Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 Fréttir DV Strax-ræningi heimilslaus síbrotamaöur í skuld vegna fíkniefnakaupa: Gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur stytt gæslu- varöhald yfir manni sem grunaður er um aðild að ofbeldisráni í versl- uninni Strax í Kópavogi 17. septem- ber sl. Hann hefur nú setið í gæslu- varðhaldi frá 23. september og mun sitja í gæsluvarðhaldi fram til 12. október í stað 22. október. Hæstirétt- ur telur varðhald eiga við þar sem maðurinn gæti ella skaðað rann- sókn málsins en rétturinn stytti varðhald þar sem ekki væri um sí- brotamann að ræða. Hinn meinti ræningi er að auki grunaður um aðild að tveimur inn- brotum sein kærð voru til lögreglu 13. og 20. september sl„ en þýfi úr innbrotunum fannst á dvalarstað mannsins og í bifreið foður hans. Þá á maðurinn óafgreidd átta mál sem tengjast afbrotum sem framin voru á tímabilinu frá apríl til september og varða vörslu og neyslu fikniefna, tékkasvik og þjófnað. Maðurinn er sagður heimilislaus, atvinnulaus og háður fikniefnum og taldi sýslu- mannsembættið í Kópavogi sem sækir málið, fyrirséð að hann muni halda áfram afbrotum til að standa straum af neyslu sinni og greiða skuldir vegna fikniefnakaupa. Ránið framdi maðurinn við þriðja mann í versluninni Strax og börðu þeir tvo af þremur starfsmönnum í gólfið og réðust sömuleiðis á eina viðskiptavin verslunarinnar og veittu honum andlitsáverka. Menn- imir fóm í afgreiðslukassa og pen- ingaskáp í skrifstofu og tóku þaðan, m.a. 113 þúsund krónur í peningum og greiðslunótur. Þekktist á myndbandi Lögreglumaður sem vinnur að rannsókn málsins bar kennsl á stytt manninn af myndbandsupptöku úr versluninni. Maðurinn mun áður hafa fengið upplýsingar um aðstæð- ur og öryggisbúnað í versluninni. Þá telst hann ekki geta gert grein fyrir ferðum sínum á fullnægjandi hátt á þeim tíma er ránið var framið. Auk mannsins situr einn félaga hans í gæsluvarðhaldi vegna máls- ins en varðhald hans rennur út nú undir helgi. Fyrir þann tíma er að vænta nýrra frétta af rannsókn málsins að sögn Grétars Sæmunds- sonar rannsóknarlögreglumanns í Kópavogi. -GAR Stúdentaráðsfulltrúi fékk samþykkt útboð á auglýsingum LÍN: Benti á fjölskyldutengsl - getsakir og lyktar af einkennilegri pólitík - segir Gunnar I. Birgisson „Ég á ekkert í þessari auglýsinga- stofu. Frjáls miðlun kom þama inn þegar við buðum út auglýsingar, bæk- lingagerð og annað fyrir LÍN árið 1982. Þessi auglýsingastofa kom þá með langlægsta tilboðið. Síðan hefur verið samið við hana áfram og það mál hefúr síðan verið í höndum framkvæmdastjóra og ekki sérstaklega á borðum stjórnar," sagði Gunnar I. Birgisson, stjórnar- formaður Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, í sam- tali við DV í gær. Fulltrúi Stúd- entaráðs Háskóla íslands gerði fyrir Gunnar I. Birg- isson, stjórnar- formaður LÍN. nokkru athugasemd í stjóm LIN við fjölskyldutengsl Gunnars I. Birgisson- ar stjórnarformanns við Frjálsa miðl- un þar sem dóttir stjómarformanns- ins væri eigandi auglýsingastofunnar Frjálsrar miðlunar sem annast aug- lýsingamál LÍN. Gunnar segir í sam- tali við DV að þetta séu fráleitar get- sakir og lykti langar leiðir af ein- kennilegri pólitík. Hann eigi engra hagsmuna að gæta í sambandi við Frjálsa miðlun auk þess sem við- skiptasamband stofunnar og LÍN hefði verið komið á áður en eigandi stofunnar og dóttir hans höfðu kynnst. „Ég gerði það einfaldlega að tillögu minni í stjóm sjóðsins að þetta yrði boðið út og það var samþykkt. Ég lagði fram tillöguna í ljósi þess um hve háar fjárhæöir er um að ræða, eða um 1,2 milljónir á ári, og í öðru lagi í ljósi tengslanna þama á milli, þ.e. að fyrirtækið er í eigu dóttur stjómarformannsins. Ég taldi því eðlilegt að bjóða verkefnið út á ný,“ sagði Eiríkur Jónsson, fulltrúi Stúd- entaráðs Háskóla íslands í stjórn LÍN, í samtali við DV í gær. -SÁ Haustsólin brosti við þessum fjallhressu krökkum í Varmárskóla þar sem þeir léku sér í frímínútum. DV-mynd ÞÖK Ekki af baki dottinn jmm Ástarsamband forseta ís- lands og hinnar bresku yfir- stéttarkonu Dóm er helsta umræðuefni þjóðarinnar og þar með aöaláhyggjumál Dagfara. Vart hafði hið virta æsifréttablað Times lýst því að Dóra elskaði ekki forsetann þegar hún var komin upp á Frón til fundar við hann. Ekki var að sjá að stúlkan væri komin til að slíta ást- arsambandinu við bóndann á Bessastöðum eins og Times titlar háttvirtan for- setann. Turtildúfumar héldu í útreiðartúr um Suð- urland þar sem ástin blómstraði sem aldrei fyrr. Var þeim er riðu út með parinu ljóst að forsetinn var alls ekki af baki dottinn og samkvæmt gamalli hefö lá í loftinu að enn ein Dóran væri á leið til bústjómar að Bessastöðum. Hin fagra Landsveit fagnaði par- inu, sem við jódyn nýtti sér tilfinningalegt svig- rúm til að þroska ást sína. Bersýnilegt var að for- setinn var ekki af baki dottinn og ást hans til Dóra var sönn og endurgoldin. Dylgjur erlendu pressunnar um að hún elskaði landið en ekki for- setann reyndust því hugarórar sprottnir af öfúnd vegna þjóðar við ysta haf sem á einn glæsilegasta þjóðhöfðingja allra tíma og hefur nælt sér í kvon- fang úr hinum breska aðli. Þetta þola Bretamir illa enda hafa þeir ekki státað af sannri fegurð í efsta lagi samfélagsins síðan Díana féll frá. Það þarf ekki nema líta á Karl prins við hlið forsetans til að átta sig á því að þama þarf ekki að fletta neinum blöðum um það hver státar af glæsileika og virðuleik. Þá er ekki síðri samanburður þegar litið er til ástkonu Karls hennar Camillu og fegurð hennar stillt gegn fegurð Dóra. Aug- ljóst er að íslendingar eiga vinninginn í því efni. Útreiðartúr forsetans fór að vísu ekki eins vel og æski- legt hefði verið þar sem hann féll af baki og axlarbrotnaði en þar kom að Dóra sýndi sína sönnu ást og hjúkraði honum. Breska pressan verð- ur því að kyngja því að hún elskar forsetann rétt eins og Dagfari undirstrikaði ræki- lega í fyrradag. Óskhyggja Bretanna um að hún ætlaði að hryggbrjóta forsetann er því tálsýn ein. Það að hann skyldi axlarbrotna varö til þess eins að undirstrika að ást hennar er sönn og óumdeild og þjóðin viknaði viö þegar for- síða DV blasti við þar sem Dóra kraup við hlið forsetans. Þjóðin bíður þess nú í ofvæni að hald- ið verði brullaup aldarinnar. Dagfari sandkorn Vín og víf í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafa að undanfórnu veriö hörku átök um það hvort nektardans eigi erindi í hið sið- sama byggðarlag. Þannig segja Víkur- fréttir frá átökum um það hvort veita ætti Club Casino vínveit- ingaieyfi sem er grund- völlur þess að staðurinn geti boðið upp á nektar- dans. Ellert Eiríksson , hinn siðprúði bæjar- stjóri, lagði til að vín- veitingaleyfi yrði veitt frá hádegi til kvöld- mats. Þetta segja gárungar að hafi ekki síst verið að undirlagi konu hans Guðbjargar Sigurðardóttur sem skrapp í vinnuna til bónda síns og afhenti hon- um formleg mótmæli. Tiilaga Ellerts, segja heimamenn, hafi átt að vera trikk til að útiloka að hinar nöktu meyjar kæmu inn fyrir bæjarmörkin og rugluðu heimamenn. Það sé nefnilega ekki til siðs að dansa með slíkum hætti fyrr en líða tekur á kvöld og áhorfendur sætti sig ekki við augnkonfektið þurrbijósta. Á endanum var Club Casino neitað um vín- veitingarleyfi og húsmæður anda léttar en aðdáendur listdansins þurfa sem fyrr að aka til Reykjavíkur til að svala for- vitni sinni... Innkastarar Það er fleira sem heldur vöku fyrir Keflvíkingum en nektardansmeyjar sem híma við bæjarmörkin. Þannig segja Víkurfréttir frá því að veitingastöðum hafi verið leyft að veita vín utandyra. Þrátt fyrir að hömlur séu settar á nektardans er bæjarstjórn frjálslynd hvað varðar vínveiting- ar og því mega þeir sem ekki eru á þeim buxunum að sína nekt- ardans færa út kvíarn- ar og bjóða í glas ut- andyra. Á þessu er þó sá annmarki að vertamir verða að tryggja að ölkærir gestir á gangstéttum ónáði ekki gang- andi vegfarendur. Það þýðir að ný starf- stétt er að verða til í Keflavík að mati Víkurfrétta. Gömlu útkastararnir verð áfram en ráðnir verða innkastarar til að henda þeim inn sem með glas í hönd bögga saklausa vegfarendur... Heppinn borgarstjóri Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, hinn geðþekki borgarstjóri Reykvíkinga, lenti í kröppum dansi í fyrra þegar hún skrif- aði upp á vínveitingaleyfi í leikhléi þar sem KR var að keppa í Frostaskjóli. í ár hefur borgarstjórinn, sem reyndar er sagður Frammari, átt margar gleðistundir með KR- ingum og baðar sig óspart í ljóma hinna fjölmörgu bikara sem liðið hefur sópað að sér. Áfengisvandamál- ið hefur ekki herjað á borgarstjórann að þessu sinni þar sem vínveitingarnar eru nú alfarið á Rauða ljóninu á Sel- tjamarnesi. Ingibjörg Sólrún er því stikkfrí en Sigurgeir Sigurðsson, bæj- arstjóri nágrannasveitarfélagsins, þaif að svara fyrir þá hlið mála... Eiríkur heima Forseti íslands hefur verið í nokkrum háska að undanförnu. Litlu munaði að austfirski vörubflstjórinn Eiríkur Sigfússon lenti í svartaþoku undan brekku á forsetabílnum. Þar tókst að bjarga í horn en nokkrum dögum siðar datt Ólafur Ragnar Grímsson af hestbaki í Landsveit þar sem hann reið út ásamt ná- inni vinkonu sinni, Dorrit Moussaieff, í góðra vina hópi. Há- koni Aðalsteinssyni, skógarbónda og skáldi, era hrakningar forsetans hug- leiknir og þá ekki síður þáttur Eiríks bflstjóra í þeim. Sína verður sálarró, samt má ekki gleyma, að óhöpp geta orðið þó Eiríkur sé heima. Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.