Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 11
wnning FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 Hver er galdurinn? Alltaf er erfitt að sjá fyrir fram hvað muni slá í gegn, lokka til sín áhorfendur þúsundum saman og hlaða utan á sig eins og snjóbolti á hraðferð niður brekku. Eitt af því sem hefur komið á óvart þessa haustdaga er hamslaus áhugi al- mennings í landinu á söngdagskrá þrístirnisins Bergþórs Pálssonar, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Jónas- ar Ingimundarsonar sem byrjaði í Salnum í Kópavogi 7. september og hefur haldið áfram þar og víðar. „Þetta áttu að verða einir tónleik- ar, sem hugsanlega mætti endur- taka,“ segir Jónas Ingimundarson. „Nú stefnir allt í að minnsta kosti fimmtán!“ „Og þegar við hættum eftir fimmtán tónleika þá er það bara vegna þess að Diddú er að fara til útlanda og þegar hún kemur aftur fer ég utan,“ segir Bergþór. „Annars gætum við haldið áfram um óákveðinn tíma, stemningin er þannig," segir Diddú. Þá vill blaðamaður vita af hverju þessi dagskrá hefur orðið svona vinsæl en svarið vefst fyrir þessum ágætu listamönnum. Skýr- ingarnar eru svo margar og margslungnar. Lögin hans Sigfúsar Halldórssonar standa auðvitað fyrir sínu og laða að ein og sér, og fólk langar til að heyra þau flutt annars stað- ar en í rútubílum. Svo eru líka á efnis- skránni vinsæl söngleikjalög sem gaman er að heyra flutt af góðum söngvurum og sam- setningin á þeim og lögum Sigfúsar virðist hitta í mark. Bergþór og Diddú eru vön í skemmtibransanum og það á frekar illa við þau að standa eins og stólpar á sviðinu, eins og Diddú bendir á. Fólki fmnst líka afar gam- Þau eru hýr á brá, Bergþór Pálsson, Jónas Ingimundarson og Sigrún Hjálmtýsdóttir, enda fá íslendingar alls ekki nóg af þeim. DV-mynd Pjetur an að sjá Jónas aftur á sviði eftir nokkurt hlé á tónleikahaldi hjá honum. „Og svo er þetta smitandi!" segir Diddú og skellir upp úr. Menningarbylting yfirvofandi „Kannski er eitthvað sérstakt að gerast,“ seg- ir Jónas brosandi. „Ég held að þetta sé upphaf að menningarbyltingunni sem mig hefur dreymt um ævilangt - að fólk flykkist að til að njóta fegurðarinnar.“ Jónas kynntist Sigfúsi persónulega á síðustu árum hans og þeir urðu miklir vinir, spiluðu hvor fyrir annan á píanóið og spjölluðu saman, og þetta hafði áhrif á skipulag tónleikanna. „Ég reyni að búa til Sigfúsar Halldórsson- ar stemningu eins og ég kynntist honum við píanóið svona prívat," segir Jónas. „Og ég er ekki rígbundinn við bókina þegar ég leik lögin hans.“ En hvernig verður menningarbyltingunni fylgt eftir? „Ekki með fundahöldum og ráðstefnum," segir Jónas ákveðinn, „heldur með þvf að syngja og spila fallega tónlist." Tónleikarnir með lögum Sigfúsar verða endurteknir í kvöld og 4., 7. og 11. októ- ber, og er helst að reyna að fá miða lokakvöldið. Síðan verður þristimið að snúa sér að öðrum verk- um. Diddú ætlar að syngja tvenna tónleika á heimsráðstefnu skammt frá Strassborg og síðan á kirkjutónleikum við Gardavatnið. Bergþór er að fara til Danmerkur að syngja í Ástardrykkn- um, „pá dansk,“ segir Bergþór á fullkominni dönsku: „Og sá skal jeg hygge mig med spegepolse!" En fyrst syngur hann með Sinfón- íuhljómsveit íslands 14. október. Jónas Ingi- mundarson ætlar að halda einleikstónleika á tíu stöðum vítt og breitt um landið - þá reynir á menningarbyltinguna! Tónleikaferð hans end- ar í Salnum 13. nóvember þar sem hann leikur alla valsa Chopins og tvær sónötur Beethovens. Svo er aldrei að vita nema við fáum meira að heyra af Sigfúsi Halldórssyni - í þessu formi eða öðru - seinna. Nan Goldin í Listasafninu I dag, kl. 17, verður opnuð sýning í Lista- safni íslands á ljósmyndum bandarísku listakonunnar Nan Goldin. Hún er fædd 1953 og hefur lagt fyrir sig ljósmyndun frá unglingsaldri en upp úr tvítugu fór hún að mynda fjölskyldu sína og vini með skipu- lögðum hætti. „Það sem ég hef áhuga á er að fanga líflð þegar verið er að lifa því, bragð- ið og lyktina af því, og halda því inni í mjmdunum," segir hún. „Þær eru í raun og veru dagbók min i myndum." Ljósmyndir Nan Goldin eru því ekki svið- settar, eins og myndir Inez van Lamsweerde og Janietu Eyre sem voru sýndar á Listasafninu í vor, heldur eru þær mun nær því að vera skyndi- myndir. Þær bera því vitni að Nan hefur gist undirheima stórborga og margir úr vinahópi hennar haga lífl sínu öðruvísi en viðtekið er. Þeirra á meðal eru bæði eitur- lyfjasjúklingar og eyðnismitaðir. Myndirnar eru raunsæjar á mis- kunnarlausan hátt en sýna líka djúpa sam- líðun með fólki á ystu nöf. Ljósmyndir Nan Goldin hafa verið sýndar á mörgum helstu listasöfnum heims og koma þeirra hingað til lands er merkur við- burður. Sýningin stendur til 24. október. Spennuþrunginn flutningur í ár er haldið upp á aldarafmæli Francis Poulencs með ýmsum hætti, m.a. með tón- listarhátíð í Iðnó fyrr á árinu þar sem megn- inu af kammertónlist hans var gerð ágæt skil. En sjaldan er góð visa of oft kveðin, og á þriðjudagskvöldið héldu Blásarakvintett Reykjavíkur og Nína Margrét Grímsdóttir tónleika í Salnum sem helgaðir voru Pou- lenc. Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir Fyrst á efnisskránni var sónata hans fyr- ir flautu og píanó frá 1957. Hún hefur verið vinsæl á efnisskrám flautuleikara frá því hún var frumflutt af Jean-Pierre Rampal og Poulenc sjálfum enda er hún með eindæm- um vel heppnuð og skemmtileg. Það var ánægjulegt og löngu tímabært að heyra Bernharð Wilkinson á ný spreyta sig í hlut- verki einleikarans. Leikur hans og Nínu Mar- grétar var líka allur hinn ágætasti, flæðið stöðugt og líðandi í fyrsta þætti á franska vísu og hin Ijúfa Cantilena smekklega flutt þó að undirrituð hefði ekki haft á móti því að hafa tóninn aðeins blíðari og mýkri og meiri ró á köflum. Snerpa og gáski voru svo í fyrirrúmi í leik þeirra í þeim síðasta sem var einkar vel fluttur og væri gaman að heyra meira frá Bern- harði á þessum nótum. Elégie fyrir horn og píanó sem var næst á dagskrá er eins og elegíur gerast bestar, trega- full og sorgleg og tónskáldinu greinilega mikið niðri fyrir enda verkið samið í minningu hom- leikarans Denis Brain sem lést af slysfórum langt fyrir aldm- fram. Leikur Jósefs Ognibene og Nínu var vel samstilltur, hljómur hljóðfær- anna beggja hreint unaðslegur og flutningurinn svo spennuþrunginn og magnaður að maður var hálf eftir sig að leik loknum. Laglínubrunnur Poulencs virðist hafa verið óþrjótandi og eru þær oft á tíðum allt í senn, hnitmiðaðar, smellnar, tilfinninga- þrungnar og angurværar og verkin óút- reiknanleg og spontant. Þetta á allt við um næsta verk á efnisskrá, Tríó fyrir óbó, fagott og píanó þar sem hann stillir saman þessum ólíku hljóðfærum á undursamleg- an hátt. Þetta skemmtilega trió fékk á tón- leikunum virkilega þá meðferð sem það á skilið en auk Ninu fluttu það Daði Kol- beinsson óbóleikari og Hafsteinn Guð- mundsson fagottleikari og var leikur þeirra afbragðsflnn, öruggur og hreinn og samspilið með því betra sem heyrist. Eftir hlé var komið að sónötu fyrir klar- inett og fagott sem Einar Jóhannesson og Hafsteinn fluttu. Þeir fóru á miklum kost- um í rytmískum allegrókaflanum, með skýrri hendingamótun og frábærum leik og í rómönsunni fléttuðust raddir hljóð- færanna skemmtilega saman í blæbrigða- ríkum og dúnmjúkum leik þeirra, glettnis- legur fínalinn var svo frísklega leikinn og góður þó einhver losarabragur hafl komið á enda verksins. Að lokum var svo fluttur sextett fyrir píanó og blásarakvintett þar sem leikið er með litróf hljóðfæra og tilfinninga. Leikgleði flytjenda var áberandi í gegnum allt verkið og samstillingin góð sem skilaði sér í glæsilegum flutningi þar sem allt gekk upp. Leikur Nínu Margrétar var öruggur, hljómurinn innihalds- ríkur og i alla staði feikigóður alla tónleikana og sómdi hún sér vel á sviðinu í hópi þessara frábæru listamanna. Evrópsk kvikmyndaveisla Nú eignumst við rétt bráðum okkar eig- in „óskarsverðlaun", Edduna, eins og sagt var frá á menningarsíðu á mánudaginn, og verður spennandi að sjá í hvaða formi hún verður. Dönsku kvikmyndaverðlaunin heita Bodil og styttan er af há- vaxinni og grannri konu. Ás- grímur Sverrisson vildi í við- talinu á mánudaginn ekkert láta uppi um lögim Eddunnar en nefndi að orðið þýddi amma eða formóðir og gæti því vel hugsast að Eddan verði í líki gamallar konu í peysufötum með sjal til að minna á ömm- urnar sem héldu lífi í íslenskum skáldskap öldum saman. Við þessi tíðindi verður maður næmari á kvikmyndaumhverfi sitt og sannarlega er uppörvandi að lesa auglýsingar frá Há- skólabíó þessa dagana. Þar er vitaskuld verið að sýna nýjustu íslensku stórmynd- ina, Ungfrúna góðu og Húsið, og óskandi að fólk þyrpist á hana. Við hlið hennar er aug- lýst danska dogmamyndin Síðasti söngur Mifune, einstaklega manneskjuleg mynd um ungan uppa sem hefur það helst sér til ágætis að mati stórborgarans tengdafoöur síns að vera „opkomling“, orðinn til úr engu. En ekkert verður til úr engu, og þeg- ar verst stendur á deyr pabbi gamli á hrör- lega býlinu og uppinn verður að fara og gera skyldu sína. Á ég að gæta bróöur mins, gæti hann spurt eins og annar mað- ur löngu fyrr, og svarið er jafnan hið sama: Já, væni minn! Þama er líka verið að sýna Cannes-verð- launamyndina Allt um móður mína eftir Pedro Almodovar hinn spænska, þriggja klúta mynd, alla vega fyrir mæður, þannig að undirrituð fór ekki út í hléi (enda eiga ekki að vera hlé í bíó!). Fyrir ofan hana í auglýsingunni er Svartur köttur, hvítur köttur eftir Kusturica hinn júgóslavneska, algert partý. Þar eru nú ekki vandræðin með aukaleikarana, allir hafa viljað vera með! Verulega er líka skemmtilegt hvað Fuck- ing Ámál gengur vel. Bendi ég bíóstjórum í bæjum og þorpum vítt og breitt um landið sérstaklega á þessa mynd sem sýnir af næmi líf unglinga í smábæ. Unglingarnir sem leika era eins og sannir atvinnumenn. Auk þess er verið að sýna ítalsk-bresku kvikmyndina Tt með Mússólíni og bresku myndina Notting HUl sem er beinlínis áróður fyrir evrópskum lífsstil, og dönsku barnamyndina Ein heima. Ein amerísk hryllingsmynd rekur svo lestina. Minna má ekki gagn gera! Gallokuð augu Aðalmyndin í islenskum kvikmyndahús- um þessa dagana er hin bresk-bandaríska Eyes Wide Shut eða Gallokuð augu, síðasta kvikmynd Stanleys Kubricks. Henni hefur verið tekið misjafnlega austan hafs og vest- an en enginn hefur að ég held neitað því að hún sé listavel gerð. En skyldj nokkur hafa komið auga á hvað hún er skemmtileg hliðstæða við kvikmynd Bunuels frá 1972, Le charme discret de la bourgeoisie (Hið dulda að- dráttarafl borgarastéttarinnar) sem á sín- um tíma fékk bandaríska Óskarinn sem besta erlenda myndin? í þeirri meinfyndnu og súrrealísku bíómynd er hópur fólks frá upphafi til enda að reyna að fá eitthvað að borða (þau byrja á því að koma í matarboð degi of snemma!) - en árangurslaust. Hlið- stæðan í Gallokuð augu (og vísar titillinn skemmtilega í draumkennt ástand aðalper- sónunnar) er að þar er sífellt verið að bjóða Tom Cruise upp á kynlíf en aldrei fær hann neitt - og eru ástæður þess margvís- legar eins og þeir vita sem séð hafa mynd- ina. Matur og kynlíf tengist margvíslega i táknmáli menningar okkar og má mikið vera ef Kubrick er ekki meðvitað að spjalla við Bunuel í þessari fábæru mynd. Englarnir í Danmörku Umsjónarmaður sá Engla alheimsins í CaféTeatret í Kaupmannahöfn um síðustu helgi og gladdist mjög yfir þeim - bæði sýn- ingunni sjálfri sem er hugmyndarík og áhrifamikil og ekki síður því hvað þessi makalausa skáldsaga Einars Más hefur merkileg skilaboð að flytja umheiminum. Leikgerðin sker hana auðvitað niður við trog en gætir þess vel að skila þeim djúpa mannlega harmi sem mettar textann og sit- ur svo lengi i 'esandanum. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.