Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐl UN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsíngar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Vestræn gildi sækja fram Vestrænt gildismat er á nýjan leik í sókn í heiminum eftir nokkurt hlé gagnsóknar af hálfu leiðtoga í fjarlæg- um Austurlöndum, sem óttast, að vestræn gildi grafi undan alræðisvaldi þeirra. Vestræn gildi eru enn á ný sett fram sem almenn mannkynsgildi. Mannréttindi eru einkunnarorð vestræna gildismats- ins. Undir merkjum mannréttinda er sótt að harðstjór- um, sem áður gátu farið sínu fram í skjóli þess, að vest- ræn mannréttindastefna ætti ekki heima utan Vestur- landa og fæli í sér afskipti af innanríkismálum. Um þessar mundir er hin vestræna stefna mannrétt- inda að vinna land á Austur-Tímor. Hersveitir Indónesíu hafa flúið af vettvangi eftir óheyrileg grimmdarverk, en skilið eftir hluta af dauðasveitum sínum til að reyna að grafa undan innrásarliði Ástralíumanna. Við valdaskiptin á Austur-Tímor hefur komið í ljós, að dauðasveitirnar voru að mestu leyti skipaðar hermönn- um Indónesíu, sem skiptu um hlutverk í frístundum. Enn fremur hefur með símahlerunum komið í ljós, að yf- irmenn hersins stjórnuðu dauðasveitunum. Það kemur ekki á óvart á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, að valdhafar austrænna ríkja skuli slá skjaldborg um herinn í Indónesíu til að koma í veg fyrir, að efnt verði til stríðsglæpadómstóls að vestrænum hætti til að fjalla um voðaverkin á Austur-Tímor. Ekki kemur heldur á óvart, að valdhafar þessara ríkja kvarta um, að Ástralíumenn gangi alltof hart fram við að afvopna dauðsveitir Indónesíuhers á Austur-Tímor. Þeir segja þetta vera nýtízkulegt dæmi um aldagamlan yfir- gang hvíta mannsins í þriðja heiminum. Ráðamenn Austurlanda eru að verja rétt sinn og sálu- félaga sinna til að ofsækja heilar minnihlutaþjóðir ofan á ofsóknir gegn trúflokkum, stjórnarandstöðu, fjölmiðl- um og yfirleitt öllum, sem þeir telja standa í vegi sínum. Þeir eru að verja brot gegn mannkyninu. Austrænir ráðamenn hafa gert vestrænu gildismati greiða með því að stilla andstæðunum upp sem mun á austri og vestri. Þegar siðferðisforsendur austræna gild- ismatsins bresta, verður fall þess mikið. Vestrænu gild- in eiga þá greiðari leið að heimsyfirráðum. Ráðamenn á Vesturlöndum eru í auknum mæli að átta sig á, að valddreifð réttarríki að vestrænum hætti í þriðja heiminum eru liklegri en önnur til að verða efnahagslega sjálfbær og friðsöm. Þróunaraðstoð beinist í auknum mæli til ríkja, sem þróast í vestræna átt. Ráðamenn á Vesturlöndum eru í auknum mæli að átta sig á, að bezta leiðin til að stækka svæði friðar og kaupsýslu í heiminum og fækka heimspólitískum vandamálum er að styðja ríki til að taka ekki aðeins upp vestræn form, heldur einnig vestræn gildi. Ráðamenn á Vesturlöndum eru í auknum mæli að átta sig á, að taprekstur er og verður á vestrænum stuðningi við harðstjóra þriðja heimsins. Komið hefur í ljós, að borgaraleg réttindi að vestrænum hætti eru jarðvegur kaupsýslu og friðsamlegrar sambúðar ríkja. Eftir japl og jaml og fuður ákváðu Vesturlönd að sýna tennurnar í Kosovo. Nú hafa þau gert hið sama á Austur- Tímor, einnig með nokkurri tregðu. í báðum tilvikum vanmátu harðstjórarnir getu Vesturlanda til að láta hunzaðar umvandanir leiða til hernaðaraðgerða. Hrollur fer nú um harðstjóra þriðja heimsins, þegar þeir hópa fulltrúa sína saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að tefja framgang mannréttinda. Jónas Kristjánsson „Hér verður kirkjan að biðja um mun meiri þolinmæði en þegar um blessunarathöfn er að ræða,“ segir Hjalti m.a. í grein sinni.. Kirkja og sam- kynhneigð tilhneigingu á miskunn- arlausan liátt fyrir 2000 árum og sú afhjúpun er enn i fullu gildi. Viö sem tilheyrum kirkj- unni erum einfaldlega á sama báti, hvort sem við erum sam- eða gagn- kynhneigð, hvernig svo sem tilfmningar okkar eru og hvernig sem við lifum eftir þeim - a.m.k. ef við gerum það af heil- indum og drengskap. Skuldar skýr svör í öðru lagi má spyrja hver afstaða kirkjunnar sé til fomlegrar sam- búðar samkynhneigðra. 1 „Að kirkjulegum skilningi er hjónabandinu m.a. ætlað að mynda ramma um samlíf tveggja einstaklinga af gagnstæðu kyni, ekki síst til að skapa börnum þeirra öruggar aðstæður til vaxt- ar og þroska. “ Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor í „blaði allra landsmanna“ hafa nokkrar umræður orðið upp á síðkast- ið um kirkju og samkynhneigð. Hefur þar gætt skiptra skoðana. í raun er hér líka um mörg og ólík mál að ræða sem fjalla verður um út frá mismunandi forsendum. Á sama báti í fyrsta lagi má spyrja hver afstaða kirkjunnar til sam- kynhneigðra sé í allra víðasta skiln- ingi. Þar á kirkjan að þvi er séð verð- ur engra kosta völ. Samkynhneigð er eitt af fjölmörgum tilbrigðum mann- legs lífs sem kirkj- an er kölluð til að rúma í allri sinni breidd. Hér og nú er kirkjan samfélag fólks sem á sam- merkt í því að vera öðruvísi en það ætti að vera - og jafnvel öðru- vísi en það vill sjálft vera. Á máli trúarinnar er sagt að kirkjan sé samfélag syndara. í slíkri samkundu getur enginn tekið sér „fyrsta steininn" í hönd eða gerst dómari yfir öðrum. Þar orkar líka tvímælis að skilgreina eitt lífsform öðru syndsamlegra eða metast um hvort mín synd sé verri en þín. Kristur afhjúpaði þá í þvi sambandi skiptir mestu að kirkjan geri upp við sighvort eitt- hvað og þá hvað kemur í veg fyr- ir að hún geti veitt tveimur ein- staklingum af sama kyni sem hafa heitið hvor öðrum að standa sam- an í gleði og sorg jarðlífsins fyrir- bæn og blessun við opinbera at- höfn. Áður en það er hægt verður kirkjan að sönnu að vinna ákveðna guðfræðilega undirbún- ingsvinnu. Sandurinn rennur hins vegar hratt úr stundaglasinu og kirkjan skuldar samkynhneigð- um skýr svör. Ekki síst eftir að lög voru sett um staðfesta sam- vist. Ekki einkamál þjóðkirkjunnar Loks má spyrja hver afstaða kirkjunnar sé til hjónavígslu sam- kynhneigðra í sama skilningi og gagnkynhneigðra. í því sambandi er mikilvægt að gefa því gaum að komið er að öðru og flóknara máli en kirkjulegri blessun formlegrar sambúðar. Hið kirkjulega hjóna- band er forn stofnun sem hvílir á langri kirkjulegri hefð og mótaðri guðfræðilegri kenningu sem m.a. er byggð á mikilvægum ritningar- stöðum bæði úr Nýja og Gamla testamentinu. Að kirkjulegum skilningi er hjónabandinu m.a. ætlað að mynda ramma um samlíf tveggja einstaklinga af gagnstæðu kyni, ekki síst til að skapa börnum þeirra öruggar aðstæður til vaxt- ar og þroska. Þó að þessi hugsjón bíði oft skipbrot rýrir það ekki gildi hjónabandsins. Hér vei’ður kirkjan að biðja um mun meiri þolinmæði en þegar um blessun- arathöfn er að ræða. Róttækar breytingar á kenning- unni hjónabandið er heldur ekki einkamál íslensku þjóðkirkjunn- ar. Þvert á móti verður hún að taka tillit til þess að hún er hluti af stærri heild. Þar á ég við hina alþjóðlegu kirkju sem að vísu er klofin en á þó samstöðu um fjöl- mörg mál sem sum eru léttvægari en guðfræði hjónabandsins. Hjalti Hugason Skoðanir annarra Engar skyldur um flugvöll „Það er auðvelt að skilja að fólk utan af landi vilji hafa samgöngur við höfuðborg sína sem einfaldastar og þægilegastar, en við þurfum samt í þessu máli sem öðrum að finna skynsamlegar lausnir. Mér vit- andi eru ekki skyldur neinnar höfuborgar í heimin- um að hafa aðal innanlandsflugvöllinn í miðbænum og gaman væri að vita hvar slíkar samþykktir séu niðurkomnar varðandi ísland. Einnig væri gaman að vita hvort finnist annað dæmi um höfuðborg ein- herrar þjóðar sem hefur aðal innanlandsflugvöll í miðbænum? ... Gamli flugvöllurinn i Ósló var ekki í miðbænum, heldur í úthverfi sem heitir Fornebu, 20-25 mín. keyrslu frá miðbænum ... Verum nú skynsöm, lítum til framtíðar, t.d. 50 ár fram í tim- ann, hvemig verður staðan þá.“ Guðmundur Valur Stefánsson i Mbl. 29. sept. Svigrúm forseta styttist „Það hlýtur (því) að koma að því fyrr en síðar að forsetinn skilgreini fyrir okkur hver staða Dorritar Moussaieff er í hans lífi og gagnvart forsetaembætt- inu. Hvort hún muni hafa eitthvert opinbert hlut- verk og þá hvað? Og hver verður staða hennar í for- setakosningum næsta vor? Það er augljóst nú þegar, að almenningur tekur breyttum aðstæðum forsetans með hlýhug og velvilja og allir eru tilbúnir að gefa forsetanum svigrúm. Hins vegar er ljóst að þetta svigrúm getur úr þessu ekki orðið sérlega langt." Birgir Guðmundsson í Degi 29. sept. Neytendur borga brúsann „Eftir því sem næst verður komist fara um það bil 60% af grænmetissölu í landinu fram í verslun- um Baugs, 30 til 35% sölunnar fara fram í verslun- um Kaupáss og aðrar verslanir sjá um það litla sem eftir er. Þetta sýnir ljóslega að framleiðendur eru ekki í sterkri aðstöðu til að semja við Baug og heyrst hafa sögur af sérkennilegum vinnubrögðum þar innan dyra. Framleiðendur segjast þess vegna hafa neyðst til þess að reyna að bæta samningsstöðu sína. Sem endranær eru það neytendur sem borga reikninginn." Sigurður Már Jónsson í Sjónarhorni Viðskiptablaðs- ins 29. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.