Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 Kostnaður við umfelgun haldið í lágmarki: Vetrardekk á felgum fljót að borga sig Annatími dekkjaverkstæða vegna umfelgunar er í næsta mánuði. Þá fara vetrardekkin undir bílana og bíleigendur sjá þá fram á árviss út- gjöld. Fyrir fólksbílaeigendur geta þau verið frá 3000 til 4000 krónur fyrir umfelgun og jafnvægisstill- ingu. Það þýðir 6-8 þúsund á ári. Eftir bensínhækkanir þessa árs ættu sparnaðarráð varðandi bíldekk að vera vel þegin. Hægt er að sleppa við þessi ár- vissu útgjöld vor og haust ef keypt- ur er aukaumgangur af felgum. Þá á bíleigandinn bæði sumar- og vetr- ardekk á felgum og getur sjálfur tjakkað bílinn upp á planinu heima og skipt yfir á vetrardekk. Miðað við algengasta verð á um- felgun og jafnvægisstillingu getur kostnaður vegna I felgnanna verið að skila sér aft- ur á 2-3,5 árum. í könnun Samkeppnisstofn- unar í október í fyrra kom í ljós að meðalkostnaður við skipt- ingu, umfelgun og jafnvægisstill- ingu hjólbarða á fólksbíl reyndist 3410 krónur. Skyndikönnun DV í gær leiddi í ljós verð á bilinu 3100 til 3880 krónur. Fljótt að koma Vegna tilboða bílaumboðanna á álfelgum undir nýja bíla og álfelgutísku geta bíleigendur gert prýðisgóð kaup á stálfelgum undir bílinn. Dæmi eru um að umgangur af 13 tommu stálfelgum, þ.e. fjórar felgur, fáist á 15.000 krónur. En séu slikar felgur keyptar á venjulegu verði getur kostnaðurinn verið dekk endast. Hér er ekki miðað við aukakostnað við umfelgun vegna slits. skipta yfir á sumardekkin. Ökumenn hlífa sér og far- þegum við há- vaða í vetrar- dekkjun- um, sér- staklega nagla- dekkjum, og hlífa um leið götunum. -hlh Hagræði Margs konar hagræði fylgir því að eiga aukasett af felgum með ^ dekkjum á. Ef langur þíðukafli verður á veturna má auð- veldlega Konráð Asgrímsson keypti sér aukasett af felgum fyrir vetrardekk- in. 20.000-24.000 krónur. Hér er miðað við fjórar 13 tommu felgur á 5960 krónur stykkið. Ef verð á umfelgun og jafnvægisstill- ingu fyrir fólksbil kostar 3500 krón- ur þýðir það að kostnaðurinnn vegna aukasetts af felgum getur borgað sig upp á rúmum þremur og hálfu ári. Fáist fjórar felgur hins vegar á áðumefndu tilboði, 15.000 krónur, eru felgurnar rúm 2 ár að borga sig. Á þeim tíma er bíleigandinn að kaupa umfelgun og jafnvægisstill- ingu fjórum sinnum eða fyrir 14 þúsund krónur. Reyndar er misjafnt hve lengi Starfsmaður hjólbarðaverkstæðis með stálfelgu sem nota má undir sumar- eða vetrardekkin og spara þannig um 7000 kr. árlega vegna umfelgunar. DV-mynd Teitur Freista tilboð annarra tryggingafélaga? Léttara að skipta en margur heldur Tryggingar geta verið nokkuð fyrirferðarmiklar í heimil- isbókhaldi fjölskyldna og einstaklinga. Hjá fjölskyldu með helstu tryggingar, al- hliða heimilistryggingu, brunatryggingu húseignar og kaskótryggingu fyrir meðalfólksbíl, geta iðgjöld numið í kring um 100 þúsund krón- um á ári. Á þessum vettvangi hefur verið flallað um kosti þess að láta trygg- ingafélögin bjóða í tryggingu fyrir- nefndra hluta svo velja megi ódýrasta kostinn. Hefur verið sýnt fram á með dæmum að slíkar ráð- stafanir geti sparað heimilinu veru- legar fjárhæðir. En þegar fólk er með allt sitt tryggt á einum stað og hefur kannski verið í mörg ár er stundum rík sú tilhneiging að vera áfram með sínar tryggingar á sama stað, óháð kjörum. é Og ef minnst er á í þann möguleika að % skipta um tryggingafé- ^ lag til að njóta betri kjara verður viðkvæðið oftar en ekki að það sé of mikið vesen. En því fer hins vegar fjarri. Hafi hagstæðara tilboð i trygging- ar fjölskyldunnar borist eða verið aflað þarf ekki annað en að hafa SJÓVÁ I Salmennar Akstur og áfengi fara aldrei saman! samband við sölumann eða ráðgjafa hjá nýja tryggingafyrirtækinu sem ______ síðan sér um að færa tryggingarnar yfir á , réttrnn tíma. Þetta | ferli getur tekið allt ? að eitt ár en við- skiptavinurinn þarf lll,,IIB ekki að standa í neinu veseni eða stappi. Hver og ein trygging hefur einn gjalddaga á ári og geta gjalddagar ólikra trygginga dreifst yfir árið. Þannig get- ur gjalddagi bílatryggingar verið í maí en heimilistrygg- ingar í október o.s.frv. Þessa gjalddaga má sjá á yfirliti frá tryggingafélaginu. Sú spurning vaknar því stundum hvort afsláttar- kjör tapist ekki hluta úr árinu hjá gamla tryggingafélaginu þegar lyk- iltrygging í tryggingapakkanum er færð yfir til nýs félags. í flestum til- fellum er svarið við þessu neikvætt. Þegar trygging er tekin er gefinn út reikningur með aflsáttarkjörum og gildir hann allt árið. Hjá nýja félag- inu bjóðast strax afsláttarkjör eins og um heildarpakka væri að ræða. Ef afsláttarformið er hins veg- ar í formi endurgreiðslu get- ur hluti hennar tapast þar sem viðkomandi hættir að uppfylla skilyrði þess að fá hana að fullu. Þetta ættu tryggingatakar að athuga en að öllu jöfnu geta þeir gengið úr einum af- sláttarpakka í annan án nokkurrar fyrirhafnar. Og sparað umtalsverð- ar fjárhæðir. -hlh Sparið peninga og verndið umhverfið Örar og miklar bensínhækk- anir á þessu ári hafa vakið marga til umghugsunar um hvernig minnka megi bens- íneyðslu og spara með því pen- inga. Á vefsíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda, www.fib.is, eru tíunduð nokkur ráð sem gera hvort tveggja, að minnka bensín- útgjöld og vernda umhverfið. Hér fara ráðin: - skipuleggið útréttingar. Betra er að stoppa nokkrum sinnum í einni ferð en fara margar stuttar ferðir. Það styttir vega- lengd og eykur virkni hreinsikúta. Virkni kútanna er best eftir þriggja til fimm km akstur. - akið á löglegum hraða. Hraðakstur eykur bens- íneyðslu og veldur umhverfis- spjöllum. - akið af stað með jöfnum hraða, sparið inngjöfina og forðist snögghemlun. Þannig sparast bensín og um leið dregur úr mengun. - veljið greiðfærar umferðargöt- ur til að draga úr stoppum. - að hita bílvélina í meira en 30 sekúndur veldur óþarfa meng- un. - stöðvið hreyfílinn ef bíllinn er í hægagangi meira en eina minútu. Hægagangur í eina mínútu er bensínfrekari en gangsetning. Haustverk inni: Liðkið pinnana Nú þegar kuldinn sækir á vilja ftestir fá hita á ofnana heima hjá sér. En það getur stundum verið erfitt að fá alla ofnana í gang. Algengt er að einn ofn eða fleiri í híbýlum fólks séu kaldir. Ástæðan kann að vera sú að þrýstijafnari á grind í kyndiklefa sé bilaður eða vitlaust stilltur. Eða þá að eitt- hvað annað sé að. Skýringin getur líka verið sáraeinfold. Pinni innan í ofn- loka getur verið stirður eða set- ið fastur, sérstaklega ef ekki hef- ur verið hreyft við ofnlokanum í lengri tíma, t.d. í sumar. Pinn- inn stjómar vatnsflæðinu um ofninn og ef ekki er hægt að hreyfa hann er ekki hægt að stjórna hitanum á ofninum. Þess vegna er það föst regla margra á hverju hausti að ganga á alla ofna í húsinu, skiúfa ofn- lokann af, smyrja pinnann með hitaþolinni olíu eða smurúða og liðka hann með því að hreyfa hann til. Ofnlokinn er síðan sett- ur á aftur og skrúfaður fastur. Oft nægir þetta til að fá hita á ofn sem annars er kaldur. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.