Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 5 Fréttir Fyrirhuguð lokun pökkunarstöðvar Snæfells 1 Hrísey: Fólki finnst það svikið - segir Pétur Bolli Jóhannsson sveitarstjóri DV, Akureyri: „Ástandið er vissulega svart, ekki síst með tilliti tii skýrslunnar sem unnin var fyrir Byggðastofnun. Þetta lítur ekki vel út ef ekki kemur eitthvað annað í stað þeirra fjöl- mörgu starfa sem tapast," segir Pét- ur Bolli Jóhannesson, sveitarstjóri í Hrísey, um þá stöðu sem upp er komin i atvinnumálum eyjar- skeggja eftir að Snæfell hefur ákveð- ið að loka pökkunarstöð sinni í eyj- unni. í skýrslu sem unnin var fyrir Byggöastofhun kemur fram - að 43 ársverk muni glatast í eyjunni og af þeim hafi um 100 manns lífsviður- væri sitt. Fram hefur komið að Byggðastofnun sé tilbúin að vinna að farsælli lausn þessa máls í sam- vinnu við heimamenn. Pétur Bolli segir að við lokun pökkunarverksmiðju Snæfells í Hrísey muni tekjur sveitarsjóðs minnka um 40% og sú ákvörðun stjórnar KEA að loka pökkunar- verksmiðjunni muni hafa fleiri af- leiðingar í fór með sér, ekki bara fyrir Hrísey heldur fyrir svæðið í heild. Á fjölmennum fundi forsvars- manna KEA með Hríseyingum í fyrrakvöld kom fram að KEA-menn hafa áhuga á að vinna að því með fleiri aðilum að einhverri starfsemi verði haldið áfram í hinu stóra húsi Snæfells í eyjunni en Pétur Bolli segir ekkert ákveðið liggja fyrir í þeim efnum. Þó hafi heyrst minnst á reykingu á laxi en það sé ekkert sem hönd sé festandi á. „Fólk hér er afskaplega reitt vegna þeirrar ákvörðunar KEA að loka pökkunarstöðinni hér. í Hrísey hefur verið unninn fiskur frá örófi alda og húsið hér hefur skilað hagn- aði til KEA í áratugi. Það hefúr hins vegar verið stefna fyrirtækisins að draga úr umsvifum í eyjunni og færa vinnuna yfir á aðra staði og það má segja að ákvörðunin um að loka pökkunarstöðinni nú sér bara lokahnykkurinn. Það kom reyndar fram í máli stjómarformanns KEA á fundinum hér í vikunni að e.t.v. hefði ákvörðun verið tekin um það fyrir þremur árum að hætta allri starfsemi hér, þó að pökkunarstöðin hefði verið vígð fyrir tveimur árum. Það verður að segjast alveg eins og það er að þær útskýringar KEA- manna að hér sé bullandi taprekst- ur eru ekkert annað en reiknings- leikfimi. Pökkunarstöðin hér er háð vinnslunni á Dalvík með verð á bit- unum tU pökkunarinnar og margt fleira mætti tína tU. Fólk hér er reitt, það hefur haldið tryggð við fyrirtækið sem sjá má á því að með- alstarfsaldur í fyrirtækinu er 15 ár og sá sem lengst hefur starfað þar hefur 43 ára starfsaldur að baki. Fólki finnst það hafa verið svikið," segir Pétur Bolli. -gk Frá Hrísey. Þar ríkir nú mikil óvissa um framtíðina vegna fyrirhugaðrar lokunar pökkunarstöðvar Snæfells. DV-mynd gk Það er fátt meira afslappandi en að vera við Tjörnina í góðu veöri, láta fara vel um sig á bekk með einhverj- um sem manni þykir vænt um eða gefa öndunum eins og þessi ungi maður sem mættur var með fullan poka af brauðmeti í góðvirðiskaflan- um í iiðinni viku. DV-mynd Hilmar Þór Skipamiðlunin Bátar & Kvóti ^Sínii: 568 3330 • hitp / áv \ ortex.is ~s.kip/] n spv Sparisjóður vélstjóra Ba hjarl Heimabanki SPV - ókeypis þjónusta á netinu. Þitt er valið. Þú getur nýtt þér án endurgjalds þjónustu SPV í Heimabanka okkar á netinu eða komið á afgreiðslustaði SPV Borgartúni 18, Síðumúla 1 eða Rofabæ 39. PENINGAMARKAÐSREIKNINGUR Sparisióðsins PM-reikningur er innlánsreikningur sem sameinar kosti sparireiknings og verðbréfa.Vaxtakjör eins og þau gerast best á íslenskum f jármagnsmarkaði. Lágmarksfjárhæð á PM-reikningi er 250.000 kr. Binditími á PM-reikningi er aðeins 10 dagar. Engin þjónustugjöld. 8,62 % nafnávöxtun l&Slishjarl Bakhjarl Sparisjóðs vélstjóra er verðtryggður, bundinn innlánsreikn- ingur fyrir þá sem vilja njóta hagstæð- ustu ávöxtunarkjara hjá Sparisjóðnum. Velja má um binditíma í 36, 48 eða 60 mánuði. 5,30% raunávöxtun (vextir umfram verðbólgu) Margir njóta þess að taka áhættu. Öryggið er þó meira virði > iegar a reynir. Umtalsverður fjárhagslegur ávinningur þarf ekki að vera bundinn því skilyrði að þú teflir á tæpasta vað. PM-reikningur og Bakhjarl Sparisjóðs vélstjóra bjóða sparif járeigendum öryggi, sveigjanleika og - sem mestu máli skiptir • afbragðs góða ávöxtun. Komdu ár þinni vel fyrir borð. Taktu ekki áhættu þegar þú leggur grunn að farsælli f járhagslegri framtíð. Veldu PM-reikning og Bakhjarl Sparisjóðs vélstjóra. Njótið góðrar og persónulegrar þjónustu. Verið velkomin í viðskipti hjá Sparisjóði vélstjóra. •8 spv Sparisjóður vélstjóra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.