt um meiðsl forseta íslands í blað- inu í gær. Þar var haft eftir Brynjólfi Mog- ensen yfirlækni að forsetinn gæti auðveld- lega • sinnt skyldustörfum sínum. Brynjólfur sagði í samtali við blaðið í gær að það væri ofsagt. Forsetinn væri illa brotinn á öxl og ætlaði að reyna að sinna skyldustörfum sínum. Mikið álag á Vísi.is Aðsókn að VísLis hefur aukist gífurlega nú í septembermánuði og er svo komið að vélbúnaður annar ekki öllum heimsóknum gesta þegar álagið er sem mest, frá hádegi virka daga og fram til kl. 17. Verið er að setja upp nýjan búnað og munu gestir Visis.is verða varir við hrað- ari upphleðslur á næstu dögum. Hækkun mótmælt Foreldrar á leikskólanum Mána- brekku á Seltjarnarnesi efndu tU fundar í gærkvöldi til að mótmæla ráðgerðum 20% hækkunum á dag- vistargjöldum um næstu mánaða- mót. Morgunblaðið greindi ffá. Jarðskjálftar Smáskjálftar héldu áffam í nótt suðvestur af HestfjaUi í Ámes- sýslu. Um 20 skjálftar komu fram á mælum frá miðnætti fram tU kl. 6.00 í morgun. Enginn þeirra náði þó einu stigi á Richter. Vísir.is sagði frá. Reykjanesbraut frestað Meðal þeirra framkvæmda sem á að ffesta á næsta ári til að draga úr þenslu í þjóðfélaginu er byrj- unm á tvöfoldun Reykjanesbraut- ar sem heQa átti í Mjóddinni í Reykjavík. Verja átti 100 milljón- um til verksins. Ekki bráðahætta Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra segir við Morgun- blaðið að engin bráðahætta stafi lengur af olíuleka úr E1 Grillo. Frekari aðgerða við skipsflakið sé að vænta á næsta ári. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.